Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 10. APRIL 1994 u en hrein framlög í sjóði ESB sam- kvæmt EES samningnum. Á móti þessum auknu beinu framlögum fá EFTA ríkin aðgang að viðamiklu styrkjakerfi Evrópusambandsins. Stuöningur viö landbúnuó Auk framlaganna frá nýju aðild- arríkjunum mun ESB þykja fýsilegt að fá stærri markað fyrir landbún- aðai-vörur en framleiðsla þeirra er nú langt umfram þarfir ESB. EFTA löndin hafa veitt landbún- aði meiri stuðning en ESB gerir. Þessi atvinnuvegur hefur haft mun víðtækari áhrif á efnahagslega ákvarðanatöku en ætla mætti af umfang hans í landsframleiðslu EFTA ríkjanna. Með aðild að ESB verður væntanlega breyting á hög- um landbúnaðarins í fijálsræðisátt. Reikna má með að þessar breyting- ar komi neytendum til góða í lægra afurðaverði en geti reynst bændum þungar í skauti. Þrátt fyrir hina breyttu hagi telur prófessor Baldwin ekki víst að bændum reiði verr af innan ESB en utan. Hann telur að hvort sem af ESB aðild EFTA ríkja verður eða ekki þá muni stuðningur við landbúnaðinn í þessum löndum minnka á komandi árum. Spurning- in sé einungis sú hvort ESB aðildin verði til þess að stuðningurinn verði meiri eða minni en ella hefði orðið. Þróunin sé í þá átt að minnka stuðn- ing við landbúnað, líkt og niðurstaða Úrúgvæáfanga GATT viðræðnanna bendir til. Tollabandalag Evrópusambandið er tollabanda- lag sem EES er ekki. Tollar sem myndast við ytri landamæri ESB renna til sameiginlegra sjóða þess. í skýrslu þeirri sem fyrr er getið er talið að innganga EFTA ríkjanna í tollabandalagið ESB hafi lítil áhrif á efnahag EFTA ríkjanna í heild. í því sambandi er bent á að tollar ESB á iðnaðarvarning eru að með- altali 4,2% en í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi 2% til 3%. Meðalinnflutn- ingstollar EFTA ríkja eru um 3%. Nýju aðildarríkin yrðu að lækka tolla i samræmi við bestukjarasamn- inga sem ESB hefur gert við nokk- ur lönd utan sambandsins. EFTA ríkin yrðu að gangast und- ir fiókið kerfi gjalda sem notuð eru til að koma í veg fyrir undirboð inn- an ESB. Þessi gjöld hafa hækkað verð ýmissa vörutegunda í ESB, til dæmis rafmagnstækja til heimil- isnota. ESB hefur einnig verið þekkt fyrir að stýra viðskiptum með svo- kölluðum „gráum svæðum“. Þau eru einkum fólgin í tvíhliða samningum um magntakmarkanir á innflutningi til ESB landa. Með inngöngu í ESB yrðu fyrrum EFTA ríkin að gangast undir þessa stýringu sambandsríkj- anna. Inngangan hefði einnig í för með sér að slíkum innflutningstak- mörkunum yrði ekki beitt gegn EFTA ríkjunum. Ef innganga EFTA ríkjanna fjög- urra í ESB verður samþykkt í þjóð- aratkvæðagreiðslum má fastlega reikna með því að Islendingar gangi til samninga við ESB um fyrirkomu- lag á viðskiptum. Við gildistöku EES samningsins féllu niður tollar á mörgum fisktegundum frá íslandi til annarra EES landa. ESB hefur 12% toll á saltaðri síld. Ef helstu kaupendur þessarar framleiðslu okkar, Svíar og Finnar, ganga í ESB mun þessi tollur væntanlega leggj- ast á síldina. Það er þó ekki víst því eftir er að kanna hvort tollak- vóti fæst á saltsíld til ES_B á grund- velli langra viðskipta Islands og væntanlegra ESB landa með þessa vöru. Öflugri samkeppni Reglur Evrópusambandsins um samkeppnismál eru mun víðtækari en þær sem gilda á Evrópska efna- hagssvæðinu og meiri hörnlur eru gegn ríkisstyrkjum til atvinnu- rekstrar. Þannig er innganga í ESB talin styrkja samkeppnisöfl í ríkjun- um sem nú tilheyra EFTA. Reglur varðandi ríkisstyrki, samruna og yfirtöku (einkum af hálfu erlendra aðila), og takmarkandi markaðsað- gerðir á borð við fast vöruverð og hömlur á markaðssetningu þykja mun meira samkeppnishvetjandi en sambærilegar reglur EES samn- ingsins. Breytingar til frambúóar í skýrslu hagfræðideildar EFTA segir að erfitt sé að leggja mat á áhrif formlegrar tengingar EÍTA ríkjanna við Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu (EMU). Með ný- gerðum aðildarsamningum gengust ríkin fjögur undir það markmið Maastricht sáttmálans að ESB ríkin taki upp sameiginlega peninga- stefnu og sameiginlega mynt í síð- asta lagi árið 1999. EMU gerir margvíslegar kröfur til aðildarríkja um efnahagsmál og setur viðmiðun- armörk til dæmis um verðbólgu, langtímavexti, skuldastöðu ríkja og fjárlagahalla. Ef innri markaðurinn á að ná því markmiði að stuðla að aukinni skil- virkni og samkeppni verða evrópsk fyrirtæki að breyta verklagi sínu. Þetta gæti haft í för með sér nokk- ur útgjöld í upphafi meðan fyrirtæk- in eru að laga sig að nýjum aðstæð- um. Þar má nefna kostnað við að afla nýrra markaða eða flytja fram- leiðsludeildir innan markaðssvæðis- ins. Svo er að sjá sem fyrirtæki inn- an ESB gangi út frá því sem vísu að innri markaðurinn sé til frambúð- ar. Verðmæti þeirra samninga sem taka til samruna og yfirtöku fyrir- tækja á svæðinu hefur farið stigvax- andi allt frá miðjum 9. áratugnum. Svo virðist sem Einingarsátttmáli Evrópu frá 1986 og aðild að ESB sé fyrirtækjunum næg trygging fyr- ir því að þessar breytingar séu óaft- urkræfar. Ákvæði EES samningsins um þessi atriði þykja ekki eins ljós. I fyrrgreindri skýrslu er talið að fyrirtæki í EES landi sem stundar mikinn útflutning til ESB sé líklegra til að setja upp nýjar starfsstöðvar innan landamæra ESB, Þar með hefur fyrirtækið tryggt sig ef EFTA landið gengur ekki í ESB. Er talið að blóðtaka af þessu tagi geti reynst EFTA ríkjum þungbær þegar til lengri tíma er litið. Munurinn á aóild aó EES og ESB er skil- greindur i sex höfuóatrióum sem lúta aó fjárhagslegum og stjórnmála- legum þáttum. Þau eru aóild- argreióslur og styrkir, land- búnaóarstefna ESB, aóild aó tollabanda- laginu, sam- keppnisstefna ESB, þátttaka I Efnahags- og myntbanda- laginu (EMU) og aó breyt- ingarnar sem veróa vió inn- gönguiESB veróa aó öllum líkindum til frambúóar. Sjávarútvegsstefnan Sjávarútvegsstefna ESB felur í sér ýmsa þætti sem væru óæskileg- . ir fyrir okkur, yrði ekki tekið tíllit til sérstöðu okkar á þessu sviði. Sjávarútvegur nýtur víða ríkis- styrkja og það gæti orðið ójafn leik- ur ef leyfðar væru óheftar fjárfest- ingar útlendinga í íslenskum sjávar- útvegi. í EES samningunum féllst ESB á kröfu íslendinga um bann við eignarhaldi útlendinga í veiðum og frumvinnslu sjávarafla hér á landi. Sjávarútvegsstefnan kveður á um ríkjakvóta, sem deilt er niður eftir settum reglum. Um veiðikvóta hér við land yrði að semja sérstak- lega en minna má á að Norðmenn sömdu þannig að þeir veita ekki aflaheimildir umfram það sem gert var við EES samninginn, utan hvað útreikningi á þorskkvóta var breytt lítillega. Ef Island gengi í ESB yrðu aflakvótar hér við land form- lega gefnir út í Brussel, en væntan- lega í nánu samráði við innlenda aðila. Samkomulag var milli Norð- manna og ESB um að sett yrði upp áætlun um miðlun þekkingar og reynslu af norskum veiðislóðum til ESB. Þetta á að tryggja að ESB stundi ámóta virka veiðistjórnun á norskum miðum og Norðmenn gera í dag. Menntun og menning íslensk menning rekur rætur sín- ar til Evrópu öðrum stöðum fremur. Aðild að ESB myndi væntanlega efla margvísleg menningarsam- skipti við önnur Evrópulönd. Und- anfarin ár hefur íslenskum náms- mönnum reynst örðugt að fá skóla- vist í mörgum ESB löndum og þá ekki nema gegn háum skóiagjöld- um. Með tilkomu EES geta íslensk- ir námsmenn fengið skólavist í skól- um aðildarríkja ESB að uppfylltum almennum inntökuskilyrðum. Engu að síður verða þeir í mörgum tilvik- um að greiða umtalsverð skólagjöld. Ef ísland gengi í ESB nytu íslensk- ir námsmenn skólavistar á sömu kjörum og heimamenn. w V 3$ Listabátíö í Reykjavík ^ Forsala aðgöngumiða á eftirtalin atriði hefst þriðjudaginn 12. apríl í Islensku óperunni, opið virka daga kl. 16.00-19.00 - sími 11475. \ * Sun. 29/5. Mótettukórinn, stj. Hörður Áskelsson. M.a. fntmfl. verk eftir Pál P. Pálsson. Hallgrímskirkja kl. 17.00. Mán. 30/5. Guido Pikal, tenór, Alfred Walter, píanó. íslenska óperan kl. 20.30. Mið. 1/6. Blásarakvintett Reykjavíkur og Vovka Ashkenazy, píanó. íslenska óperan kl. 20.30. 1/6 - 5/6: Barnaleikliúshátíð í Möguleikhúsínu við Hlemm. Mið. 1/6. Leikhópurinn Mariehpnen - Den lille heks, kl. 17.00. Fim. 2/6. Mókollur umferðarálfur, kl. 17.00. Lau. 4/6. Leikliópurinn Mariehpnen - Den lille heks, kl. 15 00. Sun. 5/6. Mókollur umferðarálfur, kl. 15.00. Fös. 3/6. Gerry Mulligan & The Gerry Mulligan Quartet. Háskólabíó, kl. 20.00. Sun. 5/6. Igor Oistrakh, fiðla, Natalia Zertsalova, píanó. íslenska óperan, kl. 17.00. Þri. 7/6. Macbedt eftir Shakespeare. Mið. 8/6 Frú Emelía. Fim. 9/6. Héðinshús, Seljavegi 2, kl. 20.00. Fim. 9/6. Beethoven: Sinfónía nr. 9- Sinfóníuhljómsveit íslands - Áskriftartónleikar. Kór Menntaskólans við Hamrahlfð og einsöngvarar, Stj, Osmo Vánska. Hallgrímskirkja, kl. 20.00. Lau. 11/6. Nýtt verk eftir Tómas R. Einarsson. „Einslags stórt hrúgald af grjóti", tónleikur um ísland fyrir 5 einsöngvara og 6 manna jazzhljómsveit. íslenska óperan, kl. 21.00. Lau. 11/6. íslenski dansflokkurinn - Lýðveldisdansar. Sun. 12/6. Frumfl. verk eftir Hlíf Svavarsdóttur, Nönnu Ólafsdóttur, Maríu Gísladóttur. Borgarleikhúsið, kl. 20.00. Sun. 12/6. Tíminn og vatnið eftir Atla Heitni Sveinsson (frumfl.). Kammersveit Revkjavíkur, kór og einsöngvaramir Marta G. Halldórsdóttir, Sverrir Guðjónsson og Bergþór Pálsson. Stj. Paul Zukofsky. Langholtskirkja, kl. 20.00. Mán. 13/6. Vladimir Ashkenazy, píanó. Háskólabíó, kl. 20.00. Þri. 14/6. Ny Dansk Saxofon Quartet. M.a. frumflutt verk eftir Per Nprgárd. Norræna húsið, kl. 20.30. Mið. 15/6. Erling Blöndal Bengtsson, selló. íslenska óperan, kl. 20.30. Lau. 18/6. Milska, oratorio eftir Kjell Mörk Karlsen, santið við samnefnt íslenskt miðaldakvæði. Asker Kirkekor og Tpnsberg Domkantori, einsöngur og talrödd. Hallgrímskirkja, kl. 16.00. Fös. 25/6. The Street of Crocodiles. Lau. 26/6. Theater de Complicité frá Bretlandi. Sun. 27/6. Borgarleikliúsið, kl. 20.00. Forsala aðgöngumiða á eftirtalin atriði stendur yfir í Þjóðleikliúsinu, sími 11200. Opið alla daga nema mánudaga ld. 13-00-18.00, sýningardaga til kl. 20.00. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00 - Græna línan 996160. Fös. 27/5. Niflungaluingurinn eftir Richard Wagner. Sun. 29/5. Valin atriði sviðsett og skeytt saman með tengitextum. Þri. 31/5. Listræn yfirumsjón: Wolfgang Wagner - Hljómsveitarstjóri: Alfred Walter. Fim. 2/6. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir - Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lau. 4/6. Einsöngvarar - Kór íslensku óperunnar, Sinfóníuhljómsveit fslands. Þjóðleikhúsið kl. 18.00. , , „ , .*. x Miðasala a onnur atriði verður auglyst siðar. Fim. 2/6. Sannar sögur af sálarlífi systra. Lau. 4/6. eftir Guðberg Bergsson og Viðar Eggertsson. Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.