Morgunblaðið - 16.04.1992, Side 59

Morgunblaðið - 16.04.1992, Side 59
Sfitíl JÍJI4A .9I 51U0AG*JTMMr*I OIQAJHHUöHOI/ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁPRÍL 1992 59^ Stöðug endumýjun Vinir Dóra senda frá sér breiðskífu með Pinetop Perkins ÍSLENSKIR blústónlistarmenn hafa sótt í sig veðrið undanfarin niisseri og haft til þess góðan meðbyr áheyrenda hér á landi. Mest hefur borið á blússveitinni Vinum Dóra í því sambandi, enda sveitin verið geysiiðin við tónleikahald aukinlieldur sem hún hefur leikið undir hjá þremur bandarískum blúshetjum sem hingað hafa komið undanfarið; Chicago Beau McGraw, Jimmy Dawkins og Pinetop Perkins, en með tónleikum hljóðrituðum hér hafa komið tveir diskar, sá seinni með Pinetop Perkins og vinum Dóra reynd- ar nýútkominn. Fyrir stuttu voru Vinir Dóra á ferð í Bandaríkjun- um og léku þá á blúskaupstefnunni South By Southwest í Austin í Texas og í Chicago og frekari utanferðir eru í aðsigi. Vini Dóra skipa Halldór „Dóri“ Bragason, Guðmundur Pétursson, Haraldur Þorsteinsson og Jóhann Hjörleifsson, en fleiri hafa verið kallaðir til þegar mikið liggur við, og Andrea Gylfadóttir hefur troðið upp með sveitinni hvenær sem hún hefur haft tíma aflögu. Einnig hef- ur Ásgeir Óskarsson leikið iðulega með sveitinni og lék með henni á nýútkomnum disk með Pinetop. Halldór Bragason segir Texas- ferðina hafa verið ævintýri líkasta, en það skipti miklu máli fyrir Bandaríkjamarkað að sveitin hafi komið fram á kaupstefnunni. „Það sem kom okkur mest á óvart voru viðtökur þeirra sem koma nálægt þessum plötubransa voru góðar. Við komum þarna fram sem blús- band frá íslandi og áttum að spila á þeim fræga blúsklúþb Antone’s," sem vakti mátulegan áhuga. Síðan fréttu menn að Pinetop Perkins og Chicago Beau myndu koma fram með okkur og þá fóru þeir að taka okkur af meiri alvöru. Þetta samstarf okkar við Beau og Perkins hefur því skipað okkur á hærri sess en annars, en það hefur þó skilað sér fyrst og fremst í tón- listinni, sem.skiptir mestu máli. Á kaupstefnunni var til að. mynda að spila blússveit frá Eistlandi og þegar við sáum hana og bárum saman við það sem við vorum að gera þá voru þeir hálfgerðir rokk- arar á meðan við höfum haldið okkur við ræturnar. Við fundum það líka meðal þeirra svörtu tón- listarmanna sem við hittum úti að þeir litu á okkur sem bræður sína í tónlistinni." Halldór sagði að samstarfið við Chicagorisana Chicago Beau, Jimmy Dawkins og Pinetop Perk- ins hefði kannski villt mönnum sýn, því hann hefði orðið var við að sumir teldu Vinu Dóra bara undirleikara. „Vinir Dóra hafa lagt áherslu á að byggja brýr milli tón- listarmanna og milli tónlistar- stefna. og leitast við að leiða sam- an ólíka tónlistarmenn til að skapa eitthvað nýtt og spennandi. Það er alltaf sami kjarninn í Vinum Dóra og við höfum ekki viljað fest- ast í því að leika bara eina gerð tónlistar eirts og svo margar aðrar sveitir hafa gert. Hjá okkur hefur verið stöðug endurnýjun og þó við séum með okkar frumsömdu lög sem við leikum á tónleikum þá erum við ekki að kynna þau sér- staklega; þetta er allt hluti af þeim' heildaráhrifum sem við viljum ná fram og höfum verið að þróa síð- astliðin þrjú ár. Á þeim tíma hafa komið fram með okkur á annað hundrað gesta sem við höfum ver- ið að skapa eitthvað nýtt með. Fyrsta platan með Vinum Dóra er á teikniborðinu og kemur út 24. október næstkomandi. Á þeirri plötu verða eingöngu frumsamdir blúsar og vinnuheitið á plötunni er Kominn tími til,“ segir Halldór og hlær. „Fólk verður að átta sig á því að þessar plötur sem við höfum verið að gera með þessum Chicagorisum hafa vakið athygli úti og menn hafa lofað hvað það er ferskur blær yfir Vinum Dóra. í kjölfar piatnanna hefur okkur svo verið boðið á mikla blúshátíð á Sardiníu, þar sem við komum til með að spila undir hjá Pinetop og Beau og einnig koma fram með okkar eigin prógramm, þar sem Andrea Gylfadóttir leggur okkur lið, og einnig er verið að_ bóka okkur. víðar, þar á meðal í Ástral- íu og Japan. Þar verðum við á ferð við að kynna okkar eigin efni og líka að leika undir hjá öðrum, enda höfum við sýnt það og sann- að að við höfum ólík stílbrigði á valdi okkar.“ Því er við þetta að bæta að Vinir Dóra halda þriggja ára af- mælisfagnað í kvöld á Púlsinum. Tónleikunum verðuf útvarpað, en meðal gesta verða Bubbi Morthens og söngkonan Margrét Kristín. Árni Matthíasson Vinir Dóra með Pinetop og Beau. F.v.: Haraldur Þorsteinsson, Ás- geir Óskarsson, Joe Willie „Pinetop" Perkins, Lincoln „Chicago Beau“- McGraw-Beuchamp, Guðmundur Pétursson og Halldór Bragason. UR VETRI OG VOLÆÐI mmér. Jti Wmr-éS JL iCf VASKIR SVEINAR OáSjNÖR HANDTÖK! \ , NJOTTU LÍFSINS Á 'Ródum dekkjum - NÝJUM EÐA SÓUIDUM! TIMAPANTANIR FYRIR SKIPULA61 ILAGÐA.' sóLnmvG SMIÐJUVEGi 32 * SÍMI 4 48 80 I SOL OG SUMARDEKK!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.