Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRIL 1994 49 „Höfuð“verkur bænda Frá Indriða Aðalsteinssyni: NÚ ERU málefni landbúnaðarins í brennidepli og allt eins líklegt að búvörufrumvarpið felli ríkisstjórn- ina. En mig langar til að fara aðeins aftur í tímann eða til umræðufund- ar á Hótel Sögu sem sýndur var í ríkissjónvarpinu 26. janúar sl. Þar var Haukur Halldórsson, for- maður Stéttarsambands bænda, í aðalhlutverkinu og gaman var að fylgjast með því hvernig hárin risu á honum í hvert skipti sem Ámundi í Lautum, leiðtogi Rastarbænda, fékk orðið. „Allt er í himnalagi" sagði Haukur rogginn. „Gagnrýnis- raddir koma bara frá niðurrifs- mönnum og pörupiltum meðal bænda." Fáeinum dögum síðar upplýstist þó á ráðunautaþingi að bændasam- tökin eru komin með sálfræðinga í vinnu vegna geðheilsu stéttarinnar og auk þess búin að ráða eitt fremsta auglýsingafirma landsins, Hvíta húsið, til að fegra ímynd land- búnaðarins. Hátt á Sögu hreykti sér Haukur ekki smeykur. Skömmu síðar orðinn er ímyndunarveikur. Sálfræðing er fínt að fá fyrir galin sinni, og brýnast að hann byiji á bændaforustunni. Þó ekki sé til siðs að rökstyðja kveðskap langar mig þó til að undir- strika hér mikilsverðan en ófagran drátt í ásjónu landbúnaðarins. Lýðræðið í bændasamtökunum er meira í orði en á borði. Valdapíra- mídi er þannig byggður að „uppi- vöðsluseggir" sem ekki eru trúir kerfinu, eða af réttu „húsi og kyn- þætti“ eru síaðir frá á neðri þrepun- um og aðeins já-menn ná á toppinn. Til dæmis gæti vestfirskur bóndi aldrei orðið formaður hvað svo sem hann væri annars vel til forustu fall- inn. Stéttarsambandsstjóm talar alltaf einum munni, ágreiningur um mál- efni þekkist ekki þar - eða má ekki spyrjast út - það gæti valdið flokka- dráttum meðal bænda. í fýrra mælti Stéttarsambandsstjórnin með þjóðar- atkvæði um EES, en hún hefur sjálf aldrei þorað að bera ákvarðanir sínar eða aðalfunda, undir allsherjarat- kvæði bænda. Virtasti lagaprófessor þjóðarinnar, Sigurður Líndal, hefur sent frá sér ítarlega álitsgerð um framleiðslu- stjómun í landbúnaði sem er þungur áfellisdómur yfír bændaforustunni. Hvað dvelur fomstuna í að hrekja þessa álitsgerð? Því miður var kvóta- kerfið gmndvallað á rangsleitni, mis- munun og lögleysu, ekkert tillit tekið til gróðurfars, hlunninda og annars aðstöðumunar og rúllað miskunnar- laust yfír smælingja og jarðarbyggja. Og nú er öllum ætlað að taka á sig flatan niðurskurð af svipuðum toga og ketti og kú væri hvom um sig gert að leggja fram 1 lítra af blóði undir því yfírskini að bæði væm þau húsdýr. Leyfð er frjáls sala á kvóta og þarf ekki skarpa greind til að sjá hvert það leiðir. Enda hafa nú rúmlega 20 stærstu bændur svipaðan heildarkvóta og á sjöunda hundrað hinna smærri. Þessari ómenguðu stórbænda- stefnu heldur forastan til streitu, þó fyrir liggi að fjölskyldubú af hóflegri stærð séu hagkvæmasta rekstrarein- ingin og forsenda svipaðs byggða- mynsturs og nú er í landinu, auk þess sem formaðurinn sjálfur hefur dapurlega reynslu af skýjaborgarbú- skap. Og svo kórónar hann dómgreind- arskortinn með því að veifa einka- bréfí frá Arthúri Björgvini framan í Pétur og Pál. Veit maðurinn ekki hver situr ennþá í stjórnarráðinu? Það gæti leitt til þess að mjög dragi úr geðrænum vandamálum okkar bænda. INDRIÐI AÐALSTEINSSON, bóndi, Slqaldfönn við ísafjarðardjúp. Pennavinir ÞÝSK 43 ára kona með margvísleg áhugamál: Gisela Miiller, D.-Bonhoeffer-Str. 8, D 08371, Glauchau, Germany. BANDARÍSKUR frímerkjasafnari vill komast í samband við íslenska safnara: R. Gelfman, Box 315, Old Bethpage, New York 11804, U.S.A. LEIÐRÉTTING Rangar iðgjalda- tekjur í frétt um afkomu Sjóvár-Almennra á baksíðu blaðsins í gær var ruglað saman tölum yfír iðgjaldatekjur og tjón félagsins. Þar kom ranglega fram að tekjur af iðgjöldum hefðu dregist saman og verið 3.193 millj- ónir á sl. ári í stað 3.416 milljóna árið 1992. Hið rétta er að iðgjöld félagsins drógust saman úr 4.043 milljónum í 3.722 milljónir, eins og kom reyndar fram í ítarlegri frá- sögn af afkomu félagsins á viðskiptasíðu. Beðist er velvirðingar á þessum migtökum. < VELVAKANDI EINN ATVINNUMAÐUR GLEYMDIST ELÍN Kristjánsdóttir hringdi og bað Velvakanda að koma eftir- farandi á framfæri: í glæsilegu knattspyrnutímariti, íslenska boltanum, sem nýlega kom út, er fjallað um íslenska starfandi atvinnumenn í knattspyrnu. Ekki er þó greint frá öllum, því a.m.k. einn vantar, Húsvíking- inn Guðna Rúnar Helgason, son minn. Hann hefur verið fullgild- ur atvinnumaður hjá enska fé- laginu Sunderland frá því um áramót. Guðni, sem verður 18 ára síðar á þessu ári, hefur leik- ið með varaliði og unglingaliði félagsins að undanförnu og eng- in ástæða til að hann gleymist, þegar fjallað er um íslenska atvinnumenn erlendis. HUGLEIÐING AÐ UNDANFÖRNU hefur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur verið hampað mjög. Þrátt fyrir það er hún bara venjulegur ein- staklingur í þjóðfélaginu. Þó gallar séu á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum er samt vel hægt að greiða þeim lista atkvæði. Þar er tæplega um nokkra áhættu að ræða. Fylgjendur R-listans tala um ýmiskonar lagfæringar sem gera þurfí hér í Reykjavík. Hvað gerði vinstri meirihlutinn sem hafði völdin frá 1978-1982, var þar um nokkra sérstaka breyt- ingu að ræða? Mín skoðun er sú að jarðlífínu verði aldrei breytt til batnaðar, yfirborðskenndin mun hafa sína ókosti áfram og á því fæst eng- in lagfæring. Þorgeir Kr. Magnússon ÁSKORUN TIL STÖÐVAR 2 VELVAKANDI var beðinn um að koma þeirri áskomn til Stöðvar 2 að lengja aftur þátt- inn Nágranna ef mögulegt er. Ef tíminn hentar ekki, væri þá ekki hægt að færa þáttinn til og hafa hann lengri. Nokkrar ömmur. ÞAKKIR FYRIR GÓÐA ÞJÓNUSTU HELENA Halldórsdóttir, fy. forstöðumaður Félags aldraðra í Reykjavík, vill koma til skila miklu þakklæti til Vígdísar og Erlu hjá Vörðunni í Landsbank- anum, Laugavegi 77. Hún hefur mikið þurft á þjónustu þeirra að halda og hafa þær verið hreint frábærar. TIL HESTAMANNA ÉG VIL beina þeirri spurningu til hestamanna í Reykjavík, hvort þeir taki ábyrð á lausa- göngu hesta á vegum í Reykja- vík. Sl. laugardag ók ég fram á tvo hesta á hlaupum, annar var flæktur í beislið en hinn var með hnakkinn niðri á kvið. Þetta var á gatnamótum þjóðvegar nr. 1 og nýja vegarins yfir Ell- iðaárdalinn. Mig langar að vita hver væri skaðabótaskyldur í tilfelli sem þessu, ef slys hefðu hlotist af. Alfreð Björnsson, Útkoti, Kjalarnesi. TAPAÐ/FUNDIÐ Filma fannst í MS FILMA fannst á afmælishátíð Menntaskólans við Sund, sem haldin var 5. mars sl. Búið var að hringja og spyija eftir film- unni, en þá var hún ekki komin í leitirnar. Er konan nú beðin um að hringja aftur á skrifstofu skólans í síma 37580. Brúða í óskilum BRÚÐA í rauðum buxum og bláum sokkum með beisli fannst í biðsal á Umferðarmiðstöðinni í kringum páskana. Brúðan bíð- ur eiganda síns í farmiðasölu BSÍ. Skíðahúfa tapaðist HVÍT skíðahúfa með blágrænu munstri gleymdist á 10 km skíðabrautinni í Bláfjöllunum, nánar tiltekið á hólnum austast, sl. laugardag um kl. 16. Finnandi vinsamlega hringi í síma 622216. Hringur tapaðist SILFURHRINGUR með stómm grænum steini tapaðist sl. föstudag. Upplýsingar í síma 77522. Silkitrefill tapaðist RAUÐUR silkitrefíll með smáum bláum blómum tapaðist fyrir nokkru. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 15216 eftir kl. 19. GÆLUDÝR Læða fæst gefins FALI,EGA læðu vantar rólegt og gott heimili sem fyrst. Upp- lýsingar í síma 77191. Páfagaukur fannst LÍTILL selskaps páfagaukur fannst við Glæsibæ laugardag- inn fyrir páska. Eigandi má hafa samband í síma 39521. ■■ i i; i >i:;11.1.4 n). itsM i.n>»f-i-'-iii UNO DANMARK hefur opnað stærri og glæsilegri verslun í Borgarkringlunni Litríkur bómullarfatnaður á stóra sem smáa Afsláttur á Borgardögum Afabolir á börn og fullorðna 20% Barnakjólar 30% Verið velkomin. O) 00 w w DANMARK O __ Aðalfundur íslandsbanka Aðalfundur íslandsbanka hf. 1994 veröur haldinn í Borgarleikhúsinu mánudaginn 25. apríl 1994 og hefst kl. 1630. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 19. grein samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á sam- þykktum bankans. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Hluthafar sem vilja fá ákveðin mál tekin til meöferöar á fundinum, skulu í samræmi við 16. grein samþykkta bankans, gera skriflega kröfu um það til bankastjórnar, Kringlunni 7, 3. hæð, Reykjavík, í síðasta lagi föstudaginn 15. apríl næstkomandi. Framboösfrestur til bankaráðs rennur út þriðjudaginn 19. april n.k. kl. ÍO00 fyrir hádegi. Framboöum skal skila til bankastjórnar. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eöa umboðsmönnum þeirra í íslandsPanka hf. Ármúla 7, Reykjavík 3. hæð 19. april frá kl. ÍO15 - 1600 og 20. og 22. apríl n.k. frá kl. 915 -1600 og á fundardegi frá kl. 915 -12°°. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1993 sem og tillögur þær sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá og meö mánudeginum 18. april næstkomandi. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir um að vitja aðgöngumiöa og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 12°° á hádegi á fundardegi. Reykjavík, 5. april 1994 Bankaráð íslandsbanka hf. ÍSLANDSBANKI m lnrgwtipl - bifrifr Meim en þú geturímyndað þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.