Morgunblaðið - 16.04.1992, Side 73

Morgunblaðið - 16.04.1992, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1992 73 l i i ) ) ) > > > I ÚRSLIT ÍBV-KA 27:22 íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum - úr- slitakeppnin í handknattleik, miðvikudaginn 15. apríl 1992: Gangur leiksins: 2:1, 4:1, 6:3, .7:4, 10:5, 12:9. 15:12, 20:12, 20:13, 22:15, 25:17, 27:22. Mörk ÍBV: Sigurður Friðriksson 7/2, Gylfi Birgisson 5, Zoltan Belany 5, Sigurður Gunnarsson 4, Guðfinnur Kristmannsson 2, Erlingur Richardsson 2, Sigbjörn Óskars- son 1„ Davíð Guðmundsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 16 (3 til mótheija). Utan vallar: 14. mín. Mörk KA: Stefán Kristjánsson 5/3, Alfreð Gíslason 4, Árni Páll Jóhannsson 3/2, Pétur Bjamason 2, Jóhann Jóhannsson 2, Árni Stefánsson 2, Höskuldur Þórhallsson 2/1, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 1, Erlingur Kristjánsson 1. Varin skot: Axel Stefánsson 6 (1 til mót- heija) og Birgir Friðriksson 3. Áhorfendur: Um 550. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Siguijón Sveinsson. Dæmdu mjög vel. Fram - Víkingur 18:23 Laugardalshöllin: Gangur leiksins: 1:0, 5:5, 5:9, 6:10, 8:10, 9:12, 13:12, 13:15, 17:19, 17:23, 18:23. Mörk Fram: Karl Karlsson 5, Páll Þórólfs- son 4/1, Gunnar Andrésson 4/2, Jason Ól- afsson 2, Andri Sigurðsson 1, Brynjar Stef- ánsson 1, Hermann Björnsson 1. Varin skot: Þór Björnsson: 13/1 (5 til mótheija), Sigtryggur Albertsson 2 (1 til mótheija) Utan vallar: 16 mínútur (ein brottvísun) Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 8/2, Bjarki Sigurðsson 6, Árni Friðleifsson 2, Björgvin Rúnarsson 2, Guðmundur Guð- mundsson 2, Gunnar Gunnarsson 2/1, Alexej Trufan 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 6 (1 til mótheija), Reynir Reynisson 3. Utan vallar: 6 mínútur. Ahorfendur: 385 greiddu aðgangseyri. Dómarar: Jón Hermannsson og Guðmund- ur Sigurbjörnsson. Vonandi hafa þeir dæmt betur., Stjarnan - FH 24:28 Garðabær: Gangur leiksins: 0:2, 1:2, 1:3, 4:4, 5:5, 6:5, 6:6, 7:7, 8:8, 11:8, 11:10, 12:12, 13.13, 14:13, 15:13, 16:14, 16:17, 18:18, 21:21, 23:21, 24:22, 24:28. Mörk Stjörnuimar: Patrekur Jóhannesson 9, Magnús Sigurðsson 7, Axel Björnsson 3, Skúli Gunnsteinsson 3, Einar Einarsson 2. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 9/1 (vítið til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Kristján Arason 6, Þorgiis Óttar- Mathiesen 6, Hans Guðmundsson 5/1, Gunnar Beinteinsson 4, Hálfdán Þórðarson 3, Guðjón Árnason 3, Sigurður Sveinsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 14/2 (annað vítið til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Áhorfendur: Tæplega 1.000. Haukar-Selfoss...............31:30 Strandgata, íslandsmótið i handknattleik, úrslitakeppnin. Gangur leiksins: 3:1, 4:3, 9:5, 14:8, 15:12, 16:14, 20:20, 24:22, 26:23, 30:28, 30:30, 31:30. Mörk Hauka: Páll Ólafsson 7, Petr Baumruk 5, Siguijón Sigurðsson 5, Halldór Ingólfsson 4, Jón Örn Stefánsson 4, Öskar Sigurðsson 3, Sveinberg Gislason 2, Pétur Guðnason 1. Varin skot: Magnús Árnason 11/1, Þorlák- ur Kjartansson 3. Utan vallar: 18 mínútur. Jón Örn Stefáns- son fékk rauða spjaldið fyrir þijár brottvís- anir. Mörk Selfoss: Einar G. Sigurðsson 13, Sigurður Sveinsson 8, Gústaf Bjarnason 3, Einar Guðmundsson 3, Siguijón Bjarnason 2, Jón Þórir Jónsson 1. Varin skot: Gisli Felix Bjamason 6/1, Ein- ar Þorvarðarson 3. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli Ólsen voru ekki öfundsverðir að þurfa að dæma leikinn. Hann var hraður og mikið um vafa- atriði. Þeir komust þokkalega frá hlutverki sínu. Áhorfendur: 600. Stjarnan - Víkíngur 23:22 íþróttahúsið í Graðabæ. Úrslitakeppnin [ handknattleik kvenna — fyrsti leikur, mið- vikudagur 15. apríl 1992. Gangur leiksins: 1:0, 5:5, 8:6. 10:10, 13:13, 15:16, 16:16. Fyrri framlenging: 18:17, 20:19, 20:20. Seinni framlenging: 21:20, 21:22, 22:22. Bráðabani: 23:22. Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdóttir 7/1, Ragnheiður Steffansen6/3, Herdís Sigur- bergsdóttir 3, Sigrún Másdóttir 3, Guðný Gunnsteinsdóttir 2, Margrét Vilhjálmsdóttir 1, Harpa Magnúsdóttir. Mörk Víkings: Halla M. Helgadóttir 7, Svafa Sigurðardóttir 5, Inga Lára Þórðar- dóttir 3, Andrea Atladóttir 3, Heiða Erlings- dóttir 2, Matthildur Hannesdóttir 2. Knattspyrna Evrópukeppni meistaraliða A-RIÐILL: Genúa, Ítalíu: Sampdoría - Panathinaikos..........1:1 Roberto Mancini (36.) - Spiros Marangos (26.). 38.000 ■Sampdoria mætir Barcelona i úrslitaleik á Wembley 16. maí. Briissels: Anderlecht - Rauða Stjarnan......3:2 Luis Oliveira (3.), Johnny Bosman (45.), Marc Degryse (81.) - Darko Pancev (5.),- Slavisa Cula (80.). 8.000 Lokastaðan: Sampdoría..........6 3 2 1 10: 5 8 Rauða Stjarnan.....6 3 0 3 9:10 6 Anderlecht.........6 2 2 2 8:9 6 Panathinaikos 6 0 4 2 1: 4 4 B-RIÐILL: Barcelona: Barcelona - Benfica..............2:1 Hristo Stoichkov (13.), Jose Maria Bakero (23.) - Cesar de Brito (27.). 115.000 Kiev: Dynamo Kiev - Sparta Prag.........1:0 Oleg Salenko (82.) 5.000. Lokastaðan: Barcelona..........6 4 1 1 10: 4 9 SpartaPrag.........6 2 2 2 7: 7 6 Benfica............6 1 3 2 8: 5 5 DynamoKiev.........6 2 0 4 3:12 4 Evrópukeppni bikarhafa: Bremen: Werder Bremen - FC Briigge........2:0 Marco Bode (31.), Manfred Bockenfeld (60.). 35.000 ■Werder Bremen vann samanlagt 2:1. Rotterdam: Feyenoord - Mónakó................2:2 Rob Witschge (51.), Marian Damaschin (85.) - George Weah (32.), Rui Barros (49.). 48.000 ■Samanlögð úrslit 3:3. Mónakó vann á fleiri skoruðum mörkum á útivelli. UEFA-bikarinn: Tórínó: Torínó - Real Madrid.............2:1 Ricardo Rocha (8. - sjálfsm.), Luca Fusi (76.). 60.000 ■Torínó vann samanlagt 3:2 og leikur gegn Ajax í úrslitum: Amsterdam: Ajax-Genúa.......................1:1 Dennis Bergkamp (47.) - Maurizio Iorio (39.) 47.000 ■Ajax vann samanlagt 4:3. England 2. DEILD: Brighton - Derby................1:2 Leicester - Tranmere............1:0 Middlesbrough - Oxford..........2:1 Southend - Port Vale............0:0 EM í badminton Broddi Kristjánsson tapaði fyrir Hollend- ingnum Joroen Van Dijk, 10:15, 10:15, í einliðaleik í 1. umferð úrslitakeppninnar í einliðaleik í Evrópukeppninni í Glasgow í gær. Van Dijk er fyrrum bronsverðlauna- hafi í EM unglinga. EM í borðtennis íslenska karlalandsliðið hafnaði í 35. sæti í Evrópukeppninni í borðtennis, sem fer fram í Stuttgart. Liðið vann Liechtenstein, 4:1, en tapaði, 0:3, fyrir Noregi og Sviss. Skíði Visa-bikarmót SKÍ Seljalandsdalur við ísafjörð: Svig kvenna 1. Pernilla Wiberg, Svíþjóð.......1:28.90 2. Kristina Andersson, Svíþjóð....1:29.73 3. Annie Manshaus, Noregi.........1:30.85 4. Ásta Halldórsdóttir, ísafirði..1:31.50 5. Inger Koehler, Svíþjóð.........1:32.21 6. Kari Anne Saude, Noregi........1:33.36 7. Guðrún H. Kristjánsd., Akureyri...1:33.80 15. Harpa Hauksdóttir, Ákureyri 1:36.36 17. Eva Jónasdóttir, Akureyri..1:37.78 18. Maria Magnúsdóttir, Akureyri.... 1:37.94 Svig karla: 1. Kristinn Björnsson, Ólafsfirði.1:27.49 2. Atle Hovi, Noregi..............1:27.63 3. Sverre Lilijeqvis, Svíþjóð.....1:28.43 4. Amór Gunnarsson, Isafirði......1:28.83 8. Örnólfur Valdimarss., Reykjav..1:30.30 11. Haukur Arnórsson, Reykjavík.... 1:30.93 12. Ásþór Sigurðsson, Reykjavík...1:32.25 STYRKIR Reykjavík styrkirfimm íþróttamenn Stjórn afreks- og styrktarsjóðs Reykjavíkur, sem er skipuð fulltrúum frá íþrótta- og tóm- stundaráði og íþróttabandalagi Reykjavíkur, hefur ákveðið að styrkja fimm íþróttamenn vegna undirbúnings þeirra fyrir Ólymp- íuleikana í Barcelona í sumar. Hver fær 120.000 krónur. Styrkþegarnir eru Bjarni Frið- riksson, júdómaður úr Ármanni, spjótkastararnir Einar Vilhjálms- son, ÍR, og Sigurður Einarsson, Ármanni, hlaupakonan Martha Ernstdóttir úr IR og kúluvarpar- inn Pétur Guðmundssson, KR. Bjarni Friðriksson er eini fimm- menninganna, sem hefur tryggt sér farseðilinn til Barcelona. KORFUBOLTI TeKur og Hanna . bestu leikmennimir Teitur Örlygsson, UMFN, var kjörinn besti leikmaður Japis- deildarinnar í vetur og Hanna Kjart- ansdóttir úr Haukum besti leikmað- ur 1. deildar kvenna. Þetta var kunngjört á lokahófi körfuknatt- leiksmanna í gærkvöldi. Njarðvíkingar höfðu ástæðu til að fagna ennfrekar. Friðrik Rúnars- son, þjálfari þeirra, var kjörinn besti þjálfari deildarinnar og Rondey Robinson besti erlendi leikmaðurinn í deildinni. Það voru leikmenn lið- anna sem kusu. Teitur Örlygsson. Hanna Kjartansdóttir. SKIÐI Kristinn og Wiberg sigraðu á alþjóða Visa-bikarmótinu í svigi á ísafirði KRISTINN Björnsson frá Ólafs- firði og sænski ólympíumeist- arinn, Pernilla Wiberg, sigruðu í svigi karla og kvenna á al- þjóða Visa-bikarmótinu á Isafirði ígær. Wiberg hefur sigrað á öllum fjórum mótun- umtil þessa. ValurB. Jónatansson skrifarfrá Isafirði. Kristinn var 0,14 sekúndum á undan Atle Hovi frá Noregi eftir báðar umferðir. Kristinn hafði betri tíma í fyrri um- ferð en Atle í síðari umferð. Norðmaður- inn Spieler, sem vann tvöfalt á Akureyri, náði besta brautartímanum í báðum umferðum, en var dæmdur úr leik í síðari umferð fyrir að sleppa hliði. „Það er alltaf gaman að vinna. Fyrri ferðin var betri hjá mér, en ég er samt mjög sáttur við útkomuna í síðari umferðinni. Markmiðið hjá mér fyrir þessi mót var að næla í minnst ein gullverðlaun," sagði Kristinn með sigurbros á.vör. Arnór Gunnarsson frá ísafirði varð fyórði og náði næst besta ár- angri íslensku keppendanna. Hann bætti punktastöðu sína verulega. Ornólfur Valdimarsson frá Reykjavík varð áttundi og félagar hans, Haukur Arnórssonar og Ásþór Sigurðsson í 11. og 12. sæti. Wiberg með yfirburði Pernilla Wiberg var í sérflokki í kvennaflokki, eins og í öllum fjórum mótunum til þessa. Hún var tæpum tveimur sekúndum á undan stöllu sinni, Kristinu Andersson, í fyrri umferð. í síðar umferð hægði Wiberg verulega á sér - næstum stoppaði rétt áður en hún renndi sér í gegnum markið. Þetta gerði hún til að tímam- ismuninn yrði ekki eins mikill. Þeir sem á eftir komu fengu því mun hagstæðari fís-stig út úr mótinu, en ella. „Þetta voru mjög góðar brautir og brekkan var frábær. Eftirlitsmaður mótsins var ekkert of ánægður með að ég hefði stoppað neðst í braut- inni. Hann vildi að ég keyrði bara aðeins hægar alla leið því það væri minna áberandi. En ég keyri alltaf á fullu til að fá eitthvað út úr þessu HANDKNATTLEIKUR Erla í vígamóði Erla Rafnsdóttir, sem er bytjuð að leika á ný með Stjörnunni, var í miklum vígamóði þegar Stjarnan vann Vík- ing, 23:22, í fyrsta Stefánsson úrsljtaleik liðanna skrifar um Islandsmeistara- titil kvenna. Leikur- inn var æsispennandi og tók heldur betur á taugar leikmanna. Tvífram- lengja varð leikinn og síðan skoraði Erla Rafnsdóttir sigurmarkið í bráðabana. Erla Rafnsdóttir jafnaði, 16:16, fyrir Stjörnuna úr vítakasti þegar 25 sek. voru eftir af venjulegum leiktíma. Þetta var fyrsta markið af sjö sem hún skoraði í leiknum. Framlengja varð leikinn og rétt áður en leiktíminn rann út jafnaði Heiða Erlingsdóttir, 20:20, fyrir Víking, þannig að enn varð að fram- lengja. Víkingsstúlkurnar voru tveimur leikmönnum fleiri á loka- mínútunni og fengu þær köttinn aftur þegar 13 sek. voru til leiks- loka, en þær náði ekki að nýta sér það. Víkingar voru yfir þegar leik- tíminn var að renna út - þá jafn- aði Sigrún Másdóttir, 22:22, fyrir Stjömuna. Þá varð að fara fram bráðabani og unnu Stjörnustúlkur hlutkesti og byrjuðu með knöttinn. í bráða- bana er það þannig að það lið sem er á undan til að skora fer með sigur af hólmi. Það tók Stjörn- ustúlkurnar 56 sek. að koma knett- inum í mark Víkings. Erla Rafns- dóttir, kona Magnúsar Teitssonar, þjálfara Stjörnunnar, skoraði mark- ið með gengumbroti. Erla var besti leikmaður Stjörn- unnar, en Sigrún Ólafsdóttir, mark- vörður, sem varði þijú vítaköst, og Svafa Sigurðardóttir voru bestar hjá Víkingi. sjálf og varð því að gera þetta svona,<L sagði Wiberg. Ásta Halldórsdóttir, fjórfaldur ís- landsmeistari frá síðasta landsmóti, hafnaði í 4. sæti og hlaut fyrir það 31,67 fis-stig. Hún náði svipuðum árangri í sviginu á Akureyri á mánu- dag og hefur því lækkað síg úr 55 niður í 31 fis-stig á aðeins tveimur svigmótum. Skíðafærið á Seljalandsdal var eins og best verður á kosið í gær. Keppn- in um Visa-bikarinn heldur áfram á ísafirði í dag og verður keppt í svigi og hefst keppni kl. 09.30. Síðasta mótið verður síðan í Bláfjöllum á laugardag. Um helgina Júdó Norðurlandamótið í júdó fer fram í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Á laugardag hefst keppni í þyngdarflokkum karla kl. 10 og kl. 16 fer fram brons- og úrslitavið- ureignir í öllum flokkum og er búist við að keppni sé lokið kl. 18. Á sunnudag verður keppt í þyngdar- flokkum karla yngri en 21 árs, opn- um flokki kvenna og karla og létt- ustu flokkum kvenna. Kl. 15.30 hefj- ast brons- og úrslitaviðuréignir og keppni mun ljúka um ki. 18. Keppendur frá íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi taka þátt í mótinu. Skíöi Alþjóðlegt mót verður i Bláfjöllum ‘á laugardaginn. Keppt verður í Kóngsgili og hefst keppni kl. 9.30 og stendur tii kl. 13. Sænska skíða- konan Pernilla Wiberg tekur þátt í mótinu. Handknattleikur Víkingur og Stjaman leika annan leik sinn ! úrslitakeppni kvenna á laugardaginn kl. 14.30 i Víkinni og síðan aftur í Garðabæ á þriðjudags- kvöldið. ■Þrír leikir verða á laugardaginn i úrslitakeppni karla: Selfoss - Haukar og KA - IBV leika kl. 16.10 og kl. 20 leika FH - Stjaman. Hlaup Vesturbæjarhlaupið verður á iaugar- daginn og verður hlaupið frá KR- heimilinu kl. 14, en skráning verður frá kl. 13. Um er að ræða fjöl- skyldu- og almenningshlaup og verð- ur keppt í 10 flokkum karla og kvenna. 16 ára og yngri hlaupa um 3,5 km, en eldri en 16 ára hlaupa 7 km. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.