Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 Mafían og ríkið VIÐ ERUM stödd í Moskvu, nánar tiltekið í bankaútibúi í miðborg- inni. Þetta er nýr banki og hér er ekki farið með hinar sífellt rýrnandi rúblur, heldur gjaldeyri. Það er í bönkum eins og þess- um sem fólk geymir raunverulegt sparifé sitt, það sem ekki eyð- ist því það er í erlendri mynt. Sérsveitir lögreglu handtaka glæpamenn grunaða um mafíutengsl. Mafían alls staðar Slangur af fólki stendur í bið- röð, aftast ung kona og fyrir framan hana þrekvaxinn maður í leðuijakka og íþróttagalla, hefð- bundnum búningi þeirra sem fást við viðskipti í Moskvu um þessar mundir, lögleg og ólögleg, allt frá sjoppurekstri til olíuviðskipta. Þegar kemur að honum tilkynnir hann konunni í gjaldkerastúkunni að hann hafí hug á að opna gjald- eyrisreikning og leggja inn á hann bandaríska dollara. Hann virðist ekki hafa mikla hugmynd um hvaða skilyrði þurfi að uppfylla, engu að síður reynist hann hafa alla tilskilda pappíra meðferðis. Það er útbúin handa honum bankabók og svo er hann spurður hvað hann hyggist leggja mikið inn á hann. Hann segist nú reynd- ar ekki vita það nákvæmlega, en skellir tuðru á skenkinn og opnar hana. Hún er þá barmafull af seðlabúntum, rennisléttum hund- rað dollara seðl- um. Gjaldkerinn fölnar. Hún fálmar eftir sí- manum á borð- inu hjá sér og segir eitthvað í tólið, í sömu andrá spretta tveir menn í einkennisbún- ingi og með vélbyssur fram um dyr í afgreiðslusalnum. Annar tekur sér stöðu við útidyrnar en hinn stillir sér upp við afgreiðslu- borðið. Áhyggjufullur maður í jakkafötum birtist við hlið gjald- kerans og tautar eitthvað um að það hefði nú kannski verið vitur- legt að gera boð á undan sér, með svona mikla peninga. „Nei það hefði nú verið vitlausast af öllu,“ hreytir sá þrekvaxni út úr sér. En hér er ekki verið að spyrja spurninga. Gjaldkerinn og maður- inn í jakkafötunum byija að telja uppúr töskunni. Þegar þau eru komin í 350 þúsund tekur gjald- keripn eftir ungu konunni sem stóð fyrir aftan þrekvaxin mann- inn í röðinni og dettur í hug að kannsi væri rétt að koma hennar málum af. Það hafa sko verið framin tvö rán hérna frá því að við opnuðum í vetur, segir hún afsakandi um leið og hún tekur við bankabókinni. Ræningi í Moskvu, að minnsta kosti ef hann veit hvar hann á að leita fanga, getur haft miklu meira uppúr velheppnaðri aðgerð en kollegi hans í New York. í Moskvu eru peningar peningar, ekki bara tölur á blaði eða tölv- uskjá. Munurinn á kaupsýslu- manni og glæpamanni er líka oft óljós í Rússlandi og ekki síður munurinn á lögreglumanni og bófa. Allir vita að lögreglan er vita gagnslaus ef kemur til vopna- viðskipta og það sem verra er, henni er ekki treystandi. Viti lög- reglan af peningaflutningum er eins víst að ein- hver glæpa- hringurinn viti það þar með. Glæpir eru orðnir svo snar þáttur í öllum við- skiptum, að það þykir hreinasti barnaskapur eða kjánaleg þrjóska að reyna að stunda þau án sam- ráðs við skipulagða glæpahringi. Útlend fyrirtæki geta að vísu enn komist hjá því að greiða mafíunni toll, en öll atvinnu- og viðskipta- starfsemi sem stunduð er af inn- fæddum er háð velvilja og vernd undirheimakónganna. Ef nýtt fyr- irtæki er sett á fót í Moskvu líður ekki á löngu áður en hringurinn sem hefur lögsögu yfir svæðinu þar sem fyrirtækið er staðsett gerir vart við sig og skýrir ffá verndarskilmálunum, hversu mik- ið þurfi að borga fyrir að vera látinn í friði, hvaða vernd gagn- vart hugsanlegum kröfuhöfum kosti og svo framvegis. Óþægilegasta aðstaðan sem hægt er að komast í er að verða bitbein glæpahringa sem báðir gera kröfu til sama svæðis. En venjulega gengur allt friðsamlega fyrir sig. Mafían á staðnum tekur sinn toll, kannski 10 %, kannski 20 eða 30% af innkomu, enginn er drepinn og byssurnar sjaldan teknar úr hulstri. Gott samband við mafíuna er líka drjúgt þegar kemur að því að menn standa ekki í skilum. Handvirk rukkun er hvort eð er eina úrræðið og þá er gott að hafa sér við hlið vopnaða og vel þjálfaða bófa. Þess eru meira að segja dæmi að mafían sjái um að gæta lágmarks- réttlætis. Ef tvö fyrirtæki eiga í deilum gerist það stundum að verndarar beggja gera samkomu- lag sín á milli. um hvernig leysa skuli málin án ofbeldis. Yfirvöld eru gjörsamlega mátt- vana. Það er engin stofnun til í öllu Rússlandi sem getur gert meira en að krafsa í mafíuna, öll löggæsla er í molum og þar að auki vantar sjálf lögin: Rússnesk löggjöf er enn svo skammt á veg komin, að það er nánast útilokað að ráðast gegn glæpasamtökum á lagalegum forsendum nema ver- ið sé að versla með eiturlyf eða vopn eða drepa fólk. Þess vegna eru líkurnar á því hverfandi að stjórnvöld í Rússlandi nái áþreif- anlegum árangri gegn skipulagðri glæpastarfsemi á næstunni. Áhrifin sem þessi gríðarsteku ítök mafíunnar hafa á efna- hgsþróun eru háskaleg. Fyrir tveimur vikum samdi Tsjerno- myrdin forsætisráðherra um eins og hálfs milljarðs dollara lán við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Sam- kvæmt lánaskilmálunum eiga Rússar ekki bara að draga úr rík- isútgjöldum heldur líka að bæta mjög alla efnahagslöggjöf og þó einkum og sér í lagi skattheimtu. BAKSVID Það gerir mafían nánast ókleift. Sem stendur er talið að ríkið inn- heimti innan við 15% þeirra skatta sem því ber af atvinnu- og fjár- málastarfsemi og það er leikur einn að svíkja undan skatti miðað við hættuna af því að sýna glæpa- samtökum lítilsvirðingu. Óviðráðanlegt verkefni Myndin er tiltölulega skýr í allri sinni óreiðu: Það virðist óviðráð- anlegt verkefni að koma reglu á athafnalíf í Rússlandi með nokkru sem kalla mætti venjulegar að- ferðir. Fyrir þann sem kemst yfir fé, hvort sem það er þrekvaxni maðurinn í bankanum eða hver annar kaupsýslumaður, er aðalat- riðið að koma því undan, leika á kröfuhafana hvort sem þeir eru ríkið eða mafían; ekkert er látið af hendi af fúsum og frjálsum vilja, enginn réttur er viðurkennd- ur, aðeins aflsmunur. Á meðan engin sátt ríkir um sameiginleg verkefni ríkisins og fólksins í land- inu breytist þetta hugarfar ekki. Ríkið hefur ekkert að bjóða hinum almenna borgara og hann hefur því enga ástæðu til að viðurkenna nokkurn rétt þess yfir sér. Þess vegna er lítill munur á ríkinu og mafíunni. Báðir heimta sitt, en á meðan mafían býður vernd í stað- inn er hið gjaldþrota ríki ekki einu sinni fært um lágmarksþjónustu. Kannski er hér komin ástæðan fyrir þeirri djúpu bölsýni sem svo víða virðist vera að grípa um sig um framtíðina í Rússlandi. Enginn veit hvað ber að gera. Allt þjóðfé- lagið er í heljargreipum afla sem huga aðeins að eigin stundarhags- munum. Er nema von, þótt sumir ímyndi sér í örvæntingu sinni að „sterkur leiðtogi" sé það eina sem geti bjargað Rússlandi? En það er eftirtektarvert að þeir sem þóst hafa hugsanlegt efni í þennan sterka leiðtoga, svo sem skrípið Zhirinozskíj og varafosetinn fyrr- verandi Rútskoj, hafa ekkert að segja um efnahagsmál um þessar mundir. Það eina sem kcmst að hjá þeim er fólska Vesturlanda og niðurlæging rússnesku þjóðar- innar gagnvart umheiminum. Það er örugglega rétt að Rússlandi verður bjargað með því einu að bjarga efnahag þess. En aldrei hafa ráð góðra manna um hvern- ig eigi að gera það verið jafn fá- tækleg og nú. • —Skátaskeyti----------------------------------------------n KVEÐJA SEM 6LEÐUR A FERMINGARDAGINN Fermingardagana taka skátafélögin við SKEYTAPÖNTUNUM Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM! Akranes:.....Skf. Akraness — Skátaheimiliö v/ Háholt.93-11727 I Borgarnes:...Skf. Borgarness — Skátaheimilið.........93-71798 ísafjörður:..Einherjar/Valkyrjan — Mjallargata 4......94-3282 Sauðárkrókur: ....Eilífsbúar — Gúttó og Gagnfræöaskólinn.95-36103 I Akureyri:....Klakkur — Hvammur og Lundur.............96-12266 J Þórshöfn;....Skf. Þórshafnar-Grunnskólin.............96-81164 l Höfn:........Frumbyggjar — Bjarnarhóll 7.............97-81507 I Vestm.eyjar:.Faxi — Skátaheimilið Faxastíg...........98-12915 Selfoss:.....Fossbúar — Gamla bókasafnið.............98-21987 I Hverageröi:..Strókur — Austurmörk 9..................98-34805 J Eyrabakki:...Birkibeinar — Háeyrarvellir 14..........98-31403 I Stokkseyri:..Ósverjar — Iragerði 12..................98-31244 Keflavfk:....Heiðabúar — Hringbraut 101..............92-13190 Njarövík:....Víkverjar — Stapi Njarðvík..............92-12895 I Hafnarfjöröur:.Hraunbúar — Hraunbyrgi, Hraunbrún 57........91 -650900 Bessastaöahr.: ...Svanir — Skátaheimiliö v/ skólann......91-650621 { Garöabær:.....Vífill — Hraunhólar 12..........91 -658989 / 658820 Kópavogur:...Kópar— Borgarholtsbraut 7.......91-44611 / 44075 J Reykjavík:...Garðbúar — Búðargerði 10......................91 -678099 Ægisbúar— Neshagi 3 (íþróttahús Hagaskóla)..91-23565 Skjöldungar — Sólheimar 21A.....91-686802 / 678909 Segull — Tindasel 3.........................91-670319 Vogabúar — Skátah. Logafold 106.91-683088 / 682510 VlNSAMLEGST HAFIÐ SAMBAND VIÐ SKÁTAFÉL.ÖG1N Á VIÐKOMANDI STOÐUM Almennt opið: Milli kl.IO og 17 Dr. Jónas Kristjáns- son prófessor sjötugur Afmæliskveðja frá íslenskri málnefnd Jónas Kristjánsson hefur starfað í íslenskri málnéfnd frá því hún var stofnuð árið 1964. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur málnefndin breyst frá því að vera þriggja manna nefnd, þar sem Jónas var varamaður, í fímm manna nefnd frá 1980-1988 og í fimmtán manna nefnd frá 1989. Á þessu síðasta skeiði hefur Jónas verið tilnefndur af háskólaráði í nefndina og skipað- ur í stjórn hennar af menntamála- ráðherra. Þó að Jónas hafi verið varamaður í málnefndinni fyrst framan af hefur hann jafnan tekið fullan þátt í starfi hennar og því komið við öll meiriháttar mál á þessum tíma. Þau varða bæði skipu- lag og starfshætti málnefndarinnar sjálfrar og þau meginviðfangsefni sem nefndinni er ætlað að fást við, varðveislu og eflingu íslenskrar tungu. Of langt mál yrði að gera grein fyrir því öllu hér en segja má að á þessym tíma hafi mál- nefndin vaxið úr nefnd fárra manna, þar sem bækistöðin var á vinnustofu þess sem með for- mennsku fór hveiju sinni, í stofnun þar sem stunduð er málleg ráðgjöf, iðkuð íðorðastarfsemi og gefin út orðasöfn og leiðbeiningarrit um ís- lenskt mál. í starfi sínu í nefndinni hefur Jónas jafnan reynst tillögu- góður allra hinna stærri mála. Þekking hans á íslenskum bók- menntum, tilfinning fyrir íslenskri tungu og trú hans á endurnýjunar- mátt hennar hefur hefur komið að góðum notum í starfi nefndarinnar. íslensk málnefnd vill þakka Jón- asi Kristjánssyni vel unnin störf í þágu íslenskrar málræktar á und- anförnum árum og árnar honum og fjölskyldu hans allra heilla í til- efni dagsins. Gunnlaugur Ingólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.