Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991 Greiðum skattana á meðan við getum eftir Benedikt Sigurðarson Síðustu vikur og mánuði hefur átt sér stað undarleg umræða um skatt- álögur og rekstur sameiginlegrar þjónustu. Þar ber auðvitað hæst hug- myndir núverandi ríkisstjómar um skattlagningu fólks sem lendir í veik- indum — jafnvel inn á sjúkrahús — og skattlagningu á skólagöngu. Það tjóir ekki að reyna að fela eðli skatt- lagningarinnar með því að kalla fyr- irbærið að þessu sinni þjónustugjöld — því á sama hátt og þú greiðir virð- isaukaskatt þegar þú kaupir í matinn (og kallar það skatt) þá greiðir þú innritunargjald á sjúkrahús eða í skóla þegar þú innritast eða kemur á þessar stofnanir — .hvort sem slíkt er kallað þjónustugjald eða eitthvað annað. Þetta er fyllilega sambærilegt því að sá sem ekki kaupir í matinn borgar auðvitað engan virðisauka- skatt af matarinnkaupunum sem hann ekki gerir og sá sem ekki mætir í skóla eða lendir inn á spít- ala borgar þá engin „þjónustugjöld" þar. „Sýnist mér að óhagræði — misrétti — sóun — offj- árfesting og skortur á réttindum neytandans séu einkenni sem við eigum sameiginieg með austrinu hrunda.“ sagðri læknisþjónustu ef ég slasast, veikist eða gerist gamlaður — vit- andi að börnin mín jafnt og nemend- ur mínir geta þegar þeir kjósa geng- ið að almennri menntun sem ekki spyr fyrst; „hvað geturðu borgað", heldur leggur meira upp úr því hvað einstaklingurinn er reiðubúinn að gefa af sér og hveijir hæfileikar hans eru. Varðveitum það sem er mikilvægt Á meðan við höfum heiisuna Ég er nú einhvern veginn þannig gerður að mér fellur ekki sú hugsun að geta átt von á því í fyrirsjáan- legri framtíð að þurfa að borga fyrir að fá lífsnauðsynlega læknisþjónustu á spítala. Mér óar líka við því ef bömin mín og vina minna geta þurft að hverfa frá námi beinlínis vegna þess að ég félli frá og fjölskyldan (eða vinir mínir) hefði ekki efni á að greiða skólagjöldin sem krafíst væri í almenningsskólanum — (mér dettur ekki í hug að nefna hér sér- hæfða skóla t.d. erlendis). Það er komin hér upp staða sem við álitum flest að ekki mundi svo skyndilega skjóta upp — og alls ekki núna þegar mörgum (og m.a. hag- fræðingum) eru að verða ljós helstu afglöp ríksstjórna íhaldsmanna í Bretlandi. Ég hef komist að því víðast þar sem ég kem að fólk er sama sinnis og vill greiða skatta á meðan það er fullvinnandi og sæmilega heil- brigt. Ég þekki engan sem reynir í alvöru að halda því fram að það sé forsvaranlegt siðferði í nútíma skatt- heimtu að nota sér óumdeildar menntunarþárfir og neyð manna — jafnvel lífshættu — til að lækka skatthlutfall þeirra sem mestar tekj- ur hafa. Ég tel það einhver mín dýr- mætustu réttindi í samskiptum við stjórnvöld að fá að greiða sanngjarna skatta á meðan ég hef aðstæður og efni til — vitandi að slíkt gefur mér tækifæri til að ganga síðar að sjálf- Miðstýring Blomberq eða markmiðum starfseminnar. Frá þessum tíma hafa ijölmargir skrif- finnar í ráðunejAunum verið á fullu — í yfirvinnu og nefndarvinnu í vinnutímanum — við að skilgreina breytta stjórnun margvísiegra verk- efna eftir því sem þeir hafa talið „þarfir ráðuneytisins". Sumar þess- ara breytinga hafa litið dagsins ljós m.a. í löggjöf um heilbrigðisþjónustu og menntamál (grsk. lög 1990 og frsk. lög 1987). Því miður hafa sveit- arstjórnarmenn ekki gefið gaum að því hvílíkt valdaafsal hefur falist í því sem kom í kjölfar verkaskipta- samningsins — við erum að sjá ný og ný dæmi. Fyrir skömmu fiutti Skúli Johnsen borgarlæknir athygl- isvert erindi „Um daginn og veginn" þar sem hann skilgreindi í ljósu máli hvernig aukin miðstýring í heil- brigðiskei’fínu dregur úr ábyrgð og gæðum þjónustunnar um leið og hún ur ekki í hug að biðjast afsökunar fremur en náttúrufræðingum í um- hverfisráðuneytinu hér á dögunum. Kremlarvald í Reykjavík Allur heimurinn horfir til austurs- ins og fylgist með og styður tilraun- ir fólksins til að bijóta af sér hlekki miðstýringarinnar og forréttinda- valds flokksgæðinga og skriffinna. Þó kúgunartækin hafi að sönnu ver- ið allt önnur en íslendingar hafa Benedikt Sigurðarson sækir öll til Reykjavíkur undir yfir- skyni svokallaðrar rekstrarhagræð- ingar. Þeir sem hlýddu á Skúla þurftu því ekki að verða hissa þegar upp komst um ákvarðanir Sighvats Björgvinssonar að leggja nánast nið- ur fjögur sjúkrahús utan Reykjavík- ur. Þessu fylgja síðan trúlega ein- hver digurmæli í fréttasíbyljunni þar sem ráðherrum og kommiserum dett- Höfundur er skólastjóri Barnaskóla Akureyrar. Ég tel mig til þeirrar kynslóðar Islendinga sem fyrstir nutu almennra menntunartækifæra — og að mörgu leyti einnig sjúkraþjónustu eins og ég vænti að hún verði áfram. Það er ekki vafi á að þessa þjónustu má bæta fyrir sama verð og hún kostar í dag — hana má trúlega eins vel reka fyrir minni peninga e'n til þessa hafa litlar sem engar tilraunir verið gerðar í þá átt. Allt hið hrokafulla streð í heilbrigðisráðherra og mennt- amálaráðherranum (eða aðstoðar- manni hans) hefur miðað að því að færa kostnaðinn til þeirra sjúku, öldruðu eða barnafjölskyldnanna. Þetta hefur vakið viðbrögð sem lík- lega verða kröftugri þegar menn reyna á eigin skinni hvernig þetta virkar. Hvað sem öðru líður þá er það í hæsta máta ranglátt að skatt- leggja þessa hópa fólks til að greiða fyrir sukk og óráðsíu sem miðstýr- ingin frá Reykjavík leiðir af sér — því á sama tíma eru svæfðar allar tilraunir til að skattleggja íjármagns- tekjur — ríkisvaldið og Seðlabankinn sprengja raunvexti upp fyrir það sem áður hefur verið liðið — og hlaðið er undir forréttindi m.a. með því að treysta einokun fáeinna útgerðarað- ila á fiskveiðum. Nokkur orð nm orð eftir Jón Kristin Snæhólm Sú stjórn sem nú situr tók að sjálf- sögðu margan vanda í arf — hún tók við margvíslegum undirbúningi þeirra aðgerða sem nú hafa litið dagsins ljós. Eitt af því sem sveitarfé- lögin sömdu um við fulltrúa ríkis- valdsins fyrir nærri þremur árum var breytt kostnaðarskipting opinberrar þjónustu og framkvæmda. Þessum samningum fylgdi ekki markviss út- færsla á breytingum á stjórnsýslu Þorvarður Elíasson ritar furðulega grein í Morgunblaðið 24. sept. sl. þar sem ráðist er að Menntaskólanum í Kópavogi og orðstír hans sem æðstu menntastofnunar í Kópavogi. Aflvaki reiðiskrifa hans er grein Ingólfs A. Þorkelssonar skólameistara MK um þann misskilning að Versíunarskóli Islands sé einkaskóli í orðsins fyllstu merkingu. Ekki er séð við lestur greinar skólameistara MK að þaf sé ráðist að Verslunarskóla íslands sem ágætrar menntastofnunar né lagt mat á það hvort að VI sé vel eða illa rekinn skóli. Ekki verður hjá því komist að rekja röksemdarfærslu Þorvarðar Elías- sonar sem miðar að því að ófrægja MK og þá sem honum stjórna. Þorvarður segir að VÍ sé rekinn af skólanefnd og skólastjóra en Verslunarráð skipi fjóra fuiltrúa af fimm í skólanefndina. Hvaðan skyldi þessi eini fulltrúi koma sem stjórn Verslunarráðs skipar ekki? Hann kemur frá ríkinu. Og hvers vegna á ríkið fulltrúa í nefndinni? Það er vegna þess að ríkið leggur til fé sem fer í að borga kennurum og ýmsan annan kostnað við að reka skólann. Til þess að færa rök fyrir því að VÍ sé ekki undir pilsfaldi ríkisins tekur Þorvarður Elíasson dæmi. Hann segir: „Að segja að Verslunar- skólinn sé rekinn af ríkinu vegna þess að ríkið kaupi þjónustu hans samrýmist ekki merkingu orða í ís- lenskri tungu. Ingólfur A. Þorkelsson rekur ekki Hagkaup þótt hann versli þar.“ Þessi röksemd er góð svo langt sem hún nær en grundvaliarmunur er á rekstri VÍ og Hagkaups. Hag- kaup býður fram þjónustu sína í sam- keppni á fijálsum markaði og hefur vaxið og dafnað sökum velgengni eigenda og starfsfólks þess í stjórnun fyrirtækisins. Verslunarskóli Islands hefur verulegt forskot í samkeppni við aðra framhaldsskóla á íslandi. Hann getur sett skilyrði fyrir inn- göngu nemenda í skólann s.s. lág- markseinkunn og skólagjald og starfað fijálsari en aðrir framhalds- skólar. Ef starfsfólk Hagkaups væru ríkisstarfsmenn væri ekki hægt að kalla Hagkaup einkafyrirtæki. Varla þarf að skýra það út fyrir Þorvarði Elíassyni. Sama gildir um verktaka sem vinna fyrir hið opinbera. Þeir geta boðið í verk í samkeppni við aðra verktaka en ef einn þeirra getur sett ýmis skilyrði fyrir að taka verk- ið að sér eru lögmál samkeppninnar brotin. Þannig er verktakafyrirtækið Jón Kristinn Snæhólm „Kópavogsbúar hafa ekki áhyggjur af orðstír MK en skólastjóri Verslunar- skóla íslands ætti eftir grein sína að íhuga vel og vandlega orðstír sinn og Verslunarskólans sem einkaskóla." á spena hins opinbera ef ríkið borgar laun starfsmanna þess og ýmsan rekstrarkostnað. Því getur það ekki sagt sig einkarekið þó svo að stjórnarmenn þess hirði laun annars staðar frá en ríkinu. Athyglisvert er að Þorvarður El- íasson telur sig hafa vissu fyrir því að rekstri MK sé ábótavant. Svo er ekki og getur hann flett opinberum gögnum þar sem MK notar nákvæm- lega þær fjárupphæðir sem honum eru skammtaðar. Röggsöm stjórn Ingólfs A. Þorkelssonar skólameist- ara í MK og annarra yfirmanna skól- ans er því að þakka og geta forystu- menn skólamála í Kópavogi vitnað þar um. Hins vegar kemur það fram hjá Þorvarði Elíassyni að skólagjöld nemenda VI renna í Húsbyggingar- sjóð sem síðan fjármagnar hallann af rekstri skólans. Hlýtur þetta að vera skólanefndarmönnum VI áhyggjuefni. Þorvarður Elíasson segir í grein sinni að það sé ekkert iaunungamál að samkeppni ríki á milli MK og VÍ og í raun missi MK af mörgum góð- um nemendum til Verslunarskólans. Auðvitað fara sumir ungir Kópavogs- liöfundur er fyrrverandi formaður nemendafélags MK og siturnú í skólanefnd skólans fyrir Sjálfstæðisflokkinn. nokkru sinni kynnst þá sýnist mér að óhagræði — misrétti — sóun — offjárfesting og skortur á réttindum neytandans séu einkenni sem við eig- um sameiginleg með austrinu hrunda. Okkur er álíka mikil nauðsyn og þeim að hluta ríkisvaldið á íslandi niður og afhenda það sveitarstjórn- um og samtökum þeirra í hveijum landshluta. Okkur er einnig nauðsyn að snúast gegn vaxandi forréttindum fámennra valdahópa og efla réttlæti í skattheimtu. Þannig verður best komið á ráðdeild í rekstri opinberrar þjónustu og því aðhaldi sem nánd neytandans við ákvarðanir ein getur skapað. Niður með miðstýringuna — full- valda ísland „í þingbundnu sambandi við Reykjavík". i i stír og einkarekstur búar til Reykjavíkur til náms. Sumir fara í MH, aðrir í MS, MR, FB og nokkrir leggja land undir fót og fara til Akureyrar eða Egilsstaða. En þetta eru engin rök fyrir því að MK hafi tapað einhverri ímyndaðri sam- keppni við Verslunarskólann. Meiri- hluti nemenda í Kópavogi fer í MK eða aðra skóla með sama kerfi og menntun en mikill ininnihluti í VI. Þess vegna hefur framhaldsskóla- kerfið unnið „samkeppnina" við VI ef haft er í huga hvaða menntun og þjónustu nemendur vilja. Niðurlag greinar Þorvarðar Elías- sonar er ekki einungis móðgun við starfsfólk og nemendur MK heldur líka við Kópavogsbúa alla. í niðurlag- inu segir Þoi'varður: „Undirritaður vill benda kollega sínum í Kópavogi og keppinaut á að vilji hann fá fleiri og betri nemendur inn í skóla sinn en hann fær nú, sé vænlegra að fara þá leið að bæta rekstur og orðstír skóla síns fremur en að ráðast í ræðum og riti á keppinautana". Svo mörg voru þau orð. Það hryggir kannski Þorvarð El- íasson að í haust hefur MK því mið- ur þurft að hafna umsóknum í skól- ann sökum þess að hann er löngu fullsetinn. Þannig að þótt yfirstjórn skólans vilji með fegins hendi taka við fleiri nemendum er það ekki hægt. Það kann einnig að hryggja Þorvarð að rekstur MK er hallalaus og ekki þörf á hærri skólagjöldum né „Húsbyggingarsjóði" til að fjár- magna hann. Um orðstír MK geta að sjálfsögðu verið skiptar skoðanir eins og um Verslunarskólann og fleiri skóla og er skólastjóri VÍ enginn stóridómur þar um. MK hefur á sl. árum tekið forystu í landinu á sviði ferðamálakennslu og námsefni skólans á því sviði er notað hjá ýmsum aðilum sem láta sig ferðamál varða s.s. ýmsum einka- skólum sem fjármagna rekstur sinn sjálfir. Nú er hafin bygging Hótel- og veitingaskólans við hlið MK en þar mun miðstöð allra hótel- og veit- ingafræða á íslandi rísa innan fárra ára. ► i I Kópavogsbúar hafa ekki áhyggjur af orðstír MK en skólastjóri Verslun- arskóla íslands ætti eftir grein sína að íhuga vel og vandlega orðstír sinn og Verslunarskólans sem einkaskóla en það verður hann aldrei á meðan skattgreiðendur borga brúsann að mestu. isis Einar FareStveít&Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.