Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994 37 Minning Rakel 3. Sigurðar- dóttir Rosenblad Fædd 8. apríl 1921 Dáin 4. apríl 1994 Hún Rakel okkar mun ekki halda fleiri veislur. Hún er horfín á svið annarra veisluhalda. Ef ég þekki hana rétt mun hún halda áfram að halda veislur þar sem hún verður í því hlutverki að safna saman hinu ólíkasta fólki, með ólíkustu skoðan- ir og lífsreynslu og hæfileika, fólki sem ekkert á sameiginlegt annað en að lifa og vera til. Þannig var hún Rakel okkar. Ætíð að stefna saman fólki þar sem hún sjálf setti sína eigin liti á sam- kvæmin, gat á stundum komið á óvart með hinum ýmsu uppátækj- um. Svo sem að bjóða fólki sem ekki þekktist til grímudansleiks heima hjá sér. Þar sem allir voru orðnir vinir áður en gríman féll. Þegar svo gríman féll samkvæmt hefð klukkan tólf á miðnætti þá héldu allir áfram að vera vinir, að minnsta kosti kunningjar eftir sam- veruna. Og allar þær tölur sem henni datt í hug að halda á vina- fundum urðu oft til þess að ýmsir sögðu: Hvemig þorir hún? En Rak- el þorði alltaf. Hún var ein af þess- um konum sem þorðu að standa við eigin skoðanir og hugdettur. Hún gat verið óvægin í orðum en ávallt hreinskilin og hreinskiptin. Fram til hinstu stundar var hún söm og áður. Höfðingi heim að sækja hversu þjáð sem hún sjálf var. Hafði lag á að láta líta svo út að allt væri í lagi, hún ætlaði einungis að hvíla sig smástund. Þeir voru fleiri sem ekki gerðu sér grein fyrir alvöru veikinda hennar en hinir sem vissu og hristu hausinn yfir áræði þessar- ar makalausu konu sem aldrei lét deigan síga. Rakel átti kyn sitt að rekja til Laxamýrar í Þingeyjarsýslu. Hún var stolt af ættmennum sínum og hafði oft á vörum ljóðabrot úr bók- um frænda síns, Jóhanns Sigurðs- sonar. Hún var skarpgáfuð, víðlesin og menntaðist af eigin rammleik betur en margur sá er langtímanám átti að baki. Henni lét vel að til- einka sér tungur erlendra manna og kvenna og var því verðugur full- trúi á þeim vettvangi sem síðustu fjórtán ár ævi hennar voru helguð. Sá vettvangur var sérkennilegur fyrir íslenskan Þingeying. Sem sé að vera fulltrúi erlends ríkis og ís- lands í senn. Aldrei gleyma uppruna sínum, en samt standa sem klettur við hlið eiginmanns síns, Esbjöm Rosenblad, sem starfs síns vegna sem sendimaður Svíþjóðar þurfti að sinna hinum ýmsu skyldum í þágu lands síns. Eitt hið merkasta framlag hennar til kynningar á ís- lensku landi op þjóð er án efa hið mikla starf er hún lagði af mörkum við samningu bókar þeirra hjóna „Island i saga och nutid“ sem sam- in var á sænsku og síðar við endur- útgáfu bókarinnar á enska tungu þar sem Rakel lagði mikla rækt við að allt færi sem best úr hendi. Ævi Rakelar verður ekki rakin hér að neinu ráði enda væri það tilefni í aðra bók og stærri að snið- um en bók þeirra hjóna. Að leiðarlokum vil ég þakka Rakel fýrir vináttu og hlýhug á liðn- um árum og fyrir allar þær upp- byggilegu samræður sem við áttum að hennar frumkvæði, einkum hin síðustu ár. Ég votta eiginmanni hennar, vini okkar Esbjörn Rosen- blad, og syni hennar, Þorgils Bald- urssyni, mína dýpstu samúð. Elín Benediktsdóttir. Rakel vinkona okkar hefur feng- ið hvíld eftir langt stríð við erfiðan sjúkdóm. Rakel var sérstæð grein Etf Laxamýrarmeiði, fædd á Laxa- mýri og sleit þar barnsskónum. Jóhann Sigurjónsson rithöfundur var afabróðir hennar. Rakel var tannsmiður og ferðað- ist um árabil um landið þvert og endilangt til að smíða tennur upp í landsbyggðarfólk og er sá kafli hennar saga út af fyrir sig. Átti hún þá í deilum um starfssvið sitt við tannlækna og heyrum við í frétt- um þessa dagana að þeirri deilu er ekki enn lokið. En víst er að allir þeir sem nutu aðstoðar hennar hugsa til hennar með þakklæti og virðingu. Sívakandi áhugi Rakelar á listum og tungumálum dreif hana víða um heim og hér heima myndaði hún um sig hóp vina og listamanna sem í mörg ár hittist reglulega hjá henni á fallega heimilinu hennar við Mela- braut. Þarna kynntust margir I fyrsta sinn en eru síðan hluti af „Rakelarvinunum". Við hjónin vor- um í þessum hópi frá upphafi í byijun sjöunda áratugarins og höf- um átt náin vinskap við Rakel og síðan við Esbjörn mann hennar. Steinunn ásamt þeim leikkonunum Herdísi Þorvaldsdóttur og Bryndísi Pétursdóttur voru í spilaklúbbi með Rakel sem nefndi sig „Vonarglæt- una“ og hafa þær spilað saman reglulega nú í þrjátíu ár. Þær söfn- uðu í sjóð og fóru utan til að upp- lifa list og leikhús og hafa átt marg- ar góðar stundir saman. Arið 1979 gekk Rakel að eiga minister dr. juris Esbjörn Rosenblad sem var þá sendiráðunautur við sænska sendiráðið í Reykjavík. Tók Esbjörn strax heiðurssæti í vina- hópnum og gat það ekki betur skip- ast. Það sýndi sig einnig að bak- grunnur og allur lífsferill Rakelar var einstæður til að takast á við ný verkefni við hlið Esbjörns. Geta báðar þjóðimar sem þarna tengdust verið stoltar af þessum fulltrúum sínum. Þegar dr. Esbjörn Rosenblad hætti störfum við sænsku utanríkis- þjónustuna settust þau hjón að í „sögufrægu" íbúðinni hennar Rak- elar við Melabraut á Seltjarnarnesi. Esbjöm hefur síðan gefið út stór- merk rit um ísland, fyrst á sænsku — Island i saga och nutid — og á síðasta ári mikið rit á ensku sem þau hjónin eru sameiginlegir höf- undar að — Iceland fram past to present — gefið út af Máli og menn- ingu 1993 með formála Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Er hér á ferðinni Islandssaga sem með næmni og þekkingu tekur betur á menningar- og listasögu okkar en áður hefur verið gert á enskri tungu. Þarna nýtist þekking og reynsla Rakelar ásamt með frá- bærri nákvæmni og vísindalegum vinnubrögðum dr. Esbjörns. Veizt, ef þú vin átt, þanns þú vel trúir ok vill þú af honum gott geta, geði skalt við þann ok gjöfum skipta, fara at finna opt. Svo segir í Hávamálum og á vel við er hugsað er til Rakelar og lífs- máta hennar, en hún kunni þá list betur en margur að umgangast vini. Við Steinunn sendum vini okkar Esbjöm samúðarkveðjur og óskum honum og ættingjum Rakelar guðs blessunar. Steinunn og Þorvaldur S. Brynjólfur Magnús son - Minning Fæddur 13. ágúst 1920 Dáinn 25. mars 1994 Mig langar í fáum orðum að kveðja Binna frænda minn sem nú hefur kvatt þennan heim eftir erfið veikindi undanfarna mánuði. Brynjólfur Magnússon var fædd- ur á Miðhúsum í Biskupstungum 13. ágúst 1920. Foreldrar hans voru Magnús Gíslason frá Efstadal og kona hans, Guðrún Ragnheiður Brynjólfsdóttir frá Miðhúsum í Biskupstungum. Brynjólfur var fimmta barn þeirra hjóna af sjö. Systkinin eru Asdís, Sigurður, Þór- hildur, Áslaug, Brynjólfur, Hulda og Gísli. Það er því komið skarð í röð þeirra Miðhúsasystkina, því þó tvö yngstu séu fædd í Reykjavík, þá voru ræturnar á Miðhúsum þar sem foreldrar þeirra, þau Magnús og Guðrún, höfðu hafið búskap í fótspor foreldra Guðrúnar, Ásdísar og Brynjólfs. Aðstæður höguðu því þannig að fjölskyldan flutti suður á mölina eins og svo margar aðrar á þessum miklu umbrotatímum. Þar ólst Brynjólfur upp í hópi samhentra foreldra og systkina. Þetta voru erflðir tímar, kreppa og atvinnu- leysi í sinni dekkstu mynd. Allt tal um slíkt í nútíma allsnægtum er algjörlega ósambærilegt. Engar fé- lagslegar bætur þekktust, menn stóðu í biðröðum til að fá náðarsam- lega að vinna. Þessir hörðu t.ímar mótuðu Brynjólf og hans kynslóð, tækifærin til að mennta sig voru ekki til staðar hjá efnalitlum fjöl- skyldum, allir urðu að fara að vinna og það gerðu Brynjólfur og systkini hans. Þau tóku þá vinnu sem gafst. Þrátt fyrir allt var oft glatt á hjalla í stórum systkinahópi sem alla tíð síðan hefur staðið mjög vel saman. Það riljaðist upp fyrir mér síðast- liðið haust í kaffísamsæti á Hótel Borg að Binni sagði mér að hann hefði unnið sem ungur maður á Hótel Borg og augu hans ljómuðu í endurminningunni. Binni var mik- ill smekkmaður, hann var einstakt snyrtimenni og hafði mjög næmt auga fyrir allri fegurð. Það hefur því átt vel við að vinna á þessum glæsilegasta veitingastað borgar- innar sem þá var. Brynjólfur giftist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Jónu Gíslínu Sigurðar- dóttur, hinn 9. maí 1943 og eignuð- ust þau einn son, Sigurð, fæddan 11. desember 1942, framreiðslu- mann, nú starfsmann Kirkjugarða Reykjavíkurborgar. Hans kona er Guðborg Olgeirsdóttir og eiga þau þijú börn. Ennfremur gekk Brynj- ólfur í föðurstað dóttur Jónu frá fyrra hjónabandi, Guðríði Karls- dóttur, sem nú er látin. Lengst af vann Brynjólfur sem vörubílstjóri á Þrótti eða í 23 ár, síðan starfsmaður Reykjavíkur- borgar. Sveinn átti sterk ítök í honum alla tíð og leitaði hugurinn þangað þrátt fyrir að hann hefði verið ung- ur að árum þegar hann flutti suð- ur. Seinna eignaðist hann land- spildu fyrir austan sem var honum einkar kær og reyndi hann að kom- ast austur eins oft og kostur var. Undanfarin ár hafa verið þeim hjónum erfið. Jóna hefur átt við erfið veikindi að stríða. Binni sýndi henni alla tíð einstaka umhyggju og vakti yfír velferð hennar til hinstu stundar. Er því missir hen- anr mikill og sendi ég henni og fjöl- skyldunni allri mína dýpstu samúð. Ég minnist Binna frænda í mörg- um afmælum og samkomum hjá systkinunum gegn um árin sem mikils gleðigjafa og ævinlega var hann samur við sig svo hýr og spaugsarnur og unglegur í anda og fari. En fyrst og fremst var hann þessi ljúfi maður sem tók annarra þarfír fram yfir sínar eigin. Hann var drengur góður og fórnfús með afbrigðum. Með virðingu og þakklæti fyrir liðnar gleðistundir sem ég sakna og voru allt of fáar. Blessuð sé minning þín. Guðrún R. Axelsdóttir. Vimingar í HAPPDRÆTTI HASKÖLAISLANDS yænlegasttilvinninp KR. 2,000,000 10,000,000 {Tromp) 21508 KR. 200,000 1,000,000 (Tromp) 23163 34563 41286 59429 KR. 100,000 500,000 (Tromp) 7664 26465 46126 48446 15571 27964 46268 49680 22524 40268 47899 KR. 50,000 250,000 (Tromp) 21507 21509 KR. 25,000 125,000 (Iroip) 1811 9023 13798 19716 21659 23304 25881 33016 39495 48206 49898 54348 4309 9445 14122 20148 22328 24258 30321 34990 40302 48872 50576 54795 4327 9849 17114 21004 22702 24957 31810 37704 43094 49394 53878 57246 6910 12953 17309 21278 23067 25515 32895 39488 46380 49434 54313 58716 KH 14,000 70,000 (Troip) 94 3789 8782 13241 17427 22750 24907 31443 35202 39340 43440 47403 52247 54453 148 3920 8887 13435 17489 22775 24954 31495 35309 39401 43481 47434 52270 54473 282 3949 8910 13444 17725 22845 27054 31523 35324 39444 43844 47451 52294 54552 329 4043 8947 13448 17727 22854 27099 31579 35581 39484 43944 47735 52342 54574 335 4097 8974 13459 17930 22927 27128 31582 35844 39484 43991 47738 52487 54444 481 4143 9038 13472 18134 23093 27203 31583 34018 39755 44025 47742 52489 54784 414 4200 9139 13489 18275 23300 27212 31838 34020 39759 44255 47798 52555 54987 788 4244 9257 13523 18305 23330 27260 31939 34059 39775 44310 47854 52571 57001 794 4270 9410 13737 18315 23331 27458 31984 34048 39798 44407 47907 52584 57013 872 4332 9434 13755 18342 23350 27403 32078 34143 40000 44445 48134 52591 57084 873 4395 9510 13852 18399 23356 27493 32089 36256 40250 44499 48140 52597 57114 959 4399 9480 13893 18441 23359 27743 32181 34321 40354 44555 48294 52740 57199 974 4455 9704 14014 18461 23385 27809 32191 34363 40347 44542 48394 52913 57280 1126 4495 9729 14135 18670 23419 27828 32203 36433 40529 44606 48439 52921 57341 1129 4404 9737 14138 18479 23480 27973 32314 34558 40745 44721 48551 52978 57477 1135 4775 9809 14234 18735 23522 28191 32347 34732 40781 44752 48584 53098 57514 1144 4779 9979 14254 18747 23543 28238 32479 36771 40952 44802 48594 53114 57555 1211 4797 10052 14338 18894 23593 28317 32498 34807 40948 44971 48808 53174 57542 1240 4800 10094 14375 18921 23429 28349 32611 36864 41009 45013 48842 53415 57589 1424 4812 10171 14378 19056 23641 28356 32703 34849 41042 45185 48849 53502 57693 1451 4833 10184 14444 19125 23473 28795 32821 34929 41201 45247 48848 53514 57760 1452 4913 10225 14492 19144 2390? 28823 32949 37004 4124? 45253 48908 53570 57854 1519 4966 10319 14730 19214 24216 28874 33005 37011 41443 45292 48935 53607 57884 1545 4983 10339 14753 19439 24224 28916 33025 37017 41459 45393 48941 53421 58180 1540 5119 10343 14795 19522 24243 28946 33028 37303 41567 45519 49022 53628 58189 1440 5134 10376 14821 19402 24319 28985 33357 37338 41594 45537 49028 53641 58244 1649 5372 10549 15120 19441 24574 29025 33418 37354 41438 45549 49044 53649 58283 1480 5514 10593 15274 19644 24584 29081 33427 37383 41707 45754 49201 53676 58333 1735 5593 10401 15448 19490 24704 29088 33443 37430 41714 45919 49409 53697 58342 1798 5665 10613 15546 19712 24754 29224 33444 37648 41741 45968 49483 53719 58340 1868 5717 10703 15574 20044 24772 29373 33513 37471 41747 46000 49700 53772 58418 1884 5786 10710 15587 20111 24782 29478 33554 37477 41801 44029 49784 53792 58439 2059 5809 10929 15403 20306 24871 29534 33596 37797 41843 46040 49882 53934 58511 2119 5912 11104 15724 20312 24877 29557 33844 37844 41944 44089 49903 53984 58555 2121 5976 11138 15759 20333 24879 29759 33859 37867 41970 44101 50044 53991 58493 2205 4104 11140 15801 20392 24939 29763 33869 37873 42122 44119 50045 53999 58936 2379 6172 11420 15947 20485 24941 29779 33881 37882 42227 44320 50102 54045 59220 2473 4424 11508 15963 20502 24981 29814 33900 37897 42234 46390 50250 54223 59232 2544 4743 11545 16245 20410 24994 29855 34031 37900 42278 44471 50459 54414 59254 2420 4781 11549 16259 20655 25087 29890 34141 37902 42293 46473 50501 54624 59447 2649 4843 11581 16311 20874 25157 29897 34180 37957 42459 46522 50530 54745 59581 2732 7019 11599 16314 20899 25202 29904 34359 38003 42491 46525 50543 54772 59605 2752 7044 11490 14405 20960 25259 29954 34419 38125 42573 46538 50591 54835 59472 2792 7041 11844 14413 21098 25356 29942 34438 38158 42590 44598 50751 54842 59484 2844 7096 11872 16441 21194 25347 29943 34485 38230 42692 46443 50814 54879 59752 2991 7344 11933 16457 21305 25552 30031 34492 38306 42715 44486 50818 55041 59790 3002 7378 11948 14492 21410 25542 30193 34533 38333 42784 44703 51008 55051 59793 3018 7434 12012 14501 21549 25429 30425 34585 38335 42788 46715 51031 55242 59844 3105 7524 12072 14458 21550 25705 30471 34630 38374 42851 44840 51115 55244 59910 3202 7572 12232 16846 21557 25743 30498 34709 38417 43089 46931 51218 55394 59990 3245 7748 12271 14911 21772 24127 30718 34713 38520 43153 47144 51408 55590 3301 7941 12314 17110 21879 26164 3081B 34783 38543 43188 47245 51528 55434 3324 7980 12459 17210 21905 26200 30850 34819 38688 43199 47247 51761 55793 3474 8134 12515 17326 21977 24309 31137 34880 38811 43239 47313 51745 54137 3529 8221 12817 17355 22121 26332 31213 34906 38940 43460 47422 51857 56219 3634 8332 12839 17381 22224 24423 31244 34914 39114 43483 47503 51870 56221 3655 8552 12873 17424 22302 24407 31328 34942 39234 43518 47504 51900 56264 3494 8553 13043 17445 22452 26711 31343 34943 39294 43598 47593 51914 54424 3703 8613 13113 17624 22507 26899 31445 35004 39331 43626 47601 52129 56451 Allir miöar þar sem síöustu tveir tölustafirnir f miðanúmerinu eru 38 eða 77 hljóta eftirfarandi vinningsupphæðir: Kr. 2.400 Kr. 12.000 (Tromp) Þessar vinningsfjárhæöir verða greiddat út án kvaðar um endurnýjun. ið er möguleiki á að miði sem hlýtur aðra af þessum tveim fjárhæðum hafi einnig hlotið vinning samkvæmt öðrum útdregnum númerum í skránni hér að framan, Happdrætti Háskóla Islands, Reykjavík, 12. apríl 1994

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.