Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRIL 1994 17 virðingu. Á Holti hafi ætíð verið góðir gestir. „Ég hefi verið svo lánsamur að hafa ekki umgengist annað en gott fólk um ævina og það hefur haft áhrif á mann,“ segir hann í þessu sambandi. Þegar viðmælandinn er vantrúaður á að í hörðum heimi við- skiptanna hafi hann ekki rekið sig á, svarar Þoi-valdur: „Ég hefi ekki haft kynni nema af góðu fólki. Þótt ég kunni að hafa vitað af öðru, þá hefi ekki átt samleið með því fólki.“ Þótt Þorvaldur Guðmundsson sé stuttorður og heldur þurr á manninn þegar verið er að láta hann tala um sjálfan sig, þá viljum við vita ofurlít- ið meira um unga manninn sem var að leggja á svo farsæla og gefandi braut í lífinu. Það kemur í ljós að hann var einn af fjallamönnunum með Guðmundi í Miðdal, sem m.a. byggðu skála á Fimmvörðuhálsi og síðan í Tindfjöllum. Þurftu að flytja allt efnið á klakki í skálann á Fimm- vörðuhálsi, sem staðsettur var fyrir mistök í mesta veðravítinu uppi á hálsinum. Þeir sem ekki komust fyr- ir inni í skálanum bjuggu sér til snjóhús og sváfu þar. „Dýrðlegar ferðir. Þá bar maður allt á sjálfum sér. Engin tryllitæki til,“ segir Þor- valdur, sem lengi framan af æfi naut þess að fara á fjöll. Þorvaldur var líka 1929 einn af stofnendum Litla leikfélagsins, sem sýndi fram til 1934. „Við fluttum einungis barnaleikrit sem Oskar Kjartansson samdi, Hlyna kóngsson, Undraglerin, Töfraflautuna. Settum upp tvö leikrit á ári, 3-4 sýningar Ljósm. Öskar Gíslason. Slarfsfólkió hjá Sild og fiski á upphafsárunum. Lengst til hægri er Steingrimur Magnússon i Fiskhöillinni, sem var með Þervaldi fyrstu árin, þá má sjá Þorvald og fyrir framan hann konu hans, Ingibjörgu Guðmunds- dóttur. Sitjandi fyrir miðju er móðir hans, Katrin Jónasdóttir. Lengst til vinstri er verslunarstjórinn Eyjólfur Guðmundsson, sem SO árum siðar starfar enn hjá fyrirtækinu. Ljósm. Óskar Glslason Fyrlr 50 árum var Sild og fiskur stofnað og hóf starfsemina i þessari lágreistu byggingu við Bergstaðastræti. Þar sem ekki mátti segja upp leigjandanum i litla húsínu sem sóst aðeins á til hægri varð að byggja fyrsta húsið i vinkil i kring um það. Morgunblaðið/Sverrir Fyrirtækið er i dag rekið undir merkinu Ali og framleiðir margvislegar afurðir úr 400 tonnum á ári af kjöti frá eigin svinabúi á Minni Vatns- leysu, sem er stærsta svinabú á landinu. hvert. Eftir hvert leikrit áttum við fyrir góðu kvöldi á Hótel Borg og greiddum leikurunum 10 krónur fyr- ir hveija sýningu. Leigðum Iðnó fyr- ir sýningarnar," segir Þorvaldur. Hann var gjaldkerinn, Ragnar Frið- finnsson formaður og Helgi S. Jóns- son sá um leiktjöldin. Þegar blaða- maður hefur orð á að ekki sé svona vel búið að börnunum nú, barnaleik- flokkur fái engan stuðning, grípur Þorvaldur það á lofti. „Sagðirðu stuðning? Við fengum engan stuðn- ing. Ég vorkenni þeim ekki vitundar- ögn að halda slíku uppi án þess. Það hugtak að biðja um aðstoð eða styrk þekktist ekki í okkar orðabók. Ég fékk engan styrk þegar ég fór utan 1934 og hefi sloppið við að biðja um styrk um ævina.“ Nýmóðins fiskbúð Á árinu 1944 hætti Þorvaldur sem forstjóri niðursuðuverksmiðju SÍF, en hann hafði á þessum árum jafn- framt verið ráðunautur við stofnun niðursuðuverksmiðju á Bíldudal, hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og víðar. „Þá fór ég út. í að setja upp nýmóðins fiskbúð, fékk til liðs við mig Steingrím Magnússon í Fiskhöll- inni, sem var með mér í 3 ár. Við stofnuðum Síld og fisk við Berg- staðastræti, þar sem nú er Hótel Holt,“ segir hann. Fyrirtækið sem 5. apríl sl. átti 50 ára afmæli. Blaða- mönnum var þá boðið í nýju verslun- ina, sem svo var lýst í Morgunblað- inu daginn eftir: „Verslunin er sjer- verslun í síldar- og fiskafurðum og mun hafa á boðstólum 20-30 tegund- ir fiskmetis, sem framleitt er á staðn- um. Bar þar að sjá ýmsar nýjar teg- undir salata og meðferð síldar, t.d. var reyksoðin síld, en auk þess allur almennur dósamatur, sem er mest allur keyptur, en síld í dósum fram- leiða þeir sjálfir. Þá kemur og nýj- ung í afgreiðslu á físki, er hann seld- ur hausaður, slægður og þunnilda- skorinn og má því segja að hann sé seldur beint í pott húsmóðurinnar og henni til mikilla þæginda." Út- búnaðurinn þykir ekki síður tíðind- um sæta og hin snyrtilegu húsa- kynni. M.a. talað um stóran sýning- arskáp með kælivjel og í eldhúsinu margar vjelar, svo sem hrærivjel, suðupottur og brauðhnífur. Auk þess eru kæliklefar, vinnuherbergi og aðgerðarpláss og tveir reykofnar. Við fyrirtækið starfa 10 manns. Þarna var nýjung á ferð. „íslend- ingar borðuðu þá aldrei síld nema þá helst á mánudögum eftir glataða helgi,“ segir Þoivaldur. „Við vorum með alla mögulega síldarrétti. Það gekk sæmilega, en þó ekki nóg til að dygði. Þegar við fórum að fjölga köldum réttum og smurðu brauði og taka fermingarveislur úti í bæ, þá vat'ð það á kostnað síldarrétt- anna. Kom fyrir að við værurn með allt upp í 40 fermingarveislur úti í bæ á einni helgi. Þá fórum við í kjöt- vörurnar. Kom í ljós að skortur var á svínakjöti. Þá stofnuðum við svínabú og keyptum Minni Vatns- leysu." Svínabú Þorvaldar á Minni Vatnsleysu óx smám saman og er nú stærsta svínabúið á landinu, framleiðir unt 400 tonn á ári. „Við höfum haldið okkur aðallega við af- urðir af svínum sl. 40 ár undir Ali- merkinu, sem er orðið vinsælt. Hefur staðið af sér ýmsa storma og við framleiðum eingöngu úr okkar eigin svínum." „Við höfurn alltaf lagt mest upp úr gæðunum, sem eru númer eitt, hreinlæti, snyrtimennsku og að vera eingöngu með fagfólk," segir Þor- valdur. Ekki hefur nú verið auðvelt að koma upp svona nýstárlegu fyrir- tæki á haftatímum? „Góða besta! Á árinu 1944 fékk maðurekkert nema gamlar vélar frá Ameríku fyrir búð- ina í Bergstaðastræti. Það þurfti leyfi fyrir öllu. Við Bergstaðastræti 37 stóð lítið hús. Þar leigði Anna Pálsdóttir, systir Árna Pálssonar prófessors. Húsaleigulögin voru þannig að ég gat ekki sagt henni upp. Varð að byggja húsið í vinkil utan um það. Fyrst var byggt á 37, þá 35 þar sem Hótel Holt er og svo á 39 og 39B. Síðasti áfanginn var við Bergstaðastræti 41, þar sem Þingholt er nú. Sígandi lukka er best. Enda erfitt að fá lánsfé í þá daga — sem betur fór,“ segh' Þorvaldur í þessu sam- bandi. Hefði hann annars farið hrað- ar? „Hefði getað farið svo. Ég veit unt menn sem nutu skilnings banka- stjóra og gátu svo ekki staðið í skil- um. Það vill oft verða.“ Lenti í hótelbransanum Um langt árabil var Þorvaldur í broddi fylkingar í veitinga- og hót- elrekstri. Var þar víða frumkvöðull og byggði upp það sem enn blívur, svo sem Hótel Sögu, Hótel Loftleiðir auk hans eigið — Hótel Holt. Hann ætlaði þó ekkert út í hótelrekstur. Þá hafði hann í sambandi við sitt fyrirtæki rekið veitingahús í Þjóð- leikhúskjallaranum frá 1951 til 1966 og reist á árunum 1958 og 1959 Lídó skemmtistaðinn. Sagan af því hvernig Þorvaldur lenti í hótelbrans- anum, er býsna skondin . „Upphafið var að vinur minn Lúð- vík Hjálmtýsson, formaður Ferða- málaráðs og mikiH'áhugamaðui' um byggingu hótels, fékk alltaf neitun þegar hann sótti um leyfi fyrir því. Ég kvaðst ekki trúa þessu. Sótti sjálfur um til Fjárhagsráðs án þess að ætla nokkuð að byggja hótel og fékk já. í framhaldi af því fékk ég vilyrði fyrir lóð í Vatnsmýrinni, þar sem Ferðamiðstöðin stendur nú. Bændasamtökin voru þá að fara af stað með hótel og fóru þess á leit við mig að ég hætti við mitt hótel en yrði með þeim, sem mér fannst skynsamlegt. Ég gekk svo í að byggja hótel, sem varð Hótel Saga. Voi'um að byggja það í tvö ár og svo var ég fyrstu tvö árin hótel- stjóri, alls í 4 ár. Ég hætti þar svo þegar ég var farinn að undirbúa milt eigið Hótel Holt, lítið hótel sem ég þóttist get.a ráðið við. Loftleiða- menn höfðu þá samband við mig. Ráðfærðu sig um hvort þeir ættu að byggja hótel, sem mér fannst sjálfsagt. Þá báðu þeir mig um að aðstoða sig við það, sem ég gerði. Var þar við uppbygginguna í eitt ár og síðan hótelstjóri í eitt ár.“ Þorvaldur rak hótel sitt Holt fram til 1980, en þá tók Skúli sonur hans við. Þorvaldur segir mér að fjöl- skylda hans hafi alltaf stutt við bak- ið á honum. Kona hans er Ingibjörg Guðmundsdóttir lyfjafræðingur og börnin þrjú, leikkonan Geirlaug, hót- elstjórinn Skúli og leikbrúðu lista- maðurinn Katrín. Hún er höfundur Gaflarans vinsæla í Hafnarfirði, en frumbrúðuna má sjá meðal annarra listaverka í skrifstofu Þorvaldar. Hjúasæll Sjálfur rekur Þorvaldur enn svínabúið á Minni Vatnsleysu og fyrirtækið í Hafnarfirði. Hann kveð- ur það sína gæfu hve lítil manna- skipti hafi alltaf verið þar. „Nú á fimmtugsafmælinu kom elsti starfs- maðurinn, Eyjólfur Guðmundsson, og færði fyrirtækinu 17 rósir, eina frá hvetjum afkomanda hans sem hjá okkur hefur unnið", segir Þor- valdur og þótti sýnilega mjög vænt um. „Ætli það sé ekki alveg eins- dæmi að ein manneskja komi fær- andi með sér í fyrirtæki 17 starfs- krafta, allt prýðis fólk.“ Hjá fyrir- tækinu starfa 47 manns, sem á af- mælinu fengu falleg þakkarskjöl fyrir ánægjulegt samstarf og frábær störf. „Fylgdi þokkaleg peningaupp- hæð, sem öllum kemur vel á þessum tímum.“ „í þessu fyrirtæki eru engin ald- urstakmörk. Hér hættir enginn svo lengi sem hann vill vinna og hefur heilsu til. Og ýmsir hafa kosið að vinna lengur,“ segir Þoraldur, sem ekki er sáttur við að fóik sé neytt til að hætta við ákveðið aldursmark. „Fyrir fólk við góða heilsu og með fulla lífsorku er það gífurlegt áfall að missa vinnuna. Það er hræðilegt og þá sama á hvaða aldri er.“ Sjálf- ur kveðst Þorvaldur ekki láta sér detta í hug að hætta vinnu. „Maður breytir bara svolítið um lífshætti og hægir á sér,“ segir hann. Hann vill ekkert ræða um ástandið í þjóðfélaginu eða pólitíkina, kveðst alveg afskiptalaus um það. En við- horf hans í lífinu? „Þau eru ósköp einföld. Ég hefi alltaf horft björtum augum á framtíðina og geri enn. Mín ósk er bara að fá að starfa áfram með fólkinu hérna og fjölskyldu minni við góða heilsu," segir þessi aldna og óvílna kempa. FAGOR /K /Æ IL II :S /K /A IP /A iR 54. STGR. - AFBORGUNARVERÐ KR. 57.800- 250 Itr.kælir - 90 Itr.frystir Mðl HxBxD: 175x60x57 Tvísk. m/frysti að neðan 49.900- STGR. - AFBORGUNARVERÐ KR. 52.500- 282 Itr.kællr- 78 Itr.frystir Mál HxBxD: 171x60x57 Tvísk. m/frysti að ofan Æ-C? STGR. - AFBORGUNARVERÐ KR. 49.400- 212 Itr.kælir- 78 Itr.frystir Mál HxBxD: 147x60x57 Tvísk. m/frysti aö ofan RONNING BORGARTUNI 24 SÍMI 68 58 68 STGR. AFBORGUNARVERÐ KR. 42.000- 265 Itr.kælir - 25 Itr.fyrstih. Mál /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.