Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 12
?“[ 12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991 StJ órnmálamaður inn og* sagn- fræðingurinn Snorri Sturluson eftir Sverre Bagge Um þessar mundir eru 750 ár frá því að Snorri Sturluson dó. Snorri var meðal helstu höfð- ingjum á Islandi á 13. öld og einn fremsti fulltrúi stórveld- istíma þjóðarinnar í bókmennt- um og menningu. Frægasta rit hans, Heimskringla, sem fjallar um sögu Noregskonunga frá fyrstu tíð fram til 1177, hefur þó ef til vill enn frekar orðið hluti af menningararfi Norð- manna. Vissulega skipa verk Snorra ekki sama sess í norskum skólum og þau gerðu fyrir fáeinum ára- tugum. Nútímaleg heimildarýni og söguskoðun, þar sem lögð er áhersla á þróun samfélaganna, hafa rutt þeim úr vegi. Sama er að segja um rannsóknir fræði- manna, einnig á þeim vettvangi eru verk hans ekki jafn mikilvæg og þau voru þar til í upphafi aldar- innar. Ekki að ástæðulausu; við getum ekki treyst honum jafn gagnrýnislaust og eitt sinn tíðkað- ist. Því fer þó fjarri að Snorri sé minni maður fyrir vikið. Enn síður er mikilvægi hans fyrir skilning okkar á fortíðinni orðið minna, ef til vill hefur það fremur aukist. Þegar við áttum okkur á því hvern þátt hann átti sjálfur í að móta efnið sem hann kom á framfæri skiljum við fyrst hve stórkostlegur sagnfræðingur hann var. Þegar við kynnumst röksemdafærslum hans, skýringum og mati á atburð- um getum við öðlast innsýn í þankagang, viðmið og hegðun fólks í norsku og íslensku samfé- lagi á tólftu og þrettándu öld. Höfundur ökkar var nefnilega maður sem var sjálfur virkur í því valdakerfi sem hann er að lýsa og hafði jafnframt til að bera nægi- lega athyglisgáfu, yfirsýn og íhygli til að miðla okkur af þekk- ingu sinni með þeim hætti að við hljótum að dá hann. Snorri telur að stjórnmál séu leikur sem stundaður sé af fá- mennum hóp manna er öllu ráði, manna er keppi sín í milli um völd og áhrif, ekki til að stuðla að fram- gangi hugsjóna eða skipulagðra hagsmuna einst^kra hópa. Einn af þessum stjórnmálamönnum er Einar þambarskelfir er lék veiga- mikið hlutverk í afdrifaríkum við- burðum áranna 1030-1035. Olafur helgi Haraldsson, sem lauk við að kristna Noreg, var í lok stjórnarferils síns orðinn óvin- sæll konungur og hann féll í orr- ustunni á Stiklarstöðum í baráttu við bandalag norskra höfðingja og bænda við danska konunginn Knút ríka. En eftir fall Olafs konungs fara að gerast merkiiegir atburðir. Sjúkir sem snerta lík hans verða heilbrigðir. Ári eftir dauða sinn er konungur jafn unglegur og vænn yfirlitum og í lifanda lífi, hár hans og skegg hafa einnig vaxið. Nýju dönsku valdhafarnir setja ströng lög og verða fljótt illa þokkaðir. Þegar svo er komið málum gengur Einar fram á svið- ið. Hann hefur einnig ástæðu til að vera óánægður og gerir sér grein fyrir því hvað er í vændum. Þótt hann hefði á sínum tíma skipað sér í raðir andstæðinga Ólafs konungs og tekið virkan þátt í að treysta nýju valdamenn- ina í sessi hafði Einar einn mikinn kost; hann hafði ekki barist gegn konungi á Stiklarstöðum. Hann kunni vel að notfæra sér þessa staðreynd. „Einar þambarskelfir hafði ekki verið í mótgöngu við Ólaf konung. Hrósaði hann því sjálfur. Einar minntist þess er Knútur hafði heit- ið honum jarldómi yfir Noregi og svo það að konungur efndi ekki heit sín. Einar varð fyrstur til þess ríkismanna að halda upp helgi Ólafs konungs“. Snorri var vafalaust á sama máli og samtímamenn hans sem álitu að Ólafur hefði verið helgur maður og að Guð hefði gripið inn í rás viðburða eftir dauða hans. En raunveruleiki sem byggist á yfirnáttúrulegum atburðum er einnig raunveruleiki og þar sem það hentaði Einari vel að Ólafur yrði talinn helgur maður hví skyldi hann þá ekki verða fyrstur til að láta sannfærast? Snorri veitir okk- ur sannfærandi lýsingu á því hvernig gamli klækjarefurinn skammar vantrúaða danska drottninguna þegar hún neitar að trúa á undrin sem verða við lík Ólafs. Einar sér til þess ásamt Kálfi Árnasyni, voldugum höfð- ingja úr Þrændalögum og einnig gömlum andstæðingi Ólafs, að ungur sonur Ólafs, Magnús, verð- ur konungur. Og þegar höfðin- gjarnir jafnt sem almenningur styðja nýja konunginn geta dönsku valdhafarnir ekki lengur haldið Noregi. Snorri var íslenskur stórhöfð- ingi og skoðanir hans á samfélag- inu voru mjög í anda viðhorfa yfir- stéttarinnar. Á hinn bóginn væri rangt að fullyrða að hann hafi talið að alþýðufólk skipti engu máli. Hann lýsir því hvernig sumir tóku forystu fyrir fólki en einnig hvernig það var leitt á villigötur; í sagnfræðiritum samtímans í Evr: ópu er sem alþýðan sé ekki til. í stjórnmálum er meginviðfangsef- nið að vinna fólk á sitt band og þótt það fylgi yfirleitt leiðtogum sínum verður það að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Af þessum sökum Sverre Bagge er ljóst samhengið milli kaldrana Snorra er hann lýsir stjórnmála- baráttunni og þess hve mikla áherslu hann leggur á hlutverk alþýðufólks. Sagnfræðiritun af þessu tagi var afar fátíð á miðöldum. Sé það svo að við teljum það helstu prýði sagnfræðings að hann geti skil- greint gerðir og pólitíska stefnu manna - og við teljum að svo sé - hlýtur Snorri að teljast einhver mesti sagnfræðingur miðalda í Evrópu, ef ekki fremstur þeirra allra. Skýringuna á sérstöðu Snorra er að verulega leyti að fínna í ís- lenska samfélaginu sem hann lifði og hrærðist í og því hvernig menn tókust þar á í stjórnmálum. Barist var um völdin fyrir opnum tjöldum, 1 1 ( ► Glæsileg herradeild á Laugaveginum Vönduð jakkaföt á kr. 24.900.- verið lengi í eldlínunni þessir kappar. Til vinstri er Valtýr Jónasson frá Siglufirði. Hann hefir verið í fremstu röð spilara á Norðurlandi í áratugi. Með honum á myndinni er Albert Sigurðsson sem verið hefir keppnisstjóri á Akureyri og á mótum norðanlands l um áratuga skeið. __________Brids_____________ Umsjón: Arnór Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 30. september lauk minningarmótinu um Kristmund Þor- steinsson og Þórarin Andrewsson. Keppni varð jöfn og hörð og margir um hituna. Kvöldskorin varð eftirfar- andi: A-riðill: Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 202 Júlíana Gísladóttir - Jón Gíslason 189 HeimirTryggvason - Leifur Kristjánsson 177 B-riðill: Sigurður Siguijónsson - Trausti Finnbogason 208 Gunnar Birgisson - Jóngeir Hlinason 191 Bjöm Svavarsson - Sigurður Aðalsteinsson 17 5 C-riðill: Bima Þorsteinsdóttir - Sófus Berthelsen 208 Júlíana Sigurðardóttir - Kristján Bjömsson 193 Sigrún Arnórsdóttir - Bjöm Höskuldsson 177 Lokastaðan varð þessi: Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson 377 Ingvarlngvarsson-KristjánHauksson 373 Júlíana Sigurðardóttir - Kristján Bjömsson 365 Sigurður Siguijónsson - Trausti Finnbogason 361 Björn Amarson - Guðlaugur Ellertsson 358 ArronÞorfinnsson-Jónlngþórsson 355 Næsta mánudag hefst fjögurra kvölda hausttvímenningur með hinu vinsæla barómeter-fyrirkomulagi ásamt tölvugefnum spilum. Skráning verður á staðnum, en til að tryggja sér þátttökurétt er vissara að mæta snemma. Jafnframt verður byijendum boðið upp á að spila sveitakeppni innbyrðis og aðstoðaðir við að mynda sveitir og jafnvel pör. Öllum er því óhætt að mæta og brids er ósvikin skemmtun. Spilað er í íþróttahúsinu við Strand- götu og hefst keppni kl. 19.30. Keppn- isstjóri er Einar Sigurðsson. Bridsfélag Sauðárkróks Síðastliðið mánudagskvöld var spil- aður eins kvölds tvímenningur með forgjöf. Efstu pör urðu: Jónas Birgisson - Jón Tryggvason 87 SteinarJónsson-ÓlafurJónsson 80 Sigurgeir Angantýsson - Birgir Rafnsson 76 Lárus Sigurðsson - Siguröur Gunnarsson 67 Næsta keppni félagsins er tveggja kvölda barometer. Jón Örn sér um skráningu. Hs. 35319. Vs. 35050. Vetrar-Mitchell BSÍ Vetrar-Mitcell BSÍ var að venju spilaður föstudagskvöldið 27. sept- ember. 20 pör mættu til leiks og efstir í n-s urðu: Guðmundur Skúlason - Indriði Rósinbergsson 252 Grímur Guðmundsson - Ingi Agnareson 242 Elín Jónsdóttir - Lilja Guðnadóttir..233

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.