Morgunblaðið - 16.04.1992, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.04.1992, Qupperneq 16
seei TÍÍISA .31 HUOAaUTMMH QIG/via/tUDflOM MORGUNBLAÐIÐ KIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 Mótettukór Hallgríniskirkju. JÓHANNESARPASSÍAN _______Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Hvaða galdur er það sem glæð- ir tónlist lífi eftir að hún hefur gegnt hlutverki sínu i samtíðinni þegar hún er samin, svo rammur að sérhver kynslóð finnur hjá sér löngun og hvöt til að flytja hana og njóta hennar?" Þessa hugleið- ingu má lesa í efnisskránni fyrir tónleika Mótettukórs Hallgríms- kirkju sl. mánudag, er Jóhannes- arpassían var flutt með mikilli við- höfn og fyrir fullri kirkju áheyr- enda. Hvað menn telja iíklegast um töfra kirkjuverka J.S. Bachs, fer trúlega að nokkru eftir áhuga manna. Tónfræðingar tefla fram frábæru handbragði meistarans, trúaðir, innihaldi textans og ein- lægri trúartúlkun og hlustendur rismikilli tónlist, sem aðeins er á færi bestu listamanna að flytja. Og allir hafa rétt fyrir sér, því tónlist meistara Bachs er þrungin af sköpunar- og tjáningaþörf, sem klædd er mikilli kunnáttu, fram- færð af sterkri tilfinningu fyrir tónrænni túlkun og hafin í æðra veldi háleitra markmiða, óháðum tískum og tildri hvers tíma. Þannig tekst Bach að sameina fimm meg- inþætti góðrar listar, sem er grundvölluð af sköpunarþörfinni, leidd fram af kunnáttunni, gædd marglitu litrófi tilfinninganna, formsett innan ramma markmið- anna og síðast en ekki síst, gædd lotningu fyrir fegurðinni, sem er í raun innsta eðli trúarinnar og „lífs- leitar" mannsins. Flutningur Mótettukórs Hall- grímskirkju á Jóhannesarpassíunni var í alla staði glæsilegur. Karl- Heinz Brandt fór með hlutverk guðspjallamannsins. Söngur hans var stórkostlegur og reis hæst, þar sem Bach túlkar frásögnina af fyrirbærum þeim er fylgdu á eftir dauða Krists. Njál Sparbo söng hlutverk Krists og fer þar sannar- lega frábær söngvari. Tómas Tóm- asson fór með hlutverk Pílatusar og var söngur þessa efnilega söngvara vel útfærður. íslensku söngvararnir voru allir mjög góðir og trúlega hefur- aldrei verið samankomið jafn gott lið jafningja og að þessu sinni. Sér- staklega ber að geta söngs Margr-- étai- Bóasdóttur en hún flutti frá- bærlega vel aríurnar Ich folge dir og Zerfliesse mein Herze. Alt- aríurnar voru mjög vel sungnar af Sverri Guðjónssyni og sérstak- lega Es ist vollbracht en í þeirri aríu lék Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á viola da gamba og var samleikur þeirra mjög fallega útfærður. Gunnar Guðbjörnsson söng aríurn- ar Ach, mein sinn og íhugunina frægu, Ei-wáge, wie sein blut- gefárbter Rúcken, sem var glæsi- lega sungin hjá Gunnari. Bergþór Pálsson söng allar bassaaríurnar en tvær þeirra eru með kórnum, sú fyrri Eilt ihr sem er mjög erfið og sú síðari, Mein trauer Heiland, glæsilegt söngverk, sem Bergþór fluttí stórvel, af miklum myndug- leik og tilfinningu fyrir alvöru efn- isins. I þeirri seinni slær Bach sam- an hugleiðingu um friðþæginguna og sálminum, Jesu, der du warest tot, á meistarlegan máta. Hljómsveitin var vel mönnuð og lék vel. Það má deila um mikil- vægi þess að flytja gömul verk með upprunalegum hljóðfærum og telja margir, sem þar um deila, að slíkt nái aðeins að verða eftirlík- ing, bæði hvað snertir flutnings- tækni og fjölda flytjenda. Hvað sem þessu líður var hljóðfæraleik- urinn í heild mjög góður og merki- lega vel samanstemmdur í tón- stöðu og styrkleikahlutföllum en einmitt þessi atriði, og reyndar ekkert annað, ollu því að ný og betur smíðuð hljóðfæri leystu þau gömlu af hólmi. Hvað sem þessu líður var flutningurinn allur hinn glæsilegasti og rétt að óska kirkj- unni, kórnum og ekki síst stjórn- anda hans, Herði Áskeissyni, til hamingju með tíu ára starfsaf- mæli Mótettukórsins. 4ia vikna tiefst eftii páska. $ h í Æ Ballettskóli ik ^ Eddu ^ Scheving Skúlatúni 4 Upplýsingar í síma 38360. Vpplagt fyrii byrjendur iil kynningar. Stundum bannað __________Leiklist_____________ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Leikfélag Ármúiaskóian, leikhóp- urinn Á síðustu stundu, sýnir í Félagslieimiii Kópavogs: Stundum bannað og stundum ekki. Leik- sljóri: Margrét Kristín Pétursdótt- ir. Hönnuður leikmyndar og að- stoðarleikstjóri: Björn Gunnars- son. Það þótti mikil óhæfa árið 1940 að leikarar væru að striplast á bað- fötum á Ieiksviðinu. í augum margra hefur það án efa jaðrað við klámsýn- ingu. Það var því mikið fjaðrafok í kringum sýningu Leikfélags Reykja- víkur á leikritinu „Stundum og stundum ekki“ eftir þá félaga Arnold og Bach. Reyndar var það svo að lögreglustjóri lét banna sýninguna eftir að Iokaæfing hafði hrist upp í þeim heiðvirðu sálum er hana sáu. Ekki var það einungis að siðferðis- kenndin væri særð heldur þótti mönnum sem vegið væi'i um of að háttsettum ráðamönnum í verkinu sem að Emil Thoroddsen þýddi og staðfærði. Það er því spurning hvort hafði meira vægi pólitíkin eða dóna- skapurinn. Niðurstaðan var þó sú að dómnefnd var skipuð og send á frum- sýningu og var það meðal annars til þess að nokkrir leikarar gengu úr skaftinu. Hvíslarinn var því settur í þijár rullur og sviðsmaðurinn tók að sér eina og lék beint af handritinu. Það hefur því væntanlega verið ærið skrýtið andrúmsloftið í Iðnó við þess- ar aðstæður. Tveimur áratugum seinna færði svo Leikfélag Akureyrar upp sýninguna „Stundum bannað stundum ekki“ sem gerði grín að þessu öllu. Leikritið er að upplagi ósköp ein- faidur farsi sem byggist á laumu- spiii og eilífum misskiiningi. Aðal persónurnar koma úr stjórnarráðinu; fuiltrúar og skrifstofustjórar sem eru flestir hveijir veikir fyrir olfurlitlu daðri á sumarhótelinu að Vatnalaug- um. Þangað streymir liðið en enginn er með sinni konu né undir réttu nafni. Kímnin felst því einna helst í aðstæðum sem skapast en ekki í text- anum sjálfum, verkið er því alfarið undir vel heppnaðri sýningu komið. Það er oft erfitt að setja upp farsa, vekji þeir ekki óskapa kátínu er hætt við að þeir verði hálf þunnir og það er áreiðanlega erfitt fyrir unga og óreynda leikara að kljást við áhorfendur sem spara hlátur- taugarnar. Þessi sýning sem ég sá var nokkuð lengi í gang en svo náðu leikarar sér þokkalega á strik. Þó var nokkuð um mismæli og óöryggi sem hefði mátt pússa með lengri æfingatíma. Annars voru margir býsna efnilegir og bjuggu yfir ágæt- is hæfileikum sem þeir ættu endilega að rækta. Leikmyndin var líka tals- vert til vandræða og leit um tíma út sem hún myndi öll hrynja og var aðdáunarvert hvað leikarar komust vel frá þeim ósköpum. Leikstjórinn (Helena Wilkin) setur hvíslarann (Sigurð Lindal Þóris- son) inn í hlutverkin þrjú. o b -radornemarnir eru bandarísk gæbahönnun í sérflokki sem gera þér kleift að fylgjast meb. Þeir eru fyrirferbarlitlir, meb bæbi X-, K- og KA- tíbninemum, hljób- og ljósmerki, styrkstilli, leibslu í vindlinga- kveikjara eba rafkerfí, skyggnis- eba mælaborbsfestingu o.íl. „Nú þarftu ekki ab láta radarmælingar koma þér að óvörum" Vjer& frá a&eins 9.'$00,i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.