Morgunblaðið - 18.03.1994, Page 18

Morgunblaðið - 18.03.1994, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 18. MARZ 1994 * Guðmundur Magnússon prófessor við HI Norræn nefnd gerir úttekt á efnahags- vanda Færeyinga GUÐMUNDI Magnússyni, prófessor í hagfræði við Háskóla íslands, barst í gær bréf frá forsætisráðherra Dana, Paul Nyrup Rasmuss- en, þar sem forsætisráðherrann fer þess á leit við hann að hann taki sæti í þriggja manna norænni nefnd, sem geri úttekt á efnahags- vanda Færeyinga, með sérstöku tilliti til þróunar bankamála í Fær- eyjum, frá byrjun níunda áratugarins og fram á daginn í dag. Guð- mundur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði þeg- ar svarað forsætisráðherra Danmerkur jákvætt. Forsætisráðherra Dana hefur jafnframt farið þess á leit við Erik Görtz, prófessor við Kaupmanna- hafnarháskóla og Eigil Waagstein, frá Tele Danmark A/S í Færeyjum að taka sæti í nefndinni. Görtz verð- ur formaður nefndarinnar, sem ætl- að er að ljúka úttekt sinni fyrir 1. september í ár. Guðmundur sagði að fyrsti fundur nefndarinnar hefði verið ákveðinn i Kaupmannahöfn næstkomandi þriðjudag. í bréfi danska forsætisráðherrans til Guðmundar kemur fram að ríkis- stjórn Danmerkur hafi ákveðið slíka nefndarskipun í kjölfar umræðu þinga beggja landanna og rík- isstjóma. Verkefni nefndarinnar verður að skilgreina orsakir kreppunnar í Færeyjum, og hvernig bankamir tveir í Færeyjum hafa farið út úr þeirri kreppu, með hliðsjón af dönsk- um ríkisstyrkjum til færeyska lands- sjóðsins, jafnframt því sem nefnd- inni ber að kanna tengsl Færeyja við danskt efnahagslíf. „Við munum á okkar fyrsta fundi fara yfir sviðið og skipuleggja störf okkar,“ sagði Guðmundur, „ég skil þetta erindi svo, að mönnum leiki einkum hugur á því að vita hvað hafi gerst í færeyska bankakerfinu, en til þess að hægt verði að átta sig á því, þarf að sjálfsögðu að skoða hvað hefur gerst almennt í Færeyj- um.“ Guðmundur kvaðst telja sérstak- lega áhugavert að að skoða ætti þær tilfærslur sem átt hefðu sér stað frá Danmörku til Færeyja og það sam- band sem Færeyjar hefðu almennt við danska efnahagslífíð. „Þetta er allvíðtækt viðfangsefni, og verður ugglaust fróðlegt fyrir okkur að sjá Daufblindra- félag ís- lands stofnað hvað hefur gerst í Færeyjum," sagði Guðmundur. Hann kvaðst eiga von á því að koma til með að eyða nokkr- um tíma á næstunni bæði í Færeyj- um og Danmörku, en fundir nefnd- arinnar yrðu til skiptis í þessum löndum. Guðmundur var spurður hvers vegna hann hefði verið beðinn um að taka þetta verkefni að sér: „Eg veit það nú ekki nákvæmlega. Fyrst var þetta orðað við mig af hálfu Færeyinganna, sennilega vegna þess að ég vann ákveðið verkefni fyrir norrænu ráðherranefndina í Færeyjum og á Grænlandi á sl. ári. Þar fyrir utan hef ég nokkrum sinn- um hitt seðlabankastjóra Færeyja." Guðmundur kvaðst í raun ánægð- ur þegar leitað væri til Hagfræði- stofnunar Háskólans með verkefni sem þessi, því Hagfræðistofnun hefði um helming tekna sinna er- lendis frá, með því að taka að sér sérfræðiverkefni sem þessi, þótt í þessu tilviki hefði persónulega verið leitað til hans, en ekki stofnunarinn- ar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Góður málstaður CALLIE McDonald afhendir Elísabetu Hermannsdóttur söfnunarféð. Á myndinni eru einnig Víking- ur H. Arnórsson forstöðumaður Barnaspítalans, yfirmaður Kaupþings, sem gætti fjárins, Stefán Halldórsson, yfirmenn á ýmsum deildum spítalans og konur úr stjórn Kvenfélags Hringsins. Callie safnaði 2,3 milljónum handa Barnaspítala Hringsins Þetta var ekkert mál CALLIE McDonald, eigandi Líkamsræktarstöðvar Callíar, safnaði 2,3 milljónum fyrir Barnaspítala Hringsins með aðstoð Rásar 2 og auglýsingastofu P&O 17. desember á síðasta ári. Tekið hefur nokkra mánuði að safna áheitum saman og afhenti Callie for- manni Kvenfélags Hringsins, Elísabetu Hermannsdóttur, söfnun- arféð í gær. Callie sagði í samtali við Morgunblaðið að söfnunin hefði „ekki verið neitt mál“ en hún ætlar að safna aftur í desember. „Þetta var ekkert mál og miklu auðveldara en ég bjóst við,“ segir Callie sem ætlar að Standa fyrir eins söfnun í desember. „Mér finnst þetta góður málstaður og það sem kom mér á óvart var það hvað margir tóku þátt en um 70% þeirra gáfu undir 2.000 krónum. Annars voru framlögin frá 100.000- krónum niður í 100 krónur.“ Callie segir að margir sem gáfu peninga hafi gert það til að þakka fyrir björgun barna sinna úr lífs- hættu en lífi sonar Callie var bjarg- að á Barnaspítalanum fyrir nokkr- um árum. Hún segir einnig að sér hafi komið á óvart að flestir sem létu eitthvað af hendi rakna hafi verið búsettir úti á landi. „Ég var mjög hissa því ég hélt að flestir yrðu úr Reykjavík. Þannig að þú sérð að fólk hefur-áhuga að gefa en það þarf einhvern til þess að skipuleggja söfnunina,“ segir hún. Callie segir líka að auðvitað hafi farið orka í það að skipu- leggja söfnunina en það hafi samt ekki verið jafn erfitt og við megi búast. „Allir sem tóku þátt voru í góðu skapi og til í að vera með,“ segir Callie en allir sem aðstoðuðu hana gáfu vinnu sína. „Ég er búin að kenna svo lengi þannig að mig munar ekki um að kenna einn dag í fjáröflunaskyni, en ég neita ekki að það er góð tilfínning að gera svona hluti," segir Callie McDon- ald loks. f l l í í f í í » i Menntamálaráðherra mælir fyrir lagafrumvarpi um Vísinda- og tækniráð Vísindaráð og Rannsókna- ráð sameinuð í nýja stofnun l I Í i MENNTAMÁLARÁÐHERRA mælti í gær á Alþingi fyrir lagafrum- varpi um Vísinda- og tækniráð íslands. Gert er ráð fyrir að ráðið verði sjálfstæð stofnun sem fylgist meðal annars með framvindu í vísinda- og tæknistarfi, efli rannsóknir og alþjóðlegt samstarf. Þá á ráðið að vera ráðgjafi ríkisstjórnar, Alþingis og annarra opinberra aðila um stefnumörkun á sviði vísinda og tækni og geri árlega tillögur um fram- lag úr ríkissjóði til þessara mála til þriggja ára. Ráðið á samkvæmt frumvarpinu að starfrækja tvo sjóði sem styrkja rannsóknar- og þró- unarverkefni og fá sjóðirnir fjárframlög úr ríkissjóði, frá Seðlabanka og fleiri aðilum. að íslenskt atvinnulíf taki kröftugri þátt í þessari starfsemi enda skipti hún verulegu máli í samkeppni við önnur lönd. Þess vegna yrði að gæta afar vel að því hvernig takmarkaður mannafli og fjármagn nýttist. Framlög frádráttarbær? DAUFBLINDRAFELAG Islands var stofnað á þriðjudaginn en að stofnun þess stóðu fimm dauf- blindir einstaklingar. Meðal bar- áttumála er að fá þjálfun fyrir daufblinda i samskiptaleiðum á borð við blindraletur, táknmál og fingrastafróf með það að markmiði að minnka þá skerð- ingu á frelsi sem fötlunin veldur. Á stofnfundinum voru lög félags- ins samþykkt og kosin stjórn og Friðjón Erlendsson valinn for- maður. Hekla hf. færði félaginu 125.000 krónur að gjöf og Blindrafélagið 100.000 krónur. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra sagði á Alþingi í gær, að frumvarpið væri liður í umfangs- miklu starfi sem hefði staðið yfír í nokkur ár og miðaði að eflingu vís- indastarfsemi í landinu. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um stefnu í vís- indamálum, sem samþykkt var í september á síðasta ári, væri lögð áhersla á að um leið og ákveðið væri að efla vísindastarfsemi yrðu gerðar auknar kröfur um vinnubrögð og árangur. Áhersla verði lögð á að íslensk vísinda- og fræðistörf stand- ist alþjóðlegan samanburð og reglu- lega verði lagt mat á þessa starf- semi. nefndir um styrkveitingar. Mennta- málaráðherra sagði, að með þessu væri skilið á milli mats og umsókna og ákvarðana um styrkveitingar við úthlutun styrkja úr sjóðum Vísinda- ráðs. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir auknu ráðstöfunarfé rannsóknar- sjóða, að rannsóknarnámssjóður sé lögfestur sem og heimild til að setja á stofn embætti prófessora sem ein- göngu sinna rannsóknum. Flestir þingmenn sem tóku til máls um frumvarpið, lýstu yfír ánægju með að það væri komið fram, en gagnrýndu hvað það kæmi seint fram á þingtímanum. Hvatt var til þess að málið yrði sett á forgangs- lista svo tryggt yrði að Alþingi gæti afgreitt það í vor. Þingmenn gerðu þó athugasemdir við einstaka atriði í frumvarpinu og Svavar Gestsson þingmaður Alþýðubandalagsins boð- aði breytingartillögu við frumvarpið, um að fyrirtæki geti dregið frá rekstrarkostnaði, eða beint frá skött- um, framlög til rannsóknar- og þró- unarstarfsemi. „Það er nauðsynlegt fyrir íslendinga að stórauka framlög til rannsóknar- og þróunarstarfsemi og til menntunar hverskonar, ef við eigum að lifa af sem sjálfstæð þjóð inn í næstu ár og áratugi," sagði Svavar. L i : » Tvær samsæriskenn- Aukin þátttaka atvinnulífs Einstaklingur er talinn daufblind- ur ef hann er haldinn alvarlegum sjón- og heyrnarskaða. í fréttatil- kynningu segir einnig að daufblind- ir séu sammála um að það mikilvæg- asta í lífinu sé að halda sambandi við umheiminn en enginn sem svo er statt um er fær um að tileinka sér fullnægjandi leið til samskipta án utanaðkomandi hjálpar. Mikil- vægt er að koma á reglutegum nám- skeiðum fyrir daufblint fólk og setja á fót einhvers konar miðstöð fyrir upplýsingar og þjálfun. Helstu bar- áttumál daufblindra eru að fá þjálf- un í samskiptaleiðum á borð við blindraletur, táknmál eða fingra- stafróf í lófann. Daufblindrafélag íslands mun verða aðili að norrænni samvinnu daufblindra. 9 manna ráð í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Vísindaráð og Rannsóknaráð rík- isins sameinist í Vísinda- og tækni- ráð og sagði menntamálaráðherra, að sú sameining væri stórt skref í áttina til að tryggja að allar greinar vísinda sitji við sama borð. í ráðinu sitji 9 menn til þriggja ára í senn og tilnefna háskólar og rannsókr.ar- stofnanir samtals 19 einstaklinga sem ráðherra velur sex úr til setu í ráðinu. Að auki velur ríkisstjórnin 3 fulltrúa til viðbótar í ráðið að tillögu menntamálaráðherra. Vísindaráð skipar síðan 3-5 manna fagráð á helstu sviðum vísinda og tækni til að veita faglega ráðgjöf og meta umsóknir um styrki. Vísinda- og tækniráð skipar einnig úthlutunar- Ólafur G. Einarsson sagði, að ís- lendingar verðu nú um 1,2% af vergri landsframleiðslu til vísinda- og tæknistarfsemi. í krónum talið væri um að ræða rúma 4,5 milljarða á ári. Meginhluti þessa fjár, eða rúmlega 75%, kemur frá hinu opin- bera, en afgangurinn frá einkafyrir- tækjum. „Þetta hlutfall atvinnulífs- ins í fjármögnun vísinda- og tækni- starfsemi er mun lægra hér á Iandi en gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Skýringarn- ar liggja að mestu leyti í því, að ís- lensk fyrirtæki eru jafnan lítil. Um það bil 1.200 ársverk eru unnin í vísinda- og tæknistarfsemi hér á landi á hveiju ári. Einnig þetta hlut- verk er lægra hér á landi en í löndun- um í kringum okkur. Ef sambærileg- ur fjöldi ynni við þessi störf hér á landi væru ársverkin nálægt 1.700,“ sagði Ólafur. Hann sagði brýnt að ýta undir ingar og önnur til að hafa af áhyggjur i » » » MATTHÍAS Halldórsson aðstoð- arlandlæknir hefur sent Morgun- blaðinu athugasemd vegna „fjaðrafoks", sem hann segir að skoðanakönnun á vegum Land- læknisembættisins hafi valdið. Aðstoðarlandlæknir segir, að í gangi séu tvær samsæriskenningar. I fyrsta lagi frá Vikublaðinu Press- unni, sem segi, að landlæknir sé að reyna að „trylla heilbrigðisráð- herra. Blaðið býr til eitthvert rugl um stirt samband þeirra tveggja“. í öðru lagi sé samsæriskenning Svavars Gestssonar og Guðrúnar Helgadóttur, sem segi að tillögurn- ar séu í raun ráðherra. Um þetta segir svo Matthías Halldórsson: „Báðar kenningarnar eru jafn vitlausar. Hér er um frum- kvæði Landlæknisembættisins að ræða. Fyrir dyrum stendur fundur landlækna Norðurlanda, sem hald- inn verður hér á landi. Aðalum- ræðuefni verður forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu. Ætlunin er að spyija þrjá hópa fólks, þ.e. þing- menn, starfsfólk heilbrigðisþjón- ustu og almenning og nota þær upplýsingar í umræðunni.“ Að lokum segir aðstoðarland- læknir: „Ég hef ekki áhyggjur af Pressunni og samsæriskenningum hennar. Hins vegar eru þingmenn sem ekki geta gert greinarmun á skoðunum og skoðanakönnunum Landlæknisembættinu verulegt áhyggjuefni.“ Matthías Halldórsson tekur fram í lok athugasemdar sinn- ar, að hún sé skrifuð án samráðs við landlækni, sem sé erlendis. | l- » » » I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.