Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 Vl'1-r f/!ií-.-ii i ,íj| 'i|. iíiai 'II A; >’ | ft.i ) rtfrft i.flVU iiiin — Konungnr og drottning? John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst því yfír, að skilnaður I þau verði síðar meir krýnd konungur og drottning. Meirihluti þjóðarinnar Karls Bretaprins og Díönu prinsessu, að borði og sæng, útiloki ekki að I telur hins vegar að Díana hafi fýrirgert rétti sínum til að verða drottning. Skoðanakönnun í Bretlandi um samvistaslit ríkisarfahjónanna Mikill meirihluti Breta vill ekki Díönu sem drottningu Lundúnum. Reuter. Sex farast í lestarslysi Farþegalest á miklum hraða ók á hóp verkamanna á járn- brautarstöðinni í bænum Bad Oldesloe á seint fimmtudags- kvöld. Talsmaður þýska járn- brautarfyrirtækisins sagði að mennimir hefðu gengið út á jámbrautarteinana til að und- irbúa vakt sína, sem átti að hefj- ast einni og hálfri klukkustund síðar. Þeir hefðu greinilega ekki gætt að sér og gáð hvort lest væri að koma áður en þeir fóru út á teinana og lestarstjórinn ekki haft nein tök á því að hægja ferðina. Lestin var á leið frá Kaupmannahöfn til Hamborgar. Krónuflot varið Sigbjom Johnsen, fjármála- ráðherra Noregs, varði í gær þá ákvörðun norsku ríkisstjórnar- innar, að láta krónuna fljóta á gjaldeyrismörkuðum. Hann sagði smáríki vera mjög við- kvæm fyrir uppnámi á mörkuð- um en sagði ástands norsk efna- hagslífs ekki hafa gefið tilefni til spákaupmennsku af því tagi sem átt hefði sér stað. Gengi norsku krónunnar hefur fallið um 6% frá því það var látið fljóta. Hagfræðingar spá því að stjóm- in muni brátt reyna að tengja krónuna við evrópsku myntein- inguna ECU á ný og segjast hafa áhyggjur af því að sveiflur á olíuverði muni hafa mikil áhrif á gengi hennar meðan hún flýt- ur. Hart barist við Sarajevo Bosnískir Serbar lýstu því yfir í gær að þeir réðu enn lögum og lofum á hemaðarlega mikil- vægri hæð norður af borginni Sarajevo. Hart hefur verið barist í kringum borgina undanfama §óra daga og var uppi orðrómur um að sveitir múslíma hefðu náð hæðinni á sitt vald. Yfirmaður Serbíuhers í Bosníu sagði hins vegar að múslímum hefði ekki tekist að komast nálægt hæðinni og að víglínan væri óbreytt. Rafmagn fór af borginni vegna bardaganna í gær og einnig er skortur á vatni. Nýr forsætis- ráðherra í N-Kóreu Yon Hyong-muk, forsætisráð- herra Norður-Kóreu, var í gær látinn hætta störfum og í staðinn skipaður í embættið Kang Song- san, sem var forsætisráðherra á áranum 1984-1986. Engin skýr- ing var gefin á því, af hverju Yon var látin hætta. Suður-kór- eskir fréttaskýrendur telja hins vegar að skýringuna sé að finna í því að Kim Jong-il, sonur Kim il-Sungs forseta og væntanlegur eftirmaður hans, vilji styrkja valdastöðu sína. Varað við að tefja GATT Jiirgen Möllemann, efnahags- málaráðherra Þýskalands, sagði í þýská þinginu gær að beijast yrði gegn öllum tilraunum til að tefja samkomulag í GATT-við- ræðunum. Það mætti ekki leng- ur stefna samkomulaginu í voða að EB-ríkin gætu ekki komið sér saman innbyrðis og þýska stjórnin ætlaði sér að standa gegn öllum tilraunum til að draga viðræðumar á langinn vegna tæknilegra atriða. Um- mæli Möllemanns hafa verið túlkuð sem viðvörun til Frakka, sem era mjög óánægðir með landbúnaðarkafla samkomu- lagsins. SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem breska dagblaðið Daily Mirror birti I gær, telur mikill meirihluti Breta að Díana prins- essa hafi fyrirgert rétti sínum til að verða krýnd drottning vegna skilnaðarins að borði og sæng við Karl krónprins. Ýmis- legt bendir til að vinsældir Dí- önu á meðal almennings hafi minnkað verulega frá því skiln- aðurinn var kunngerður. Blöð, sem hafa áram saman verið á hennar bandi í umfjöllun- inni um sambúðarerfiðleika ríkis- arfahjónanna, hafa nú beint kast- ljósinu að ímynd „heilagrar Díönu“ og velta nú fyrir sér hugsanlegum skuggahliðum á persónuleika hennar. Ef marka má könnun Daily Mirrorem 80% Breta þeirrar skoð- unar að Díana geti ekki orðið drottning og rúmur helmingur þeirra telur ólíklegt að Karl krón- prins geti tekið við ríkiserfðum og orðið konungur. Flestir þeirratelja að ríkisarfahjónin fái lögskilnað. Skýrt hefur verið frá því að Díana ætli ekki að vera viðstödd brúðkaup Önnu prinsessu og Ti- mothy Laurence í dag, laugardag, Þá tilkynnti skrifstofa Clintons um skipanir í þrjú háttsett embætti til viðbótar og verða þau öll skipuð konum. Donna Shalala, rektor Wisconsin- háskóla, verður heilbrigðisráðherra, enda álíta margir að hún myndi aðeins skyggja á brúðhjónin ef hún mætti. Æsifréttablaðið Sun er þó annarrar skoðunar og lýsti því yfir á forsíðu að ákvörðun Díönu væri lítilsvirðing við Önnu prins- essu. Daily Express velti hins vegar fyrir sér spurningunni: „Er Díana eins indæl og hún lítur út fyrir að vera?“ Blaðið hefur eftir ónafn- greindum „samstarfsmönnum“ prinsessunnar að hún eigi sínar skuggahliðar og að hún sé „frek, þijósk, gagntekin af sjálfri sér og sjálfselsk“. Æsifréttablöðin vora einnig fljót að komast að þeirri niður- stöðu að fjandskapur væri milli ríkisarfahjónanna eftir að Karl fór frá sameiginlegu aðsetri þeirra í Lundúnum, Kensington-höll, á fímmtudagskvöld til að gista yfír nóttina hjá ömmu sinni, drottning- armóðurinni. Blöðin töldu að krón- prinsinn hefði flutt í skyndi úr Kensington-höll, tæpum mánuði áður en áformað var, en talsmaður drottningar vísaði því algjörlega á bug. Tony Benn, þingmaður Verka- mannaflokksins, hyggst notfæra sér írafárið vegna skilnaðarins til Laura Tyson, hagfræðiprófessor við Kalifomíu-háskóla, verður formaður Efnahagsráðgjafaráðs forsetans, og Carol Browner, umhverfíssinni frá Flórida, verður yfirmaður banda- rísku umhverfismálastofnunarinnar. að leggja fram framvarp um að afnema konungdæmið og stofna lýðveldi þar sem forseti tæki við hlutverki drottningarinnar. Fram- varpið verður lagt fyrir þingið á mánudag og í því er kveðið á um lávarðadeildin verði lögð niður, auk þess sem tengsl ríkis og kirkju verði rofín. Talið er óhugsandi að framvarpið verði samþykkt. Reuter Spenna á Indlandi P.V. Narasimha Rao forsætisráðherra Indlands sagðist í gær álíta að átök hindúa og múslima vegna eyðileggingar mosku í bænum Ayodhya sl. sunnudag væru að mestu að baki. Um 1.000 manns hafa beðið bana í vikunni vegna átakanna. Þar af 190 í Bombay en myndin var tekin af hermönnum á eftirlitsferð í borginni í gær. Spenna ríkti enn í Indlandi í gær og var óttast að upp úr kynni að sjóða um helgina. Bandaríkin Robert Reich verður vinnumálaráðherra Little Rock. Reuter. BILL Clinton, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, ætlar að tilnefna Rob- ert Reich, hagfræðiprófessor við Harvard-háskóla, sem vinnumálaráð- herra. Reich hefur verið helsti efnahagsráðgjafi Clintons jafnt fyrir sem eftir kosningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.