Morgunblaðið - 12.12.1992, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 12.12.1992, Qupperneq 49
MOhÓONBLAÐÍD LAÚÍáUÓA'G'ÚR 12. DfeSlsÍMBER 1992 Mikilvægi líkamsæfinga JÓLAHÁTÍÐ er framundan, borð munu svigna undan kræsingum I ^ I og margir munu borða talsvert meu-a af góðgætinu en þeir höfðu ætlað sér. Þrátt fyrir góðan ásetning vi(ja, á þessari mestu matar- hátið ársins, bætast við kíló á kroppinn. Það er reyndar gjarnan réttlætt með fyrirheitum um að ná þeim af eftir hátíðamar, jafn- vel með líkamsþjálfun ef allt annað bregst. Líkamsræktarstöðvar em meira en tilbúnar til að veita bæði aðstöðu og aðstoð við átakið. Góð líkamsþjálfun brennir kalorium og kemur línunum i lag. Hafnarfj ar ðar kirkj a Hafnarfjarðarkirkja Jólavaka við kertaljós HIN árlega Jólavaka við kertaljós verður haldin í Hafnarfjarð- arkirkju 3. sunnudag í aðventu 13. desember og hefst hún kl. 20.30. Jólavakan er Hafnfírðingum svo og öðrum sem hana sækja augljós vottur um nánd og komu helgra jóla. Líkt og áður verður vel til hennar vandað. Guðmundur Ámi Stefáns- son bæjarstjóri flytur ræðu kvölds- ins. Tónlistarflytjendur verða þau Hlín Erlendsdóttir fiðluleikari, Alda Ingibergsdóttir söngkona, Bamakór Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn Biynhildar Auðbjargardóttur og Kór kirkjunnar sem flytja aðventu- og jólatónlist. Stjórnandi tónlistarflutn- ingsins er Helgi Bragason. Við lok vökunnar verður kveikt á kertum þeim sem viðstaddir hafa fengið í hendur. Nokkur fermingar- börn bera þá logann frá helgu altari og svo berst hann manna á milli í kirkjunni sem tákn um það að sú friðar- og ljóssins hátíð sem fram- undan er vill öllum lýsa, skapa sam- kennd og vinarþel. Megi nú sem fyrr fjölmargir eiga góða og upp- byggilega stund á Jólavöku við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju. Gunnþór Ingason, sóknarprestur. -----♦ » ----- Jólajass í Hafnarborg- JASSTÓNLEIKAR í Hafnarborg sunnudaginn 13. desember í til- efni af 90 ára afmælis Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Þar koma fram nokkrir af þekkt- ustu jassleikurum landsins og má þar nefna Guðmund Steingrímsson, Carl Möller, Rúnar Georgsson, Þórð Högnason, Björn Thoroddsen, Stein- grím Guðmundsson, Agnar Már Magnússon og Svein Eyþórsson. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og er ókeypis aðgangur. Allir eru vel- komnir, gestir og gangandi, meðan húsrúm leyfir. Þegar fara á í líkamsþjálfun er flölmargt sem hafa þarf hugfast og mættu leikfimikennarar sem gagnrýnt hafa þjálfun á heilsu- ræktarstöðvum vera virkari við að fræða almenning um tilgang hinna margþættu þjálfunaræfinga, eins og hvað beri að leggja áherslu á og hvað beri að varast. Þar sem slíkar upplýsingar hafa ekki legið á lausu í samantekt verða hér tínd- ir til ákveðnir þættir sem leitað hefur verið svara við. Grunnþættir líkamsþjálfunar JL. Aerobics sem örvar starfsemi hjarta og lungna. Til þess að æfing- arnar skili árangri eru 20-30 mín- útur af taktföstum, stöðugum, end- urteknum æfingum, en með stútt- um hvíldum, sagðar nauðsynlegar. Þessar æfingar örva efnaskipti lík- amans þannig að hann brennir betur kaloríum, ekki aðeins á með- an æfíngum stendur, heldur einnig í marga klukkutíma á eftir. 2. Teygja á útlimum losar um vöðva og eykur sveigjanleika: Slík- ar æfingar á alltaf að gera bæði fyrir og eftir aerobics-æfingar. Ástæðan fyrir því er sú að stöðugt hopp og stapp hefur tilhneigingu til að stytta vöðva. Séu teygjuæf- ingar ekki gerðar eftir aerobics- æfingar er hætta á meiðslum eins og sinabólgu og sprungu í sköfl- ungi. Ráðlagt er að forðast hopp þegar gerðar eru teygjuæfíngar. 3. Vöðvastæling/styrkingarþjálf- un (leikfimiæfingar, tækjaæfíngar) styrkja ákveðna líkamshluta og byggja upp vöðva og styrk. Fólk verður grennra, fötin sitja betur og minni hætta er á meiðslum. Líkamsþjálfun við hæfi persónuleikans Nauðsynlegt er að velja þjálfun sem hentar skapgerð og lífsháttum hvers og eins. Hún þarf að felast í þjálfum lítið notaðra vöðva, bruna á kaloríum, eflingu jafnvægis og krafts og að gera fólk sátt við sjálft sig. Metnaðargjamt framkvæmda- fólk í streitumiklum störfum og með einkalífíð á fullri ferð ætti ekki að gleyma adrenalíninu (það eykur virkni hjarta, blóðþrýsting og blóðstreymi til vöðva), sem að jafnað er við suðupunkt hjá þeim. Fyrir þá sem eru í þessum hópi getur reynst heppilegt að halda sig við ákveðnar keppnisíþróttir eins og tennis eða borðtennis. Þeim reynist oft auðveldara að slaka á í sundi eða jóga eftir gott svitabað. Það er raunar eins og keppnisíþótt- ir hafi verið fundnar upp fyrir þetta fólk. Þjálfun og keppni virðist orka sem hvati til að ná fyrirfram ákveðnum árangri. Þessu fólki er þó bent á að halda aftur af sér og halla sér að sundi, hlaupi, skokki eða slíkum greinum, nema það sé I toppformi. Það hljómar e.t.v. þver- sagnarkennt en þetta orkumikla framkvæmdafólk getur prýðilega slakað á með því að iðka æfingar eins og austurlenskar þjálfunar- hreyfíngar og jóga og aðrar slíkar sem leggja áherslu á þjálfun ein- beitingar, jafnvægi, sveigjanleika og skarpa hugsun. Rólyndu fólki með lífíð í föstum farvegi er bent á að ef líf þess og starf þarf á uppörvun að halda er kjörið að koma sér inn í virkan tómstundahóp til dð „peppa upp“ orkuna. Þetta fólk nær bestum árangri í hópi með öðrum, hvort sem um er að ræða gönguferðir eða skokk,, eða að vera undir hand- leiðslu leiðbeinanda í jassballett, aerobics, eða við æfingar sem hæfa líkamsástandi hans. Fólki með þessa skapgerð er bent á að leita leiða til örvunar og fínna sér eitt- hvað nýtt viðfangsefni sem það hefur ekki tekist á við áður, eins og starfa fyrir líknarfélög eða koma sér í hópæfingar í blaki, fara í skylmingar, eða til að drífa sjálft sig áfram. Jafnvel þó það ákveði að halda ekki áfram í þessum æf- ingum virka allar breytingar mjög örvandi, Hr. eða fr. félagsvera, sem hefur þörf fyrir endurvakningu í einkalíf- inu um leið og línunum er kippt í lag, er bent á að bjóða „ástinni sinni“ með sér til þátttöku t.d. í borðtennissveit: Ef félagsveran er ekki á föstu er bara að ganga inn í tækjasal heilsuræktarstöðvar og gefa sig á tal við næsta mann. Þannig verður ekki komist hjá því að eignast vin eða kunningja. Ann- ar möguleiki eru að sjálfsögðu skól- ar sem bjóða upp á alls konar dans- námskeið. Dansinn býður upp á vægar aerobics-æfingar og er þægileg leið til að kynnast fólki. Hin skapandi listræna manngerð lætur sér oft nægja letistóla-æfing- ar og hefur ofnæmi fyrir dægur- lagatónlist. Ef viðkomandi sækir eftir værð og friði frá fyrirferðar- miklum börnum, samstarfsmönn- um eða hávaða borgarlífsins er ekki úr vegi að reyna jóga vegna hugleiðsluþáttarins. Það gæti líka komið viðkomandi í samband við undirmeðvitundina sem e.t.v. gæti aukið sköpunarmáttinn. Ef um er að ræða manngerð sem fyrr vill detta dauð niður en að láta sig í aeróbics-æfingum í annarra aug- sýn, er ráðlegt að fá sér þrekhjól eða litla fjaðradýnu (trampolín) sem bæði gæti verið skemmtileg þjálfun og ekki of hörð fyrir liðina. Þannig væri hægt að gera allt í senn; æfa sóló, heima og í einrúmi. Ef aftur á móti vinnan er unnin heima ætti heimsókn í heilsurækt- arstöð að vera hápunktur dagsins. Velja skal stað sem býður upp á fjölbreytilegar æfingar og leiðbein- endur sem sýna skjólstæðingum sínum áhuga og lætur þá finna að áhugi er fyrir árangri hjá þeim. Mikilvægi likamsþjálfunar Líkamsþjálfun er jafn mikilvæg og svefn og góð næring fyrir þann sem vill njóta góðrar heilsu. Þjálf- unin eykur hæfni og bætir útlit. Menn verða að sjálfsögðu að þekkja eigin takmörk en þeir þættir sem greint hefur verið frá hér að ofan, eins og styrkur, sveigjaleiki og út- hald, hjálpa til við að takast á við hin daglegu störf og gott betur. Næringin ein og sér bætir ekki árangurinn en hún hjálpar til að ná árangri. Vísindamenn hafa ekki komið sér saman um það hvenær litlar líkamsæfingar eru of litlar eða hvenær miklar æfirigar eru of mikl- ar. Sumir hafa haldið því fram að 20 mín. æfíngar þrisvar í viku nægi til að viðhalda hjarta- og æðakerfinu. Aðrir halda því aftur á móti fram að orkan eða sá fjöldi af kaloríum sem brennt er í æfing- um sem ná til alls lfkamans sé lyk- illinn að heilbrigðu hjarta og um leið betri heilsu. Slíkar æfingar eru aerobics, sund, skíðaganga, hrað- ganga, skokk, hjólreiðar og þróttir eins og fótbolti o.fl. Æfingar styrkja hjarta- og æðakerfi Þar sem leikfimi og aerobics eru ofarlega á lista heilsubætanndi æfinga fyrir hjarta- og æðakerfið, er rétt að lýsa í hveiju þær felast. Því er lýst í bókinni „Understand- ing Nutrition". Þar segir að reglu- legar æfingar hafi áhrif á æðakerf- ið þar með talin hjarta-, æða- og lungnastarfsemi og auki rauðu blóðkomin svo blóðið geti flutt meira súrefni. Hjartavöðvar verða styrkari og stærri og hjartahólfin tæmast betur við hvert slag hjart- ans. Þetta gerir færri slög nauðsyn- leg og púlsslögum fækkar. Vöðvar sem þenja út og draga lungun sam- an vaxa að styrk og úthaldi sem gerir öndun árangursríkari og fær blóðið til að flæða auðveldlega um æðar líkamanns. Skortur á góðri loftræstingu á líkamsræktarstöðvum En til að þessum árangri verði náð með leikfimi og aerobics- æfingum á heilsuræktarstöðvum hér þarf nægjanlegt súrefni þar. Þessar heilsuræktarstöðvar eru margar hveijar í gluggalausum kjöllurum, oft illa loftræstum. Stundum er jafnvel lokað fyrir loft- ræstingu vegna þess að talið er nauðsynlegra að framkalla svita en draga inn ferskt loft. Um mikilvægi súrefnisflutninga hjartans til lungna og vöðva segir í ofangreindri bók: Þeim mun þjálf- aðri og hæfari sem vöðvamir eru, þeim mun meira súrefni draga þeir til sín úr blóðinu. Súrefnið er feng- ið frá lungunum og þeir sem hafa þjálfaðri vöðva draga til sín meira súrefni úr loftinu en þeir sem hafa slakari vöðva. Æðakerfið og blóð- rásin svara kröfum vöðvana um súrefni, þeir sjá síðan um að taka við súrefninu, sem er nauðsynlegt til brennslu á orkuríkri fæðu (kalor- íum), og skila síðan koltvísýringi til baka. M.Þorv. Kópavogskirkja Kópavogskirkja 30 ára í TILEFNI af 30 ára vígsluafmæli Kópavogskirkju verður sunnudag- inn 13. desember kl. 14 sameiginleg guðsþjónusta Digranes- og Kársnessafnaða. Séra Jónas Gíslason, vígslubiskup, predikar og sókn- arprestar þjóna fyrir altari. Karlakór Reykjavíkur syngur veitingar í boði safnaðarins í Fé- nokkur lög í lok guðsþjónustunnar. lagsheimili Kópavogs að lokinni Kirkjugestum er boðið að þiggja guðsþjónustu. Karlmenn athugið íioruK* - herraskór komnir aftur Einstaklega vandaðir og þægilegir úr mjúku leðri Teg: Bristol Stærðir: 40V2-45V2 Sóli: Slitsóli Verð: 8.900,- Rolando 40V2-45V2 Leðursóli 8.900,- Houston 4OV2-45V2 Leðursóli 9.400,- Póstsendum, sími 16584 Minnum á ókeypis bílaæði í bíiageymslu gegnt Þjóðleikhúsinu Opið laugard. 10-18 sunnud. 13-17 SKOSALAN Laugavegi 1 (gegnt Skólavörðustíg).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.