Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRIL 1994 39 Hjördís Oddgeirs dóttír—Minning Fædd 5. júlí 1932 Dáin 22. mars 1994 Minning Benedikt Jóns- son húsasmiður Nú er hún Hjördís okkar dáin, sagði Ásta er hún hringdi í mig vestur í Stykkishólm til að tilkynna mér lát Hjördísar. Ég hitti hana rétt áður en ég fór vestur og þá var hún svo hress. Við hlógum og gerðum að gamni okkar eins og svo oft áður, hún sat í rúminu sínu og borðaði samloku með bestu lyst þó svo að hún væri svolítið að svindla. Ég þekkti Hjördísi lítillega þegar ég hitti hana með Bóbó á Kokkhús- inu rétt fyrir jólin 1985. Þau voru að fá sér kaffi eftir að hafa verið á búðarrápi. Bóbó var þá búinn að kaupa fimm jólagjafir handa Hjör- dísi, minna mátti það ekki vera. En í byijun árs 1987 dó Bóbó mjög snögglega og þá varð Hjördís ein og stóð hún sig mjög vel. Hún bauð mér í heimsókn stuttu seinna og þá hófst vinátta okkar sem var mjög litrík. Hjördís var mikill persónuleiki og oft sópaði að henni. Þegar hún punt- aði sig sem hún gerði æði oft, þá var hún eins og drottning, en svo fannst henni líka mjög gott að liggja bara uppi í rúmi og hafa það gott. Hún hlustaði þá gjarnan á kristilega söngva á snældum og fékk sér eitt- hvað gott í svanginn úr Lúllabúð. Hann Haraldur vinur minn er látinn á 84. aldursári. Það bar óvænt að því hann hafði verið hress fyrr um daginn og okkur datt ekki annað í hug en að hann ætti mörg ár eftir ólifuð. Hann var sérlega góður maður, ósérhlífinn og vildi öllum vel. Ég kynntist Haraldi fyrir um tíu árum, þegar hann bar út blöð í hverfinu okkar. Þessi aldna kempa vakti athygli mína, léttur og kvikur á fæti og alltaf fyrstur á ferli. Með okkur tókst fljótlega góður kunn- ingsskapur og varð hann fljótlega góður heimilisvinur. Þegar ég þurfti á gæslu að halda fyrir yngsta son minn árið 1986 þegar hann byijaði í skóla, þá bauðst Haraldur til að taka það starf að sér. Hann hefði hvort eð er ekkert að gera þar til hann færi að sinna hestunum síðdegis. Það varð því úr að hann gætti sonar míns í tvö og hálft ár og ég hugsa að betra veganesti hefði hann ekki getað fengið á þessum tíma. Har- aldur las með honum, kenndi honum fjölmörg spil og miðlaði honum af reynslu sinni. Það er staðreynd að mörg börn fara á mis við samvistir við eldra fólk og er það mjög miður. Haraldur er fæddur og uppalinn á Breiðabólsstað í Miðdölum og eitt er víst að sveitin og dýrin áttu hug hans allan. Honum auðnaðist þó ekki að stunda búskap nema hluta ævinnar en hann bjó á Aflstöðum í Dölum um tíu ára skeið. Hann var fjármaður góður og átti alltaf góða hesta, sem hann hugsaði einstak- lega vel um. Hann hafði milligöngu um fyrstu hestakaup mín og stund- uðum við hestamennsku saman í nokkur ár. Mér eru minnisstæðir margir langir útreiðartúrar sem við áttum saman, oft í fylgd móður minnar. Það var gaman að fylgjast með hvernig þau bæði báru sig að. Aldrei misstu þau stjórn á sínum hestum, þrátt fyrir að þeir væru öskuviljugir, og sátu sem límd við hestana, á meðan ég lenti oft í hinu mesta basli og hlaut ófáar bylturn- ar í gegnum tíðina. Það virtist þeim í blóð borið að skilja skepnurnar og fá þær til samvinnu við sig, Lífsganga Hjördísar var ekki allt- af blómum stráð, en alltaf var þó stutt í léttleikann og dillandi hlátur og þá sagði hún gjarnan við mig: „Æi Anna, þú getur nú hlegið að öllu“, og svo hló hún með. Stundum blés Hjördís og þá var best að þegja eða þá að blása á móti og stuttu seinna var komið logn. Hún var dugleg að fá sitt fram og það var oft erfitt að neita henni því að hún fór svo sniðuglega fram á hlutina. Eitt sinn hringdi hún í mig á fallegum en köldum vetrardegi og sagði: „Ég var að hringja á Veður- stofuna og þeir sögðu að það væri gott veður í bíl,“ hún var auðvitað að falast eftir bíltúr og svona beiðn- ir var ekki hægt annað en að upp- fylla. Oft fórum við á Shanghai í kaffí og vöfflur og þar þekkti hún allar stúlkurnar og voru sumar í meira uppáhaldi en aðrar. Hjördís átti við erfið veikindi að stríða allt frá unglingsaldri, en aldr- ei fannst mér hún reið og bitur og tók hún þessum veikindum ótrúlega vel. Hún sagði nýlega við mig að hún væri ekkert hrædd við dauð- ann, en sér fyndist að hún ætti nú betra líf skilið hinu megin þar sem þetta líf hefði verið svo erfitt. Hjör- dís átti einlæga trú á Jesú Krist og sagði svo oft: „Ég fel allt í hend- ur Jesú.“ Hún sagði við mig hérna þannig að maður og hestur yrðu eitt. Haraldur missti aldrei tengslin við sveitina. Hann fór í heyskap á sumrin og reyndi alltaf að komast í sauðburðinn. Þá fór hann í leitir í Dölunum þar til fyrir örfáum árum. Þegar vinafólk okkar fluttist af mölinni og byijaði sauðfjárbú- skap á Efra-Núpi í Miðfirði, þá varð hann þar tíður gestur og miðl- aði óspart af sinni reynslu. Áhugamál Haraldar voru marg- vísleg og ekkert var honum óvið- komandi. Þrátt fyrir að samvistir okkar snerust að miklu leyti um hesta og ferðalög okkar saman væru oftast í tengslum við þá, þá áður fyrr að ég myndi aldrei ná mér í mann vegna anna og auk þess myndi enginn geta búið með mér því að ég væri aldrei heima hjá mér og alltaf svo mikið að gera. Þegar ég svo afsannaði fullyrðingar hennar og gifti mig var Jónsi í miklu uppáhaldi hjá henni og oft þurfti hún ekkert við mig að tala þegar hún hringdi, það var alveg nóg að tala við Jónsa. Hún varð „amma“ barnanna okkar þegar þau fæddust og var þeim mjög góð. Mér finnst ég ríkari að hafa átt Hjördísi fyrir vinkonu og á eftir að sakna hennar, en veit jafnframt að henni líður betur nú. Guð blessi minningu góðrar vinkonu. Anna Árnadóttir. Nú er hún Hjördís „amma“ kom- in til Jesú. Hún var strax til í að verða amma mín þegar ég fæddist þó svo að við værum ekkert skyld. Við urðum góðir vinir og það var oft glatt á hjalla hjá okkur þegar við hittumst. Oft fékk ég fallega sendingu frá Dísu ömmu eða ömmu í rúmi. Þegar litla systir mín fædd- ist í desember, þá varð hún „amma“ hennar líka. Mamma ætlar að hjálpa mér að muna alltaf eftir Hjördísi „ömmu“. Legg ég nú bæði líf og ðnd, ljúfi Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson) Kær kveðja frá Hákoni Amari. sýndi hann öðru einnig áhuga. Hann hafði áhuga á því að kynnast landinu sínu betur og sýndi mikinn kjark þegar hann ákvað að koma með okkur í erfitt ferðalag um land- ið fyrir nokkrum árum til þess að sjá staði sem hann hafði aldrei heim- sótt. Hann taldi það ekkert mál að gista í tjaldi í þijár vikur og hossast í Land-Rover yfír vegleysur. Enda fór það svo að hann var manna hressastur eftir langar dagleiðir og fannst ekkert mál að vaða ár eða ganga fjöll eða þá að keyra örlítinn spotta ef svo bar undir. Ég mun ávallt minnast Haraldar sem eins af mínum bestu vinum og þakka honum hér með samvistirn- ar. Ég mun hins vegar trúa því að samvistum okkar sé ekki lokið og að við hlið mér muni oft ríða maður á skjóttum hesti, mér til halds og trausts. Ég votta aðstandendum hans og vinum innilega samúð mína. Margrét Hálfdánardóttir. Fæddur 11. apríl 1905 Dáinn 15. mars 1994 Mikill söknuður er mér í huga við andlát vinar míns Benedikts Jóns- sonar er fæddist í Súðavík við ísa- ljarðardjúp. Faðir hans, Jón Helga- son, var smiður á hús og skip og átti heima í Súðavík. Hann dó þegar Benedikt var á öðru ári. Ólst hann upp með móður sinni, Guðrúnu Jóns- dóttur, á ýmsum bæjum í Álftafirði. Hjá syni sínum átti hún athvarf þegar aldur færðist yfir. Á uppvaxt- arárum sínum vann Benedikt við sveitabúskap og var einnig mikið á sjó við Djúp. Þegar hann var 24 ára 1929 fær hann vinnu við húsa- smíðar hjá húsasmíðameistara, Guðmundi Þorleifssyni, en flyst svo til Siglufjarðar 1931 og heldur áfram húsasmíðum hjá Jóni Jó- hannssyni húsasmíðameistara og lýkur þar sveinsprófi 1936. Benedikt kvæntist og stofnaði heimili á Siglufírði með Jónu Ás- mundardóttur, sem var Eyfírðingur að ætt, fædd á Árskógsströnd þar sem Benedikt byggði nýbýlið Viðar- holt. Á þessu tímabili vann Bene- dikt við skipasmíðar á Akureyri. Til Dalvíkur flytjast þau 1943 og eiga þar heima til 1950. Þar vann Benedikt bæði við húsa- og skipasmíðar. Þaðan flytjast þau í Kópavog og eru þar í eitt ár. Síðan flytjast þau til Keflavíkur og þar vann Benedikt við skipasmíðar í Dráttarbraut Keflavíkur. Til Hafnarfjarðar fluttust þau 1955 og hóf þá Benedikt smíðar í Bátalóni hf. þar sem hann vann í 20 ár, eða fram til sjötugs, við báta- og skipasmíðar. Ástæða er til að ætla að Bene- dikt hafi séð ýmislegt fyrir sér á uppvaxtarárunum. ísaijarðarkaup- staður var á síðari hluta síðustu aldar og fyrstu áratugum af þess- ari einhver mesti uppgangsbær á öllu landinu. Benedikt dvaldi á Siglufirði á þeim árum þegar at- vinna og útgerð var þar í algjöru hámarki. Ég efast ekki um að Bene- dikt hefur kynnst ýmsu eftirtektar- verðu á yngri árum og hefur það auðveldað honum að takast á við ýmiss konar verkefni. Hann var afkastamikill og átti til óvenju mikla hagkvæmni sem auðveldaði honum þau verk sem hann vann við. Er mér sérstaklega minnisstætt þegar hann vann við að reisa með okkur bræðrum sumarbústað í Hallsteins- nesi. Þetta verk tókst Benedikt að mínum dómi með miklum ágætum og ótrúlega fljótt. Einnig sló Bene- dikt upp öllum steypumótum og útibyrti íbúðarhúsið sem ég bý í. Þetta framkvæmdi hann með hag- sýni og dugnaði og erum við hjónin honum mjög þakklát fyrir. Benekikt var oft glaðvær og gamansamur starfsmaður, sem hafði jákvæð og góð áhrif á vinnu- stað. Mér er efst í huga þakklæti til þessa vinar míns fyrir þau mörgu verk er hann vann í Bátalóni hf. þau 20 ár sem hann starfaði þar. Fyrir samstarfið og ágæta mann- kosti kann ég honum kærar þakkir. Konan hans, Jóna Ásmundar- dóttir, dó árið 1979. Þau hjónin áttu þijár dætur, Ásmundu, Guð- rúnu og Snjólaugu Aðalheiði. Barnabörnin og barnabarnabörnin eru nú alls 30. Síðustu æviárin dvaldi Benedikt á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Dætrum hans og öllum hans nánustu sendum við hjónin okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þórbergur Ólafsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, fóstursonur og tengdasonur, SIGURJÓN ÞÓRISSON, Sundlaugavegi 10, Reykjavfk, sem lést af slysförum þann 6. apríl sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju á morgun, þann 14. apríl, kl. 13.30. Herdís Brynjarsdóttir, Svava Lára Sigurjónsdóttir, Ingunn Brynja Sigurjónsdóttir, Þórir Sigurðsson, Ingibjörg Þóroddsdóttir, Sigurður Þórisson, Guðbjörg Þórisdóttir, Rannveig Þórisdóttir, Þórdi's Þórisdóttir, Börkur Guðjónsson, Gná Guðjónsdóttir, Brjánn Guðjónsson, Guðjón Böðvar Jónsson, Brynjar Eyjólfsson og Ríkey Guðmundsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARSLEÓSSONAR pipulagningameistara, Hliðarstræti 15, Bolungarvík. Guðbjörg Stefánsdóttir, Fanný Gunnarsdóttir, Hörður Gunnarsson, Hafþór Gunnarsson, Jóhanna Sóley Gunnarsdóttir, Páll Benediktsson, Bæring Freyr Gunnarsson, Grazyna Gunnarsson, Elín Gunnarsdóttir, Sigurgeir Sveinsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, JOHN PATRICK STEEN - MC LEAN, andaðist á heimili sínu, Markham, Ontario, Kanada, sunnudaginn 27. mars. Ella Steen, James Baldur Steen, Shaun Brendan Steen. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, INGÓLFS ARNARS INGÓLFSSONAR, Þórufelli 10, Reykjavík. Kristin Björk Ingólfsdóttir, Gisli Páll Ingólfsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAR KR. JÓNSSONAR, Smáratúni 20B, Selfossi. Vigdís Kristjánsdóttir, Rannveig Þórðardóttir, Örlygur Jónasson og barnabörn. t Innilegar þakkirfyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTJÓNS GUÐBRANDSSONAR, Kirkjubæjarklaustri. Elfn Árnadóttir, Eyjólfur Kristjónsson, Sigrún Harpa Baldursdóttir, Guðný María Kristjónsdóttir, Einar Árni Kristjónsson, Katrin Kristjónsdóttir, Árni Sigurðsson og barnabörn. Haraldur Stefáns- son - Minning Fæddur 15. september 1910 Dáinn 10. mars 1994

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.