Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.04.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 51 GARUR eflir Elínu Pálmadóttur Náttúru- hagræðing Vorið er unaðslegur tími. Það lætur manni finnast að maður sé nógu ungur til að gera allt það sem maður er orðinn nógu gamall til að vita að maður getur ekki, er haft eftir einhverj- um útlendingi, Franklín P. Jones. En á svo dæmalaust vel við hér og nú. Bjartar vonir vakna með vorinu hjá þessari norðlægu þjóð á hnettinum og vill þá gjarnan gleymast hvað við getum ekki. Um daginn dundi yfir okkur sú fregn, prófuð í samanburðarkönnun við önnur lönd, að okkar eigin gáfuðu íslensku grunn- skólanemar hafí reynst aftarlega á merinni í landafræðiþekkingu. Komu þó sýnu verst út í þeim hlutanum sem nefn- ist eðlisræn landafræði, þar sem einfaldlega reynir á þekkingu og skilning á afstöðu sólar og jarðar, landmótun, bergtegund- um, jarðvegi og loftslagi. Höfðu þar ekki nema 38% svara. Merkilegt í landi með mestu fjölbreytni af veðrum. Land sem í ber- angri sínu er eins og opin bók og svo ungt að landmótun með sífelldum eldgosum og fram- hlaupi jökla eru tímunum saman aðalfréttir í fjölmiðlum með ýtar- Iegum skýringum og myndum. Þegar Tryggvi Jakobsson hjá Námsgagnastofnun gerði í erindi grein fyrir þessu fjölþjóðlega könnunarprófi lét hann þau orð falla að íslenskir nemendur átt- uðu sig illa á tímabeltum og ættu ekki gott með að tileinka sér upplýsingar af línuritum. Ekki vekur það síður ugg ef landsmenn átta sig ekki á tíma- beltunum og skynja ekki hvar í veröldinni við erum staðsett í til- verunni. Eins og við þurfum nú á því að halda að skilja mekanis- mann í höfuðskepnunum einmitt á svo válegum stað á hnettinum. Það sýndi sig svo sannarlega nú um páskana, þegar aðstæður í geimi vinda sendu yfir okkur skyndiáhlaup og veðurham. Vel hefði sumum komið að hafa til- finningu fyrir og glóru um hvað getur gerst við gefnar aðstæður — hálka, skafrenningur, snjóflóð og blindhríð. Semsagt hvers má vænta. í fjölmiðlum mátti heyra að ekki höfðu allir klára grunvallar- þekkingu til að greina hættur frá hættuleysi. Allar frásagnir af hættum og björgunum lagðar að jöfnu. Maður fór að hugsa um hvílík hetja maður hlyti að hafa verið hér áður fyrr, að bíða af sér veður í bílum, tjöldum eða snjóhúsum, þegar aðalfrétt í öll- um fréttatímum í óveðurshrin- unni var lengi vel leit og björgun röskra stráka og vel búinna á fjallahálsi þar sem þó yar kofa að finna. Fólk fylgdist með því að élíki heyrðist frá þeim og hvernig þeim var svo hjálpað til byggða eftir að upplýst var að þeir sætu um kyrrt í kofanum. Ágætt ef félagarnir vildu svipast um eftir þeim og sækja þá úr því engir voru þar í verri hremm- ingum í óveðrinu, en varla voru það stórtíðindi. Líklega hafa nokkuð margir árgangar farið í gegn um skóla- kerfið án þess að skilja afstöðu sólar og og jarðar með meðfylgj- andi náttúrulögmálum. Hafa ver- ’ ið að tínast út t í samfélagiö? s Gætu jafnvel verið komnir inn á þing? Ekki virðast allir þar klárir á því hvenær „hádegi“ er hér á iandi eða hvernig það verður „náttúrulega" til. Halda það fast- neglt klukkan hálftvö. Gangur sólar komi þar þá líklega ekkert við sögu. í samhengi við nýlega uppgötvun um lítinn skilning grunnskólakrakkanna á göngu sólar og himintungla var mönn- um þar á bæ kannski vorkun í umræðum um tímatilflutning á klukkunni. Við erum svosem ekki með rétta klukku samkvæmnt tímatalinu. Hún er allan ársins hring klukkutíma á undan „nátt- úrulegum tíma“, á gamla sumar- tímanum. Hvenær sól er hæst á lofti liggur því hreint ekki ljóst fyrir landsmönnum og þá vænt- anlega ekki það sem flóknara er. Náttúran lætur ekki að sér hæða. Fyrir milljónum ára hafði hún ekki hugmynd um að við myndum nokkurn tímann fara að nota gleraugu, en samt hafði hún vit á að setja eyrun á okkur þar sem þau eru, eins og alkunna- er. Óneitanlega náttúruleg hag- ræðing, ekki satt? Og hagræðing skal það vera, þótt varla teljist hún náttúruleg, að færa til klukk- una tvisvar sinnum á ári. Burtséð frá skilningsleysi á náttúrulögmálum er mér bölvan- lega við svona hringl. Ekki síst eftir að ferðir milli landa urðu æ hraðfleygari. Ég man eftir að bílstjóri frá utanríkisráðuneytinu franska átti að sækja mig og koma mér út á flugvöll snemma morguns í París og ég varð á síðustu stundu að taka leigubíl og greiða fyrir ólöglegan akstur út á flugvöll þegar hann ekki sýndi sig. Hvorki hann né hótelið vissu að klukkunni hafði verið flýtt um nóttina. í annað skipti sagði ferðaskrifstofufólk Frakk- landsmegin Ermarsunds að ég gæti strax eftir að feijan kæmi yfir sundið tekið lest til London. Og tókst aðeins fyrir einskæra heppni og kunnáttu samfarþega að ná síðustu lest með því að aka með hraði í leigubíl í veg fyrir hana tveimur stöðvum lengra. Frakkar reyndst komnir á sumar- tíma en Bretar ekki fyir en eitt- hvað seinna og ferðfólk lenti í mestu hremmingum. Eintómt Qárans vesen! Fyrir nú utan það að vísindin segja að hver maður sé með innstillta klukku, vakni gjarnan og svefn sæki á á sama tíma. Ætli sé ekki best að hafa náttúruna sama við sig, ef menn hafa þá nokkra glóru um gang- verk náttúrulögmálanna — og sólargangsins. oc HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN Lestur og greining ársreikninga fyrirtækja Efni: Hvað er ársreikningur? Hvaða upplýsingar gefur hann og hvaða meg- inreglur gilda við framsetningu þeirra? Kynntar verða helstu aðferðir til að ganga úr skugga um réttmæti árs- reikninga og sýnt hvernig hafa má gagn af þeim með svolítilli fyrirhöfn. Leiðbeinandi: Stefán Svavarsson, dósent við HÍ, og Árni Tómasson, lög- giltur endurskoðandi. Tími: 13. og 14. apríl kl. 16-19.30. Verð: 5.800 kr. Skráning í síma 694940. Fax 694080. Uppiýsingasímar 694923,-24 og -25. A ferö urn Island Miðvikudagsblaði Morgunblaðsins, 20. apríl nk., fylgir blaðauki sem heitir Á ferð um ísland. í þessum blaðauka verður fjallað um ferðalög innanlands, þar sem íslenskum fjölskyldum er bent á feröamöguleika um eigið land. Greint verður frá athyglisverðum áningarstööum, gistimöguleikum, útivist, s.s. hjólreiðum, sundi og golfi, auk þess sem sérstaklega verður fjallað um ferðamannastaðinn Reykjavík. Einnig veröur bent á ýmsa afþreyingarmöguleika, t.d. veiði, hestaferðir, jöklaferðir og bátsferðir. Fjallað verður um undirbúning ferðalags um ísland með tilliti til útbúnaðar, nestis og gæslu eigna. Þá verður kynning á ferðamessu sem byrjar 21. apríl nk. Þess má geta að í blaðaukanum verður efnt til ferðagetraunar fyrir lesendur. Þeim, sem áhuga hafa á aö auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekiö er viö auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 18. apríl. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Guömundsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 1111 eöa símbréfi 69 11 10. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.