Morgunblaðið - 18.03.1994, Síða 24

Morgunblaðið - 18.03.1994, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1994 Norska sj ávar útvegsr áðuneytið telur sig hafa náð fram öllum helstu kröfum sínum Afli ESB á fiskimið- um Norðmamia eykst ekki hlutfallslega ALLT fram á síðustu stundu virtist sem ekki myndi takast að ljúka samningum Norðmanna og ESB um sjávarútvegsmál. Eftir að Jacqu- es Delors, forseti framkvæmdasljórnar ESB, greip persónulega inn í viðræðurnar tókst þó að ljúka þeim aðfaranótt miðvikudagsins. Sigur- vegarar viðræðnanna eru Norðmenn og Spánverjar. Norsk sljórnvöld telja sig hafa náð fram öllum helstu kröfum sínum á sviði sjávarútvegs- mála. Spánveijar fengu aftur á móti í sinn hlut 6.345 tonn af veiðiheim- ildum eða 45% af þeim 14.100 tonna heildarafla, sem „fátæku“ ESB- ríkin fjögur, Spánveijar, Portúgalir, Grikkir og írar, fá í norskri land- helgi frá og með árinu 1997. Munu þau hafa 12.600 tonn af fiski til ráðstöfunar þegar á næsta ári. Portúgalar fá einnig 45% af heild- arafla ESB-ríkjanna, Irar fímm pró- sent en Grikkir afsöluðu sér „sínum“ fímm prósentum gegn beinum fjár- stuðningi. Framan af samningavið- ræðunum höfðu Norðmenn krafíst þess að heildaraflinn yrði einungis 11 þúsund tonn (frá og með árinu 1997) líkt og EES-samkomulagið gerir ráð fyrir, sem jafngildir 1,57% af 700 þúsund tonna heildarafla. Þessi kvóti verður hins vegar færður fram og kemur til framkvæmda þeg- ar á næsta ári. 2.500 tonnum verður þá einnig bætt við og 1.250 tonnum 1996. Norðmenn segja þá aukningu, sem nú hafí verið fallist á, byggjast á vísindalegu mati á bættri stöðu þorskstofnsins í Barentshafí (sem Rússar og Norðmenn skipta á milli sín). EES byggði á því að heildar- veiði yrði 700 þúsund tonn árið 1997. Áætluð veiði á þessu ári nemur hins vegar 700 þúsund tonnum, á næsta ári er áætlað að veiða 750 þúsund tonn og 800 þúsund tonn á að veiða árið 1996. Byggjast fyrrnefndar kvótatölur á því að sú aukning gangi eftir. Heildarveiði „fátæku“ ríkjanna getur þó aldrei orðið meiri en 1,57% af heildarafla. „ Aukaafli" og Rússaþorskur Þá eiga ESB-ríkin rétt á þúsund tonna „aukaafla" af öðrum tegund- um, s.s. ýsu og ufsa, sem kann að veiðast við þorskveiðarnar. Þúsund tonn fá ESB-togarar að veiða úr þorskveiðikvóta Norðmanna á svæð- inu fyrir utan Kanada (hinu svokall- aða 3M-svæði) og 8.000 tonn eiga að koma frá „þriðju" ríkjum, sem líklega þýðir að keyptur verður hluti af kvóta Rússa af norsk-rússneska þorskstofninum í Barentshafí. Mun Evrópusambandið greiða íyrir þann kvóta af sameiginlegum fjárlögum sínum. Embættismenn ESB hafa lýst því yfír að önnur ríki sambandsins, Bret- ar, Frakkar og Þjóðveijar muni einn- ig fá aukna þorskveiðikvóta er heild- arveiðin i Barentshafí eykst. Þeir fá áfram 2,9% af heildarkvótanum á norðurslóðum, í samræmi við eldri samninga, en 3,46% af fískveiði- heimildum á vemdarsvæðinu við Svalbarða. Vegna aukins heildarafla mun kvóti ESB-ríkjanna því aukast á næstu árum. Embættismennimir segja einnig að ein mikilvægasta málamiðlunin, sem Norðmenn féllust á, var að sýna meiri sveigjanleika varðandi makríl- veiðar. Samþykktu Norðmenn að allt að tvo þriðju af makrílkvóta Evrópusambandsins, sem er 450 þúsund tonn, mætti veiða í Norður- sjónum. Gerir það breskum sjómönn- um kleift að ná allt að 180 þúsund tonnum af 273 þúsund tonna kvóta sínum. Hversu mikið veiðist fer að mestu eftir því hvernig makríllinn færir sig um set. Stjórnun flskveiðanna Fram til 1. júlí 1998 munu Norð- menn ráða öllum fískveiðum norðan 62 breiddargráðu og taka ákvarðan- ir um leyfílega hámarksveiði. Ekkert breytist heldur varðandi samning Norðmanna og Rússa um nýtingu þorskstofnsins í Barentshafí en sá samningur rennur úr gildi í október 1998. Norðmenn munu þó hafa „ná- ið samráð" við framkvæmdastjórn ESB í Brussel. í sameiginlegri álykt- un, sem er viðauki við aðildarsamn- inginn, er ítrekað mikilvægi þess, að fylístu varfæmi sé gætt, varð- andi sókn í fiskveiðistofnanna í norskri landhelgi. Segir að nauðsyn-. legt sé að hafa samvinnu við haf- rannsóknarstofnanir í Noregi og samtök sjávarútvegsins þar við ákvarðanir um veiði. Þegar aðlögun- artímanum lýkur og allar veiðar í norskri landhelgi verða hluti af sam- eiginlegri sjávarútvegsstefnu sam- bandsins (CFP) verður norska físk- veiðistjómunarkerfið tekið upp af bandalaginu við ákvarðanir um heildarveiði norður af 62 breiddar- gráðu. ESB mun því gera norska fiskveiðistjómun að sinni og verður lögð áhersla á það á næstu árum að auka þekkingu innan bandalags- ins á þessu hafsvæði. Það ber þó að hafa hugfast að kvótaákvarðanir verða ekki teknar í Brussel. í aðildarsamningi Norð- manna er kveðið á um að þeir muni halda sama hlutfalli fískveiðiheim- ilda og nú er raunin. Er þetta í sam- ræmi við reglur ESB um hefðarrétt. Segir norska sjávarútvegsráðuneytið að með aðildarsamningnum sé tryggt að fískveiðiskip annarra ríkja fái ekki aukinn aðgang að norskum fískimiðum varðandi aðra fískistofna en makríl. ESB-ríkin halda þeim 2,9% af heildarafla, sem þau höfðu samkvæmt eldri samningum, og við bætast þau 1,57% af heildarafla til fátæku ESB-ríkjanna, sem veitt vom I tengslum við EES. Það em því fyrst og fremst ákvarðanir um árleg- an leyfilegan heildarafla (TAC), eft- irlit og annað þess háttar, sem form- lega færast til Bmssel. Markaðsaðgangur Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið sem tók gildi um síðustu áramót vom Norðmenn þeg- ar búnir að ná fram tollfrelsi varð- andi flestar sjávarafurðir sínar. Toll- frelsið innan EES náði þó ekki til eftirtaldra tegunda. Gilda sérstök ákvæði um lax, síld, rækju, makríl, silung og hörpuskel. Með aðildar- samningnum falla tollar niður á þessum tegundum en á fjögurra ára aðlögunartíma verða í gildi „viðmið- unarkvótar" varðandi útflutning til ESB-ríkja og sérstakt eftirlitskerfi tekið upp fyrir þessar tegundir. Það em fyrst og fremst Bretar og írar sem hafa áhyggjur af þessum teg- undum. Ef einhver vandræði koma upp á mörkuðum verður skoðað hvort grípa eigi til tímabundinna aðgerða. Norðmenn munu taka þátt í eftirlitinu til að tryggja hagsmuni sína. Tollarúr 12-25% Í0% Tollar á unnum sjávarafurðum úr fyrrnefndum tegundum em í dag á bilinu 12-25% og falla þeir niður er Norðmenn ganga í sambandið. Þannig er tollur á reyktum laxi í dag 13%, á unnum sfldar- og makrfl- afurðum 20% og 25% og pillaðar rækjur bera 20% toll. Segir í frétta- tilkynningu frá norska sjávarútvegs- ráðuneytinu að þetta muni vemlega bæta samkeppnisstöðu norsku físk- vinnslunnar þrátt fyrir eftirlitskerfíð á aðlögunartímanum. Ef miðað er við útflutning Norð- manna á sjávarafurðum til ESB- ríkja á síðasta ári má gera ráð fyrir að hagnaður Norðmanna af niður- fellingu tolla verði um 380 milljónir norskra króna eða 180 milljónir umfram þann hagnað sem þeir hafa af EES-samkomulaginu, þegar það hefur tekið gildi að öllu leyti. Þá er ekki tekið tillit til aukinna markaðs- möguleika og þess að ekki er hægt að grípa til tæknitegra viðskipta- hindrana gegn Norðmönnum. Styrkir og byggðastefna Eftir að Norðmenn ganga í ESB mun sjávarútvegur þeirra eiga rétt á styrkjum úr byggðasjóði banda- lagsins. Þá styrki, ásamt styrkjum norsku stjórnarinnar og hugsanlega sveitarfélaga, er hægt að nýta til framkvæmda við hafnarmannvirki, til uppbyggingar sveitarfélaga við strandlengjuna og til fjárfestinga í togaraflotanum, fiskeldi og físk- vinnslu. Telja Norðmenn að þetta muni styrkja sjávarútveg þeirra verulega í samkeppninni á Evrópu- markaðnum. Með aðild Norðurland- anna að ESB verður til „Byggða- svæði 6“ innan sambandsins og munu nyrstu héruð Noregs njóta góðs af þeim byggðastyrkjum, sem sambandið úthlutar til atvinnufyrir- tækja. Þá munu nyrstu héruð Nor- egs almennt fá hærri styrki frá ESB en aðrir lándshlutari samningur Norðmanna og I- ★ ',T ★ Smugan ★ ★ ★ ★ Mim g * T ★ ★ m í í ^ ★ Fiskveiðistjórnun Stjórnun fiskveiða á miðunum norður af 62. breiddargráöu verður áfram í hönd- um Norðmanna fram til 1. júlí 1998. Þá flytjast ákvarðanir um heildarveiði á svæðinu til Brussel og verða hluti af sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sam- bandsins, CFP. Norðmenn og ESB hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu um hvernig eigi að stjórna fiskveiðum á þessu svæði í framtíðinni. Er þar tekið fram að áfram ESB muni taka upp fiskveiðistjórnunarreglur Norðmanna. Barentshaf Samningar Norðmanna og Rússa um fiskveiðar í Barentshafi falla einnig undir ramma CFP frá og með 1998. Áfram verður þó fylgt þeim grundvallarreglum sem norsk-rússneska fiskveiðinefndin hefur mótað. ESB og Norðmenn segjast einnig í yfirlýsingu ætla að reyna að stöðva óæskilegar veiðar í Smugunni til dæmis með því að koma í veg fyrir löndun á afla. K Kvótahopp Norskar reglur um að einungis norskir rikisborgarar geti átt fiskiskip skráð í Noregi falla úr gildi eftir þriggja ára aðlögunartíma. í sameiginlegri yfirlýsingu segir hins vegar að markmiðið sé að tryggja stöðu þeirra svæða sem eru mjög háð fiskveiðum og fiskvinnslu. Samkvæmt gildandi réttarreglum innan ESB og þeim hefðum sem Evrópudómstóllinn hefur mótað geta því Norðmenn sett reglur, sem koma í veg fyrir kvótahopp. Til dæmis með því að gera það að skilyrði að raunveruleg efnahagsleg tengsl séu milli þeirra skipa sem veiða kvóta lands og landsins sjálfs. Fiskveiðikvótar Vfirlýst markmið sjávarútvegssamkomulagsins er að viðhalda stöðugleika varðandi kvótahlutföll. Þannig munu skip ESB-ríkja ekki fá hlutfallslega meiri veiðiheimildir en nú hefur verið samið um. Þegar samið var um veiðiheimildir í EES-viðræðunum var ákveðið að ESB-riki fengu 6.000 tonna kvóta á þessu ári, sem myndi hækka í 11.000 tonn árið 1997. Byggði það á þeirri forsendu að heildarveiði myndi aukast úr 300 þúsund tonnum í 700 þúsund tonn á sama tímabili (11 þúsund tonn em 1,57% af 700 þúsund tonnum). Þar sem þorsk- stofninn hefur vaxið mun hraðar en búist var við er nú áætlað að þessi heildar- veiði náist þegar á þessu ári. Því fá fátækari ríki ESB (fyrst og fremst Spán- verjarog Portúgaiir) að veiða 1,57% af heildarafla þegar á næsta ári. Samkvæmt eldri samningum eiga önnur ESB-ríki rétt á 2,9% af heildarafla og breytist það ekki. Að auki fá ESB-ríkin aukaafla" af öðrum tegundum, sem má nema 10% af þorskaflanum. Loks fær ESB þúsund tonna hlut í þorskveiði- kvóta Norðmanna á alþjóðlegu hafsvæði fyrir utan Kanada, sem Iftið hefur verið nýttur af norskum sjómönnum. K Markaðsaðgangur Norðmenn fá fullan tollfrjálsan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir frá og með fyrsta degi aðlldar. Þó verður haft eftirlit með innflutningi á þeim átta tegund- um, sem undanskildar eru tollfrelsi samkvæmt EES, t.d. lax og rækju, fyrstu fjögur árin. Ef vandamál koma upp á mörkuðum ESB munu framkvæmda- stjórnin og Norðmenn grípa til ráðstafana i sameiningu. Kosningabaráttan á Ítalíu í fullum gangi Vinstrímenn fylgj- andi samvinnu við miðjuflokkana Róm. Reuter. LEIÐTOGI lýðræðislegra vinstrimanna (fyrrum kommúnista) á Ítalíu, AchiUe Occhetto, gaf á miðvikudag sterklega til kynna að hann væri fylgjandi samsteypustjórn með miðjuflokkunum eftir kosningar og að hann vildi að Carlo Azeglio Ciampi, forsætisráðherra, stýrði henni. Sagðist Occhetto te(ja að fylking átta flokka og vinstrimanna gæti náð hreinum meirihluta í þingkosningunum, sem fram fara 27. og 28. mars. Occhetto kvaðst vonast til að næðu vinstrimenn ekki meirihluta í kosn- ingunum 27. og 28. mars nk. yrðu þeir að minnsta kosti ráðandi afl í meirihlutastjóm. Hann útilokaði með öllu samstarf við fjölmiðlakónginn Silvio Berlusconi, sem fer fyrir „Frelsisbandalagi" hægriflokkanna, sem spáð er mestu fylgi í kosningun- um. Ciampi, sem hefur stýrt Ítalíu í gegnum mikla efnahagslega og póli- tíska lægð síðustu ellefu mánuði, býður sig ekki fram í kosningunum og hefur ekki tengsl við neinn ákveð- inn stjómmálaflokk. Occhetto kvað vinstrimenn ekki myndu bjóða Ciampi stól forsætisráðherra nú þeg- ar, en til þess kynni þó að koma. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að hvorki hægri- né vinstri- mönnum muni takast að ná hreinum meirihluta í kosningunum og því komist miðjuflokkar, fyrrum Kristi- legir demókratar og Sáttmáli Ítalíu, flokkur Marios Segnis, í oddastöðu. 680 þingmenn sitja á ítalska þinginu og í skoðanakönnunum frá því um síðustu helgi, er Berlusconi, Norður- Occhetto. bandalaginu og ný-fasistum spáð 295 sætum, vinstrimönnum 242 sæt- um, miðjuflokkum 68 sætum og öðr- um flokkum 25 sætum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.