Morgunblaðið - 16.04.1992, Síða 18

Morgunblaðið - 16.04.1992, Síða 18
ife MOKGUNBLADIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRfib 1992 Norðurlönd á dálkum dagblaðanna - Grænland Samspil mynda og tóna Knud Petersen Ljósm: Knud Josefsen NUUK(LRH) - Knud Petersen er 18 ára og í námi sem aðstoðarhljóð- og mynd- tæknimaður hjá Inuk Video Produktion í Nuuk. Um fleiri greinar hljóð- og myndatökunáms er að velja. Unnt er að verða myndatökutæknir, hljóðtöku- tæknir, eða, eins og Knud Peters- en ákvað, að læra stjórnun upp- töku fyrir sjónvarp. Þegar námi lýkur í janúar 1996 verður hann fær um að tengja saman sjón- varpsupptöku þannig að þar spili saman hljóð og mynd. Þegar ég lauk barnaskólanámi gat ég hugsað mér að læra verzí- unar- og skrifstofustörf. En rétt áður en ég lauk námi barst mér orðsending frá Pilersuifikk, náms- greinastofnun Grænlands, þar sem ég hafði starfað í fríum og frístundum mínum. Þeir sögðu í orðsendingunni að mér hentaði vel að vei'ða aðstoðar hljóð- og myndtæknimaður. Ég var reyndar ekki viss um að geta aflað mér þessarar mennt- unar, en áhugi minn var mikiil. Þessvegna starfaði ég í eitt ár hjá Pilersuiffik til að öðlast einhveija starfsreynslu. Áður hafði ég aðal- Hér á landi eru engir sem lært hafa upptökustjórn, þess vegna hefur Knud Petersen valið sér það nám lega unnið í bókadeildinni, en fékk nú starf í myndbanda- og skólaút- varpsdeildinni, þar sem ég ljöl- faldaði myndbönd og lærði hvern- ig sjónvarpað er af myndböndum. Gott starf í ágúst í fyrra hóf Knud Peters- en síðan nám sitt sem aðstoðar hljóð- og myndtæknimaður á vinnustað sínum. Hann fékk vinn- usamning hjá Inuk Video Produktion. Náminu er skipt í margar ein- ingar, með verklegri þjálfun í Nuuk og skólagöngu í Árósum. Mér finnst mjög gaman að eiga að fara í skóla í Danmörku. Ekki þar með sagt að það yrði leiðin- legt að þurfa að fara í skóla hér, en það verður spennandi að reyna eitthvað annað, ja.fnvel þótt ég hafi áður komið til Danmerkur. Ég hef kosið að verða tækni- stjórnandi þar sem enginn er lærður á því sviði hér. Auk þess finnst mér ég þekkja vel til hljóð- tækni, svo það verður gaman að reyna eitthvað annað, og ég fæ reyndar einnig að kynnast bæði myndatökutækni og hljóðtækni í náminu. Svæðisútvarp Áhugi Knud Petersen á tækni og fjölmiðlum er svo mikill að hann varði frístundum sínum í heilt ár í að vera ólaunaður lausa- maður hjá svæðisútvarpinu Radio Nuummiunut. ^Þótt Knud þyki leitt að starf- semi Radio Nuummiunut hefur verið lögð niður, telur hann að það hafi verið gagnlegt. Ég reyni að fylgjast með því sem er að gerast. En það er mjög mismunandi hvernig ég geri það. En ég verð að segja að aðallega horfi ég á sjónvarp þegar ég kem heim úr vinnunni. Ogþað er svæð- issjónvarpið sem ég hoi'fi á, af því það er með beinar fréttaút- sendingar frá Bandaríkjunum eða Kanada. Mér finnst dálítið leiðin- legt að horfa á danska TV-avis þáttinn þremur dögum eftir að hamn var sýndur í Danmörku, segir Knud með bros á vör. En svo les ég einnig bæði blöð- in, AG og Sermitsiaq, og áður var ég áskrifandi að Berlingske Tid- ende, en ég er hættur því. Ég veit I rauninni ekki af hvetju, segir Knud, sem enn býr heima hjá foreldrum sínum. Því hefur hann ekki hugsað sér að breyta á næst- unni. Hann er fullkomlega sáttur við að búa hjá foreldrum sínum nú meðan hann er í námi. Þessi grein birtist upphaflega í Gi'onlandsposten, Nuuk (9.10). Greinin sem birtist í Mbl. í gær birtist. upphaflega í Norra Vast- erbotten Skellefteá (5.10). LÓNIÐ Opið alla páskahátíðina - fyrir þig Hádegisverðarhlaðborð Kaffihlaðborð FLUGLEIÐIR HÓTEl IÖFTLEIÐIR - þegar matarilmurinn liggur í loftinu V ) Það er eftir Reyni Axelsson Kæru ritstjórar. Þetta litla lag, sem ég hripaði niður fyrir viku í tilefni af skrifum Helga Hálfdanarsonar um þýzka lagið við Það er leikur að læra, hætti ég við að senda ykkur af hreinni feimni þegar ég sá að al- vörutónskáld hafði látið til sín heyra. En nú eru lögin orðin svo mörg að engu munar um eitt í við- bót, þótt frá leikmanni sé. Hiynj- andin kemur nokkurn veginn af sjálfri sér þegar búið er að ákveða hvort lagið á að vera í tví- eða þrí- skiptum takti, svo að ekki er að undra þótt hún sé næstum því eins og í lagi Jóns Þórarinssonar. Að vísu byija ég á fjórðapartsnótu frekar en áttundapartsþögn og átt- undapartsnótu eins og hann gerir af vel ígrundáðri ástæðu, en því mætti svo sem breyta, finnist mönn- um það ekki flækja málið óþaiTlega. En er ekki rétt að snúa sér að Þvottahúsvaskar frá kr. 6.565,- póstsendum Á VERÐI SEM KEMUR SPÁNSKT FYRIR SJÓNIR TILBOÐSVERÐ MIKIÐ ÚRVAL Jg) Dreifing HRINGÁS Smiðjuvegi 24c - Sími 77878. ►AÐSTOFA Ármúla 36 - Sími 31810. Opið laugardaga frá kl. 10-14. leikur að læra öðrum endurbótum? Eins og Jón Þórarinsson bendir á eru mörg kvæði sungin við erlend lög sem fara þeim ekki vel og eiga víst flest- ir sín eftirlætisdæmi. Stundum er orsakarinnai' einnig að leita í kvæð- inu .sjáifu. í hinni faliegu vísu ís- lands minni eftir Jónas Hallgríms- son, sem oftast er sungin við ágætt lag eftir Grétry, byijar hver lína á forlið og réttum tvílið nema sú næstsíðasta, sem bytjar á þrílið. Þessat'i tilbreytingu er auðvitað ekki fylgt í laginu og afleiðingin er sú að í bernsku heyrði ég tvær síðustu línurnar ávallt þannig: Djúp, hanablessun. Drottinn sá um daga heimsins alla. Ljóst er að ekki dugar að kaupa lag við þessa vísu beint úr búð. Hér þarf að klæðskerasauma. Höfundur konnir stærófræði við Háskóla Islnnds. Húnavakan 1992 hefst 2. í páskum á Blönduósi HÚNAVAKA 1992 hefst á ánnan í páskum á Blönduósi. Hún stendur fram til laugardagsins 25. apríl. Meðal atriða á vökunni má nefna málverkasýningu, leiksýningu, tónlistarflutning og brids. 20. apríl verður málverkasýning á vegum Gallerís Listar opnuð á Hótel Blönduósi. Þeir sem sýna eru Daði Guðbjörnsson, Elín Magnús- dóttir og Þói'ður Hall. Síðar sama kvöld sýnir Leikhópurinn á Hvammstanga gamanleikinn Ætt- armótið. Miðvikudaginn 22. apríl, síðasta vetrardag, verður svonefnd Hús- bændavaka. Meðal efnis á henni er leikur Skólalúðrasveitar Blönduóss undir. í léttum dúr nel'nist dag- skrárliður þar sem Pétur Pétursson læknir spjallar við samkomugesti. Nokkrir félagar úr Leikfélagi Blönduóss fara með gamanmál og hljómsveitin Bjarkarbrotið syngur nokkur lög. Þá lætur skólastjóri úr héraði í sér lieyra og Jóhannes Kristjánsson eftirherma kemur fram. Kl. 23 leikur hljómsveitin Herramenn fyrir dansi. Guðsþjónusta verður í Blöndu- óskirkju sumardaginn fyrsta kl. 11 og kl. 13 hefst Norðurlandamótið í brids í Grunnskóla Blönduóss. Kl. 14 verður sumarskemmtun í Grunn- skólanum og unglingadansleikur hefst kl. 22 þar sem Vinir vors og blóma leika. Föstudaginn 24. apríl halda þrír kórar skemmtikvöld í Félagsheinv ilinu. Laugardaginn verðut' loka- umferð á bridgemótinu í Grunnskól- anum. kl. 19 verður sýnd kvikmynd- in Ingaló. Ki. 23 hefst lokadansleik- urinn á Húnavöku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.