Morgunblaðið - 16.04.1992, Page 45

Morgunblaðið - 16.04.1992, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 45 ATVINNUAi K ■! YSINGAR Sumarafleysingar Óskað er eftir sjúkraliðum til sumarafleysinga í tvo til þrjá mánuði að heilsugaeslustöðvun- um í Efra-Breiðholti og Árbæ. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjórar viðkom- andi heilsugæslustöðva. Óskað er eftir hjúkrunarfræðingum til sum- arafleysinga á barnadeild og í heimahjúkrun á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. 14. apríl 1992. Heilsuverndarstöðvarnar í Reykjavík, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, stjórnsýslusvið. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJAVÍK Lausar stöður Svæðisstjórn Reykjavíkur auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: 1. Stöðu forstöðumanns á sambýli fyrir fjöl- fatlaða. Áskilið er að viðkomandi hafi menntun og starfsreynslu á sviði uppeldis og fatlana. Staðan veitist frá 1. ágúst nk. 2. Stöðu forstöðumanns á sambýli fyrir fatl- aða. Áskilið er að viðkomandi hafi mennt- un og starfsreynslu á sviði uppeldis og fatlana. Staðan veitist frá 1. ágúst. 3. Stöðu deildarþroskaþjálfa á sambýli fyrir fatlaða. Staðan veitist frá 1. júlí nk. Nánari upplýsingar gefur framkvæmda- stjóri í síma 621388. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Svæðisstjórnar Reykjavíkur, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, fyrir 11. maí nk. Laus störf út á landi Matvöruverslun á Vesturlandi (139) óskar að ráða verslunarstjóra til starfa. Stór versl- un. Traust fyrirtæki. Starfssvið: Birgðastýring. Innkaup. Dagleg verslunarstjórn. Starfsmannahald. Söluskáli á Austurlandi (135) óskar að ráða verslunarstjóra til starfa. Skyndibitastaður. Mikil ferðamannaverslun. Starfssviðr Vöruinnkaup. Dagleg stjórnun. Vaktaskipulagning. Starfsmannahald. Afgreiðsla. Blönduð verslun á Norð-Vesturlandi (142) óskar að ráða verslunarstjóra. Nýlegt versl- unarhúsnæði. Starfssvið: Birgðahald. Innkaup. Verslunar- stjórn. Afgreiðsla. Hraðfrystihús á Vesturlandi (118) óskar að ráða verkstjóra. Reynsla og/eða þekking af rækjuvinnslu æskileg. Fiskvinnsluskóla- menntun. Starfssvið: Framleiðsluáætlanir. Dagleg verkstjórn. Framleiðslu- og gæðaeftirlit. Þjónustufyrirtæki á Norðurlandi (126) óskar að ráða rafvirkja. Reynsla af iðnaðarrafvirkjun æskileg. Starfssvið: Almennt viðhald og viðgerðir á vélum, tækjum og flóknum rafbúnaði. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar númeri viðkomandi starfs. Hagva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Frá grunnskólum Vestmannaeyja Kennara vantar að grunnskólum Vestmanna- eyja næsta skólaár. Við Barnaskóla Vestmannaeyja Meðal kennslugreina: Danska, raungreinar, íþróttir, almenn kennsla og tónmennt. Upplýsingar í símum 98-11944 og 98-11898. Við Hamarsskóla Meðal kennslugreina: Eðlisfræði, danska og tónmennt. Upplýsingar í símum 98-12644 og 98-12265. RÍKISSPÍTALAR Reyklaus vinnustaður LANDSPITALINN KVENNADEILD DEILDARLÆKNAR Tvær stöður deildarlækna (yngri sérfræð- inga, sem eingöngu starfa á kvenlækninga- sviði) eru lausar til umsóknar. Önnur á fæð- ingaskor frá 1. júní 1992 og hin á skor ill- kynja kvensjúkdóma frá 1. júlí 1992. Upplýsingar gefa yfirlæknar deildarinnar. AÐSTOÐARLÆKNAR Stöður aðstoðarlækna á kvennadeild Land- spítalans eru lausar til umsóknar frá 1. maí og 1. júní 1992. Upplýsingar veitir Jóhanna Jónasdóttir, að- stoðarlæknir á kvennadeild. RÍKISSPÍTALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt, einkum’á höfuöborgarsvæðinu. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meöferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarfsemi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu, kærleik og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu viö almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. Lausar stöður við heilsugæsluna í Reykjavík. Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður við heilsugæslustöðvar Reykjavíkur og Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. 1. Heilsugæslustöðvar. Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis, Drápuhlíð 14-16. Hlutastarf hjúkrunarfræðings. Æskilegt að viðkomandi sé einnig Ijósmóðir. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 622320. Heilsugæslustöðin Efra-Breiðholti, Hraunbergi 6. Staða hjúkrunarfræðings frá 15. júní nk. eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 670200. 2. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. 70% staða yfirlæknis (sérfræðings í kvenlækn- ingum) við mæðradeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur frá og með 1. september nk. Upplýsingar gefa forstjóri eða starfsmanna- stjóri í síma 22400. 50% staða hjúkrunarfræðings á lungna- og berklavarnadeild frá og með 1. júlí nk. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknir sendist stjórnsýslusviði á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá starfs- mannahaldi Heilsuverndarstöðvar Reykjavík- ur fyrir 15. maí nk. T raustur og duglegur lögmaður óskast sem meðeigandi að gamal- gróinni fasteignasölu í borginni. Vaxandi al- menn lögfræði- og innheimtustörf. Fjárfram- lag eftir samkomulagi. Góð starfsaðstaða. Með allar umsóknir verður farið sem trún- aðarmál. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 23. apríl merkt: „Lögmaður - 9671 “. Markaðsmál - vöruþróun Stórt þjónustufyrirtæki, sem starfar í alþjóð- legu umhverfi, leitar að starfsmanni til að sinna markaðsmálum og vöruþróun á þjón- ustu fyrirtækisins. Við leitum að háskólamenntuðum starfs- manni sem hefur starfsreynslu úr atvinnulíf- inu og áhuga á markaðsmálum. Viðkomandi verður að vera sjálfstæður í vinnubrögðum. Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg. í boði er umfangsmikið ábyrgðarstarf sem krefst dugnaðar og frumkvæðis. Verkefni eru fjölbreytt og starfið krefjandi. Góð starfsað- staða. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Markaðsmál - vöruþróun" fyrir 24. apríl 1992. Hasva neurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjðf Skoðanakannanir Háskólinn á Akureyri Eftirtaldar stöður við Háskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar: Frá 1. janúar 1993: Staða forstöðumanns við sjávarútvegs- deild. Deildarfundur kýs forstöðumann úr hópi umsækjenda. Forstöðumaður skal fullnægja hæfniskröfum, sem gerðar eru til fastráðinna kennara við skólann, sbr. reglugerð nr. 405/1990 fyrir Háskólann á Akureyri. Há- skólanefnd staðfestir tilnefningu deildar og ræður forstöðumann til þriggja ára. Frá 1. ágúst 1992 eða eftir nánara sam- komulagi: Staða dósents/prófessors í hagfræði við sjávarútvegsdeild. Staða dósents í hjúkrunarfræði við heil- . brigðisdeild. Staða dósents í iðnrekstrarfræði við rekstr- ardeild. Til greina kemur að ráða tímabundið lektora í ofangreindar þrjár stöður. Tvær stöður lektora í hjúkrunarfræði við heilbrigðisdeild. Staða lektors í rekstrarhagfræði við rekstr- ardeild. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknum skal fylgja rækileg skýrsla um vísindastörf, ritsmíðar og rannsóknir, svo og greinargerð um námsferil og fyrri störf. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu háskólans í síma 96-11770. Umsóknir skal senda Háskólanum á Akur- eyri fyrir 15. maí nk. Háskólinn á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.