Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 29

Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 29
MORGUNBLÁÐIÐ LÁUGARDAGtJR 02. DÉSEMBÉR 1992 29 Er leikskólinn okkar svona gamall? febrúar 1990. ráðs. Þeir hafa sagt að þeir óttist að með því að blanda umhverfis- ráðuneytinu í málið muni öfgahópar náttúruverndarsinna einfaldlega loka ferðamannastöðunum í stað þess að laga þá til. Náttúruverndar- sinnar óttast á móti að markaðs- sinnar hafi ekki tilfinningu fyrir hinu náttúrulega umhverfi ferða- mannastaðanna og að þeir muni ekki í framtíðinni frekar en fram að þessu sjá ástæðu til að leggja peninga í aðhlynningu á stöðunum. Að ferðamálaráðstefnunni lok- inni er málaflokkurinn sem kallast umhverfísmál í starfsemi Ferða- málaráðs í sömu klípunni og áður, nema til komi stóraukin fjárveiting. Þeirri spurningu hefur enn ekki verið svarað: Hver ber ábyrgð á ferðamannastöðunum.? Höfundur er forstöðumaður Leiðsöguskóla Islands ogfulltrúi í Ferðamálaráði. -----»♦ ♦---- Sýning í Hafnarfirði Skipulag og framkvæmd- ir í miðbæ SÝNING á skipulagi, fyrir- huguðum byggingum og hönn- un umhverfis í miðbæ Hafnar- fjarðar verður opnuð laugar- daginn 12. desember kl. 14. Sýningin verður opin á venju- legum sýningartíma fram að jólum og milli kl. 16 og 18 virka daga verða fulltrúar skipulagsyfirvalda á sýningunni til að svara fyrir- spurnum. Almennur kynningar- fundur um skipulagið verður í Hafnarborg miðvikudaginn 16. desember kl. 20.30. eftir Lilju Magnúsdóttur Dagheimilið á Kirkjubæjarklaustri heldur upp á tuttugu og eins árs starfsafmæli sitt nú í ár. Margt hef- ur breyst á þessum árum. í upphafi var dagheimilinu komið á í tengslum við skólann á staðnum, Kirkjubæjar- skóla. Starfsfólk skólans þurfti á pössun að halda fyrir bömin sín og þá var drifið í að ráða fóstm og finna húsnæði. Þetta var haustið 1971. Fóstran starfaði einnig á heimavist Kirkjubæjarskóla við að gæta þeirra barna sem þar dvöldu. Fyrstu árin var dagheimilið aðeins ætlað bömum starfsfólks skólans en fljótlega fóru'fleiri að sækjast eftir þessari þjónustu. Árið 1976 tók Kirkjubæjarhreppur við rekstri dag- heimilisins og greiddi það sem á vant- aði móti foreldrum. Foreldrar unnu ýmis störf í sjálfboðavinnu, t.d. bjuggu þeir til leikföng, sáu um bók- haldið og afleysingar starfsfólks ef með þurfti. Guðný Marta, fóstra, starfaði rúma tvo vetur á dagheimilinu um það leyti sem hreppurinn tók við rekstri þess. Eg spurði hana hvemig þetta hefði verið: „Aðstaðan var ekki upp á marga fiska og peningar af skornum skammti, ekki mikil ijár- veiting til kaupa á leikföngum né bókum. Ég man að ég keypti fjórar bækur eitt haustið og þær þóttu óhemju dýrar. En þetta blessaðist allt saman og bömin voru ánægð. Fjöldinn? Ja, það var svona á bilinu sjö og upp í tíu böm. Ég var yfir- leitt ein fyrir hádegi en eftir hádegi kom önnur. Bömin borðuðu sum hjá okkur í hádeginu og eftir það þurftu þau litlu að leggja sig og þá fór önnur okkar með eldri hópinn út. Það var stundum fjör þegar vont var veður og þíirfti að koma öllum fyrir í tveimur litlum herbererium. helm- „Dagheimili fyrir alla er draumur margra foreldra og sá draumur er veruleiki á Kirkju- bæjarklaustri. Þar er rekið dagheimili og það sem merkilegra er, það á sér tveggja áratuga sögu.“ ingurinn átti að sofa en hinn að leika sér „hljóðlega". Nú er dagheimilið rekið af Skaft- árhreppi, sém er nýtt sveitarfélag sem varð til er fimm hreppar, þar á meðal Kirkjubæjarhreppur, samein- uðust árið 1990. íbúar í Skaftár- hreppi em 613. Allir eiga kost á dagheimili fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Bömin á dagheimilinu eru mörg af sveitabæjum og foreldr- amir vinna báðir heima við. Þar er því fyrst og fremst verið að sækjast eftir leik og starfi við hæfí bamanna með því að hafa fyrir því að keyra þau á dagheimilið. Líka er þetta spurningin um leikfélaga því víða em sveitaheimili orðin afar fámenn. En hreppurinn er stór og því varla mögu- leiki fyrir suma íbúana að nýta sér þessa þjónustu vegna þess hve langt þyrfti að keyra bömin. Yngstu grunnskólabömin geta fengið vistun eftir því sem þarf. Þetta er því skóla- dagheimili líka. Árið 1988 var tekið í notkun nýtt hús sem var byggt sérstaklega fyrir þessa starfsemi. Þar er hægt að hafa 20 böm í heilsdagsvistun. Húsið og starfsemin fékk nafnið Kæribær. Þangað til hafði dagheimilið verið á ferð í pappakössum. Ibúð skóla- stjóra, kjallari samkomuhússins, matsalur sláturhússins o.fl. staðir hafa hýst starfsemina. Á hverju vori varð að pakka niður öllu sem til- heyrði dagheimilinu og geyma til hausts. Að hausti varð að koma sér fyrir aftur, oft í nýju húsnæði. For- eldrar sáu að mestu um þessa vinnu með starfsfólki dagheimilisins. For- eldrar sáu einnig um bókhald og rekstur dagheimilisins í samvinnu við sveitarfélagið. En hvernig er hægt að reka dag- heimili þar sem svo fáir skattborgar- ar em þegar stærri pláss treysta sér ekki til þess vegna fjárskorts? Borg- ar hið opinbera einhvem hlut í þessu? „Nei, það gerir það ekki. Sveitarfé- lagið sér alfarið sjálft um þennan rekstur," sagði Bjarni Jón Matthías- son, oddviti Skaftárhrepps. „Foreldr- ar borga mánaðargjöld sem era svip- uð og gerist og gengur á svipuðum heimilum. Þau dekka u.þ.b. 37% af rekstrarkostnaðinum. Ætli fari ekki eitthvað um 3,5% af tekjum hrepps- ins til starfseminnar á ári.“ Með góðu dagheimili skapast vinna fyrir nokkrar manneskjur og foreldrar geta bæði unnið úti og öll vinna skilar útsvari til hréppsins. Á litlum stað sem Klaustri er oft erfítt að fá fólk með sérmenntun til starfa en gott dagheimili býðst ekki alls staðar og það hefur oft riðið bagga- muninn. Ungt fólk er aflvaki í hveiju héraði og ein leiðin til að fá það til að vera er að bjóða þvi góða þjónustu. Með lögum sem sett vora 1991 breyttist nafn allra stofnana sem vista böm yngri en sex ára í leik- skóli, hvort sem þær bjóða upp á heilsdags eða hálfsdags vistun. Dag- heimilið okkar heitir því „Leikskólinn Kæribær" í dag. í vetur era þar 15 böm á aldrinum eins til sex ára. Starfsfólk dagheimilisins hefur verið einvalalið í gegnum árin og nær allt- af hefur verið menntuð fóstra (ekki þó alltaf sama manneskjan). í vetur starfa tvær fóstrar og ein ófaglærð stúlka í hlutastarfi. Bömin fá hádeg- ismat frá mötuneyti grannskólans en foreldramir skaffa meðlæti með kaffi og sjá um að þvo þvottinn. Höfundur er íslenskufræðingur. Hradsuóukaiwa sem leysir gamla gufuketilinn af hólmi, meö útsláttairofa og sýður mest 1,751 í einu. Verð kr. 5300. Eggjaseyöar fyrir 3 eða 6 egg svo að eggin þín fái nú loksins rétta suðu. Verð frá kr. 2650. Kaffikönnur -6, 10 og 12 boíla. Dæmi: Kiörerinurim bolla. Dæmi: Kjöigripurinn TC 90030. Hellir upp á 10 bolla á 6 mínútum. Verð frá kr. 2990. Stílhrein veggklukka með hita- og iakamæh. Einnig til svöit. Verðkr. 1900. Handþeytari sem er fljótur að hiæia, þeyta og hnoða. 3 hiaðastilhngai. 160 W. Verð kr. 2750. Brauörist með hitahlíf, uppsmeUanlegrí smábiauða giind og útdiaganlegii mylsnuskúffu. Verð kr. 4300. Heimilis tækin frá SJEMENS eru heimsþekkt fyrir hönnun, gæði og góða endingu. Gefðu vandaða iólagjöf- veldu SŒMENS heimilistæki. SMITH & NORLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.