Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.03.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 Minning Séra Guðni Gunn- arsson skólaprestur Við fætur Jesú ég fæ mér sess og finn í hjarta mér sælu þes. Og meiri hamingja engin er en einn að vera með Jesú hér. Og eftir dálitla ævistund fæ ég að sjá hann á lífsins grund. Ég hitti Jesúm í himins borg, með honum stíg ég hin gullnu torg. (Þýð. Magnús Runólfsson) Guðni er farinn heim. Kallið kom alltof fljótt fyrir okkur sem eftir sitjum með sorg í hjarta en Guð þekkir þær fyrirætlanir sem hann hefur. Við Guðni vorum samstarfs- menn hjá KFUM og K og KSH í 13 ár og mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum. Ég kynntist Guðna fyrst vorið 1976 þegar ég byrjaði að vinna á Aðalskrifstofu SÍK, KFUM og KFUK. Fyrsti dagurinn er mér mjög minnisstæður. Þennan dag var fyrsti hópur sumarsins að fara í Vatnaskóg og í þá daga fóru rút- umar frá Amtmannsstígnum. Það var því mikið um að vera á skrifstof- unni, margt sem þurfti að vita, muna og athuga. Guðni stjórnaði aðgerðum við rútumar og sá til þess að matur, farangur og böm fæm á rétta staði og foreldrar fengju svör við öllum sínum spum- ingum. Þegar rútumar vom famar kom lognið eftir storminn og ég var búin að fá nóg, en ég sé alltaf Guðna fyrir mér í dyrunum á leið- inni út: „Ég er farinn upp í háskóla - ég á að vera í hebreskuprófi eft- ir 10 mínútur!" Guðni var þá í guð- fræðinámi við háskólann. Þannig var trúmennska hans í starfinu og hún einkenndi allt hans starf fyrir þær kristilegu hreyfíngar sem hann starfaði fyrir. Við ræddum oft saman um starf- ið. Það var mér ómetanlegt að geta alltaf sest inn á skrifstofu hjá Guðna til að „rausa“ eins og við kölluðum það. Guðni kunni að hlusta og ræða málin. Stundum þurfti hann líka að „rausa“ en aldr- ei talaði hann illa um aðra þó ekki væri hann alltaf sáttur við það sem menn sögðu eða gerðu. Samstarfí okkar lauk fyrir fímm áram þegar ég hætti launuðu starfí en ég gat áfram komið við hjá honum til að spjalla þó ekki væra tækifærin eins mörg og áður. Við áttum m.a. sam- eiginlegt áhugamál sem var skrán- ing á sögu KFUM og K og fékk ég margar góðar ábendingar og frumlegar athugasemdir hjá hon- um. Þegar ég lít til baka verður mér ljóst að ég lærði margt af Guðna m.a. um auðmýkt og trúmennsku í starfí. Þessir eiginleikar hans verða mesta áberandi í minningunni ásamt hlýjunni og róseminni sem alltaf var í kringum hann. Hann talaði aldrei hátt og notaði ekki stór orð en hafði ekki síður áhrif en aðrir sem meira bar á. „Kær- . leiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi" (Gal. 5:22) vora raunvera- legir þættir í lífí hans og nú þegar við kveðjum hann verður minningin áfram leiðarljós. Esther, Gunnar, Helgi og Krist- inn, orð vera svo lítil þegar við stöndum frammi fyrir dauðanum en megi Guð styrkja ykkur og umvefja í kærleika sínum og náð. Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda, hún er ný á hveijum morgni, I mikil er trúfesti þín. (Harmljóðin 3:22-23) Anna J. Hilmarsdóttir. Guðni Gunnarsson, kær vinur, hefur nú verið kallaður til dýrðar Drottins. Leiðir okkar Guðna lágu laust við að báðir væram við svolít- ið feimnir eins og gengur. Auk þess var hann rótgróinn Vesturbæingur en ég bjó við Elliðaár. Við Guðni áttum margar-góðar stundir saman með góðum félögum í Kristilegum skólasamtökum á fundum, mótum og í heimahúsum. Markmið samtak- anna er að ávinna ungt skólafólk til lifandi trúar á Jesúm Krist. Mörg okkar tóku þá ákvörðun að fylgja frelsara okkar og var Guðni einn þeirra. Hann var tillitssamur, léttur og jákvæður í góðra vina hópi og brosið sparaði hann ekki. Ég tók eftir því hve heill hann var í öllum samskiptum og vann mark- visst að því sem hann ætlaði sér. Það fór aldrei mikið fyrir Guðna en þegar ég lít yfir liðin ár sé ég að hann hefur skilað miklum starfs- árangpn. Guðni fæddist 29. júlí 1939. For- eldrar hans, hjónin Guðbjörg Guðnadóttir, sem lifír son sinn, og Gunnar Sigurðsson, sem lést 1964, veittu honum gott heimili og hann var þeim góður sonur. Guðni lærði prentiðn og jafnframt því var hann í tungumálanámi. Eftir að hann hafði lokið prentnáminu hélt hann utan á Biblíuskóla. Hann hóf nám í kristnum fræðum við Moody Bible Institute í Chicago. Á Biblíuskólan- um var ung stúlka sem jafnframt var hjúkranarfræðingur. Þetta var Esther en hún er frá Fosterburg í Illionois en fædd I N-Karólínufylki. Þau felldu hugi saman og trúlofuðu sig á meðan á náminu stóð. Þau útskrifuðust bæði frá Biblíuskólan- um og giftu sig 29. júlí 1967 í heimabæ Estherar. í ágúst sama ár koma þau siglandi með Fjallfossi til íslands og settust að á Framnes- veginum þar sem heimili þeirra hefur verið síðan. Tæpum tveimur áram síðar eða 24. mars 1969 eign- ast þau tvíbura, þá Gunnar og Helga. Það var þeim mikið þakkar- og gleðiefni. Kristinn fæddist síðan 4. september 1974 sem jók enn á gleði þeirra allra. Guðni hafði ekki aðeins ákveðið að fylgja Kristi, heldur hafði hann líka gengið heilshugar til þjónustu við frelsara sinn. Hann starfaði mikið fyrir KFUM og K. Hann var framkvæmdastjóri bama- og ungl- ingastarfs félaganna og um tíma framkvæmdastjóri Landsambands KFUM og K. Einnig sá hann um sunnudagaskóla Fríkirkjunnar í Reykjavík um árabil. Guðni var námfús og hóf nám í Guðfræðideild Háskóla íslands. Þaðan útskrifaðist hann með guð- fræðipróf árið 1979. Hann var vígð- ur og hóf starf sem skólaprestur haustið 1986. Hann kom nú á ný til Kristilegra skólasamtaka. Mikill fengur var að fá slíkan félaga og vin. Reynsla hans og þekking kom að ómetanlegum notum. Heimili þeirra á Framnesveginum var líka opið unglingunum og var oft margt um manninn þar og mikið að gerast. Guðni kastaði ekki höndum til verka. Hann vann skipulega og markvisst. Hann lagði sig fram við að skila áfram því fagnaðarerindi til annarra, sem hafði veitt honum lífsfyllingu og gleði. Það var alltaf gott að hlusta á Guðna. Ræður hans voru lifandi og innihaldsríkar. Hann gaf í ræðum sínum hlutdeild í fagnaðarerindi Guðs þannig að maður fór ríkari heim eftir að hafa hlustað á Guðna. Fyrir um það bil einu ári síðan greindist hann, með krabbamein. Taldar voru góðar horfur á að tak- ast mætti að lækna það. Þrátt fyrir þetta mótlæti var Guðni alltaf hinn sami, hógvær, glaður, nægjusamur og traustur. Allt hafði verið og var lagt í hendur Drottins. Mér fannst hann gera mestar kröfur til sjálfs sín í öllu og aldrei kvartaði hann svo ég vissi. Sjúkdómurinn ágerðist hafði ekki heldur breyst, Hann var hinn sami, fullríkur fyrir alla sem ákalla Hann. Heilsubrestur Guðna skyggði ekki heldur á þá bjargföstu trú sem hann átti. Mér fínnst það sem Páll postuli skrifar eiga við Guðna. „Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum eram vér Drottins." Esther hefur alla tíð staðið með Guðna heil og óskipt. Öllum var ljóst að miklir kærleikar vora þeirra á milli. Kærleikur Krists hefur knúð þau og sameinað til starfa í ríki Hans. Daginn fyrir andlát Guðna var hann að tala við mig um vinnu sína sem honum var mjög annt um. Þegar við töluðum svo um drengina þeirra þrjá kom þessi hlýja væntum- þykja fram hjá honum. Mér fannst augu hans ljóma af kærleika og ást til fjölskyldu sinnar sem hann elsk- aði. Okkur grunaði ekki þá að lúður Drottins myndi hljóma næsta dag. Guðni var kallinu reiðubúinn. Hann var ekki að fara yfír neina móðu. Hann átti takmark sem hann hafði keppt að. Guðni gekk inn til dýrðar frelsara síns sem beið hans með kórónu lífsins sem bíður allra þeirra sem þiggja náð Hans og kærleika. Elsku Esther, Gunnar, Helgi, Kristinn og Guðbjörg. Við biðjum þess að almáttugur Guð mildi sökn- uð ykkar og fylli ykkur þeim friði sem Hann einn getur gefíð. Guði sé þökk fyrir Guðna Gunn- arsson. Ásgeir Markús. Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar, skriðnar mér ekki fótur. Fyrir því fapar hjarta mitt, sál mín gleðst og líkami minn hvílist í friði. (Sálm. 16.8-9.) Orðin hér að ofan era eins og yfírskrift yfír líf vinar okkar og samstarfsmanns, Guðna Gunnars- sonar. Þau era einnig vitnisburður um þá trú sem honum var gefín til skapara síns og frelsara. Ekki síst reyndi á það síðastliðið ár er hann háði baráttu við þann sjúkdóm er bar hann til dauða. Æðraleysi, trú og traust á að hann væri öraggur í hendi Jesú Krists og umhyggja fyrir öðram einkenndu Guðna allt fram á síð- ustu stundu. Friður og gleði geisl- uðu frá honum, ekki síst síðustu dagana og sólarhringinn, þrátt fyr- ir miklar þjáningar og þá staðreynd að dyr dauðans vora framundan. Jesús hefur brotið á bak vald dauð- ans og í þeirri von og vissu gekk Guðni inn um dyr dauðans, inn til eilífa lífsins, til fullkomins, persónu- legs og náins samfélags við frelsar- ann Jesúm Krist, þar sem ekkert fær skyggt á eða heft þá gleði sem hann á.í honum. Guðni var trúfastur og fórnfús starfsmaður í ríki Guðs. Hann þjón- aði með lífi sínu bæði Guði og mönn- um. Til þess var hann kallaður og þeirri köllun var hann trúr. Við fjölskyldan fengum að njóta gestrisni þeirrar sem einkenndi heimili Guðna og Estherar. Það var okkur; öllum opið, smáum og stór- um. Ékki síst var það okkur mikils virði er illa stóð á hjá okkur fyrir tveimur áram síðan, að Guðni og Ester tóku bömin okkar og gættu þeirra heilan ' dag. Var margt skemmtilegt gert þann daginn og iifír sá dagur sem björt endurminn- ing í hugum barnanna. Þau þekktu Guðna og báðu fyrir honum er þau vissu að hann var veikur. Nú biðjum við öll fyrir Esther, drengjunum og móður hans sem eiga öll /ím sárt að binda. Megi Guð bera ykkur í faðmi sér og fylla hjörtu ykkar af friði sínum. Hrönn og Ragnar. Það dimmir um stund við dauða- fregn. Þetta era eðlileg og mannleg viðbrögð. Fréttin um lát Guðna Gunnarssonar átti því ekki að koma okkur að óvöram. Illvígur sjúkdóm- ur hafði lagt hann að velli eftir harða baráttu. En dauðinn var þó ekki sigurvegarinn í þeirri baráttu. Trúaður kristinn maður veit á hvem hann setur sitt traust „því að hvort sem vér lifum, lifum vér Drottni eða vér deyjum, þá eram vér Drottins." Jesús Kristur var, er og verður „sigraði dauðans". Þessu trúði Guðni og þetta boðaði hann. Sem framkvæmdastjóri Landssambands KFUM og KFUK og sem skóla- prestur, heimsótti Guðni okkur á Akureyni. Var hann æ og ævinlega sérstakur aufúsugestur. Hógvær og ljúfur í allri framkomu en starfsfús - og hugmyndaríkur í starfí, hvort heldur sem var á meðal barna, ungl- inga eða fullorðinna. Ég minnist komu Guðna til Akureyrar í byrjun starfs haustið 1984. Guðni annaðist helgamámskeið á Hólavatni og gerði það á sinn ljúfa og einlæga hátt eins og hans var vandi. Á mánudeginum bauð ég honum í dagsferð að Mývatni. Þetta var bjartur og sólríkur dagur. Haustlit- imir skörtuðu sínu fegursta. Þessu til viðbótar kraumuðu Kröflueldar á þessum tíma. Allt samverkaði þetta til þess að gera þennan dag eftirminnilegan og yndislegan. Og Guðni naut þessarar stuttu ferðar með bamslegri gleði og þakklæti. Það var ekki hans háttur að láta hafa mikið fyrir sér, en hann mat og þakkaði einlæglega það litla sem gert var fyrir hann í heimsóknum til Akureyrar. KFUM og KFUK hafa við frá- fall Guðna misst einn af sínum bestu leiðtogum. Ég er þess fullviss að bæn Guðna hefur verið sú, að við mættum sækja fram í Kirkju Krists á íslandi og að fleiri mættu eignast lifandi trú á Jesú Krist. Og þannig gætum við best heiðrað minningu Guðna Gunnarssonar að við stuðluðum að því, með Guðs hjálp, að bæn Guðna mætti rætast. „Sælir eru þeir, sem í Drottni deyja, því þeir munu fá hvíld frá erfíði sínu.“ Við sendum einlægar samúðarkveðjur til ástvina Guðna, í Jesú nafni.' Aldrei mætzt í síðasta sinni sannir Jesú vinir fá. Hrellda sál, það haf í minni harmakveðju stundum á. Hrellda sál, það haf i minni, harmakveðju stundum á. Aldrei mætzt í síðsta sinni sannir Jesú vinir fá. (H.H.) F.h. vina á Akureyri, Jón Oddgeir Guðmundsson. „Svo fljótt, svo ótímabært,“ vora hugsanir sem þutu gegnum hug- ann, þegar mér var sagt frá að Guðni Gunnarsson hefði látist fyrr þann sama dag. Vissulega var okk- ur, sem höfðum fylgst með baráttu hans við erfíðan sjúkdóm, ljóst, að lát hans gæti borið að fyrr en varði. Síðustu fréttir af heilsu hans höfðu hvatt okkur til bæna og einmitt á andlátsstund hans vorum við nokk- ur saman komin í bæn, þar sem við enn einu sinni fólum hann og fjölskyldu hans kærleiksríkum vilja Guðs á vald. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast og fá að njóta samskipta við Guðna í starfí hans í KFUM og K og Kristilegu skólahreyfíngunni, og nánust vora samskiptin, þegar hann gegndi starfí framkvæmdastjóra Landssambands KFUM og KFUK. Nú er hann burt tekinn af leik- vangi lífsins. Hugurinn rennur yfír liðin ár. Ég sé hann fyrir mér í ræðustól, er hann leiddur af Guðs anda lýkur upp fyrir okkur ritning- unum á sinn sérstæða hátt. Gegnum hugann þýtur leifturmynd af Guðna sitjandi í þröngum hópi með Bibl- íuna fyrir framan sig, er hann leið- ir unga pilta og stúlkur inn í þá leyndardóma, sem honum voru helgastir. Ég minnist þess, hvemig honum virtist auðvelt að nálgast viðfangsefni sitt á óhefðbundinn og oftlega óvæntan hátt til þess að ná eyram áheyrandans. Og ég minnist hans sem hins trausta og samvisku- sama framkvæmdastjóra, sem vann verk sitt af stakri trúmennsku og með þeim kærleika, sem einkenndi allt hans líf. Slíkar minningar era mér dýrmætar á skilnaðarstundu. Það var gott að fá að vera í ná- vist Guðna, því Guð hafði gefíð honum hæfíleika, sem vora á svo margan hátt frábragðnir og framar hæfíleikum okkar hinna. Guð hafði gætt hann eiginleikum, sem marga hefur eflaust langað til þess að hafa, og þessir eiginleikar hans komu svo vel fram í störfum hans. Og í öllu þessu var hann svo dyggi- lega studdur af konunni, sem Guð hafði gefið honum að lífsföranaut. „Ég hélt að Guð gæti ekki án hans verið,“ varð einum kunningja mínum að orði, þegar ég sagði hon- um frá andláti Guðna. Þar vitnaði hann til ummæla, sem höfð voru um annan sameiginlegan vin okkar, sem lést fyrir mörgum áram. Þessi orð tjá samt svo vel þann söknuð, sem í hugum okkar býr, er við kveðjum látinn vin, sem okkur var ákaflega kær. í þeim felst vissulega eigingimi en einnig fullvissan um, að þar var höggvið skarð í félögin okkar, sem vandfyllt verður, þegar litið er til þess af mannlegum sjón- arhóli. Þó hljótum við að lofa Guð, nú þegar komið er að skilnaðar- stund, fyrir það að hann veitti okk- ur þá blessun, er við svo oftlega nutum í návist Guðna Gunnarsson- ar í félagsstarfinu jafnt sem utan þess. Með þessum fátæklegu orðum vil ég f.h. Landssambands KFUM og KFUK og einnig félagsfólksins á Akranesi votta þér, Esther, og drengjunum ykkar innilega samúð. Ég bið þess að Hann, sem öllu ræður, veiti ykkur styrk og þá huggun, sem hann einn getur gef- ið. Minningin um einstakan dreng mun lifa í hjörtum okkar umvafin virðingu og þakklæti. Jóhannes Ingibjartsson, formaður Landssambands KFUM og KFUK. í dag kveðjum við Guðna Gunn- arsson skólaprest. Guðni átti lengi vel sitt annað heimili í húsi KFUM og KFUK við Amtmannstíg 2b og sótti þangað fundi, samverar og samkomur á vegum félaganna, Kristilegra skólasamtaka og fleiri, allt frá æsku. Snemma tók hann sem sjálfboðaliði þátt í drengja- starfi KFUM í Reykjavík og undir- ritaður minnist góðra stunda á fundum Yngri deildarinnar við Amtmannsstíg, þar sem Guðni sagði lifandi frá og hafði jafnan með sér hjálpargögn af ýmsu tagi í ríkari mæli en aðrir. Enn í dag er margt mjög minnisstætt af því sem Guðni kom með og talaði um á þeim árum. Guðni var mjög frum- legur og nýtti sér óspart ýmsar hugmyndir og starfsaðferðir sem hann hafði kynnst meðan á náms- dvöl hans stóð í Bandaríkjunum. Er heim kom nutu KFUM og KFUK starfskrafta hans á margan hátt. Hann vann nokkur ár á Aðal- skrifstofu Kristniboðssambandsins, KFUM og KFUK og sinnti af- greiðslu, fjölritun og samskiptum við fólk. Um nokkurt skeið var hann skrifstofustjóri. Á þeim árum nutu félögin hans ríkulega í sjálf- boðastarfi á ýmsum fundum og samkomum þar sem Guðni hafði af miklu að miðla. Guðni var ráðinn framkvæmda- stjóri barna- og unglingastarfs KFUM og KFUK í Reykjavík árið | saman á unglingsáram þegar við sóttum fundi hjá Kristilegum Skóla- samtökum og i KEUM. Hann var «ú fyrir nokkru og okkur fannst fáeinum árum eldri en ég og ekki svo g°tt að geta beðið saman. Guð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.