Morgunblaðið - 16.04.1992, Síða 51

Morgunblaðið - 16.04.1992, Síða 51
(IJCfAJí )M0M MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRIL 1992 Feguróarsam- keppni Islands 1992 fer fram á Hótel íslandi 22. apríl næstkom- andi, síðasta vetrardag. Að þessu sinni taka 1 8 stúlkur þátt í keppninni og koma þær víðs vegar af landinu. Stúlkurnar eru kynntar hér á síðunni. Gróa Asgeirsdóttir er fram- kvæmdastjóri keppninnar. Fjórréttuð máltíð veróur á boðstólum og ennfremur verða ýmis skemmtiatriði. Sjö manna dómnefnd Vl >5. , , velur fegurðar- drottningu Islands 1992. Dómnefnd- ina skipa: Sig- tryggur Sig- tryggsson, frétta- stjóri, sem er for- maður, Kristjana Geirsdóttir, veit- ingamaður, Matt- hildur Guðmunds- dóttir, fyrrv. Ungfrú Island, Bryndís Olafs- dóttir, fyrirsæta, Stefán Hilmarsson, söngv- ari, Sigurður Kolbeinsson, framkvæmda- stjóri, og Þórarinn J. Magnússon, ritstjóri. TEXTI: Brynja Tomer MYNDIR: Þorkell Þorkelsson nám í brautaskóla Suðurnesja á fræðibraut, en hyggur á framhalds- nám í líf- fræði eða næringarfræði í framtíðinni. Helstu áhugamál Margrétar Elísabetar eru ljóð, íslenskar bók- menntir og íslensk náttúra. Foreldrar Margrét- ar Elísabetar eru Elín Guðmannsdóttir og Knútur Höiriis. Kjóllinn er í eigu Þórdísar Sigurjónsdóttur, en Hulda Georgsdóttir saum- aði hann. Margrét Elísabet Knúts- dóttir er 19 Keflavíkur- mær. Fjóla Her- manns- dóttir er 22 ára nemi í hár- greiðslu. Auk þess sem hún starfar með Módelsam- tökunum. Fjóla fædd- ist í Reykja- vík og for- eldrar henn- ar eru Her- mann J. Ól- afsson og Jóhanna Þorvaldsdóttir. Vinnan er eitt af áhugamálum Fjólu, en einnig finnst henni gaman að ferðast og lesa góðar bækur. í nánustu framtíð stefnir hún að því að taka gott sveinspróf, en það gerir hún nú í vor. Kjólinn hannaði Fjóla ásamt Maríu Auði Guðnadóttur sem annaðist saumaskapinn. Erla Dögg Ingjalds- dóttir er 18 ára Reykja- víkurmær. Hún er í Kvenna- skólanum í Reykjavík og starfar með Módel- samtök- unum. For- eldrar eru Steinunn Hermanns- dóttir og Ingjaldur Pétursson. Útivera, ferðalög og heilsurækt eru áhugamálin. Hún stefnir að því að ljúka stúdentsprófi og hyggur síðan á framhaldsnám í einhverri grein innan heilbrigð- isgeirans. Erla Dögg hannaði kjólinn sjálf, en Aðalheiður Þórhallsdóttir saumaði hann. Jóhanna Dögg Stefáns- dóttir er 18 ára. Hún fæddist á Akureyri en stundar nú nám við Fj'ölbrauta- skólann í Garðabæ. Jóhanna Dögg er dóttir Sig- ríðar Jóns- dóttur og Stefáns Svein- björnssonar. Hún hefur gaman af að hitta góða vini, stunda heilsurækt, lesa og njóta náttúrunnar. í framtíðinni hefur Jóhanna Dögg hug á að fara til útlanda í nám. Á myndinni er hún í kjól sem er í eigu Jórunnar Karlsdótt- ur, en í keppninni verður hún í öðrum kjól, sem hún hannaði ásamt Jórunni. Jórunn sá hins vegar um saumaskapinn. Hrönn Róberts- dóttir, fegurðar- drottning Vestmanna- eyja, fædd- ist í Reykja- ~ vík fyrir 19 árum. Róbert Sigmunds- son og Svanhildur Gísladóttir eru foreldr- ar Hrannar. Hún æfði fimleika í mörg ár og var síðan fim- leikaþjálfari, enda eru fimleikar helsta áhuga- mál hennar. Hrönn hefur einnig mikla ánægju af ferðalögum og samveru með vinum sínum. Hún er nemandi í M. H. og stefnir að námi í þroskaþjálfun eða barnasálfræði. Hún hannaði kjólinn ásamt vinkonu sinni, Selmu Ragnars- dóttur sem saumaði hann. Pálína Halldórs- dóttir, fegurðar- drottning Norður- lands, fæddist á Húsavík fyrir 19 ánim. Nú stundar hún nám við Mennta- skólann á Akureyri. Foreldrar Pálínu eru Halldór Sigurðsson og Mary Anna Guðmundsdóttir. Hestamennska, blak og bíó eru áhugamál hennar og framtíðaráformin vefjast svo sannarlega ekki fyrir henni. Hún ætlar í bændaskólann á Hólum að loknu stúd- entsprófí. Á myndinni er hún í kjól sem Jórunn Karlsdóttir á, en í keppninni verður hún í öðr- um kjól sem Jórunn bæði hannaði og saumaði. Hanna Valdís Garðars- dóttir, fegurðar- drottning Suðurlands, er 19 ára nemandi í Fjölbrauta- skólanum á Selfossi. Hún fædd- ist í Reykja- vík en er al- in upp á Hanna Valdís er dóttir Garðars Jóhannssonar og Erlu Hafsteinsdóttur. Hestamennska á hug hennar allan og í framtíðinni, að loknu námi, langar hana að vinna í tengslum við ferðaþjón- ustu. Hún hannaði kjólinn sinn sjálf ásamt Guðnýju Sigurðardóttur sem saumaði hann. Lovísa Rut Ólafs- dóttir fæddist í Keflavík fyrir 19 árum og er alin upp í Keflavík. Hún er dótt- ir Ólafs Júlí- ussonar og Svanlaugar Jónsdóttur og er nem- andií Versl- unarskóla íslands í tungumáladeild. Lovísa Rut hefur áhuga á erlendum tungumálum, ferð^ lögum og útiveru og að loknu stúdentsprófi hyggur hún á tungumálanám erlendis. Kjóll Lovísu Rutar er í eigu Hildar Dungal. Heiðrún Anna Björns- dóttir er 18 ára og stundar nám á fél- agsfræði- braut í Fjölbrauta- skólanum við Ármúla. Foreldrar hennar eru Guðný Ein- arsdóttir og Björn Baldursson, en fósturfaðir er Már Gunn- arsson. Söngur og leiklist eru helstu áhugamál Heiðrúnar Önnu og í framtíðinni hyggst hún jafnvel leggja leiklístina fyrir sig. Einnig finnst henni koma til greina að læra fjölmiðlafræði og vinna við fréttamennsku. Jórunn Karlsdótc? ir hannaði og saumaði kjólinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.