Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 47 eða þriðja sæti, þinn besti tími, hvað getur þú gert. Sundmenn eru haldnir sjálfspíslahvöt. Fáum hugn- ast það í raun að æfa, en það, sem æfingin skilar, er miklu meira en hægt er að fá í flestum öðrum íþróttum, þar sem æft er þrisvar í viku. Sundmaður veit að það sem hann fær áorkað, er nokkuð, sem mjög fáir geta gert. Hvatningin kemur frá þér sjálfum, en þjálfarinn setur mörkin og verðlaunar, þegar við á. Það er mikilvægt og má ekki gleymast." Hvatning Þegar minnst er á hvatningu færist þjálfarinn allur í aukana. „Hvað þetta varðar er ástandið gott í Ægi og Sundsambandið ger- ir það sem það getur, en það er í önnur horn að líta. Hérna á hand- boltinn hug allra og fær mestu umfjöllunina. Sundfólkið hjá mér, sem er 17 ára, leggur sennilega meira á sig en „atvinnumenn“ í ís- lenskum handbolta, en það fær enga eftirtekt. Þannig er þetta og við getum ekkert gert við því, en við megum ekki bugast, því við verðum að eignast sundmenn á heimsmælikvarða. Ég get ekki kraf- ist sömu umfjöllunar um krakkana, sem ég þjálfa, og handboltalandslið- ið fær, því það er á meðal þeirra bestu í Evrópu. Við eigum ekki að líta á handboltamenn og knatt- spyrnumenn sem óvini heldur horfa upp til þeirra og læra af þeim, kynn- ast réttum vinnubrögðum, en þegar ég kem með krakka, sem verða á meðal þeirra bestu í Evrópu, horfir öðru vísi við. Þá talar sundfólkið fyrir sig sjálft.“ Sérðu það fyrir þér í nánustu framtíð? „Ég hefði ekki gert nýjan tveggja ára samning, ef ég hefði ekki trú á árangri á alþjóða vettvangi á tímabilinu. Ég er sannfærður um að íslendingar eignast sundmenn, sem standa sig á alþjóða vettvangi, fýrir 1996. Krakka, sem ná að kom- ast í úrslit á Evrópumóti unglinga og jafnvel sigra, og keppendur, sem verða í b- eða a-úrslitum á stórmót- um fyrir 1996. Efniviðurinn er fyr- ir hendi og ef allir leggjast á eitt er bjart framundan." Petteri sagði hvatningu frá Sund- sambandinu mikilvæga í þessu sam- bandi. Þar skipti máli að bjóða upp á fleiri æfingabúðir, sérstaklega erlendis. Fyrir 14 til 15 ára krakka hefði mikið að segja að fá tækifæri til að taka þátt í alþjóða mótum og því þyrfti að auka samskipti við aðrar þjóðir Evrópu. Hins vegar yrði að hafa í huga að það hefði ekkert upp á sig að senda of unga krakka í æfingar og keppni erlend- is, krakka yngri en 12 ára. 12 til 15 ára unglingar gætu haft gott af því að kynnast andrúmsloftinu í sundinu erlendis, en því mætti aldr- ei gleyma að um börn væri að ræða og þess vegna yrði að meðhöndla þau sem slík, veita þeim nauðsyn- legt öryggi, halda vel utan um þau, gæta allra þátta, ekki síst matar- æðis. Síðast en ekki síst þyrfti að skapa þjálfurum bestu mögulegar aðstæður og vinna með þeim. „Landsliðsnefnd á ekki að segja þjálfurum fyrir verkum heldur starfa við hliðina á þeim.“ Afreksmenn skapa peninga Allt kostar þetta og hvaðan eiga peningarnir að koma? „Ég vil bera þetta saman við Finnland. Finnar voru slakir í sundi fyrir sex árum, lakari en íslending- ar. Þá varð hugarfarsbreyting, nýj- ar hugmyndir komu með ungum þjálfurum — markvissari uppbygg- ing. I kjölfarið skutust tveir sund- menn á toppinn. Árangur þeirra vakti athygli á greininni, umfjöllun- in varð meiri og síðan streymdu peningarnir inn. Þetta er það, sem þarf að gerast hér og þá er ég ekki að tala um íslandsmethafa og sigur- vegara á íslandsmótum heldur einn til tvo afreksmenn á alþjóða vett- vangi. Þá koma peningarnir.“ Hann sagðist sjá jnjá til fimm efnilega sundmenn, sem gætu náð langt með réttum vinnubrögðum. Eydís Konráðsdóttir og Lára Hrund Bjargardóttir væru þar fremstar í flokki, en Iðunn Gylfadóttir og Hjalti Guðmundsson hefðu einnig mikla hæfileika. „Þessi fjögur eru efnilegust þeirra yngri,“ sagði hann, en í eldri hópnum kæmu fleiri til greina; Magnús Konráðsson.-Sig- urgeir Hreggviðsson, Hörður Gunn- arsson, Ríkharður Kristinsson, Ósk- ar Örn Guðbrandsson og Svavar Kjartansson. Logi Kristjánsson og Arnar Freyr Ólafsson æfðu í Banda- ríkjunum og væru komnir lengra, en með sama áframhaldi ættu þeir örugglega að komast í b-úrslit á EM 1995. „Sundið hefur verið í lægð og til að koma í veg fyrir að sama staða verði ríkjandi næstu 20 árin er nauðsynlegt að breyta uppbygging- unni. Við verðum að móta íslenska æfingaáætlun, sem byggir á mikilli vinnu og rannsóknum. Þjálfarar verða að stunda fræðin betur og leggja áherslu á að treysta undir- stöðurnar í þeim tilgangi að halda náðu þrepi, því þá getum við eign- ast sundmenn eins og Eðvarð Þór Eðvarðsson og Ragnheiði Runólfs- dóttur.“ Petteri sagði að miklu máli skipti að fá sem flesta til að æfa sund, því þá væru meiri möguleikar á afreksfólki. Auk þess væri sundið góð undirstaða fyrir aðrar íþrótta- greinar, en sundfélög hefðu ekki staðið sig nógu vel í því að fá krakka til sín, þó nánast allir landsmenn væru í sundi. „Allir geta æft sund, sama hvar þeir standa, því þjálfun- in miðast við getuna hveiju sinni og við erum til dæmis með 10 mis- munandi flokka. Margir átta til 12 ára krakkar kunna; ðeins skólabak- sund, þegar þeir byija, en æfingin skapar meistarann. Þetta snýst hvorki um viðkomandi félag eða Sundsambandið heldur sundmann- inn og allir viðkomandi verða að gera sér grein fyrir því. Það er sundmaðurinn, sem æfir, keppir og kemst á alþjóða stall. Því verða aðrir, sem tengjast honum, að leggja sig 100% fram fyrir hann.“ m Morgunblaðið/Kristinn A morgunæfingu ÍÆÓÁR,sunjdmenij æfatvisýaf.áíjagbyn'ai;morgupa?fingipgjarp^fyrirvppjuj Fjölskyldutilboð til Kanarí 23. maí Það er engin tilviljun að Kanaríeyjar eru vinsælasti áfangastaður íslendinga í dag. Hér er frábært að eyða fríinu í hreint einstöku loftslagi, hitinn um 25 gráður yfir daginn, en aldrei of heitt. Heimsferðir bjóða nú einstaklega glæsilega aðstöðu fyrir farþega sína. Ný mjög rúmgóð smáhýsi, vel búin. Við fullyrðum að það eru fáir áfangastaðir með jafn góðan aðþúnað fyrir fjölskylduna og hér á Kanarí. Verð frá kr. 39.900 Verb frá kr. 58.900 Verb p.mann m.v. 2 í smáhýsi 1 Flugvallarskattar kr. 3.660 fyrir fullorbna, 2.405 fyrir börn. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 aír europa TURAUIA Fylgstu meb á sunnudögum! Á sunnudögum kemur út efnismikiö og áhugavert blab meö fjölmörgum greinum og viötölum. Birt eru vibtöl viö athyglisveiöa einstaklinga, íslenska sem erlenda, til sjávar og sveita, borga og bæja. Metnaðarfullir blabamenn skrifa um málefni sem tengjast öllum hliöum mannlífsins. Á hverjum sunnudegi er umfjöllun um þab nýjasta úr heimi kvikmynda og dægurtónlistar. Einnig er ab finna stutta pistla þar sem lesendur fræðast um ýmis athyglisverö mál svo sem læknisfræbi, sibfræbi, vínsmökkun, umhverfismál og stangveibi. Þeir sem hafa gaman af dular- fullum glæpasögum fyrri tíma fá nýja sögu í hverri viku og fastir libir eins og Reykjavíkurbréf, Helgispjall og Gárur eru á sínum stab. Allt þetta og mikiu meira er í sunnudagsblaðinu. m ■ kjamt málsímt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.