Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRIL 1994 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRIL 1994 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Húsatryggingar Reykjavíkur Að undanfömu hafa orðið nokkrar umræður um Húsa- tryggingar Reykjavíkur. Tilefnið er fyrst og fremst þær breytingar, sem verða á brunatryggingum vegna þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu. Nú hefur tiygg- ingaráðherra lagt fram frumvarp á Alþingi, sem gerir ráð fyrir því, að einkaréttur Húsatrygginga Reykjavíkur á bmnatryggingum fasteigna falli niður um áramót. Þá ráða eigendur fasteigna hjá hvaða tryggingafélagi þeir brana- tryggja fasteignir sínar. Ennfrem- ur verða eigendur fasteigna utan höfuðborgarinnar fijálsir að því að tryggja hjá því tryggingafé- lagi, sem þeir óska, og era ekki bundnir af samningum milli sveit- arfélaga og vátryggingafélaga. Þetta era eðlilegar breytingar og þótt fyrr hefði verið. Húsa- tryggingar Reykjavíkur vora sett- ar upp við allt aðrar aðstæður en nú ríkja. Fyrirtækið er í raun og vera ekkert annað en opinbert tryggingafélag í eigu Reykjavíkur- borgar. Rökin fyrir því að Reykja- víkurborg reki slíkt tryggingafyr- irtæki era ekki lengur til staðar, hafi þau verið einhver á sínum tíma. Hér hafa orðið til á undan- fömum áram og áratugum öflug tryggingafélög, sem hafa sannað getu sína til þess að sinna því hlut- verki, sem þau hafa tekið að sér. Hafi menn áhyggjur af því, að samkeppni sé ekki nægilega mikil á þessu sviði, er augljóst, að erlend tryggingafélög huga á umsvif hér á landi, eins og sjá mátti í Morgun- blaðinu í gær, þar sem frá því var skýrt, að fjögur evrópsk trygg- ingafélög hefðu tilkynnt að þau mundu hefja starfsemi á íslandi. Branatryggingar eiga að vera í höndum hinna almennu trygg- ingafélaga ekkert síður en aðrar tryggingar. Á tímum einkavæð- ingar er engin ástæða til að halda í opinberan rekstur á þessu til- tekna sviði fremur en mörgum öðrum. Raunar hefur einkavæð- ingu miðað allt of hægt og á yfir- standandi kjörtímabili hafa ekki orðið þau átök til einkavæðingar, sem búizt hafði verið við. Hvaða rök eru fyrir því nú orðið að ríkið reki Sementsverksmiðju? Hvaða rök eru fyrir því nú orðið að ríkið reki Áburðarverksmiðju? Svona mætti lengi telja. Ef borgaryfírvöld telja hættu á, að of lítil samkeppni sé á trygg- ingamarkaðnum til þess að hags- munir fasteignaeigenda í Reykja- vík verði nægilega vel tryggðir, má auðvitað hugsa sér að í stað þess, að Húsatryggingar_Reykja- víkur verði lagðar niður verði þessi starfsemi seld á opnum markaði, m.ö.o. að Húsatryggingar Reykja- víkur sem starfseining verði einkavæddar. Augljóst er, að aukin þátttaka okkar í samstarfi Evrópuríkja er að leiða af sér margvíslegar breyt- ingar, sem horfa til framfara, breytingar, sem ekki hefur verið hljómgrannur fyrir vegna tregðu og margvíslegra fordóma. Þær breytingar, sem nú er verið að gera á branatryggingum, eru dæmi um þetta. í umræðum af þessu tagi era oft tínd til margvísleg rök, sem eiga að sýna fram á nauðsyn óbreytts ástands. Þegar upp er staðið kemur yfírleitt í ljós, að þau skipta iitlu sem engu máli. Nú knýja alþjóðlegir samningar okkur til breytinga á þessu sviði, sem eru löngu tímabærar. Þá er full ástæða til að stíga skrefíð til fulls. Ámi Sigfússon, borgarstjóri, segir í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann vilji sjá, hvað borg- arbúum bjóðist. Það er skiljanleg afstaða hjá borgarstjóra. En vænt- anlega stendur ekki á tryggingafé- lögunum að upplýsa það enda hafa þau sum hver haft-með höndum branatryggingar í öðram sveitar- félögum áram og áratugum sam- an. BERGMÁL LIÐINS TÍMA ÉG SÉ flóðbylgju ný- hilismans rísa, sagði Nietzsche. Og það vora orð að sönnu. Nú grillir einnig í þennan úfna fald og það er svo sannarlega ástæða til að vera vel á verði. Flóð- bylgja fasismans er tekin að rísa og ógna gömlu Evrópu og hrotta- legir glæpir framdir í skjóli þjóðern- ishroka einsog á Balkanskaga. Við heyram bergmál liðins tíma, Benito Mussolini er merkilegasti stjóm- málamaður aldarinnar, hrópar leið- togi ítalskra nýfasista og telur sig vera í skjóli múgs sem hefur engu gleymt og ekkert lært. Sterkt mið- stjómarvald er krafa dagsins og þess ýerður þá e.t.v. ekki langt að bíða að tilgangurinn heigi meðalið í skjóli hennar. Ábending samlanda Mussolinis, Macchiavellis, enn og aftur íhugunarvert áhyggjuefni. Múgurinn leitar eigin eðlis eins og náttúran sjálf og tíminn gefur honum vængi og klær. Og frelsi amarins. EN SVO er guði fyrir að þakka að það virðast ekki vera fjöldahreyf- ingar á bak við þessa ógnvænlegu þróun, hvorki á Ítalíu né í Rúss- landi. Baksvið Zhírínovskíjs er gam- algróin rússnesk þjóðemisstefna sem á meira skylt við útþenslupóli- tík slavismans en fjöldahreyfíngar sem leiða alltaf og óhjákvæmilega til fámennisstjómar. Eg skal engu spá um lýðræðisþróunina í Rúss- landi eða gömlum ríkjum Sovétveld- isins því saga síðustu missera hefur sýnLað-húnex. hjð. jnfialaLÍiíkinda-.. tól og við öliu má búast þar aust- urfrá, en þó getur verið það sé gömlu Evrópu gagnlegt ein- sog ástandið er í heiminum að hafa kristið stórveldi milli sín og múslíma í austri, svo herskáir sem þeir era og í raun fjandsamlegir kristinni arf- leifð. En það á eftir að koma í ljós. Eitt er þó víst, að Finnum og Eyst- rasaltsríkjunum er harla órótt um þessar mundir enda ekki að ástæðu- lausu og öllum lýðræðissinnum skylt að halda vöku sinni meðan Zhírínovskíj og flokkur hans hefur fjórðung kjósenda í Rússlandi á bak við sig — og hann kallar öfgamenn úr öllum áttum á flokksþing sitt. Kozyrev utanríkisráðherra Rúss- lands hefur aðvísu gagnrýnt Vest- urlönd fyrir að taka mark á Zhír- ínovskíj og þjóðemisstefnu hans; hann hafí engin völd og muni aldr- ei fá nein völd; kosningasigur hans hafí verið mistök sem fólk muni átta sig á og ekki endurtaka; hann sé ekki pólitískt heldur læknisfræði- legt undur einsog Kozyrey komst að orði. En það var Stalín líka. Og Hitler. Múgurinn eltist við undur. í Orlandó Virginíu Woolfs segir ein persónan, Hann er ekki maður, hann er óvinur. Ortega gengur ekki svona langt í Uppreisn múgsins, en bendir á hvemig andlegur uppblást- ur opnar barbarismanum leið inní þjóðfélag mergðarinnar. Múgurinn er að koma, sagði Hegel og enn heyrum við fótatak hans þráttfyrir uppörvandi samstarf innan Evrópu- sambandsins. En enginn veit hvert það leiðir. Eitt er þó víst að hvar- vetna er álfan í upplausn og enn erum við minnt á afvegaleiðandi þjóðhrokastefnur sem rífa ríkin í sundur og minna á veröld sem var brauð í gömlu Evrópu. Umhverfí Emilíu og Oskars Schindlers (1908-74) er ekki langt undan, svo ótrúlegt sem það er eftir allar þær þjáningar sem álfan hefur kynnzt í Auschwitz og gúlagi. Án andlegs átaks leiðir öldin sem er róttæk í eðli sínu til glötunar einsog Ortega bendir á í fyrmefndu riti sínu. En fasisminn er ekki morgunn nýs dags, ekki frekaren aðrar alræðis- stefnur, heldur einskonar sólarfall einsog Ortega lætur að liggja. Fas- ismi er ekki frelsi heldur andfrelsi og ættu ítalir og Spánveijar að vita það öðram fremur og það sama gildir um nazisma einsog Þjóðveij- um ætti að vera Ijóst þótt þeir hafí ekki beinlínis áhuga á viðfangsefn- inu, ekki frekaren kristnir menn hafa neina sérstaka löngun til að riQa upp galdrafár 17. aldar. Miðstjómarvald treystir ekki ein- staklingnum. Það hefur í fyrstu mergðarstyrkleika, en nærist síðan á ofbeldi. Alræði hefur ekki þann innri styrk sem margir halda. Fjöldahreyfíngar Qara út einsog flóðbylgja og skilja eftir sig auðn og dauða. Styrkur Sovétríkjanna var ekki marxismi heldur rússnesk- ur arfur og rótgróin menning. Það er í slíkum arfi sem þjóðir Evrópu hafa lifað af hvortsem þær heita Rússar, Þjóðveijar, ítalir eða Spán- veijar. Þess ættu þeir að minnast sem nú era að kalla pólitískar hel- stefnur yfír hugsunarlítið fólk í fijálsum ríkjum Evrópu. Það er ekkisíður ástæða nú en áður til að vera á verði gagnvart stjórnmála- refum í sauðagæram sem drekka sjálfir vínið en skilja öðram eftir beizkar dreggjarnar. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKLJ RBRÉF Laugardagur 9. apríl Fátt hefur sett jafn mikið mark á þróunina í vesturhluta Evrópu eftir stríð og sættir Frakka og Þjóðveija. Samstarf og vinátta þessara tveggja þjóða hefur leitt til að nær óhugsandi er að styijöld hefjist á ný í Vestur-Evrópu. Hin fransk-þýska samvinna er einnig grannurinn að myndun Evrópubandalags- ins (nú Evrópusambandsins) og þess efna- hagslega samrana, sem á sér stað á vett- vangi þess. Þessi samvinna hefur einnig verið einn mikilvægasti homsteinn utan- ríkisstefnu ríkjanna. „Ég hef upplifað hin þýsk-frönsku samskipti í tíð þriggja kansl- ara ... Allir vora þeir sammála um að vináttan við Frakka væri grandvöllur okk- ar sameiginlegu Evrópu. Stefna Frakka á þessu sviði einkennist af sömu stefnufestu . .. Það hefur enginn dregið í efa það ör- lagasamband sem nú bindur okkur við Þýskaland," segir Francois Mitterrand Frakklandsforseti í bók sinni Hugleiðingar um utanríkisstefnu Frakklands (Réflexions sur la politique extérieure de la France), sem út kom árið 1985. Á ýmsu hefur þó gengið í þessum sam- skiptum og oft hefur verið grannt á tor- tryggninni í garð hvors annars. Oft hefur líka miklu ráðið hversu vel forystumenn ríkjanna á hveijum tíma hafa náð saman. De Gaulle og Adenauer stóðu að hinum formlegu sáttum en þeir Pompidou og Brandt treystu aldrei fullkomlega hvor öðram. Á valdatíma Giscard d’Estaings og Schmidts tók Evrópusamraninn kipp og undanfarinn áratug hafa þeir Mitterr- and og Kohl ýtt hinum pólitíska og efna- hagslega samrana Evrópuríkja úr vör. Sameining Þýskalands hefur þó orðið til að flækja hina frönsk-þýsku samvinnu, ekki síst frá sjónarhóli Frakka. Þó að Þjóð- veijar hafí verið íjölmennari og ríkari þjóð gátu Frakkar sýnt frám á yfírburði á öðr- um sviðum. Franski fræðimaðurinn Alfred Grosser, einn helsti sérfræðingur á sviði samskipta Þýskalands og Frakklands, orð- aði þetta svo í ritgerð, er hann ritaði á síðasta áratug: „Þó að Sambandslýðveldið hafí yfírburði gagnvart Frakklandi á sviði efnahags- og peningamála vega yfírburðir Frakka á þremur öðram sviðum það upp: Hitler er hluti af fortíð Þjóðveija en ekki Frakka; Frakkar fara með hluta af full- veldi Þjóðveija; Frakkar era kjarnorku- veldi en ekki Þjóðveijar.“ Með sameiningunni jukust hinir efna- hagslegu yfírburðir Þjóðveija til muna og undirritaður var friðarsamningur, sem batt enda á möguleika sigurvegaranna í síðari heimsstyijöldinni að hafa afskipti af innri málefnum Þýskalands. Þýskaland var því ekki einungis orðið öflugra, heldur hafði einnig í fyrsta skipti frá stríðslokum óskorað vald til að beita styrk sínum. Þetta hefur gert aðrar þjóðir, þá ekki síst Frakka, óöraggari í samskiptum sínum við Þjóð- veija. Þeir óttast hið nýja sjálfsöryggi Þjóð- veija, sem lýsir sér meðal annars í kröfu um sæti í fastanefnd öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna, og að þeir muni í auknum mæli beina sjónum sínum til austurs líkt og mörg söguleg fordæmi era fyrir. Þrír atburðir í síðasta mánuði varpa nokkra ljósi á þá spennu, sem leynist und- ir niðri. í fyrsta lagi sú ákvörðun Frakka að bjóða ekki Helmut Kohl kanslara að vera við hátíðarhöld í júlímánuði í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því sveitir bandamanna gerðu innrás í Normandí. í öðra lagi ákvörðun Þjóðveija um að leyfa bandamönnum ekki að halda hersýningu er þeir yfirgefa Berlín endanlega í septem- ber. Og loks í þriðja lagi ummæli er Fran?ois Scheer, sendiherra Frakka í Bonn, lét falla á hádegisverðarfundi með völdum hópi þýskra blaðamanna. Scheer hafði kallað blaðamennina sam- an til að ræða við þá óopinberlega. Um- mæli hans voru hins vegar birt í fjölmiðlum og ollu miklu uppnámi í þýska stjórnkfyf- inu. Sendiherrann er einn af reyndustu stjómarerindrekum Frakklands og'þó að hann hafí ekki verið að boða opinbera stefnu frönsku þjóðarinnar er almennt tal- ið að þama hafí hann komið á framfæri því sem franskir ráðamenn ræða sín á milli. Boðskapur Scheers var í stuttu máli þessi: Það era komnar upp ákveðnar efa- semdir um fyrirætlanir Þjóðveija og þeir verða að gera hreint fyrir sínum dyram og skilgreina áform sín í utanríkismálum. Hveiju vonast Þjóðveijar eftir að ná fram með útvíkkun Evrópusambandsins fyrst í norður og síðar í austur? Þá þurfa Þjóðveij- ar að lýsa því yfír að þeir hyggist ekki ijúfa tengsl sín við Vestur-Evrópu þrátt fyrir nánara samstarf við Rússland. „Vandamálið er milli Þýskalands og Evr- ópu, milli Þýskalands og sögu þess; það er farið að glitta í tíu aldir af evrópskri sögu í bakgranninum,“ hefur þýska dag- blaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung eftir sendiherranum. Hann bætti því við, að menn mættu ekki falla fyrir þeirri tál- sýn, að fullkomin vinátta ríkti milli ná- grannaríkja þó svo að ríkisstjómir þeirra ættu náið samstarf. Mikið vatn yrði að renna til sjávar áður en vináttan næði til almennings en ekki bara æðstu ráða- manna. Vikuritið Die Zeit segir það vera rétt að Þjóðveijum hafí ekki enn tekist að end- urskilgreina hlutverk sitt í heiminum eftir að kalda stríðinu lauk og kommúnisminn hvarf. Það eigi hins vegar einnig við um Frakkland. Allt í einu finnist Frökkum sér vera ýtt til hliðar. Um árabil hafí þeir hvatt Þjóðveija til að axla ábyrgð í sam- ræmi við stærð sína, en þegar Þjóðveijar geri það loks, kvarti þeir. Telur Die Zeit nauðsynlegt að taka á áhyggjum jafnt Þjóðveija sem Frakka. Á óvissutímum sem nú geti verið freist- andi að hverfa aftur til fortíðarinnar í stað þess að takast á við flókna framtíð. Nefn- ir Die Zeit sérstaklega deilumar í kringum hátíðarhöldin í Normandí í því sambandi: „Kanslarinn á ekki að vera viðstaddur rétt eins og verið væri að fagna sigri yfír Þjóð- veijum en ekki hugmyndafræði nasista. Af hveiju er verið að setja síðasta þjóða- stríðið á svið í stað þess að halda upp á upphaf hinnar evrópsku sameiningar? En það verður einnig að segjast, að þýska stjórnin gengst upp í því hlutverki að vera móðguð. Kan|slarinn lætifa^^að fréttast, að það sé svo sem ekki hægt að fara fram á, að hann taki þátt í uppákomu þar sem verið sé að fagna þýskum ósigri. Hvemig samræmist þetta hinnu duldu ósk Bonn að vera á staðnum? Slíkt væri ein- ungis framkvæmanlegt ef menn myndu viðurkenna að hinn 6. júlí 1944 var lagður grannurinn að ósigri og þar með frelsun Þjóðveija undan oki nasismans. Þeir era hins vegar margir í Bonn, sem treysta sér ekki til að gefa út slíkar yfírlýsingar." EN ÞAÐ VAR fleira sem sendi- herra Frakka í Kinkels Bonn taldi ástæðu til að benda á. Sagði hann framgöngu þýska utanríkis- ráðherrans, Klaus Kinkels, á lokastigi samningaviðræðnanna í Brassel um aðild EFTA-ríkjanna að Evrópusambandinu, vera áhyggjuefni. Þjóðveijar lögðu ofur- áherslu á að samningar næðust og að sögn Scheers hótaði Kinkel að „hryggbijóta“ Spánveija, ef þeir væru ekki samvinnuþýð- ir. Kinkel þótti sýna mun meiri hörku en þýskir ráðamenn hafa verið vanir að gera og hefur þetta orðið fleiram en Scheer til- efni til að álykta að þama hafí mátt greina rödd nýs Þýskalands. Kinkel á ítrekað að hafa minnt á, að Þjóðverjar væra stærsta aðildarþjóð Evrópusambandsins og að það væri þeirra sérstaka hlutverk að tryggja stækkun bandalagsins. Þjóðveijar hefðu ávallt sýnt öðram aðildarríkjum samstöðu og nú krefðust þeir samstöðu af þeim. Ef sú samstaða væri ekki til staðar myndu þeir grípa til sinna ráða. Það yrði að „koma jafnvægi“ á sambandið. Túlkuðu margir þetta sem svo, að Þjóðveijar ætluðu fyrst að flytja þungamiðju ESB til norðurs, síð- an til austurs og loks að ýta Miðjarðarhafs- ríkjunum út í kuldann. Viðbrögðin við gagnrýni franska sendi- herrans vora misjöfn. Stjómmálaskýrend- ur voru flestir þeirrar skoðunar, að Scheer hefði dregið áhyggjur, sem allir vissu af en enginn þorði að tala um, fram í dags- ljósið, en stjómvöld bragðust hart við. Scheer Var kallaður á fund í þýska utanrík- isráðuneytinu og ávíttur fyrir að blanda sér í þýsk innanríkismál. Nokkrum dögum síðar hafði hins vegar allt fallið í ljúfa löð á yfirborðinu. A,)ct5.) Framganga Er Kinkel hélt til Parísar á fund síðar í mánuðinum lagði hann fram drög að sameiginlegum „stjómarsáttmála" Þjóð- veija og Frakka er þjóðimar fara með forystu í ráðherraráði ESB frá 1. júlí 1994 til 30. júní 1995. í ræðu er hann flutti í París lagði hann áherslu á „sameiginlega sýn varðandi framtíð sambandsins". Það á þó eftir að koma í ljós hversu langt sú sýn nær. Frankfurter Allgemeine bendir í forystugrein á að stuðningur við hugmynd- ina um sameinað evrópskt sambandsríki fari mjög dvínandi í Þýskalandi. í Frakk- landi séu einnig flestir ráðamenn sann- færðir um að sameining Þýskalands hafí gjörbreytt öllum forsendum fyrir evrópskri sameiningu. Það sé kominn tími til að Frakkar og Þjóðveijar samræmi það sem þeir eigi við er þeir tali um „Evrópu". Nýjar for- sendur í GREIN í DIE Zeit er einmitt rætt um þær breyttu for- sendur sem liggja að baki hinni breyttu Evrópu, hinu breytta Þýskalandi og hinu breytta Frakklandi. Það hefur verið ljóst frá 1989 að hug- myndin um vestur-evrópskt Evrópusam- band á ekki við lengur. Fyrstu viðbrögð ráðamanna í París, Bonn og Brassel vora að reyna að kaupa sér tíma. Það var gert með því að friða EFTA-ríkin með EES- samningi og Austur-Evrópuríkin með samningum um aukaaðild á meðan reynt var að festa Evrópubandalagið í sessi með því að breyta því í samband með Maas- tricht-samkomulaginu. Dæmið gekk hins vegar ekki upp þar sem krafan um aðild var of sterk og hin innri samstaða banda- lagsins of veik. Niðurstaðan er sú að Evr- ópusambandið hangir í lausu lofti. Það getur enginn sagt lengur til um hvar land- fræðileg mörk þess eigi að vera né heldur er ljóst hver hin stofnanalegu og pólitísku mörk eiga að vera. Á ESB einungis að vera fríverslunarsvæði eða er hugmyndin um peningalegan samrana og sameigin- lega utanríkisstefnu framkvæmanleg? Vandi Þjóðveija er að sameiningin hefur losað um hin vestrænu tengsl þeirra og þeir era því berskjaldaðri en áður. Þá skort- ir líka mótvægi. Rússar hafa dregið sig til baka og Bandaríkjamenn fækka sífellt Evrópu. Það er því kannski engin furða, segir Die Zeit, að nágrannar Þýskalands velti því fyrir sér hversu vel Þjóðveijar valdi þessu hlutverki. Það flæk- ir svo málin að Þjóðveijar vita ekki sjálfír svarið við þeirri spurningu. Helmut Kohl hefur ávallt verið þeirrar skoðunar að eina lausnin sé að rígbinda Þýskaland í viðjar óijúfanlegs Evrópusambands. Flestir þeir stjómmálamenn, sem taldir era líklegir sem eftirmenn hans, hafa hins vegar látið í ljós efasemdir um hvort sambandið við Frakkland eigi að vera jafn ríkur þáttur í þýskri utanríkisstefnu og hingað til. Samstarfíð við Frakkland var eitt sterk- asta einkenni fyrrum Vestur-Þýskalands. Vel má vera að hið sameinaða Þýskaland hafí aðra forgangsröðun er fram í sækir. Það er að minnsta kosti ljóst að gagnrýni í garð Frakka, sem margir þýskir stjórn- málamenn telja að stjórnist af „eiginhags- munum“, hefíir orðið háværari á síðustu misserum. Aðrir benda á að þó að Þjóðveijar hafí öðlast aukið sjálfstæði frá Frökkum þá séu þeir í raun orðnir háðari þeim. Hættan sé sú að ef Þjóðveijar reyni að standa einir þá muni þeir einangrast. Þjóðveijar þurfí samstarfsaðila og þar komi Frakkar helst til greina. Þess má þó geta að fleiri þjóð- ir, til dæmis Bretar, hafa gælt við þá hug- mynd að verða þessi „samstarfsaðili“ Þjóð- veija. Það er þó ólíklegt að sú verði raun- in, að minnsta kosti á meðan Kohl er við völd. En hvað með Frakka? Þeir telja sig vera þá þjóð er mestu hafí glatað er Jalta- skipulagið hrundi. Frakkar eru ekki lengur ein af „sigurþjóðunum" er gátu drottnað yfír Þjóðveijum og kjamorkuvopnabúr þeirra skiptir litlu máli eftir að Sovétríkin hurfu. Meira að segja innan Evrópusam- bandsins era það Þjóðveijar sem núna ráða ferðinni og munu gera það í enn rík- ara mæli eftir að aðildarríkjunum fjölgar. Þeir era nú farnir að óttast að það sé ekki Helmut Kohl sem hafí rétt fyrir sér varðandi Evrópusambandið (sem tæki til að halda Þjóðveijum í skefjum) heldur Margaret Thatcher, sem taldi að Evrópu- sambandið rnyndi tryggja Þjóðverjum yfír- ráð yfír Evrópu. Það er því örugglega engin tilviljun að Francois Scheer kaus að lýsa áhyggjum sínum í kjölfar þess að aðildarsamningar náðust við Austurríkis- menn, Svía, Finna og Norðmenn. „ Samstarfið við Frakkland var eitt sterkasta ein- kenni fyrrum Vestur-Þýska- lands. Vel má vera að hið sam- einaða Þýskaland hafi aðra for- gangsröðun er fram í sækir. “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.