Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994 * # _ i * j j * Morgunblaðið/Sverrir Arbæjarlaug bratt vigð VERIÐ er að leggja síðustu hönd á framkvæmdir við nýju sundlaugina í Árbæjarhverfi og er reiknað með að hún verði opnuð almenningi 1. maí næstkomandi, að sögn Erlings Þ. Jóhannssonar íþróttafulltrúa Reykjavíkurborgar. Köldu vatni hefur verið hleypt í laugina svo að unnt sé að stilla hita- og hreinsibún- að. „Þetta er mjög fullkominn búnaður og verktakar eiga að skila honum þannig að hann starfi rétt,“ sagði Erling. „Þess vegna er vatn í lauginni þegar búnaðurinn er reyndur." VEÐURHORFUR í DAG, 13. APRÍL YFIRL.IT: Skammt suður af Jan Mayen er 995 mb lægð sem hreyfist norðaustur. Um 600 km suður af Hvarfi er 982 mb lægð sem hreyfist norður. Vestur af irlandi er 1.035 mb hæð. SPÁ: Vestanlands verður suðaustan stinningskaldi eða allhvasst og dálftil súld með köflum. Suðaustantil verður suðvestan stinningskaldi og sums staðar dálftil súld. Norðaustanlands verður sunnan kaldi og hætt vlð smé skúrum. Hlti verður á bilinu 4-9 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestanátt, vfðast stlnningskaldi eða allhvasst. Skúr- ir eða slydduél um vestanvert landið, en þurrt og víða léttskýjað um landið austan- vert. Hiti á bilinu 1-4 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Vestanátt, allhvasst norðanlands, en kaldi eða stinnings- kaldi syðra. Délitil slydduél vestanlands, en þurrt og bjart veður um austanvert landið. Hiti 1-4 stig. HORFUR A LAUGARDAG: Vestan- og norðvestanétt, víðast kaldl. Dáiítll súld við vestur- og norðurströndina, en annars þurrt og víða léttskýjað. Hiti 3-6 stig. o 'tik & ■PÉ> m Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. / / / * / * * * * . ? * 10° Hitastig / / / / / * / / * / * * * * * V v V V “ !d Rigning Slydda 7'— Snjókoma Skúrír Slydduél El = Þoka ' FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30fgær) Á Vestfjörðum er ófært um Kleifeheiði, Háffdán og um Steingrimsfjarðarheiði, en þungfært er um isafjarðardjúp. Breiöadatsheiði er fær en Bptnsheiði er ófær. Fært er um Holtavörðuheiði, en þungfært er til Siglufjarðar. Á Öxnadalsheiði er nokkur skafrennlngur. Möðrudalsöræfi éru ófær og færð farin að þyngjast á Fjarðarheiði, á Oddskarði er skafrenningur. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti f sfma 91 -631BOO og ó grænni línu, 99-6315. Vegagerðln. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 3 úrkoma Reykjavlk 3 léttskýjað Bergen 8 skýjaö Helsinki 12 léttskýjað Kaupmannahöfn 13 léttskýjað Narssaresuaq 1 skýjað Nuuk +6 léttskýjað Ósló 11 léttskýjað Stokkhólmur 14 léttskýjað Þórahöfn 6 skúrír Algarve 20 heiðskírt Amsterdam 13 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Berlín 14 alskýjað Chlcago 6 rigning Feneyjar 11 alskýjað Frankfurt 12 skýjað Glasgow 10 úrkoma Hamborg 12 skýjað London 12 alskýjað Los Angeles 15 skýjað Lúxemborg 6 þokumóðe Madríd 14 heiöskírt Malaga vantar Mallorca 17 léttskýjað Montreal 3 skýjað NewYork 9 alskýjað Orlando 20 Iéttskýj8ð París 12 skýjað Madeira 16 skýjað Róm 12 skýjað Vín 6 alskýjað Washington 11 alskýjað Winnipeg 2 léttskýjað Borgarráð um brunatryggingar Húseigendum verði heimilað að kaupa tryggingar af öðrum BORGARRÁÐ hefur samþykkt umsögn borgarritara um frumvarp til laga um brunatryggingar. Lagt er til að þrátt fyrir ákvæði í lögum frá 1954 um brunatryggingar í Reykjavík verði húseigendum heimilt að tryggja hjá öðrum aðiia. í umsögn Jóns G. Tómassonar borgarritara segir að vegna samn- ings um Evrópskt efnahagssvæði sé talið nauðsynlegt að fella niður einkarétt Reykjavíkurborgar á brunatryggingum í Reykjavík. Fram kemur að undanþága Reykjavíkur- borgar á rekstri Húsatrygginga Reykjavíkur gildi að öðru leyti áfram gagnvart EES-samningnum. Því sé óeðlilegt og óþarft að fella ákvæði iaga úr gildi og setja ákvæði um starfsemi Húsatrygginga Reykjavík- ur í bráðabirgðaákvæði eins og gert er í frumvarpinu. Lagt er til að heiti frumvarpsins verði „Frumvarp til laga um bruna- tryggingar utan Reykjavíkur“. Þá er lagt til að sett verði inn ákvæði um að þrátt fyrir ákvæði laga um bruna- tryggingar í Reykjavík verði húseig- endum í Reykjavík heimilt að tryggja hjá öðrum aðila. Jafnframt að hús- eigendur skuli í síðasta lagi fyrir 30. nóvember tilkynna Húsatryggingum Reykjavíkur skriflega, hyggist þeir flytja þessar tryggingar til annars félags frá næstu áramótum. Tilkynn- ingu um uppsögn skal fylgja stað- festing vátryggingafélags þess efnis að stofnað hafi verið til lögboðinnar brunatryggingar frá og með 1. jan- úar næsta ár. Að öðrum kosti fram- lengist vátryggingin tii eins árs í senn. Tvísköttun Borgarritari vekur athygli á að samkvæmt 2. gr. frumvarpsins skal Fasteignamat ríkisins annast virð- ingu skylduvátryggðra húseigna. Starfsmenn vátryggjandans meta tjón vegna eldsvoða. Vegna Húsa- trygginga er hins vegar nauðsynlegt að dómkvaddir matsmenn meti tjón vegna eldsvoða. Rökrétt væri því að sömu aðilar meti virðingarverðið. Bent er á að fyrirhugað sé að allir húseigendur verði krafðir um árlegt gjald til að standa undir kostnaði við framkvæmd virðingargjörðar hjá Fasteignamati ríkisins. Af öllum hús- eignum I Reykjavík hefur þegar ver- ið greitt virðingargjald og því yrði um tvísköttun að ræða vegna hús- eigna sem þegar væru í mati. Skoðanakönnun Gallup fyrir RÚV Meirihluti hlynntur viðræðum við ESB SJÖ af hverjum tíu kjósendum vilja að íslendingar hefji viðræður um aðild að Evrópusambandinu (ESB) og nýtur sú skoðun fylgis meirihluta kjósenda allra stjórnmálaflokka, samkvæmt könnun sem Gallup vann fyrir Ríkisútvarpið. Fylgi stjórnarflokkanna er nú meira en verið hefur í könnunum Gallup undanfarið eitt og hálft ár og njóta þeir stuðnings yfir 47% kjósenda. Gallup kannaði hug kjósenda til stjórnmálaflokka og aðildarvið- ræðna við ESB. Þrír af hveijum fjórum kjósendum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks vilja helja viðræð- ur um aðild. Sömu afstöðu tóku 63% kjósenda Kvennalistans, um 60% kjósenda Framsóknarflokksins og 54% kjósenda Alþýðubandalags. Konur virðast hlynntari ESB en karlar, 76,5% kvenna vilja hefja viðræður en 64% karla. Stjórnarflokkar styrkjast Kvennalistinn hefur tapað mest- um stuðningi frá því í síðustu könn- un Gallup, eða um þriðjungi, og mælist nú með 13% fylgi. Alþýðu- bandalagið hefur einnig misst fylgi og mælist með 12,5%. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur bætt stöðu sína og hlýtur nú mesta stuðnings sem mælst hefur hjá Gallup í 18 mán- uði eða 38%, Framsóknarflokkurinn bætti einnig stöðu sína og naut stuðnings 26,5% kjósenda og Al- þýðuflokkurinn hefur 9% fylgi. ------» ♦ ♦---- Arekstur á Breiðadalsheiði TVEIR bílar skullu saman á Breiðadalsheiði uppúr miðjum degi í gær. Þrennt var flutt á Sjúkrahúsið á ísafirði með minni- háttar meiðsl og fékk að fara heim að lokinni rannsókn. Slysið varð með þeim hætti, að tveir bílar, er komu úr gagnstæðri átt, óku framan á hvor annan í snjógöngum á heiðinni. Bílarnir eru taldir ónýtir. Nafnlaust áheit barst í pósti RITSTJÓRA Morgunblaðsins barst í gær umslag sem innihélt 101 þúsund króna áheit til Strandarkirkju. I umslaginu var bréf, undirritað N.N., með ósk um að peningunum yrði komið til skila. Morgunblaðið mun að sjálfsögðu verða við þeirri ósk, en vill ítreka að það hefur ekki lengur milligöngu um að koma áheitum til Strandarkirkju. Er fólki bent á að snúa sér til skrifstofu bj|kups.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.