Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 Vorum að fá stórglæsilega sendingu af sófasettum og hornsófum í leðri. Margir litir. Obreytt verð. Opib laugardagfrá kl. 10-18. Sunnudagfrá kl. 14-17. Yálhúsjiögn Ármúla 8, símar 812275 og 685375. / / / • / / IJOLAUMBUÐUM A JOLAVERÐI I JÓLAKOKURNAR, JOLAMATINN OG JOLAGOTTIÐ! Vímuefni o g heil- brigðisþj ónusta eftirHannes Pétursson í umræðu um nauðsynlegan nið- urskurð ríkisútgjalda hafa stjórn- völd meðal annarsjagt til að með- ferðaraðstaða SÁÁ verði skert og að Vífilsstaðadeild geðdeildar Landspítala verði lokað. Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að áfengis- og sérstaklega annar vímuefnavandi hefur farið hratt vaxandi hér á landi undanfarin ár. Forsvarsmenn SÁÁ og geðdeildar Landspítala, þeir Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlæknir, og Tómas Helgason, prófessor, rituðu ítarlega grein hér í blaðið í síðustu viku og færðu veigamikil fagleg rök fyrir því, að fallið yrði frá framangreind- um tillögum um niðurskurð á með- ferðarúrræðum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Sérhæfð meðferð Vímuefnaneysla ræðst alla jafn- an af samspili flókinna þátta, þar sem hæst bera vímuáhrif viðkom- andi efna, persónugerð neytandans og samfélagsaðstæður. Meðferðar- úrræði fyrir áfengis- og vímuefna- sjúklinga hér á landi eru að mörgu leyti ákjósanleg. Komin er veruleg reynsla á samverkun meðferðar- stofnana SÁÁ þar sem kostir fijálsra félagasamtaka eru hag- nýttir og hins vegar vímuefnaskor- ar geðdeildar Landspítala, sem byggir á áratuga reynslu í þessum efnum. Það virðist stundum gleym- ast í umræðunni um vímuefni, að geðsjúkdómar og vímuefnaneysla fara mjög oft saman hjá viðkom- andi einstaklingi og þarfnast sér- hæfðrar meðferðar ef árangur á að nást. Um nokkurra ára bil stóð hið opinbera hér á landi að hluta undir kostnaði vegna utanferða íslend- inga á meðferðarstofnanir fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga er- lendis. Rökin fyrir þeim ferðum voru oftast þau að hér skorti viðeig- andi meðferðaraðstöðu og/eða að nauðsynleg sérhæfing væri ekki til staðar. Var þá einkum átt við að sú aukning sem átti sér stað í vímu- efnaneyslu hérlendis á stuttum tíma krefðist sérhæfðari meðferð- arúrræða. Flestir gerðu sér ljóst að íslendingar sjálfir yrði að bæta úr þessu og fyrir nokkrum árum hætti íslenska ríkið að mestu að styrkja ferðir einstaklinga til með- ferðar erlendis á þessu sviði. Áframhaldandi öflug starfsemi SÁÁ er nauðsynleg og Vífilsstaða- deild geðdeildar Landspítalans er algjör forsenda þess að hægt sé að þróa sérhæfða meðferð, einkum þar sem alvarlegir geðsjúkdómar eru samfara áfengis- og vímuefna- neyslu. Vímuefni og afbrot Þegar rætt er um áfengi og önn- ur vímuefni er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hve víðtækur vandinn getur verið, eins og sést m.a. í samverkandi þætti áfengis í slysum, líkamlegum og geðrænum sjúkdómum, vinnutapi og fleiru. Utleysandi þættir áfengis og ann- arra vímuefna í afbrotum, einkum ofbeldisafbrotum, eru augljósir. Fræðilegar rannsóknir hér á landi sem og annars staðar hafa sýnt fram á þýðingu áfengis og á seinni árum annarra vímuefna í þessu sambandi. Þó áfengi og önnur vímuefni séu alls ekki einu orsaka- valdarnir í afbrotum, þá hefur ver- ið sýnt fram á fylgni milli heildar- áfengisneyslu annars vegar og al- varlegra ofbeldisbrota hins vegar. Hér á landi, eins og meðal ná- grannaþjóða, eiga sér nú stað örar og að sumu leyti ógnvænlegar breytingar, sem kalla á ákveðin og skipuleg viðbrögð, m.a. í heilbrigð- is-, dóms- og menntamálum. Við getum lært að vissu marki af reynslu útlendinga í þessum efnum, en verðum í flestu að aðlaga að- gerðir íslenskum aðstæðum. Rannsóknir og forvarnir Meðferð og endurhæfing áfeng- is- og vímuefnasjúklinga hefur Afmœtistw" e sein gilclir úi deseniber! Stingsagir - borvélar o Rafhlöðuvél BSE 7,2 Verð áður: 16.086 kr. Verð áður:17.055 kr. Verð nú: 12.798 kr. Verð nú: 14.498 kr. ~T1 Borvél SB2E 650R Kapaltromla VK 43S12M Ný vél - gamalt verð Verð: 13.798 kr. Verð áður:2.285 kr. Verð nú: 1992 kr. BRÆÐURNIR fe. T ?T|7 p»i Lágmúla 8-9. Sími 38820 Hannes Pétursson „Áframhaldandi öflug starfsemi SAA er nauð- synleg og Vífilsstaða- deild geðdeildar Land- spítalans er algjör for- senda þess að hægt sé að þróa sérhæfða með- ferð, einkum þar sem alvarlegir geðsjúkdóm- ar eru samfara áfengis- og vímuefnaneyslu.“ gjarnan einkennst af nokkurri svartsýni á árangur og vist er að einstaklingar veikjast oft aftur. Eins og fram kemur í grein þeirri er getið var hér að framan virðist meðferðarárangur hér á landi þó mjög viðunandi. Þekking á eðli og orsökum vímuefnaneyslu hefur far- ið vaxandi á undanförnum árum og nú hillir undir sértækari og virk- ari meðferð. Raunhæfasta leiðin til að takast á við áfengis- og vímu- efnavandann er að efla fræðilegar rannsóknir, sérhæfða meðferð, kennslu heilbrigðisstarfsmanna og forvamir. Við þær aðstæður sem nú er við að glíma ber að efla geð- heilbrigðisþjónustu og að tryggja áframhaldandi rekstur Vífilsstaða- deildarinnar og sjúkrastöðva SÁÁ. Höfundur eryfirlæknir geðdeildar Borgarspítalans og dósent í læknadeild Háskóla íslands. Hann eríhópi sérfræðinga Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar í áfengis- og vímuefnamáium. ♦ ♦ ♦----- Tíu sækja um stöðu hér- aðsdómara TÍU manns hafa sótt um stöðu héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Dómsmálaráðu- neytið bíður niðurstöðu um- sagnarnefndar um umsækjend- ur, en I nefndinni eiga sæti full- trúar Dómarafélags íslands, Lögfræðingafélags íslands og Hæstaréttar. Niðurstöðu umsagnarnefndar er að vænta á næstu dögum, sam- kvæmt upplýsingum frá dóms- málaráðuneytinu. Þeir sem sóttu um eru: Bjarni Stefánsson, deild- arlögfræðingur hjá Lögreglu- stjóraembættinu, Gréta Baldurs- dóttir, deildarstjóri hjá Sýslu- manninum í Reykjavík, Halla Backmann Ólafsdóttir, héraðs- dómsfulltrúi við Héraðsdóm Reykjavíkur, Ingveldur Þ. Einars- dóttir, héraðsdómsfulltrúi við Hér- aðsdóm Reykjavíkur, Jón Finn- björnsson, aðstoðarmaður hæsta- réttardómara, Jónas Jóhannsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Vestfjarða, Sigurður Tómas Magnússon, skrifstofustjóri í Hér- aðsdómi Reykjavíkur, og Skúli Pálmason hæstaréttarlögmaður. Tveir umsækjendur óskuðu nafnleyndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.