Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1984 Minning Daníel Pálsson frá Geitavík Fæddur 10. apríl 1915 Dáinn 20. nóvember 1993 Okkur langar að minnast hans Frænda, Daníels Pálssonar, sem lést hinn 20. nóvember sl. í Sjúkra- húsinu á Egilsstöðum. Hann var fæddur í Njarðvík við Borgarfjörð (eystra) hinn 10. apríl árið 1915, elstur barna Páls Sveins- sonar og Þuríðar Gunnarsdóttur Hin systkinin eru: Sigrún, lengi kennari og skólastjóri á Borgar- firði, nú búsett í Reykjavík; Þor- björg, húsmóðir að Gilsárvelli í Borgarfírði, og Sigurður Óskar, faðir okkar, safnvörður á Egilsstöð- um. Þuríður og Páli fluttu til Breiðu- víkur við Borgarfjörð árið 1922, en að Geitavík 1938 og þar dó PálT afi 1. júlí 1947 og tók þá Daníel við búinu. Um haustið réðst Mar- grét Bjargsteinsdóttir frá Sæbakka til Daníels, með því að Þuríður amma var farin að heilsu. Daníel og Margrét giftu sig árið 1950. Amma var lengst af á heimili þeirra og dó þar 25. júlí 1956. Daníel og Margrét bjuggu í Geitavík fram yfir 1980, er þau fluttu í Bakkagerði, en ávallt voru þau kennd við Geitavík. Margrét var fædd hinn 29. september 1926 og andaðist, langt fyrir aldur fram, hinn 5. júlí 1990. Þeim varð ekki bama auðið. Þau voru ófá bömin sem dvöldu í Geitavík um lengri eða skemmri tíma. Frænda lét mjög vel að vera með börnum og eins og við systkin- in frá Skriðubóli kölluðu mörg þeirra hann aldrei annað en „Frænda“ það eitt og sér lýsir því hvemig hann var í framkomu við börnin. Honum var mjög lagið að halda þeim að vinnu, án þess að íþyngja þeim, lét einkar vel að kenna þeim verkshætti og vinnu- brögð. Frændi var mikið snyrtimenni. Það sást hvar sem hann gekk að verki. Þetta átti ekki síst við um fjárhúsin. Þar var allt í röð og reglu, stabbinn í hlöðunni lóðréttur sem hlaðinn veggur og heyið gefið eftir kúnstarinnar reglum. „Ekki slæða gæska/gæskur“ vom gjaman heil- ræðin sem við þáðum hjá honum þegar við fengum að hjálpa til við að gefa á garðann. Það var honum svo ofur eðlilegt að ganga vel um og fara vel með alla hluti. Nýta til hins ýtrasta og spilla engu. Kind- umar röðuðu sér á garðann, gasluktin suðaði, Frændi kveikti sér í pípu, — mikið var friðsælt og notalegt. Okkur granar að þessar friðarstundir hafi verið honum jafn dýrmætar og helgistund er heittrú- uðum, þótt hann talaði ekki um slíkt. Hann bar mikla umhyggju fyrir fé sínu og var ákaflega natinn að koma til heilsu kindum sem veiktust af einhveijum orsökum. Frændi var iðjusamur og fylginn sér að verki meðan heilsan leyfði. Öll sín störf vann hann af alúð og virðingu og hvert handtak bar vott um samviskusemi og vandvirkni. Hann var staðfastur og ákveðinn, en jafnframt því síkátur og lundin létt, tók með jafnaðargeði því sem að höndum bar. Ef nota ætti eitt 'S' 10090 SKIPHOLTI 50B, 2. hæð t.v. Opiðídag kl. 14-17 OPIÐHUS Franz Jezorski, lögg. fast.sali. Laugarnesvegur 106 í þessu húsi getur þú skoðað fallega 3ja herb. íb. í dag milli kl. 14 og 17. Áhv. langtímalán 4,0 millj. Verðinu er stillt í hóf 5,9 millj. Útb. er því aðeins 1,9 millj. sem þú greiðir í rólegheitum á einu ári. Þú gengur beint inn og hring- ir á bjölluna hjá Knúti. Lindarbraut 8, Seltjnesi Á þessum frábæra stað býðst þér að skoða góða 107 fm íb. á jarðh. Sór- inng. og góð suðurverönd. Hér er gott aö vera með blessuð börnin. Nú hikar þú ekki við að líta inn í dag milli kl. 14 og 17. Helgi og Margrét taka vel á móti þér. Verðið er sérlega hagstætt 7.950 þús. Nesið stendur alltaf fyrir sínu. Furugrund 76, Kóp. Virkilega hlýleg og falleg 3ja herb. íþúð hór í þessu húsi. Við viljum skipta á nýlegu einbýli með góðum suðurgaröi fyrir börnin okkar, segja hjónin Hákon og Kristbjörg. Verð 6,8 millj. Þið eruð boöin sérstaklega velkomin í dag milli kl. 14 og 17. Reyrengi 49 Eitt eftir á góðu verði. Fallegt parhús á tveimur hæðum, 195 fm með innb. bíl- skúr og afh. fokh. strax á kr. 8,4 millj. eða tilb. u. trév. ó 10,4 millj. Skoðaðu í dag milli kl. 14 og 17. Fellsmúli 5 Gullfalleg 100 fm íb. á 1. hæö í þessu fallega húsi. Laus fljótl. Hús í góðu ástandi. Ingunn tekur þér opnum örm- um í dag milli kl. 14 og 17. Verð aðeins 7,9 millj. Hringið á bjöllu hjá Ingunni. Sævargarðar 18, Seltjnes Þetta frábæra raðhús er opið fyrir þig og þína fjölskyldu í dag milli kl. 14 og 17. Verð 13,5 millj. og það má athuga skipti. Viö segjum ekki meira núna, þú bara skoöar. orð til að lýsa honum þá væri það „ljúfmenni". Mitt í önnum hversdagsins var alltaf tími fyrir okkur bömin. Þar sem hann var vorum við velkomin (að undanskildu því þegar aflifa þurfti skepnu). Hann þreyttist ekki á að spauga við okkur, segja okkur sögur af mannlífi liðinna kynslóða og spjalla um dýrin, veðrið, gróður- inn eða bara hitt og þetta. Að öðra leyti var hann fámall og lítið gefinn fyrir íjas. Ætti hann erindi við einhvern þá hringdi hann eða leit inn, kastaði kveðju á fólkið, bar upp erindið og kvaddi. Tómstundir sínar nýtti hann mjög vel. Þótt hann væri ekki lang- skólagenginn var hann mjög vel heima á mörgum sviðum, enda víð- lesinn. Alltaf var spilastokkurinn við höndiná og greip hann í að leggja kapal, einnig réð hann kross- gátur og vakti áhuga okkar krakk- anna á því tómstundagamni; var og ákaflega vel að sér hvað varðar orð og orðtök íslenskrar tungu. Hann var einnig mjög töluglöggur. Má segja að stofan í Geitavík hafi marga vetur þjónað sem óopinber skattstofa, því hann aðstoðaði marga Borgfirðinga við að gera skattaskýrslumar. Náttúruunnandi var hann mikill og gjörþekkti bæði ömefni og staði í Borgarfírði og nágrenni. Arið 1981 veiktist Frændi og varð að fara sér hægar við vinhu en áður. Upp úr því fluttust þau hjónin frá Geitavík í litla íbúð sem þau höfðu keypt í kauptúninu. Það varð Frænda til mikillar gleði, eftir að hann flutti úr sveitinni, að geta um nokkurra ára bil aðstoðað vin sinn, ungan bónda, við fjárgæslu á vetram. Síðustu árin var Frændi vistaður í Sjúkrahúsinu á Egiisstöðum. Sjúk- dómur hans gerði það að verkum að honum veittist æ erfíðara að átta sig á kringumstæðum, en þrátt Minnmg Ragnar Bjömsson, Höfn, Homafirði Fæddur 20. ágúst 1918 Dáinn 10. mars 1994 Þegar ég kom nýlega úr leyfi frá útlöndum og fór að afla mér frétta við lestur blaða sá ég andláts- og jarðarfararfrétt um góðan vin minn, Ragnar Björnsson, ættaðan frá Felli í Breiðdal. Ekki get ég sagt að andiátsfréttin hafi komið algjör- lega á óvart, því Ragnar var þungt haldinn af kransæðasjúkdómi, þó að hann léti lítið á því bera. Ekki ætla ég að rekja ættir Ragn- ars, því það hafa aðrir gert, en mig langar þó að minnast á æskuheim- ili hans á Felli í Breiðdal, því að í frásagnargleði sinni sagði Ragnar mér margar sögur af þessu heimili og systkinum sínum, sem síðar varð hið mannvænlegasta fólk og sumt landsfrægt fyrir hæfni sína og framtak. Þó að ég persónulega hafi ekki kynnst þessu fólki, nema Bimu sálugu systur hans á Brimnesi og Áma hótelstjóra á Höfn, þá þekkti ég ýmislegt til æskuára Ragnars, þó að ég hafí ekki vingast við hann fyrr en hann var orðinn sextugur. Á unglingsárum hans í Breið- dalnum varð mikil íþróttavakning, sem flestir Austfirðingar þeirra tíma muna vel eftir. Hver man ekki eftir fótbolta- og handboltaliðum Breiðdælinga þeirra tíma? Keppnis- harkan og samstaðan vakti athygli og það fór ekki á milli mála að þetta unga fólk kom Breiðdalnum á landakortið, eins og sagt er. Ragnar var í þessum flokki. Ragnar giftist Áslaugu Jónsdótt- ur frá Skeggjastöðum á Jökuldal, hinni mætustu konu, sem bjó hon- um og bömum þeirra gestrisið og vinalegt heimili á Höfn og þangað var gott að koma og minnumst við hjónin heimsókna okkar þangað með hlýhug og þakklæti. Ragnar og Áslaug giftu sig árið 1953 og hófu búskap á Felli í Breiðdal, en flytja til Hafnar árið 1959 þar sem Ragnar stundaði al- menna vinnu og þó aðallega múr- verk, en gerðist síðan fram- kvæmdastjóri Sindrabæjar á Höfn, sem var þá félagsheimili Hafn- Til sölu Þetta vinalega hús Njálsgata 17 er til sölu. Góður garður. Verður til sýnis í dag sunnudag 10. apríl frá kl. 15.00-18.00. Verð hugmynd 8-8,5 millj. fyrir það hélt hann sínum góðu lyndiseinkennum, ljúfmennsku og gleði, og fótavist hafði hann fram á síðustu dægrin sem hann lifði. Við viljum, af alhug, þakka starfsfólkinu á sjúkrahúsi og Sam- býli aldraðra á Egilsstöðum fýrir góða umönnun. Frændi naut ein- stakrar hylli bæði starfsfólks og vistmanna og sannaðist þar hið fornkveðna: „Svo uppsker hver sem hann sáir.“ Við kveðjum elskulegan Frænda og þökkum honum samfylgdina og alúðina, Guð blessi þá minningu sem hann skildi hér eftir handa okkur. Við andlát Margrétar var eftir- farandi erindi samið og þykir okkur viðeigandi að taka það hér upp. Haustnóttin hefur hrími stráð á grundu burt frá oss tekið blóm er birtu þráði en í minningasjóði mörg við eigum spor í sumri og sól um blágresishvamm bæjargil og hól um pru og tanga bakka og vík er bamsminning engri lík og í henni höldum við áfram að hittast heima í Geitavík. (Þuríður Sigurðardóttir.) Systkinin frá Skriðubóli. arbúa. Ragnar átti mikinn þátt í því að gera Sindrabæ að skemmt- ana- og menningarmiðstöð á Höfn. Ragnar gerði félagsheimilið lands- frægt fyrir margra hluta sakir, en það verður ekki rakið hér. Hann gerðist síðar umsjónarmaður Barnaskólans á Höfn. Þar eins og ávallt lagði Ragnar sig allan fram og hef ég það fyrir satt að kennar- ar og bömin hafi metið störf hans að verðleikum, enda átti Ragnar sérlega gott með að umgangast börn og unglinga. Hvar sem Ragnar var, hvort sem það var í leik eða starfi, beindist athygli manna að persónu hans. Hann hafði einstaka frásagnar- hæfíleika og kunni ógrynni af tæki- færissögum sem hann lagaði til eftir aðstæðum. Hann var góður hagyrðingur, bridsmaður mjög góð- ur og síðast en ekki síst hinn besti hestamaður. Á sviði hestamennsk- unnar áttum við Ragnar ógleyman- legar stundir saman. Ferðir um ísi- lagt Hornafjarðarfljót, styttri og lengri sumarferðir um unaðsfagran Homafjörð. Heimsóknir á marga sveitabæi, þar sem Ragnari var tek- ið með kostum. Ég leyfi mér fyrir hönd okkar Ragnars að bera þeim sem við heimsóttum þakklætis- kveðjur. Ég var alltaf þiggjandinn í okkar sameiginlegu hestamennsku. Hann seldi mér úrvals hest og veitti mér aðstöðu í hesthúsinu sínu. Kenndi mér allt um hirðingu og meðferð hesta. Hann var einstaklega um- hyggjusamur við hestana og mis- bauð þeim aldrei í reið. Hann hafði sérstakt reiðlag, hallaði sér aftur í hnakknum og lét brokka mikinn og átti það til að syngja við raust. Ég held að Ragnar hafi verið hamingjusamur maður og ánægður með hlutskipti sitt. Ég veit að það verður vel tekið á móti honum í fyrirheitna landinu. Útför Ragnars fór fram frá Hafn- arkirkju 19. mars sl. Við Erna sendum innilegar sam- úðarkveðjur til Áslaugar og bama og annarra vandamanna. Guðmundur Vilhjálmsson. Cterkurog k/ hagkvæmilr auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.