Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 42
Hafnarsjóður Tekjur sjóðsins áætlaðar 78 millj. og gjöld 40 millj. Höldum okkar striki varðandi framkvæmdir, segir formaður bæjarráðs tæpar 70 Skipin gerð klár Morgunblaðið/Rúnar Þór Svo sem venja er á þessum árstíma er verkefna- staða Slippstöðvarinnar þokkaleg, en margir útgerð- armenn láta yfirfara skip sín fyrir jólahátíðina svo þau verði tilbúin í slaginn eftir áramót. Skipin voru því komin upp er ljósmyndari átti leið um slippinn í vikunni. Síðari umræða um fjárhagsáætlun REKSTRARTEKJUR Hafnarsjóðs Akureyrar eru áætlaðar um 78,2 milljónir króna á næsta ári og rekstrargjöldin tæpar 40 millj- ónir króna. Hagnaður án afskrifta er áætlaður tæpar 36 milljónir króna. Ekki er búist við miklum framkvæmdum við hafnirnar á komandi ári, enda ekki gert ráð fyrir rikisframlagi til Akureyrar á því ári. Guðmundur Sigurbjömsson hafnarstjóri sagði að farið hefði verið fram á að fá ógreitt ríkis- framlag sem nemur nú rúmum 40 milljónum króna og er búist við að um helmingur af upphæðinni verði greiddur út á næsta ári eða rúmlega 20 milljónir króna. Helstu framkvæmdir sem áætl- aðar eru á næsta ári eru við Tangabryggju þar sem unnið hef- ur verið á yfirstandandi ári og er að sögn Guðmundar reiknað með að lokið verði við að gera kant við bryggjuna. Þá er einnig á dagskrá vinna á svæðinu ofan bryggjunnar þar sem útbúa á gámasvæði. Tekjur sjóðsins eru áætlaðar rúmlega 78 milljónir króna, bróð- urparturinn kemur til vegna hafn- artekna eða um 58,5 milljónir króna, þá er áætlað að seld þjón- usta nemi 9,6 milljónum króna og leigutekjur verði tæpar 10 milljón- ir. Gert er ráð fyrir að rekstur hafnarmannvirkja kosti um 13,5 milljónir og rekstur annarra eigna um 5,4 milljónir króna og að kostnaður við hafnarvörslu, skrif- stofu og stjórnunarkostnaður nemi tæplega 21 milljón króna. ------» ♦ ♦------- Tekjur lækkað um 16 millj. p / / ii • a • ->c nai;iiaut rra aætlun vio fyrn umræou Rafveitu Hagnaður TEKJUR bæjarsjóðs Akureyrar hafa Iækkað um 16 milljónir króna frá því sem gert var ráð fyrir við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar í lok nóvember, en síðari umræða um áætlunina verður á þriðju- dag. Búið er að fella út úr áætluninni rúmlega 250 miiyóna króna tekjur vegna aðstöðugjalds, en það verður sem kunnugt er fellt niður og í stað þess verður sveitarfélögum tryggur tekjustofn sem nemur um 78% af álögðum aðstöðugjöldum. Það þýðir um 30 milljón króna lækkun á tekjum fyrir Akureyrarbæ, en við yfirlegu bæjarfulltrúa hafa þar sem víða hefur verið kreist úr fé úr rekstri tekist að koma tekjuminnkun úr 30 milijónum niður í 16 milljónir króna. Sigurður J. Sigurðsson formað- ur bæjarráðs sagði að þrátt fyrir minni tekjur en ráðgert hafði ver- ið við fyrri umræðu um fjárhagsá- Hinrik Sig- fússon bóndi sjötugur ætlun verði minniháttar breyting- ar gerðar á framkvæmdum á veg- um bæjarins á næsta ári. Gengið er út frá sömu forsendum og við gerð þriggja ára áætlunar um rekstur og framkvæmdir á vegum bæjarins, þannig að reiknað er með að svipað fjármagn verði til ráðstöfunar til framkvæmda og eignabreytinga og'við gerð áætl- unarinnar í ágúst síðastliðnum. „Við höfum farið í saumana á rekstrinum og tekist að kreista víða út fé, en það þýðir auðvitað að fjármagn til rekstrar verður eitthvað takmarkað. Það urðum við að gera til að koma til móts við þær breytingar sem gerðar voru í kjölfar efnahagsráðstafana ríkisstjómarinnar á dögunum, en meginatriðið er það að við höldum okkar striki varðandi þá áætlun sem við höfum gert til þriggja ára,“ sagði Sigurður. Við síðari umræðu um fjárhags- áætlun bæjarins er gert ráð fyrir að tekjur verði 1394 milljónir, en við fyrri umræðu var gert ráð fyr- ir 1410 milljóna króna tekjum. Rekstrargjöldin á næsta ári eru áætluð 1036 milljónir króna. Helstu framkvæmdir sem farið verður í á næsta ári em við íjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, við framhaldsskólana í bænum, þá er gert ráð fyrir að hefja fram- kvæmdir vegna endurbóta við Björk, Mývatnssveit. HINRIK Sigfússon, bóndi í Hraunteigi í Vogahverfi, átti sjötugsafmæli 26. nóvember síðastliðinn. Hinrik fæddist í Vogum 26. nóvember árið 1922. Foreldrar hans vom Sigfús Hallgrímsson, bóndi í Vogum, og Sólveig Stef- ánsdóttir frá Öndólfsstöðum í Reykjadal. Hinrik hefur stundað búskap í Vogum um áratugaskeið, ennfremur vömbflaakstur um langan tíma. Eiginkona hans er Sigríður Guðmundsdóttir frá Berafírði í Suður-Múlasýslu. Þau eiga fjögur uppkomin börn. Á afmælisdaginn bauð Hinrik Mývetningum svo og frændum og vinum til veglegs fagnaðar á heim- ili sínu. Þar var veitt af mikilli rausn og myndarskap. Alls mættu um 100 manns. Áttu viðstaddir þar ánægjulega stund. Barst Hin- riki fjöldi gjafa svo og blóm. Síð- ast var sungið svo sem venja er hér við slík tækifæri. Kristján Morgunblaðið/Rúnar Þór sundlaug og eins er stefnt að því að taka í notkun sýningarsal í Grófargili, þar sem verið er að reisa miðstöð menningar og lista í bænum. Þá em í gangi fram- kvæmdir við nýja slökkvistöð við Árstíg. „Við höfum reynt að haga málum þannig að koma fram- kvæmdum sem fyrst af stað þann- ig að í leiðinni skapist atvinna, en það á meðal annars við um sýning- arsalinn og fleiri verkefni," sagði Sigurður. Umræðum um fjárhagsáætlun verður nú lokið fyrir áramót, en síðustu ár hefur vinna við fjár- hagsáætlun staðið yfir í janúar. „Það er út af fyrir sig gott að ljúka þessu fyrir áramótin, við það skap- ast betra svigrúm til undirbúnings fyrir verklegar framkvæmdir og þess er að vænta að þær fari þá fyrr af staði en verið hefur,“ sagði Sigurður. Tískusýning og snyrtivörur Á vegum snyrtistofunnar Betri líðan í Kaupangi var efnt til kaffisamsætis í Blómaskálan- um Vín fyrir skömmu. Tilefnið var að kynna nýjar snyrtivömr sem snyrtistofan selur á Norð- urland. Efnt var til tískusýning- ar frá þremur verslunum á Akureyri og þá fengu gestir að sjá förðun. Á þriðja hundrað manns mætti á kynninguna. Á myndinni em frá vinstri Dögg Stefánsdóttir, Helga Jónsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir, eig- andi snyrtistofunnar. milljónir GERT er ráð fyrir að hagnaður Rafveitu Akureyrar verði um 68,2 milljónir króna á næsta ári. Rekstrartekjur veitunnar eru áætlaðar rúmar 377 milljónir króna, en þar af eru reiknað með tæplega 360 milljóna króna tekj- um vegna raforkusölu. Rafveita Akureyrar kaupir raforku á næsta ári fyrir um 252 milljónir króna, þá er gert ráð fyrir að rekstur aðveitu og dreifíkerfís kosti tæpar 33 milljónir króna og skrifstofu- og stjómunarkostnaður verði um 27,6 milljónir króna. I áætlun um eignabreytingar Rafveitu Akureyrar kemur fram, að þegar búið er að bæta við 4,5 milljóna króna stofngjöldum hefur veitan til ráðstöfunar um 72,7 milljónir króna. Aætlað er að viðbætur við bæ- jarkerfíð kosti um 55,8 milljónir, götuljós 3,5 milljónir, bygginga- og lóðaframkvæmdir verði upp á 4 milljónir króna og kostnaður við bifreiðar og tæki verði um 2 millj- ónir auk þess sem tölvukerfí kosti um 2,5 milljónir. ------» ♦ ♦----- ■ SPORTVÖR UDEILD Vöru- húss KEA og Skátabúðin í Reykjavík hófu nýlega samstarf og gefst Norðlendingum nú kostur á að kaupa vömr frá Skátabúðinni í Vöruhúsinu. Allur vinsælasti búnaðurinn verður til sölu í Vöra- húsinu og þá verður reynt að verða við sérstökum óskum viðskipta- vina. Á síðustu árum hefur Skáta- búðin aflað sér reynslu í sölu á útilífsvörum, fatnaði og útbúnaði ýmis konar, og er þess vænst að samstarfið verði til að þeirri reynslu verði miðlað til viðskipta- vina á Norðurlandi. (Úr fréttatilkynningu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.