Morgunblaðið - 16.04.1992, Síða 42

Morgunblaðið - 16.04.1992, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 Páskahald í Laugarneskirkju KYRRAVIKA og páskar er sá tími er kirkjuárið rís hæst. Þá minn- umst við stóru atburðanna sem eru um leið grundvallaratriði kristinnar trúar, krossdauði Jesú og upprisa. Helgihaldið í Laugarneskirkju verður með hefðbundnu sniði. Á Skírdag verður guðsþjónusta í Há- Akranes: túni 12, Sjálfsbjargarhúsinu kl. 13.45. Sr. Ingólfur Guðmundsson mun þar annast þjónustu ásamt sóknarpresti. Um kvöldið kl. 20.30 verður messa í Laugarneskirkju með altarisgöngu. Þórarinn Björnsson guðfræðingur prédikar. Jesper Hansen syngur einsöng _og Lárus Sigurðsson leikur á gítar. í lok mes- sunnar verður altarið afskrýtt um leið og 22. sálmur Davíðs verður lesinn. Söfnuðurinn yfirgefur svo kirkjuna í myrkri. Á altarinu verða 5 rósir sem minna á 5 sáramerki Krists. Þessi litla athöfn er áhrifarík árétting á því sem við erum að minn- ast á skírdagskvöld og aðfaranótt föstudagsins langa. Á föstudaginn langa verður guðs- þjónusta kl. 14.00. Þá verður píslar- sagan lesin í þremur köflum en á milli flytja félagar úr Kór Laugar- neskirkju mótettur eftir de Victoria og Perti. Litanía sr. Bjarna Þor- steinssonar verður einnig flutt. Á páskadag verður hátíðarguðs- þjónusta kl. 8.00 árdegis. Sr. Sigrún Oskarsdóttir prédikar. Kl. 11.00 verður guðsþjónusta í Hátúni lOb á Öldrunarlækningadeild Landspít- alans. Á annan í páskum verður hátíð- arguðsþjónusta kl. 10.30 með ferm- ingu og altarisgöngu. Söngstjóri og organisti er Ronald V. Turner. Jón D. Hróbjartsson, sóknarprestur. Vatnstankur settur upp Akranesi. VERIÐ er að Ijúka við að setja um 1.000 m3 vatnsmiðlunartank í neðri hluta Akranesbæjar og er ætlunin að með tilkomu hans verði hægt að fullnægja vatns- þörf fiskvinnslustöðvanna, en nokkuð hefur borið á vatnss- korti á Neðri-Skaganum. Vatnstankurinn sem hér um ræðir er smíðaður hjá Þorgeiri & Ellert hf. á Akranesi. Starfsmenn áhaldahúss Akranesbæjar eru nú að ljúka smíði dæluhúss. Þá á aðeins eftir að setja upp dæluút- búnaði. Stefnt er að því að vatnstankurinn verði kominn í notkun með vorinu. - J.G. Ættarmótið á Hvammstanga Leikritið Ættarmótið eftir Böðvar Guðmundsson var frum- sýnt á Hvammstanga 12. apríl sl. Leikstjóri er Emil Gunnar Emils- son. Leikflokkurinn á Hvamms- tanga hefur æft leikritið frá mars- byrjun og eru leikendur 19 alls en að sýningunni standa um 30 manns. Sýningar verða á Hvammstanga, Skagaströnd og víðar. Á myndinrii eru leikarar og starfsfólk sýningarinnar. - Karl Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Akranes: Sveinn Guðbjarnason sýnir Akranesi. SVEINN Guðbjarnason fyrrum verkamaður á Akranesi heldur málverkasýningu í Bókhlöðunni á Akranesi um páskana og sýn- ir þar 40 málverk. Þetta er þriðja einkasýning Sveins en 16 ár eru liðin frá því hann sýndi síðast. Hann hélt sína fyrstu sýningu 1945 og liðu 31 ár til hinnar næstu. Helmingur myndanna er frá Akranesi en aðr- ar eru gerðar á ferðalögum Sveins um landið og lætur Sveinn hugann líða frá liðnum tíma til þessa dags í myndverkunum. Sveinn hefur verið að mála í frítímum sínum allt frá unglings- aldri, þó dregið hafí úr því um skeið vegna annarra starfa. Síðari ár hefur hann þó tekið upp þráðinn Sveinn Guðbjarnason við eitt verka sinna. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson frá því sem horfið var. 14-22 yfir páskana fram á kvöld Sýning Sveins verður opnuð á annars dags páska. skírdag og verður opin frá kl. - J.G. Morgunblaðið/Úlfar Ungir sem aldnir hafa sótt skíðabrekkurnar í Seljalandsdal í vetur. Isafjörður: Mikið fjölmenni tek- ur þátt í Skíðaviku ísafirði. STÖÐUGUR straumur fólks hefur verið vestur undanfarna daga til að taka þátt í Skíðavik- unni um páskana. Kunnugir telja að nú sé fjöldinn að verða meiri en það sem gerðist meðan Gullfoss farþegaskip Eimskips kom reglubundið fuilur af fólki til ísafjarðar um páska. Flugleiðir áætluðu 14 aukaferðir úr Reykjavík auk 2 frá Akureyri, en líklega flytja þeir um 1.500 manns vestur fram að páskum auk þess sem fjöldi manna kemur ak- andi. Mikil umferð var á Selja- landsdal um helgina og á mánudag var þar mikill hópur manna í glampandi sólskini og steikjandi hita. - Úlfar. ■ BANDA- RÍSKI miðillinn Patrice Noii verður stödd hérlendis á veg- um Nýaldar- samtakanna dagana 25. til 30. apríl og mun hún halda þijú Patrice Noli námskeið dagana 25. og 26. apríl, og tvö námskeið kvöldið 28. apríl. Hejgarnámskeiðið, sem hefst 25. apríl er byggt á bókinni „Opening Channel" eftir Sanaya Roman, sem er sjálfstætt framhald fyrri bóka hennar og væntanleg á íslensku næsta haust. Þar kennir Patrice fólki að opna fyrir miðilshæfileika sína. Námskeiðið fer fram á ensku og nauðsynlegt er fyrir þátttakend- ur að hafa lesið bókina „Opening ChanneL Þetta helgarnámskeið stendur í tvo daga frá klukkan 10 til 18. Síðari námskeiðin, sem hald- in eru 28. apríl bera heitin „Lifðu í gleði á 9. áratugnum“ og „Sköpun verðmæta". Á fyrrnefnda nám- skeiðinu byggir Patrice Noli á bókinni „Lifðu í gleði“ og hinu síð- ara á bókinni „Creating Money“. Nýaldarsamtökin. eru til húsa að Laugavegi 66, 3ju hæð. H SKÍÐADEILD Ungmennafé- lags Grundarfjarðar verður með ferðir upp á Snæfellsjökul um páskana og lengur ef veður og færi gefast. Félagsmenn hafa út- búið opinn sleða sem tekur 42 í sæti og er dregin af snjótroðara. í boði verður útsýnisferð upp á topp og fólk getur tekið með sér skíði og rennt sér niður. Þeir sem ekki hafa gert upp hug sinn hvert fara skal í páskafríinu eru hvattir að skella sér vestur á Snæfellsnes og skreppa á jökulinn. Þeir sem áhuga hafa á að bregða sér á Jökul þurfa að vera vel klæddir. ■ HALDIN verður í Breið- holtskirkju, á páskadagskvöld kl. 20, samkoma þar sem enski fyrirlesarinn Ken McGreavy tekur þátt í fyrir- bænaguðsþj- ónustu. Ken McGreavy er kunnur kennari og fyrirlesari um andleg málefni. Hann starfar í þjónustuhópi í kirkju í Englandi er heitir Ichthus Christ- ian Fellowship. Hans megin kennslusvið er um ýmsar hliðar Heilags anda og þjónustu í krafti hans. Auk þess að koma fram á samkomunni á páskadagskvöld verður hann einnig aðalræðumaður á fjölskyldumóti Ungs fólks með hlutverk í Reykholti um bænda- dagana. (Fréttatilkynning) Ken McGreavy PÁSKAR ÍEDEN FASTUR PUNKTUR í TIL VERUNNI Í34ÁR. Opið alla daga og öll kvöld. Eden Hveragerðiy sími 98-34900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.