Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994 23 Endurbætur á gatnakerfinu í Kópavogi Vinnu í Holtagerði og Reynihvammi senn lokið FRAMKVÆMDIR við endur- gerð Reynihvamms og Holta- gerðis eru vel á veg komnar, og er áætlað að þeim ljúki í júní, Nýlega voru hafnar fram- kvæmdir við endurgerð Víghóla- stígs og á næstu dögum munu framkvæmdir hefjast við endur- gerð vesturhluta Hamrabrekku. Þá hefur verið ákveðið að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Skjólbrautar og munu þær vænt- anlega hefjast í byrjun maí. í lok mars voru opnuð tilboð í 1. áfanga gatna- og holræsagerð- ar í Fífuhvammslandi (Linda- hverfi). Um er að ræða húsa- og safngötur fyrir þær íbúðalóðir, sem nýlega var úthlutað (samtals um 300 íbúðir). Bæjarráð sam- þykkti að leita samninga við lægstbjóðanda, JVJ hf., en tilboð þeirra hljóðaði upp á rúmar 40,5 milljónir króna, sem var um 65% af kostnaðaráætlun. Framkvæmd- ir eru þegar hafnar. Verklok eru 1. ágúst og verða íbúðalóðirnar þá byggingarhæfar. Niðjamót undirbúið HLUTI þess hóps listamanna sem á ættir að rekja til Grindavíkur og Jóns Jónssonar, ættföðurins, saman- kominn á æfingu á Hótel íslandi fyrir skemmstu. Niðjamót Járngerðarstaðaættar á Hótel íslandi Reynt að sameina eina stærstu ætt Suðumesja Konur á framboðsfundi KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands, Jafnréttisráð, Jafnréttisnefnd Reykjavíkur og Samband íslenskra sveitarfélaga gangast fyrir fundi með konum í framboði til sveitarstjórna í kvöld, miðviku- dag, kl. 18-21, að Hótel Holiday Inn, Reykavík, fundarsalnum Hvammi. Þátttökugjald er kr. 1.400 og er kvöldverður innifalinn. Markmið fundarins er að stuðla að sem mestum raunverulegum áhrifum kvenna í stjórn sveitarfé- laganna og því að konur í fram- boði geri sér grein fyrir mikilvægi þeirra áhrifa. Á fundinum munu konur með þekkingu af starfi í stjórn sveit- arfélaga miðla af reynslu sinni, fjalla um vinnubrögð og skipulag ásamt því að ræða um samvinnu kvenna í sveitarstjórnum. Þetta er ekki framboðs- eða kynningar- fundur frambjóðenda og ekki kappræðufundur milli flokka. NIÐJAMÓT Járngerðarstaðaættar verður haldið föstudaginn 15. apríl á Hótel Islandi og verður flutt af því tilefni. sérstaklega frum- samin skemmtidagskrá. Að sögn Þóris Steingrímssonar, leikstjóra sem á sæti í undirbúningsnefn niðjamótsins, er Járngerðarstaðaætt- in afar merk „enda ein stærsta ætt Suðurnesja," segir Þórir. „Ætt- in á sér langa fortíð. Heimildir um ættina ná allt aftur til ársins 1747 en þar finnum við mann sem heitir Jón Jónsson, sem má segja að sé elsti forfaðir okkar,“ segir Þórir og segir að mörgum niðjum finnist það „yndislegt að vera kominn af Jóni Jónssyni". Fyrir seinustu áramót lauk út- gáfu bókaútgáfunnar Þjóðsögu á niðjatali Járngerðarstaðaættar. Þórir segir að margir hafi fyrst þá gert sér grein fyrir ætterni sínu. I bókinni eru um 21 þúsund nöfn, en beinir niðjar Jóns eru í kringum 8 þúsund, að sögn Þóris, og kveðst hann gera ráð fyrir að 5-6 þúsund þeirra séu á lífi, þar sem ættin stækki stöðugt með nýjum kyn- slóðum. Innleiðing ætternisins „Járngerður var landnámskona og formóðir jarðarinnar Járngerð- arstaða. Hún er sögð hafa verið tengdadóttir Molda-Gnúps, sem nam þar land og átti þijá syni; Hafur-Björn, Þorstein og Þórð. Þessi ætt verður okkur niðjunum ljós þegar bókin kemur út og hversu margir listamenn úr öllum greinum tilheyra ættinni," segir Þórir. „Þá vaknaði sú hugmynd hjá mér og fleirum að setja þessa ætt af stað, og vita hvort okkur tækist með einhveijum hætti að innleiða ættrækni eða ætterni. Við Fjölnis- menn og fornöldin FÉLAG íslenskra fræða boð- ar til fundar með Sveini Yngva Egilssyni í Skólabæ við Suðurgötu, í kvöld, mið- vikudagskvöld, klukkan 20.30. Þar mun Sveinn Yngvi segja frá rannsóknum sínum á Fjöln- ismönnum og fornöldinni. Eftir framsögu Sveins Yngva gefst mönnum kostur á léttum veitingum áður en umræður hefjast. Fundurinn er öllum opinn. ákváðum að boða til nk. kvöldvöku þar sem við myndum smíða með þessum listamönnum frásögn í leikrænni mynd með tónlist og ljóð- um,“ segir Þórir. Skemmtidagskráin ber yfir- skriftina Innleiðing ætternisins_ og koma þar meðal annars fram Álf- heiður Ingadóttir, Árni Bergmann, Einar Júlíusson, Elva Ósk Ólafs- dóttir, Guðrún Svava Svavarsdótt- ir, Jóhanna Linnet, Jónína Ólafs- dóttir, Magnús Þór Sigmundsson, Magnús Kjartansson, Pétur Krist- jánsson, Tolli, Edda Sigurðardóttir, Þórir Steingrímsson o.fl. Dagbjart- ur G. Einarsson, útgerðarmaður, Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissátta- semjari og Tómas Þorvaldsson, útgerðarmaður verða staðarhald- arar eða veislustjórar á Hótel ís- landi. Einnig var áformað að Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson kæmu fram, en þeir gátu ekki troð- ið upp þetta tiltekna kvöld sökum annarra verkefna. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi að loknum skemmtiat- riðum. „Við reyndum að stilla miðaverði í hóf, annars vegar 1.500 fyrir aðra en matargesti en 3.900 fyrir þá sem snæða matinn sem verður með „Járngerðarívafi." Við ákváðum að hafa niðjamótið á föstudaginn því lausleg könnun sem við gerðum sýndi að undirtekt- ir eru bestar það kvöld, auk þess sem flotinn á að vera inni í Grinda- vík og annars staðar á Suðurnesj- um sama kvöld. Við erum að vona að þeir láti sjá sig karlarnir sem eru komnir af Einar Dagbjarts- syni, útgerðarmanni og sjóhetju í Grindavík, og jafnframt hluti af ættinni, því markmiðið er að styrkja ættarböndin og grundvalla jafnvel fleiri niðjamót," segir Þórir og kveðst búast við á milli 400-500 manns og jafnvel fleirum. í.slaiulskoslur Afmceli Verð trá 900 kr. á mann, 61 48 49 + Landgræbsluskógar 1994 Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl nk., fylgir blaðauki sem heitir Landgræbsluskógar 1994. í þessum blaðauka verður fjallað um málefni skógræktar á íslandi, landgræðsluskógaverkefnið, sem hófst árið 1990, nýjar áherslur í skógræktarstarfi og árangur. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blaðauka, er bent á, að tekiö er við auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 18. apríl. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 11 11 eða símbréfi 69 11 10. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.