Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994 félk f fréttum Morgunblaðið/pþ SKEMMTUN Ellilífeyrisþegar „fíla“ Sniglabandið í FYRSTA sinn í sjötíu ára sögu Elliheimilisins Grund- ar kom popphljómsveit í heimsókn til þess að leika fyrir heimilisfólkið. Þetta voru félagar í Sniglabandinu, sem tóku sig til og buðu upp á skemmtunina. Þeir spiluðu jafnt Landleguvalsinn og Kaupakonuna hans Gísla í Gröf eins og rokk og blús nútímans, sem táning- um er tamar að hlusta á en öldruðu fólki. Hafði heimil- isfólkið á Grund gaman af þessari heimsókn, enda var mikið klappað og takturinn sleginn með stafnum hjá einstaka heimilismanni. Er best að láta eina áttatíu og eins árs konu lýsa því hvemig henni þótti. „Þeir voru hreint stórkostlegir,“ sagði hún og Ijómaði. Á myndinni má sjá Palmi Sigurhjartarson píanóleikara og Björgvin Ploder tommuleikara taka á móti þakk- læti heimilismanna að loknum popptónleikunum á Grund. Fylgstu meb á mibvikudögum! Úr verino kemur út á mibvikudögum. Þar er ítarleg umfjöllun um allt sem viökemur sjávarútveginum, allt frá veiöum til sölu sjávarafuröa. Nýjustu fréttir eru sagöar af sjávarút- veginum, birt eru aögengileg yfirlit yfir aflabrögö, fréttir af fiskmörkuöum, kvóta, dreifingu skipa á miöunum og fleira. Úr verinu er blaö sem allir lesa sem láta sig sjávarútveginn, höfuðatvinnuveg landsins, einhverju varða. Maus spilar aðallega frumsamið nýrokk. Áheyrendur voru ánægðir með það sem fyrir augu og eyru bar. ss Sigurlið Músíktil- rauna með tónleika Hljómsveitin Maus, sem sigraði í Músíktilraunum 1994, héit tónleika á Tveimur vinum sl. sunnu- dagskvöld fyrir fullum sal. Hljóm- sveitin spilar aðallega frumsamið nýrokk, en hana skipa Eggert Gísla- son, Birgir Örn Steinarsson, Páll Ragnar Pálsson og Daníel Þor- steinsson. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fjöldi ungs fólks hlustaði á Maus, Strigaskó nr. 42 og Wool spila. MENNING Með silfur- bjarta nál Ekki höfðu margir í Victon'a heyrt talað um Elsu Guðjónsson þangað til fyrir viku. En þeir sem voru svo heppnir að hlusta á hana, gleyma því ekki. Þannig hefst blaða- grein eins þekktasta rithöfundar af íslenskum ættum í Kanada, Williams D. Valgardssons, prófessors í „Skap- andi ritlist" við Victoríuháskóla í Brit- ish Columbíu. En þangað hafði Elsu Guðjónsson textílfræðingi í Þjóð- minjasafninu verið boðið til fyrir- lestrahalds á vegum minningarsjóðs Vestur-íslendinganna Richards og Margretar Beck. Elsa flutti tvo fyrir- lestra á vegum Becks-sjóðsins. Jafn- framt var hún einn af fyrirlesurunum á ráðstefnu um miðaldabúninga og vefnað og talaði þar um „Uliararfinn: miðalda textíla á íslandi". Og hafði þar líka myndasýningu. Rithöfundurinn Bill Valgarðsson segir skemmtilega frá því hvemig hann sótti Elsu og mann hennar, Þór Guðjónsson fyrrv. veiðmálastjóra, á flugvöllinn. Og skrifar svo: „Fyrirlest- ur Elsu hét „Með silfurbjarta nál: íslenskur útsaumur 1600-1900“. Úr því þetta er mjög óformleg grein skal ég segja ykkur hvað ég veit um út- saum. Amma mín saumaði út. Maður notar litríkan þráð. Allt og sumt. Eftir að ég hafði kynnt Elsu, settist ég og átti von á að leiðast. Það er víst afleitt viðhorf, en ég er karlmað- ur og hve margir karlmenn haldið þið að hætti á það að sækja erindi um íslenskan útsaum 1600-1900. Ég sat ekki beinlínis, heldur hallaði mér upp að veggnum því salurinn var troðfullur. Það var fyrsta áfallið. Annað kom mér í opna skjöldu, mér fannst erindið skemmtilegt. Nægilega áhugavert til þess að ég ætla að kaupa bók Elsu um þetta efni næst þegar ég kem til Islands. Þessar tvöföldu sýningarvélar, sem ég hafði furðað mig á þama, sýndu hrífandi dæmi úr fortíðinni meðan Elsa útskýri það sem við sáum og hvers vegna það skipti máli. Eftir fyrirlesturinn streymdum við öll upp í kaffi og kök- ur og ég kynntist betur öllu þessu fólki í Vancouver sem áhuga hefur af útsaumi en vissi ekkert um ísland eða íslenskar hannyrðir fyrr en nú. Daginn eftir flutti Elsa fyrirlestur um „Islenska þjóðbúninginn, fyrr og nú“. Aftur urðum við að sækja stóla í næstu sali og samt þurftu sumir að standa. Þennan fyrirlestur hafði ég hlakkað til að heyra síðan ég frétti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.