Morgunblaðið - 18.03.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 18.03.1994, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 UM HELGINA Þórunn Eiríksdóttir. Þórunn Eiríks- dóttir sýnir í List- húsinu Þórunn Eiríksdóttir opnar sýningu í Listhúsinu Laugardal laugardaginn 19. mars nk. Þórunn stundaði nám f Myndlistar- og handíðaskóla ísiands 1966-1970 og lauk þaðan prófi sem myndmennta- kennari. Hún hefur sótt fjölda nám- skeiða m.a. í leirmyndagerð, smelti, málmsmíði og glerlist. Hún hefur stundað myndmenntakennslu sl. 22 ár. Þórunn hefur haldið sýningar í Reykjavík, Akureyri og Kópavogi og er þetta 6. einkasýning hennar. Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18 ojf laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18. Kristján Davíðsson. Kristján Davíðsson á Sóloni Islandus Málverk eftir Kristján Davíðsson prýða nú veggi kaffíhússins Sólon ís- landus við Bankastræti. Myndimar eru unnar á árunum 1949-1994. Kristján segir að um sé að ræða tvö stór nútíma- málverk, collagemynd úr striga og bronsi frá 1960, portrettmynd frá 1975, ásamt eldri myndum. Yfirlitssýning á verk- um Jóns Gunnars Þann 19. mars verður opnuð yfírlits- sýning á myndverkum Jóns Gunnars Arnasonar myndhöggvara ! Listasafni íslands. Þetta er fyrsta heildarúttekt sem gerð hefur verið á verkum Jóns Gunnars og spannar yfir tímabilið 1960-1987. Öll lykilverk listamannsins er að finna á þessari sýningu og þar er einnig fjöldi skúlptúrverka frá önd- verðum áttunda áratugnum og hnífa- skúlptúrar sem Jón Gunnar gerði handa vinum og vandamönnum um áratuga- skeið, en Jón Gunnar lést fyrir aldur fram árið 1989. í tilefni af sýningunni gefur safnið út veglega bók um listamanninn. . íslensk grafík - síð- asta sýningarhelgi Sýningu grafíklistamanna i Norræna húsinu lýkur nk. sunnudagskvöld. Á sýningunni eru verk eftir 31 mynd- listarmann unnar með ýmsum aðferð- um, grafíklistarinnar. Sýningin er opin frá kl. 13-19. Að- gangur er ókeypis. Tvær sýningar í Nor- ræna húsinu Tvær sýningar verða opnaðar í Nor- ræna húsinu laugardaginn 26. mars. Annars vegar er sýning á teikningum eftir norska listamanninn Olav Christ- opher Henssen og er þetta farandsýn- ing sem kemur hingað til lands frá Tallin í Eistiandi, þar sem hún var til sýnis í janúar og febrúar sl. Sýningin verður opnuð í sýningarsölum Norræna hússins kl. 15 á morgun laugardag. í andyrinu verður hins vegar sýning á myndum sem danska listakonan Bo- dil Kaalund gerði við nýja útgáfu á biblíunni, sem kom út í Danmörku ] 992. Það er danska biblíufélagið sem stendur að baki þessararar útgáfu. Bodil heldur fyririestur um þetta mikla verkefni í fundarsal Norræna hússins á laugardag kl. 16, eftir að sýning hennar verður fonnlega opnuð í anddyrinu. Ása Hauksdóttir. Ása Hauksdóttir sýnir lágmyndir í Gallerí 11 Ása Hauksdóttir opnar sýningu í Gallerí 11 Skólavörðustig 4a, laugar- daginn 19. mars. Ása sýnir lágmyndir unnar með blandaðri tækni, en efnivið- urinn og hugmyndafræðin er sótt til íslenskrar byggingalistar. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Þetta er þriðja einkasýning Ásu, en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum og unnið við útfærslu á lista- verki eftir Gerlu og Erlu Þórarinsdóttur fyrir ráðhús Reykjavíkur. Sýningu Ásu er opin .daglega kl. 14-18 og henni lýkur 2. apríl. Sigríður Ólafsdóttir. Sigríður Ólafsdóttir sýnir í Gallerí Greip Sigríður Ólafsdóttir opnar myndlist- arsýningu í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82, Vitastígsmegin, á morgun laugar- daginn 19. mars kl. 17-19. Er þetta þriðja og síðasta sýningin í röð sýninga sem Listkafaramir standa fyrir. Sigríður sýnir geómetrísk málverk, lágmyndir og klassískan útsaum. Sýningin stendur til 6. apríl og er opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Ljósmyndasýningu Ingu Sólveigar fram- lengt Ákveðið hefur verið að framlengja ljósmyndasýningu Ingu Sólveigar Frið- jónsdóttur, „In memoriam", fram til sunnudagsins 20. mars. Sýningin verð- ur opin á opnunartíma Safnaðarheimil- isAkureyrarkirkju kl. 8-18 virka daga og á laugardag og sunnudag frá kl. 10-16. Síðasta sýningarhelgi Ninnýar Sýningu Jónínu Magnúsdóttur, Ninnýar, í Galleríi listanum, Hamra- borg 20a, Kópavogi, lýkur á sunnudag 20. mars. Sýningin er opin frá kl. 13.30-18. Síðasta sýningarhelgi Baltasars og Kristjönu Sýningum Baltasars og Kristjönu Sam- per fer nú að ljúka í Hafnarborg. Balt- asar sýnir 17 málverk og 6 teikningar og Kristjana sýnir 10 skúlptúra og 6 lágmyndir. Sýningamar em opnar daglega frá kl. 12-18. Málþing um myndlist Árlegt málþing um myndlist verður haldið'í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi sunnudaginn 20. mars kl. 13. Fyrirlesarar verða Friðrik Rafnsson, ritstjóri, Kolbrún Bergþórsdóttir, bók- menntafræðingur, Auður Ólafsdóttir, listfræðingur, Ásta Ólafsdóttir, mynd- listarmaður, og Daníel Þ. Magnússon, myndlistarmaður. Fundarstjóri verður Sjón. Helgin er sfðasta sýningarhelgi á myndlistarsýningu Guðjóns Ketilssonar í Gerðubergi. Listmunasýning og brúðuleikhús Um þessar mundir er Barðstrend- ingafélagið 50 ára og af því tilefni stendur félagið fyrir sýningu á verkum listafólks, sem upprunnið er í Barða- strandarsýslu eða býr þar, í Listmuna- húsinu við Tryggvagötu. Jón E. Guðmundsson verður með brúðuleikhús kl. 15 á laugardag og sunnudag í tilefni sýningarinnar og er aðgangur ókeypis. Ljóðlist „Davið og astin“ Ljóð um ástina verða flutt í tali og tónum í Davíðshúsi, Bjarkarstíg 6 Ak- ureyri sunnudaginn 20. mars kl. 16. og kl. 20.30. Anna Kristín Arngrímsdóttir, leik- kona les ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og eru þau að mestu valin úr bókinni „Ástarljóð Davíðs“. Margrét Bóasdóttir, sópran, og Ósk- ar Pétursson, tenór, syngja við píanó- leik Dórótheu Dagnýar Tómasdóttur íslensk og erlend lög við ljóð Davíðs. Þar sem rými er takmarkað í Davíðs- húsi er fólki bent á að panta miða, tekið er við pöntunum á skrifstofu menningarfulltrúa Akureyrarbæjar á skrifstofutíma. ___________________ Leiklist „Aristófanes“ frum- sýnir „The Hobbit“ Leiklistarfélagið Aristófanes sýnir um þessar mundir „The Hobbit“ sem segir frá Bilbo Baggins sem ferðast með 13 dvergum til að endurheimta fjársjóð sem grimmur dreki liggur á. Á vegi þeirra verða ýmsar furðuverur sem gera ferðina æsilega og spennandi. Frumsýning var í gær 17. mars í hátíðarsal Fjölbrautaskólans f Breið- holti. Almennar sýningar hefjast mánu- daginn 21. mars. Forsala aðgöngumiða fer fram í skólanum. Leikfélag MH frum- sýnir „Blóð og drullu“ Leikfélag Menntaskðlans við Hamra- hlfð frumsýnir „Blóð og drullu“ í hátíð- arsal skólans laugardaginn 19. mars kl. 20.30. í kynningu segir m.a.: „Blóð og drulla" er spunaverk, unnið af Leikfé- lagi MH undir leiðsögn Rúnars Guð- brandssonar og Árna Péturs Guðjóns- sonar. Leikarar í sýningunni eru 38. Tón- listin er að mestu leyti fraumsamin af þremur nemendum skólans og er flutt af fíngrum fram á sýningunum. Fjöldi nemenda vinnur að öðrum verkþáttum og lætur nærri að alls taki um 60-70 manns þátt í uppfærslunni. Frumsýning verður laugardag kl. 20 og næstu sýningar verða laugardag 19. mars, mánudag 21. mars, þriðjudag 22. mars, föstudag 25. mars, laugardag 26. mars, sunnudag 27. mars, mánudag 28. mars og miðvikudag 30. mars. Sýnt verður í hátíðarsal MH. Tónlist [I IsJ Anna Guðný Guð- Guðrún Birgis- mundsdóttir. dóttir. Guðrún og Anna Guðný á tónleikum Tónleikar á vegum Félags íslenskra hljóðfæraleikara verða haldnir f sal Félags íslenskra hljóðfæraleikara, þriðjudaginn 15. mars nk. Það eru þau Guðrún Birgisdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir sem flytja verk fyrir flautu og píanó eftir Mozart, Reinecke, Messiaen og Mart- inú. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Að- gangseyrir er 1.000 krónur en 200 krónur fyrir böm og námsfólk. Hátíðartónleikar í Grafarvogskirkju Skólahljómsveit Grafarvogs heldur tónleika sunnudaginn 20. mars kl. 17 í hinni nývígðu Grafarvogskirkju. Til- efnið er árs afmæli sveitarinnar. Á efn- isskránni_ em m.a. verk eftir Pezel, Purcell, Áma Bjömsson, Stuart John- son og fl. Stjórnandi er Jón E. Hjaltason. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Karlakór Reykjavíkur. Samsöngvar fyrir páska Styrktarfélagatónleikar Karlakórs Reykjavíkur verða óvenju snemma í ár, eða fyrir páska. Fyrsti samsöngurinn verður í Langholtskirkju sunnudags- kvöldið 20. mars kl. 20. Mánudaginn 21. mars verður sungið í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði kl. 20. Síðan verður sungið þrisvar í Langholtskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 23. mars og Álafosskórinn heldur vortónleika Álafosskórinn í Mosfellsbæ heldur sína árlegu vortónleika í Bæjarleikhús- inu við Þverholt, sunnudaginn 20. mars kl. 16. Tónleikar í Borgarnesi og á Akranesi Kór Menntaskólans að Laugai-vatni verður með tónleika í Borgarneskirkju laugardaginn 19. mars kl. 16 og á Skagfirska söngsvcitin. Skagfirska söngsveit- in í Reykjavík Skagfirska söngsveitin fer í söngferð til Vesturlands, sunnudaginn 20. mars, og verða tónleikar í Búðardal, Dalabúð, kl. 16. og í Stykkishólmi, kirkjunni, kl. 20.30. Einsöngvarar í ferðinni verða Guð- mundur Sigurðsson, Gylfí Þ. Gíslason og Svanhildur Sveinbjörnsdóttir. Föstudaginn 25. mars mun söng- fimmtudaginn 24. mars kl. 20 og loka- tónleikamir verða svo í Langholtskirkju laugardaginn 26. mars kl. 16. Sungin verða íslensk lög og erlend, madrigalar, óperukórar, sönglög og Iög sem sjaldan heyrast. Einsöng með kómum syngja þrír söngvarar: Jóhann Ari Lárusson, Björk Jónasdóttir og Guðlaugur Viktorsson tenór. Undirleikari verður Anna Guðný Guðmundsdóttir og stjómandi verður Friðrik S. Kristinsson. nefna tvær syrpur, aðra úr West side story og hina við ljóð eftir Jónas Árna- son, en þá syrpu flutti kórinn í Borgar- leikhúsinu sl. haust í tilefni af 70 ára afmæli Jónasar. Stjórnandi Álafosskórsins er Helgi R. Einarsson og undirleikari er Hrönn Helgadóttir. Akranesi sunnudaginn 20. mars í Fjöl- brautaskóla Vesturlands kl. 15. Stjórnandi er Hilmar Öm Agnarsson, organisti í Skálholti. Á efnisskránni verða m.a. íslensk lög, lög eftir Bítlana og eftir Andrew Lloyd Webber. sveitin taka þátt í Skagfirðingahátíð sem fram fer á Hóte! íslandi og koma þar fram ásamt fleiri kórum og söngv- urum. Söngstjóri Skagfirsku söngsveit- arinnar er Björgvin Þ. Valdimarsson og undirleikari er Sigurður Marteins- son. Þann 27. apríl heldur sfðan söng- sveitin til frlands til þátttöku í alþjóð- legu kóramóti sem þar er haidið ár- lega. í þessu kóramóti taka um 100 kórar þátt víða að úr veröldinni. Álafosskórinn. Efnisskráin er fjölbreytt og má m.a. Kór Menntaskólans að Laugarvatni. Nemendur Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Hljómsveitartónleikar ?51n,mennItIaskó)f u Reykjavíkur verða „, j. i 'i haldmr í Haskolabioi, laugardaginn 19. 1 onmenntaskóla mars kl. 2 e.h. Þar koma fram strengja- Revkiavíkur sveitir, blásarasveitir og léttsveit skól- “ ans með fjölbreytta efnissþrá. Aðgang- Hinir árvissu hljómsveitartónleikar ur er ókeypis og öllum heimill.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.