Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991 KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA Valsmenn svekktir með jafnteflið sá, en ekkert dæmt. Einar Páll hafði verið veikur, en var hitalaus í gær og átti að láta reyna á hvort hann gæti spilað í nokkurn tíma, en hann stóð sig vel og hélt út all- an leikinn. „Mönnum varð heitt í hamsi við þetta, en brottreksturinn á eftir var ekki réttlátur," sagði Ingi Björn. Heimamenn komust aftur inn í leikinn eftir jöfnunarmarkið án þess að skapa umtalsverða hættu, en jafnteflið nægði þeim til að komast áfram. Valsmenn voru mjög svekktir með jafnteflið og það að komast ekki í 2. umferð, en kenndu lánleys- inu um í fyrri leiknum. „Strákarnir stóðu sig allir vel. Þeir spiluðu ágætlega og baráttan var góð. Við getum því borið höfuð- ið tiltölulega hátt, en að vera svekktur með 1:1 jafntefli á útivelli í Evrópukeppni sýnir að þetta er í áttina hjá okkur,“ sagði Ingi Björn. Reuter Arnaldur Loftsson Valsmaður í baráttu um knöttinn við Svisslendinginn Orlando í gærkvöldi, en það var einmitt Orlando sem jafnaði fyrir Sion. Tórínó gerði fjögur mörk á átta mínútum mörk á sjö mínútum. „Það var áfall að fá annað mark- ið, því þá var ekkert að gerast og dómarinn farinn að líta á klukk- una,“ sagði Guðni Kjartansson, þjálfari KR, við Morgunblaðið. „Við rétt náðum að byrja á miðju, en einbeitinguna vantaði í bytjun seinni hálfleiks og auk þess hafði Tórínó heppnina með sér. En strák- arnir voru ekki vakandi og því fór sem fór.“ KR-ingar fengu tvö marktæki- færi eftir hlé. Fyrst skaut Björn Rafnsson þrumuskoti í slá af stuttu færi og þremur mínútum fyrir leiks- lok komst Bjarki Pétursson einn á móti markverði, en varnarmaður komst á milli og náði boltanum. „Það var óþarfí að fá svona mörg mörk á okkur," sagði Guðni. „Það á ekki að gerast ef menn spila agað og skynsamlega allan leikinn, en menn gleymdu sér um tíma.“ Atli Eðvaldsson og Sigurður Björgvinsson voru bestir hjá KR, en Rúnar Kristinsson var í strangri gæslu Annonis allan leikinn og fékk því lítið svigrúm til athafna. Þá átti Gunnar Skúlason ágætis leik. Reuter Þorsteinn Halldórsson sækir að Brasiiíumanninum Walter Casagrande í Tórínó í gærkvöldi. Til vinstri er Spánveijinn Rafael Martin Vazguez. Sion-Valur i:i Sion, Evrópukeppni bikarhafa í knaitspyrnu, seinni leikur í fyrstu umferð (Sion vann fyrri leikinn 1:0), miðvikudaginn 2. október 1991. Mark Vals: Gunnlaugur Einarsson (67). Mark Sion: David Orlando (78.). Rautt spjald: Sævar Jónsson og Blaise Piffaretti í byijun seinni hálfleiks. Gult spjald: Steinar Adolfsson og Davíð Garðarsson. Áhorfendur: 6.100. Lið Vals: Bjarni Sigurðsson, Gunnlaugur Einarsson, Arnaldur Loftsson, Þórður Bogason (Davíð Garðarsson vm. á 68.), Einar Páll Tómasson, Sævar ónsson, Jón Helgason, Stein- ar Adolfsson, Anthony Karl Gregory, Jón Grétar Jónsson, Baldur Bragason. Lið Sion: Lehmann^Sébastian, Michel, Brigger, Alain, Piffaretti, Alvaro, Reto, Orlando, Guiseppe, Baljic. KR-Tórínó 1:6 Tórínó á Ítalíu, Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, seinni leikur í fyrri umferð (Tórínó van fyrri leikinn 2:0), miðvikudaginn 2. október 1991. Mark KR: Gunnar Skúlason (16.). Mörk Tórínó: Giorgi Bresciano (15.), Rolíeilo Policano (45.), Rafael Martin Vazquez (48.),.Vincenzo Scifo (52. og 64.), Giuseppe Carillo (54.) Gult spjald: Óskar Þoi’valdsson (68.). Áhorfendur: 15.000. Dómarí: Colic frá Júgóslavíu. Dæmdi ágætlega en sleppti augljósri vítaspyrnu á Tórínó. Lið Tórínó: Marchegiani, Annoni, Policano, Mussi, Benedetti, Fusi, Scifo, Carillo (Ventur- in vm.), Bresciano, Vasquez, Casagrande. Lið KR: Ólafur Gottskálksson, Atli Eðvaldsson, Sfgurður Björgvinsson, Gunnar Oddsson, Þorsteinn Halldórsson (Bjarki Pétursson vm. á 68.), Björn Rafnsson (Óskar Þoi-valdsson vm. á 55.), Gunnar Skúlason, Sigurður Ómarsson, Heimir Guðjónsson, Ragnar Margeirs- son, Rúnar Kristinsson. KR-INGAR máttu sætta sig við 6:1 tap gegn Tórfnó í seinni leik liðanna í Evrópukeppni fé- lagsliða, en ítalska liðið vann 2:0 ífyrri leiknum. KR-ingar voru taugaóstyrkir í byrjun, en náðu sér fljótlega á strik og áttu i fullu tré við heimamenn ífyrri hálfleik — léku reyndar mjög vel. En fjögur mörk á átta mínútum gerðu útslagið og KR er úr leik. Tórínó byijaði af miklum krafti og náði forystunni eftir stund- arfjórðung, en Gunnar Skúlason jafnaði með skalla eftir sendingu frá Atla Eðvaldssyni tveimur mínút- um síðar. Markið setti heimamenn útaf laginu og KR-ingar fengu tvö ágætis marktækifæri skömmu síðar án þess að bæta við. í annað skipt- ið var Atla haldið, þegar hann ætl- aði að skalla í markið af stuttu færi og vildu KR-ingar fá víta- spyrnu, en dómarinn var á öðru máli. Annað mark Tórínó kom á síðustu mínútu hálfleiksins og virk- aði sem vítamínssprauta á heima- menn, sem byijuðu seinni hálfleik- inn með látum og uppskáru þá þijú VALUR gerði 1:1 jafntefli við Sion á útivelli í seinni leik lið- anna í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu í gærkvöldi. Vals- menn léku vel, en voru óheppn- ir að missa ieikinn niður i jafn- tefli. Þar með komst Sion áfram, en Svisslendingarnir unnu 1:0 í Laugardalnum. Bjarni Sigurðsson, markvörður Vals, var maður leiksins og varði stórglæsilega hvað eftir ann- að. Sion sótti stíft, en Valsmenn léku vel inni á milli og um miðjan seinni hálfleik gerði Gunnlaugur Einarsson glæsilegt mark — skaut af 22 til 25 m færi og boltinn fór í stöng og inn. „Þetta var frábært mark,“ sagði Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals, við Morgunblaðið. „Eftir það náðum við undirtökunum og jöfnunar- markið var óverðskuldað. Við vor- um ósáttir við það og fannst á okk- ur brotið.“ í byijun seinni hálfleiks lentu fyrirliðar liðanna í návígi úti á kanti með þeim afleiðingum að báðum var vísað af velli og þótti það strangur dómur. Mínútu áður gerð- ist umdeilt atvik inni í teig Vals- manna, þegar Einar Páll Tómasson var sleginn í andlitið svo á honum 18 tíma írútu! Valsmenn koma heim í dag frá Lúxemborg og ef af líkum lætur reynist ferðalagið þeim eiTiðara en leikurinn. Sion er í suður frá Basel nálægt landamærum Ítalíu og flugu Valsmenn til Lúxemborgar, en fóru þaðan með rútu til Sion. Ferðalagið frá Lúxemborg tók um níu tíma og sami háttur var hafður á í nótt. Eftir leikinn fengu leikmennirnir að borða, en síðan beið þeirra níu tíma rútuferö í nótt. Valsmenn voru því í 18 tíma í rútu vegna Evr- ópuleiksins og er víst að þeir láta þann leik ekki endurtaka 3ig. Evrópukeppnin Öll úrslit leikja á Evrópumót- unum þremur í gærkvöldi eru á bls. 45. Þar má sjá hvaða iið komust áfram í aðra um- ferð — UEFA-meistararnir frá því í vor, Internazionale frá Mílanó, eru til dæmis úr leik! KR-ingar sofnuðu á verðinum Við erunn í hátíðarskapi Afmælistilboð í tilefni 5 ára afmælis Átfaborgar bjóðum við viðskiptavinum okkar til veislu dagana 30/9 - 5/10 '91. Samtals 650 m2 af flísum að verðmæti 2 milljónir - seljast á 1 milljón., 10% atsláttur af öðrum vörum. ALFABORG ? mm E VISA” Hikæ Polaris 60x60 Nevada 45x45 Siríus 42x42 Alleghe 20x20 Lipsia15x15 Miraggio 15x20 kr. 2.635 m2 kr. 1.874 m2 kr. 1.289 m2 kr. 901 m2 kr. 999 m2 kr. 970 m2 Raðgreiðslur Byggingamarkaður - Knarrarvogi 4 104 Reykjavík - Sími 686755

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.