Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.10.1991, Blaðsíða 47
s I ] I í í I í J J 3 J I taot M,- m,:.,,y.WMnfnrvtsMi (I. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1991 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA Trúi ekki að Fram arar séu áhugamenn - sagði Vasilis Daniel, þjálfari Panathinaikos, eftir markalaust jafntefli í Aþenu. Grikk- irnir komast í aðra umferð vegna markanna sem þeir gerðu á Laugardalsvelli FRAMARAR féllu út úr Evrópu- keppni meistaraliða með sæmd eftir markalaust jafntefli gegn grísku meisturunum Pan- athinaikos í síðari leik liðanna á Ólympíuleikvanginum í Aþenu í gærkvöidi. „Framarar léku mjög vel í þessum leik. Þeir vita greinilega hvernig á að spila fótbolta. Leikurinn var erfiður en ég var ekki ánægður með mína menn," sagði Vasilis Daniel þjálfari Panathinaikos eftir leikinn og bætti því við að hann ætti bágt með að trúa því að leikmenn Fram væru áhugamenn. Daniel hældi Pétri Ormslev sérstaklega og sagði að þar færi mjög góður leik- maður. Valur B. Jónatansson skrifarfrá Gríkklandi Islensku strákarnir eiga hrós skil- ið fyrir góðan leik og mátti ekki á milli sjá hvort liðið var skipað atvinnumönnum. Auk þess sem dómarinn, sem kom frá Albaníu, var tólfti maður gríska liðsins og dæmdi lið- inu meðal annars vítaspyrnu sem var alveg út í hött. En þrátt fyrir allt geta Framarar borið höfuðið hátt því þeir voru góð auglýsing fyrir íslenska knatt- spymu. Þeir geta þó nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki unnið þetta lið á Laugardalsvelli því það varð þeim að falli í keppn- inni að þessu sinni. Framarar fóru rólega af stað í fymi hálfieik enda kom gríska liðið ákveðið til leiks og ætlaði að sýna íslendingum í tvo heimana. Framar- ar bökkuðu og létu heimamönnum eftir svæði úti á vellinum en léku sterka vörn. Hvorki gekk né rak Pétur Ormslev lék mjög vel í Aþenu í gærkvöldi. Stjórnaði liði Fram eins og herforingi. ÍÞRÚmR FOLK ■ RÍKHARÐUR Dnðason ætlaði til West Ham sagði eftir leikinn í gær að ekki væri víst að hann færi. Hann fann til í hnénu eftir leikinn og óttaðist að það myndi bólgna. ■ KRISTJÁN Jónsson fer ekki með landsliðinu til Kýpur. Hann , sagði að þetta hefði verið ákveðið - fyrir þónokkru og Ásgeir ætlaði að skoða fleiri leikmenn í þeirri ferð. ■ PANA THINAIKOS fékk rúm- lega 68 milljónir drakma, eða um 22 milljónir íslenskra króna, í að- gangseyri í gærkveldi. ■ FORRÁÐAMENN Fram fóru í heimsókn um borð í listisnekkju forseta Panathinaikos, George Vardinoyannis, í gær. Forsetinn kom sjálfur í fylgd með fríðu föru- neyti til að fylgja Frömurum um borð í snekkjuna. Halldór B. Jóns- son formaður knattspyrnudeildar- innar átti ekki til nógu sterk lýsing- arorð til að lýsa herlegheitunum. ■ TENGDAFAÐIR forseta fé- lagins var meðal áhorfenda í gær. ' Skömmu eftir að Saravakos mis- notaði vítaspyrnuna fékk sá gamli hjartaáfall og var fluttur á spítala í snarhasti og er vart hugað líf. ■ EIN ferðataska skilaði sér ekki til Fram fyrir leikinn í gær. í henni voru gjafir til dómaratríósins, en Framarar höfðu ekki mikiar áhyggjur af því eftir leikinn þó það fengju ekkert frá félaginu. ■ SOFFÍA Guðmundsdóttir eig- inkona Ásgeirs Elíassonar þjálf- ara, sem er hjúkrunarkona, var á - leikskýrslu í leiknum í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem kona er á bekkn- um hjá íslensku liði í Evrópukeppni. ■ BALDUR Bjarnason fékk slæmt spark í hnéð þegar 10 mín voru eftir. Hann sagði eftir leikinn að þetta væru samskonar meiðsli og hijáðu hann fyrir Iandleikinn gegn Spánverjum en vonaðist þó til að verða orðinn góður fyrir leik- inn gegn Kýpur, þ.e.a.s. ef hann yrði valinn. Hvað sögðu þeir? hjá Panathinaikos og eftir fimmtán mínútna leik var Anton Björn sparkaður gróflega niður og varð að fara útaf meiddur. Þetta atvik varð til þess að Framarar efldust og komu meira inní leikinn, léku af skynsemi, héldu boltanum vel og byggðu á skyndisóknum sem fóru að mestu fram upp vinstri vænginn. Þar var Baldur Bjarnason í essinu sínu, plataði varnarmenn Grikkja oft upp úr skónum og náði góðum fyrirgjöfum. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Pétur Arnþórsson er hann átti hörkuskot frá vítateigslínu sem smaug rétt yfir þverslánna. Síðari hálfleikur var ekki nema tveggja mínútna gamall þegar al- banski dómarinn dæmdi vítaspyrnu á Pétur Arnþórsson, sem var alveg út í bláinn. „Ég kom ekki einu sinni við manninn, hvað þá boltann. Ég reyndi að hindra að hann kæmi boltanum fyrir markið með því að renna mér fyrir hann. Þessi dómur var algjörlega út í hött,“ sagði Pét- ur eftir leikinn. Fyrirliði Panathinaikos, Sarava- kos, tók spypnuna og skaut hátt yfir markið. Áður en fyrirliðinn tók vítaspyrnuna sagði Pétur Orsmelv við hann: „Þú ert ekki öfundsverður af því að taka þetta víti sem þú fékkst á óheiðarlegan hátt.“ Þetta virtist slá kappann út af laginu. Grikkirnir fengu nokkur hálffæri en Birkir Kristinsson greip vel inn í leikinn þegar á þurfti að halda. Undir lok leiksins fengu þeir gott færi þegar einn leikmanna fékk sendingu innfyrir og var einn á markteignum, kolrangstæður en ekkert var dæmt. Birkir gerði sér lítið fyrir og varði meistaralega í horn. Framarar réðu ferðinni strax eft- ir vfaspyrnuna — nánast allan seinni hálfleikinn. Baldur Bjarnason pijónaði sig skemmtilega í gegnum vöm Grikkja á 56. mínútu en mark- vörðurinn varði meistaralega skot hans. Skömmu síðar átti Þorvaldur Örlygsson skalla að marki eftir sendingu frá Kristjáni Jónssyni en enn var pólski landsliðsmarkvörður- inn í liði Panathinaikos á réttum stað. Grikkirnir voru greinilega búnir að sætta sig við jafntefli og reyndu að spila af öryggi án þess að taka neina áhættu. Pétur Arnþórsson átti lokaorðið fyrir Fram í leiknum en markvörðurinn varði enn og aft- ur gott skot hans. Allir leikmenn Fram stóðu sig vel en enginn þó betur en Pétur Ormslev sem stjórnaði leik sinna manna af miklu öryggi. Þeir nýttu vel breidd vallarins og sköpuðu sér færi sem á góðum degi hefðu nýst, en heppnin var ekki þeim hliðholl að þessu sinni. Grísku áhorfendurnir voru greinilega ekki sáttir við frammi- stöðu sinna manna. Mótspyrna Framara fór í taugarnar á þeim og grýttu þeir flöskum og smápening- um inná vallarhelming Framara. Tvívegis varð að stöðva leikinn vegna þessarar framkomu, en ekki lentu flöskurnar né peningarnir á leikmönnum Fram þó oft hafi mun- að litlu. Eg vissi allan tímann að þetta yrði erfitt en við áttum mögu- leika. Þetta kennir okkur að við verðum að vinna á heimavelli til að eiga möguleika í svona keppni. Dómarinn var ekki uppá það besta en maður hefur svo sem séð svona dómgæslu áður,“ sagði Ásgeir Elíasson sem stjórnaði Framliðinu í síðasta sinn í gær. „Ef við hefðum náð að vinna heimaleikinn held ég að það hefði verið auðveldara að halda því. Gríska liðið byijaði með látum en þeir náðu aldrei að ógna marki okkar verulega. Við fengum okkar færi en heppnin var ekki með okk- ur. Við leyfðum þeim að spila upp í hornin en fyrirgjafir þeirra voru slakar og áttum við ekki í erfiðleik- um með þær . Ég hefði viljað kveðja Fram með því að komast í aðra umferð en það brást. Það vantaði svo lítið uppá og það var heimaleikurinn sem réði úrslitum,“ sagði Ásgeir. Svekktur „Ég er svekktur yfir því að við náðum ekki að komast í aðra um- ferð. Við lékum vel og hefðum al- veg eins átt að getað sigrað. Dóm- gæslan var algjört hneyksli og ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins. Dómarinn beið greinilega eftir því að geta fært þeim sigurinn á silfur- fati. Þetta var mjög erfiður leikur, hitinn var mikill og ég var alveg búinn í lokin,“ sagði Pétur Arnþórs- son. Sæmilega sáttur „Ég er sæmilega sáttur við leik- inn, hann gat farið á báða vegu. Markmiðið var að halda hreinu og það tókst. Annars var mjög erfitt að spila þennan leik, hitamollan hafði þannig áhrif að mér fannst ég vera þyngri en venjulega. Það var engu að síður gaman að spila fyrir framan svona marga áhorf- endur,“ sagði Birkir Kristinsson. Grófari en við „Það er alltaf erfitt að spila þeg- ar maður hefur dómarnn líka á móti sér. Grikkirnir voru miklu grófari en við en samt var alltaf dæmt á okkur í návígum. Ég bjóst við að þeir myndu pressa á okkur framar á vellinum en það var að- eins í byrjun sem þeir gerðu það, síðan vorum við jafn mikið inni í leiknum," sagði Kristján Jónsson. Svekkjandi „Fyrstu fimmtán mínúturnar voru erfiðar en síðan náðum við að komast ágætlega inn í leikinn. Við máttum ekki koma nálægt þeim þvf þá var flautað um leið. Það var svekkjandi að ná ekki að vinna, en það er engu að síður gott að ná jafntefli hér,“ Þorvaldur Örlygsson sem lék sinn síðasta leik með Fram.‘, Full langt gengið „Ég hef upplifað ýmsilegt varð- andi dómgæslu en þetta tók öllu fram. Þó þeir séu á heimavelli var þetta full langt gengið. Mér fannst leikurinn ekki svo erfiður, við feng- urn okkar færi en það vantaði heppnina að þessu sinni. Það var alveg til í dæminu að fara áfram í keppninni þrátt fyrir að vera á móti tólf andstæðingum," sagði Pétur Ormslev, fyrirliði Fram. Panathinaikos - Fram 0:0 Ólympíuleikvangurinn í Aþenu, Evrópukeppni meistaraliða, síðari leikur i 1. umferð, mið- vikudaginn 2. október 1991. Gult spjald: Kristján Jðnsson (30.), Baldur Bjamason (83.) og Pétur Ormsiev (86.). Ahorfendur: 45.758. Dómari: Cunej frá Albaníu. Lið Frain: Birkir Kristinsson, Kristján Jónsson, Jón Sveinsson, Pétur Ormslev, Jón Eriing Ragnarsson (Pétur Marteinsson 78.), Kristinn R. Jónsson, Pétur Arnþórsson, Þorvaldur Öriygsson, Baldur Bjarnason, Steinar Þór Guðgeirsson, Anton Björn Markússon (Ríkharð- ur Daðason 14.) Panathinaikos: Wandzik, Apostolakis, Kaltzis, Christodouiou, Kalitzakis, Mavridis, Sarava- kos (Donis 76.), Karageorgiou, Athanasiadis, Georgakopoulos (Antoniou 81.), Maraeos. 2. DEILD Hörður þjálfar Stjömuna Hörður Helgason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Stjörnunn- ar í knattspyrnu næstu tvö árin. Hörður hefur þjálfað mikið á und- anförnum árum og hefur þjálfað ÍA, KA og Val í fyrstu deild. í sumar var hann með 2. flokk Akurnesinga auk þess sem hann þjálfaði landslið íslands skipað leikmönnum 18 ára og yngri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.