Morgunblaðið - 16.04.1992, Page 49

Morgunblaðið - 16.04.1992, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 49 Morgunblaðið/Porkell Málmblásarar í Reykjavík á æfingu fyrir páskatónleikana undir stjórn Páls P. Pálssonar. Málmblásarar í Reykja- vík halda páskatónleika MÁLMBLÁSARAR í Reykjavík halda páskatónleika í Hafnar- borg á skírdag kl. 17. Þetta er í fimmta sinn sem Málmblásarar halda páskatónleika, en þeir eru og ég vona að fólk láti þessa tón- leika framhjá sér fara,“ segir Edw- ard Frederiksen. Kees Visser sýnir í Ný- listasafninu OPNUÐ verður sýning á verk- um eftir Kees Visser í Nýlista- safninu fimmtudaginn 16. apríl kl. 20.00. Sýningin er opin dag- lega kl. 14 til 18 nema föstudag- inn langa. Henni lýkur 3. maí. Þetta er 17. einkasýning Kees Vissers, auk þess hefur hann tekið þátt í 26 samsýningum beggja vegna Atlantshafsins. Nýlega sýndi hann í París og er að und- irbúa sýningar í Varsjá, Amsterd- am og Ósló. Verk hans eru í eigu fjölda margra opinberra safna, s.s Listasafns Islands, Museum of Modern Art N.Y., Bazel Kunst- Halle, Stedelijk Museum Amsterd- am, Gemeente Museum Den Haag, Frans Hals Museum Haarlem, List- Kees Vissers. asafnsins Rauma í Finnlandi, Vict- oria and Albert Museum, London o.fl. Gengið á milli hafna ÁFRAM verður haldið að bjóða í gönguferðir á milli hafna í Reykjavík laugardaginn 18. apríl. Þá verður gengið frá Hafn- arhúsinu kl, 13.30 suður í fyrr- verandi olíuhöfn í Skeijafirði. Á leiðinni verður rifjað upp hvar gamla Bessastaðaleiðin lá úr Kvos- inni suður í Austurvör í landi Skild- inganess. Síðan verður gengið með ströndinni að Nautahóli og hafnar- mannvirkin skoðuð í leiðinni og rifj-^ aðar upp hugmyndir þeirra Hamm- er, Ólafs Ámasonar og Einars Benediktssonar um hafnargerð í Skerjafirði í byrjun þessarar aldar. í göngunni til baka verður fylgt gamalli leið meðfram Hlíðarfæti og yfír Skildinganesmelana og niður í Kvosina með viðkomu í Ráðhúsinu. Göngunni lýkur við Hafnarhúsið. að hluta til meðlimir í Sinfóníu- hljómsveit íslands. I hljómsveitinni Málmblásarar í Reykjavík eru nú 16 blásarar og 2 slagverksmenn. Á tónleikunum verður verkið Sjö myndir fyrir málmblásara og slagverk eftir Ei- rík Árna Sigtryggsson frumflutt, en hann er kennari við Tónlistar- skólann í Keflavík. Meðal þess, sem einnig er á efnisskrá tónleikanna, eru verk eftir Pál P. Pálsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Bach og Vaclav Nel- hybel. Málmblásarar í Reykjavík koma bæði fram sem ein heild og einnig í smærri einingum, að sögn Edwards Frederiksen, básúnuleik- ara og einum aðstandanda Málm- blásara í Reykjavík. Stjórnandi tónleikanna er Páll P. Pálsson. „Þetta er eina tækifærið á árinu sem fólk hefur haft til að heyra málmblásturssveit af þessu tagi VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Gott lesefni í páskafríinu Beint acetlunarflug. Miðað við að bókað séfyrir 30. apríl. Gildistími: 15. apríl - 30. septernber. Lágmarksdvöl: 7 dagar. Hámarksdvöl: 1 mánuður. Bókunarfyrirvari: 4 vikur. Staðfestingargjald: 5.000 kr. Kaupmannahöfn. Gautaborg..... Ósló............. Stokkhólmur..... Helsinki......... London........... Glasgow.......... Amsterdam........ Lúxemborg........ París............ Frankfurt........ Ziirich. . . Salzburg. Vfn..... Hamborg. Miinchen .20.900 kr. 20.900 kr. . 20.900 kr. 24.900 kr. .24.900 kr. . 20.100 kr. 15.900 kr. 20.900 kr. . 22.900 kr. . 24.900 kr. . 24.900 kr. . .24.900 kr. .24.900 kr. 24.900 kr . 24.900 kr. . 24.900 kr. Hafðu samband við þína ferðaskrifstofu, söluskrifstofur okkar og umboðsmenn um allt land eða í síma 690 300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). Ath: Flugáætlun til eftirtaldra borga: Hamborg: 14, maí - 27. september, Frankfurt: til 24. október, Munchen: 4. júli - 12. september, Vín: 5. júní - 28. ágúst. Flugvallarskattur í eftirtöldum löndum er ekki innifalinn: ísland 1250 kr., Þýskaland 216 kr., Danmörk 600 kr., Holland 210 kr. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi 20% barnaafsláttur hjá Flugleiðum. Nýr flugfloti, tíðari ferðir, 20% barnaafsláttur, 50% afsláttur í innanlandsflugi, Saga Boutique og úrvals þjónusta gera valið auðvelt. Þú flýgur með Flugleiðum { sumar. Kaupmannahöfn London Amsterdam Glasgow 20.900 kr. 20.100 kr. 20.900 kr. 15.900 kr. 19.690 kr. 18.640 kr. 19.800 kr. 16.540 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.