Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 Úr rekstri Flugleiða Skipting rekstrar- tekna 1993 N-Atlantshaf, farþegatekjur Evrópa, farþegatekjur Annað r- Leiguflug og 7% / flugvélaleiga .3% 5% Hótel og bílaleiga — Frakt, póstur og yfirvigt — Farþegatekjur innanlands Heimild: Arsskýrsla Rugleiða 1993 Skipting rekstrar- og fjármagnsgjalda 1993 Lendingar-, afgreiðslu- og yfirflugsgjöld Afskriftir og vextir Laun og launatengd gjöld Eldsneyti Viðhaldskostnaður án launa Umboðslaun Sölukostnaður án launa Stjórnunarkostnaður án launa Afkoman 1992-93 (í milljónum kr.) 1992 1993 Breyting Rekstrartekjur samtals 12.417,1 13.325,7 7,3% Rekstrargjöld án afskrifta 10.703,8 11.464,68 7,1% Rekstrarhagnaður 687,4 703,3 2,3% Hrein fjármagnsgjöld (1.032,3) (1.193,3) 15,6% Tap af reglulegri starfsemi (344,8) (490,0) Misvægi gengis og verðlags 275,7 186,1 -32,5% Óregluleg gjöld (228,6) (67,7) 70,4% Tekjuskattsskuldbinding, lækkun 154,0 180,4 17,1% Eignarskattur (16,2) 0,0 Tap án áhrifa dótturfélaga (160,0) (191,1) . Áhrif dótturfélaga 26,1 3,5 -86,6 Tap ársins (133,9) (187,6) Eigið fé lækkaði um 200 milljónir HEILDARTAP Flugleiða nam á síðasta ári tæplega 188 miHjónum króna samanborið við 134 miljjónir árið áður. Tap varð af Norður- Atlantshafsfluginu og innanlandsflugi en hagnaður af Evrópuflugi og öðrum greinum. Sigurður Helgason, forsfjóri Flugleiða, sagði að ein skýring á versnandi afkomu millilandaflugs væri að með tilkomu þriðju Boeing 757 flugvélarinnar sem bættist í rekstur félagsins í lok maí á síðasta ári og samstarfssamningsins við SAS hefði nrðið veruleg aukning á framboði félagsins í millilandaflugi en farþegum hefði ekki fjölgað sem þessu nam. Framboð jókst um 9,1% en farþegum fjölgaði einungis um 3% þannig að nýting var lakari en á árinu 1992. VIÐSKIPn AIVINNULÍF Flugleiðir Meginverkefnið að snúa taprekstri íhagnað — sagði Hörður Sigurgestsson, stjómarformaður Flugleiða HÖRÐUR Sigurgestsson, stjórnarforrnaður Flugleiða, sagði á aðal- fundi félagsins í gær að meginverkefni ársins 1994 væri að snúa tap- rekstri í hagnað. Mætti einskis láta ófreistað í því sambandi. Hann sagði að það hefði verið mat stjórnarmanna að yfirveguðu máli að með hliðsjón af afkomu síðustu tveggja ára og eiginfjárstöðu fyrirtæk- isins væri ekki grundvöllur fyrir arðgreiðslu að þessu sinni. Við slíkt mat hefðu stjórnarmenn haft í huga heildarhagsmuni félagsins, lánar- drottna fyrirtækisins og hluthafa. „Færa má rök fyrir því, að eins og nú stendur á, séu það meiri hags- munir hluthafanna að féð sé varð- veitt inni í fyrirtækinu, en það sé greitt út sem arður. I þessu sam- bandi er rétt að benda á að eiginfjár- hlutfall Flugleiða í árslok 1993 var 16% og hafði lækkað úr 18% frá fyrra ári. Eðlilegt er að minna á í þessu sambandi að hlutafé er áhættufé. Þeir sem leggja fram slíkt fé vita, að um það gilda ekki sömu lögmál og innstæður á sparisjóðs- bók. Auðvitað er markmiðið það að fá arð af því fé sem lagt er í atvinnu- rekstur. Þeir sem leggja fram áhættufé, vita hins vegar einnig það að taka verður súrt með sætu. Við tölum um áhættufé vegna þess að áhætta er fólgin í rekstrinum. Við gerum okkur grein fyrir því að þótt stefnt sé að jákvæðum rekstri þá kunna að koma tímabil þar sem já- kvæður árangur næst ekki. I þessu sambandi er fróðlegt að horfa til þess, að ef litið er yfir til dæmis síðastliðin sex ár, þá hefur meðalávöxtun hlutafjár í Flugleiðum numið um 7,5% umfram verðbólgu," sagði Hörður. Varðandi lækkun kostnaðar hjá Flugleiðum sagði Hörður að mark- miðið um að lækka kostnað um 500 milljónir á tveimur árum hefði náðst. Á einu ári hefði tekist að lækka kostnaðinn með samstilltu átaki um 400 milljónir króna sem væri viðvar- andi lækkun á kostnaði félagsins. Hann sagði að áfram væri unnið samkvæmt því sparnaðarkerfi sem sett hefði verið upp. „Nú er verið að endurmeta áframhaldandi mögu- leika til að ljúka upphaflegu mark- miði á þessu ári, jafnframt því sem ný spamaðarmarkmið verða sett.“ Um framtíðarmarkmið félagsins í þessu efni sagði Hörður að áfram yrði lögð höfuðáhersla á að lækka kostnað. „Fjöldi erlendra fyrirtækja vinnur nú að því að lækka kostnað sinn um 6-8% á ári. Flugleiðir hljóta að gera slíkt hið sama. Öðruvísi verð- ur fyrirtækið ekki samkeppnisfært.“ Sérstök áhersla á Bandaríkjamarkað Hörður vék að eflingu á markaðs- starfsemi félagsins á mörkuðum fyr- ir erlenda ferðamenn. Benti hann á að Skandinavíumarkaðurinn og markaðir í þýskumælandi löndum hefðu verið sterkastir. Þó ná mætti áfram auknum árangri á þessum mörkuðum þá væru þeir að ein- hveiju marki mettaðir. „Því má spyija hvar má næst ná dijúgum árangri? Niðurstaðan er, að í næsta áfanga eigi að leggja sérstaka áherslu á Bandaríkjamarkað. Hafa Flugleiðir þegar hafíð markaðsátak sem miðar að því að íjölga verulega á næstu fimm árum ferðamönnum frá Bandaríkjunum.“ Hann benti hins vegar á að ein af þeim breyting- um sem orðið hefði á erlendum ferðamörkuðum væri sameining ferðaskrifstofa og samþjöppun. „Ferðaskrifstofukeðjur og stórar ferðaskrifstofuheildsölur hafa myndast og tengst stórum og öflug- um leiguflugfélögum. Þessar stóru einingar einbeita sér helst að fjölda- mörkuðum sem gefa best í aðra hönd. Það verður því æ erfiðara að koma smámarkaði á borð við ísland á framfæri. Þeim finnst mörgum ekki taka því að hafa ísland með. Þessi þróun kallar á það að fyrir- tæki eins og Flugleiðir verða að gerast þátttakendur í eða reka ferða- heildsölufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu erlendis á ferðamannaþjónustu á íslandi." Undir lok ræðu sinnar fjallaði Hörður Sigurgestsson um hugsan- legt samstarf við önnur flugfélög og sagði það áhersluatriði að kanna til þrautar, hvaða möguleika Flug- leiðir ættu á því að tengjast erlend- um flugfélögum. „Árangurinn af samstarfinu við SAS er jákvæður og skiptir máli. Kanna þarf hvaða möguleikar kunna að vera á víðtæk- ara samstarfi við þá. Jafnframt þarf að kanna hvaða möguleikar kynnu að vera á samstarfi við aðra aðila í Evrópu. Með sama hætti gæti það verið verulegur ávinningur af því fyrir Flugleiðir ef fyndist hentugur samstarfsaðili í Bandaríkjunum. Ljóst er þó, af könnun á því viðfangsefni, að það verður ekki auðvelt verkefni." Þá hyggjast Flugleiðir nú aftur leggja meiri áherslu á flugstarfsemi utan hefðbundins athafnasvæðis síns og er félagið nú um þessar mundir að kanna möguleika á slíkum verkefnum með kerfisbundnum hætti, að því er fram kom hjá Herði. Á aðalfundinum voru þeir Indriði Pálsson, Grétar Br. Kristjánsson, Halldór Þór Halldórsson og Ólafur Ó. Johnson kjömir í stjórn. í vara- stjórn voru kjörnir þeir Þorgeir Eyj- ólfsson, Jón Ingvarsson og Björn Theodórsson. Rekstrartekjur voru alls 13,3 milljarðar á síðasta ári og hækk- uðu um 7,3% frá árinu áður. Hagn- aður af reglulegri starfsemi Flug- leiða án fjármagnsliða var 703 milljónir og rekstrarhagnaður því 5,3% af veltu. Tap af reglulegri starfsemi að frádregnum hreinum fjármagnsliðum var 490 milljónir samanborið við 345 milljónir árið 1992. Tap Flugleiða fyrir skatta var alls 372 milljónir samanborið við 298 milljónir árið áður. Tekju- skattskuldbinding félagsins frá liðnum árum var hins vegar færð til tekna og varð því endanlegt tap 188 milljónir. Heildareignir Flugleiða í lok sl. árs námu alls um 24,4 milljörðum króna. Heildarskuldir námu 20,5 milljörðum en voru tæpir 19 millj- arðar í lok ársins 1992. Bókfært eigið fé var jákvætt um rúmlega 3,9 milljarða en í árslok var það bókfært um 4,1 milljarð. Vegna tapreksturs og arðgreiðslu á síð- asta ári lækkaði eiginfjárhlutfall úr 18% í 16%. Bókanir lofa góðu Sigurður Helgason sagði á fundi með blaðamönnum í gær að félag- ið hefði náð markmiðum sínum fyrstu mánuði þessa árs hvað far- þegafjölda snerti miðað við áætlun en fargjöldin væru eitthvað lægri en gert hefði verið ráð fyrir. „Bók- anir eru mjög góðar og í febrúar voru þær 50% fleiri en í febrúar í fyrra. Núna erum við með þijár Boeing 757 í stað tveggja og erum að fljúga tvisvar á dag til Kaup- mannahafnar og Hamborgar en flugum aðeins sjö sinnum í viku til Kaupmannahafnar áður. Við komum til með að ná töluverðri aukningu á farþegafjölda og bók- anir lofa mjög góðu, sérstaklega í maí, júní, júlí og ágúst. Þetta á bæði við um Norður-Atlantshafs- flugið og einnig í komu ferða- manna til íslands.“ Pétur J. Eiríksson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs, sagði að veruleg aukning væri á bókun- um og allt upp í 40-50% aukning frá sumum mörkuðum. „Það er efnahagsuppsveifla í Noregi og þar erum við að sjá talsverða aukn- ingu. Svíþjóð virðist hafa náð botn- inum og þar erum við að sjá aukn- ingu þó í minna mæli sé. I Þýska- landi stefnir í talsverða aukningu eins og í fyrra. Á Bandaríkjamark- aði sjáum við einnig talsverða aukningu. Salan þar jókst um 25% í febrúarmánuði og bókanir lofa góðu varðandi framhaldið.“ Úrval af kven- og karlmannafatnaði ásamt skófatnaði á alla fjölskylduna. Komið, skoðið og gerið frábær kaup. FATA- OG SKÓMARKAÐURINN, GLÆSIBÆ Opíð: Mán.-fimmtud. kl. 13-18, föstudaga kl. 13-19, laugardaga kl. 11-15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.