Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 27
Stefán M. Stefánsson „Svo sem hér hefur ver- ið sýnt fram á tel ég ekki ástæðu til að ætla fyrirfram að innganga nokkurra EFTA-ríkja í ESB geti orðið tilefni til þess að ávinningur af EES-samningi glatist að því er Island varðar.“ Skyldan snýst um það, eins og áður sagði, að gera nauðsynlegar breytingar á EES-samningnum miðað við þær breytingar á aðild sem kunna að verða. Þar að auki verða þessar samningaumleitanir að fara fram í góðri trú samkvæmt 26. gr. Vínarsamkomulagsins frá 1969 um alþjóðlegan samningsrétt. Það þýðir að samningsaðilar verða að gefa sig heila í það að finna þær lausnir sem duga til að ná fram nauðsynlegum breytingum. 10. Hugtakið „nauðsynlegur“ í þessu sambandi lýtur auðvitað fyrst og fremst að því að halda efnisákvæð- um núgildandi ákvæða EES-samn- ings óbreyttum eftir því sem unnt er en að aðlaga önnur samnings- ákvæði þannig að sama eða sam- bærileg trygging náist fyrir þróun réttarreglna, beinum réttaráhrif- um, forgangsáhrifum laga, eftirliti, samræmingu réttarreglna og ann- arra atriða sem máli skipta. Auk þessa þarf að gera fjöldann allan af orðalagsbreytingum sem lúta að því að EFTA-ríki hafa horfið úr samstarfinu. Þar er þó væntanlega að jafnaði ekki um að ræða efnis- breytingar. Ætla verður að hugsanlegir samningsaðilar geti einnig samið um önnur efni, sem ekki snúast um nauðsynlegar breytingar á sanm- ingnum eins og þær eru skilgreind- ar hér að framan, svo sem auknar tollaívilnanir fyrir fisk o.fl. Slíkar breytingar falla ekki undir þær samningsskyldur sem hér eru til meðferðar og skipta því ekki máli í þessu samhengi. 11. Það er ekki létt verk að öðlast yfirsýn yfir þau atriði EES-samn- ingsins sem nauðsynlegt yrði að breyta ef ísland stæði eitt eftir EPTA-megin enda verður engin til- raun hér gerð til þess að gera út- tekt á þeim. Aðeins skal minnst á örfá atriði. Virðist þá fyrst og fremst þurfa að taka afstöðu til þess hvernig fara skuli með dómstól og eftirlits- stofnun EFTA því að þessar stofn- anir fara með veigamikið hlutverk í tengslum við eftirlit og samræm- ingu EES-reglna eins og áður er fram komið. Að því er dómstól EFTA varðar eru margar lausnir hugsanlegar. Einföldust er e.t.v. sú lausn að þeirri stofnun verði haidið en með lágmarksstarfsliði og lágmarkstil- kostnaði enda er ljóst að málum MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994 27 Patricia Benner prófessor í hjúkrunarfræði við Kaliforníuháskóla Heilbrig’ðisþj ónustíi orðin söluvamingur Patricia Benner, prófessor í hjúkrun við Kaliforníuháskóla í San Franc- isco, flytur erindi síðastliðinn föstudag á ráðstefnu Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, Hjúkrun ’94, myndi fækka auk þess sem tiltekin mál kæmu alls ekki til hans, þ.e. deilumál milli tveggja eða fleiri EFTA-ríkja. Ekki er t.d. víst að hann þyrfti að vera fastur dómstóll heldur gæti nægt að hann kæmi saman þegar ástæða þætti til. Auk þess kemur vel til álita að fækka dómendum. Ef ágreiningur yrði um þjóðerni eða reglur um skipun dóm- enda væri hugsanlegt að hafa t.d. hluta eða alla dómendur af öðru þjóðerni en frá samningsaðilum eða að einungis þeir dómendur yrðu skipaðir sem hlytu samhljóða sam- þykki samningsaðilanna. Svipaðar aðferðir mætti hafa við að því er varðar eftirlitsstofnunina. Ef breytingar á EES-samningn- um væru framkvæmdar með þess- um hætti yrði erfitt eða útilokað að halda því fram með rökum að eftirlit og samræming laga EFTA- megin væri með öðru eða ótryggara móti en áður var. Ljóst er að breyta þarf samsetn- ingu ýmissa stofnana svo sem EES- ráðsins og sameiginlegu EES- nefndarinnar en breytingar á vald- sviði þeirra virðist ekki þurfa að gera. Ef fyrrgreindar forsendur um breytingu á EES-samningnum eru gefnar virðist ekki þurfa að breyta verulega köflunum um ákvarðana- töku, einsleitni, tilhögun eftirlits, lausn deilumála og öryggisráðstaf- anir. Svo sem fyrr greinir verður ESE- samningurinn væntanlega óvirkur ef ísland stendur eitt eftir sem að- ili að honum. Tæknilega er þó auð- velt að útbúa löggerning sem felur í sér samsvarandi skuldbindingar af hálfu íslands og fólust í ESE- samningnum. 12. Rétt er og að taka fram í þessu sambandi að ekki er ætlunin að gera lítið úr þeim vandamáium sem leysa þarf úr ef svo kynni að fara að ísland stæði eitt eftir af EFTA- ríkjunum sem aðili að EES. Hins vegar er hér fremur lögð áhersla á að sýna fram á að EES-samningur- inn sjálfur gerir ráð fyrir því hvern- ig með skuli fara ef eitt eða fleiri aðildarríki segja upp EES-samn- ingnum af sinni hálfu. Er þá hinum samningsaðilunum skylt að setjast að samningaborði og gera þær breytingar á EES-samningnum sem eru nauðsynlegar í tilefni af breyttum aðstæðum. 13. Svo sem hér hefur verið sýnt fram á tel ég ekki ástæðu til að ætla fyrirfram að innganga nokk- urra EFTA-ríkja í ESB geti orðið tilefni til þess að ávinningur af EES-samningi glatist að því er ís- iand varðar. Að svo komnu máli er því engin ástæða til annars en að gera ráð fyrir því að hann geti haldið gildi sínu með öllum þeim kostum og göllum sem hann hefur að geyma. Þó má vera að íslensk stjórnvöid kunni síðar að líta svo á, þrátt fyr- ir allt, að EES-samningurinn full- nægi ekki þörfum íslands með hlið- sjón af breyttum aðstæðum sem skapast við það að nokkur EFTA- ríki ganga í ESB eða af öðrum orsökum. Ekki má heldur gleyma því að ESB hefur lagalegan rétt til þess að segja EES-samningnum upp af sinni hálfu með 12 mánaða fyrirvara. Þó verður að teljast ólík- legt að til þess komi enda verður tæplega séð að nein sérstök ástæða sé til þess þó að eitt eða fleiri EFTA- ríki gangi í ESB. Ef niðurstaðan verður sú að ís- lensk stjórnvöld telja að EES-samn- ingurinn tiyggi ekki nægjanlega hagsmuni Islands eða ef EES- samningurinn verður óframkvæm- anlegur kemur til þess að menn verða vandlega að velta fyrir sér þeim möguleika að sækja um aðild að samveldinu, gera víðtækan tví- hliða samning við ESB eða leita annarra úrræða. Höfundur cr prófessor við lagadeild Háskóla íslands. HJÚKRUN er að verða aukaatriði í bandarískri heilbrigðisþjónustu segir Patricia Benner, prófessor í hjúkrun við Kaliforníuháskóla í San Francisco, en hún var aðalgest- ur ráðstefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Húkrun ’94, sem lauk á laugardag. Benner ótt- ast að þær breytingar sem verið er að gera á bandarísku heilbrigði- skerfi leiði til enn frekari sparnað- ar á sviði hjúkrunar og umönnunn- ar sjúklinga og sölumennska grafi undan trausti fólks á stéttinni. Hún hefur vakið athygli fyrir rannsókn- ir sínar á því hvernig hjúkrunar- fræðingar ná færni í starfi og einn- ig um siðfræði í heilbrigðisþjón- ustu. Benner skiptir hjúkrunarfólki í fimm hópa. í fyrsta hópnum eru ný- græðingar, síðan koma byijendur komnir vel á veg í starfi, þá færir hjúkrunarfræðingar, svo mjög vel færir hjúkrunarfræðingar og loks sér- fræðingar í hjúkrun. Reyndur hjúkrunarfræðingur met- ur aðstæður út frá eigin þekking- arbrunni og getur sagt fyrir um hver staðan sé miðað við aðstæður. Reynslu er ekki hægt að kenna þannig að þegar hjúkrunarfræðingar útskrifast geta þeir ekki metið ástand sjúklinga út frá reynslu heldur meta þeir að- stæður út frá þekkingu fenginni úr bókum. Sem dæmi tekur hún sérfræðing í hjúkrun sem er að lýsa ástandi sjúki- ings þar sem mikið blæddi úr slagæð. Lýsingin var mjög nákvæm og ekki neitt tekið fram sem ekki þurfti. Nýút- skrifaður hjúkrunarfræðingur, sem Benner kallar hjúkrunarfræðing kom- inn vel á veg, lýsti hins vegar ná- kvæmlega ástandi sjúklingsins sem og eigin viðbrögðum og áhyggjum og hljómaði lýsingin eins og hún væri tekin beint upp úr kennslubókum. Lítið gert úr gömlum siðareglum Um þessar mundir beinast rann- sóknir Benners að því hvernig sið- fræðilegar og klínískar ákvarðanir tengjast og hversu óijúfanleg þessi tvö atriðið eru. Hún segir umræðu í Bandaríkjunum um siðfræði í læknis- og hjúkrunarfræði mjög sérhæfða, mikil áhersla sé lögð á umræðu um siðferði nýrrar tækni og aðferða. Nú- tímasiðfræði geri lítið úr gömlum siða- reglum og segi þær vera óþarfar. „Ég held að við höfum enn not fyrir þess- ar siðareglur,“ segir hún. Hún segir að þetta sé sérstaklega áhugavert þegar tekið sé mið af end- urbótum á heilbrigðiskerfinu sem rætt er um í Bandaríkjunum. „Heilbrigðis- þjónusta er orðin að söguvarningi,” segir hún. „Sú hugmynd að heilbrigð- kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Við þingfestingu málsins lýsti ákæruvaldið yfir því að það teldi ákærðu ekki hafa heimild til að kynna sér dómskjöl fyrr en að lokinni dóms- yfirheyrslu hvers og eins hinna ákærðu vegna rannsóknarhagsmuna sem enn væru í húfi. Veijendur töldu að tilvísun til rannsóknarhagsmuna isþjónusta sé af hinu góða er að hverfa. Þessi mikla sölumennska gref- ur undan trausti almennings á heil- brigðisþjónustunni." Hún segir að áður fyrr hafi tilhneig- ing verið að gera of mikið til að lækna sjúklinginn, það borgaði sig fjárhags- lega að gera sem mest af rannsóknum og aðgerðum. Nú óttast Benner að í framtíðinni verði ekki gert nógu mik- ið til að lækna sjúklinga og þannig gi’æði tryggingafyrirtækin sem mest. Nú borgi sig að gera sem minnst til að græða sem mest. Vill að stjórnvöld greiði fyrir heilbrigðisþjónustu Samt sem áður styður hún breyt- ingarnar því núverandi kerfi sé tilvilj- unarkennt og ófullkomið. Til dæmis séu um 36 milljónir Bandaríkjamanna án nokkurrar tryggingar og eigi ekki kost á viðunandi læknisþjónustu. Helst vildi hún sjá stjórnvöid bera kostnaðinn af heilbrigðisþjónustunni, það sé eina leiðin til að tryggja öllum einhverja þjónustu. Einnig sé kostnað- ur við kerfið mikið og fari þriðji hver dollari sem eytt er í heilbrigðiskerfið í að stjórna því. Benner kallar þetta kostnaðinn við að eiga rétt á heilbrigðisþjónustu. Fyrst þarf að spyija hvort sjúklingur- inn eigi rétt á þjónustu og síðan hversu mikilli þjónustu hann eigi rétt á. Þetta krefst mikillar vinnu og skýrslugerðar. Einnig eru ákvarðanir um veitta þjónustu teknar án tillits til hagsmuna sjúklinga. Til dæmis hafi trygginga- fyrirtæki eitt gert samning við til- raunastofu fjarri sjúkrahúsi til að gera allar rannsóknir á krabbameins- sjúklingum sem tryggðir eru hjá þeim og þurfa að fara í lyfjameðferð en læknarnir þurfi á þessum rannsóknum að halda til að ákveða lyfjagjöf. Er gæti að lögum aðeins átt við meðan mál væri til rannsóknar hjá lögreglu en ekki eftir að það hefði verið tekið til dómsmeðferðar. Þann skilning staðfesti héraðsdóm- ari í gær með ítarlegum rökstuðningi þar sem m.a. segir að dómurinn telji að með útgáfu ákæru hafí ákæruvald- ætlast til þess að sjúklingar þvælist á milli daginn fyrir lyfjameðferð til að fara í rannsóknir og ekkert spáð í það hvort sjúklingurinn sé nógu brattur til að koma sér á milli staða. Sparað á sviði umönnunar Hún óttast að breytingarnar leiði til þess að sparað verði á sviði umönn- unnar og segir að tryggingafélögin vildu það helst að fjölskyldur hugsuðu sjálfar um veik ættmenni á heimili sínu og þannig sinni ólaunað og óþjálf- að fólk ummönnun. „Óþjálfað fólk getur ekki á viðunandi hátt annast alvarlega veika sjúklinga heima hjá sér,“ segir hún, „sjúklinga sem jafn- vel er gefið lyf og annað beint í æð og eru of veikir til að hugsa um sig sjálfir." Hins vegar séu tryggingafélögin tilbúin tii að greiða fyrir dýrar rann- sóknir og aðgerðir. Þetta muni svo leiða til þess að hjúkrun beinist meira að því að aðstoða lækna. Sem dæmi um nauðsyn góðrar umönnunar nefnir hún dæmi um konu sem þurfti á hjartaaðgerð að halda. Hún kom á sjúkrahúsið í slæmu ástandi því hún hafði ekki haft efni á því að fara til læknis. Það tók hjúkr- unarfólkið tvo mánuði að koma líkam- legu ástandi hennar í þannig horf að hún gæti farið í aðgerð. „Hjartaað- gerðir erú mjög flóknar og tæknilegar aðgerðir og krefjast mikillar kunnáttu en mér finnst umönnun hjúkrunar- fræðinganna alveg jafn merkileg og aðgerðin sjálf,“ segir hún. „En samt er alltaf bara horft á þessa erfiðu skurðaðgerð og horft framhjá að það þarf kunnáttu og þjálfun til að koma sjúklingi sem þessum í gott ástand. Ef ekkert verður að gert eigum við á hættu að týna niður kunnáttu hjúkr- unarfóiksins, sem er mjög verðmæt.” ið í raun lýst því yfir að rannsókn máls sé lokið. Dómsmeðferð sé eftir en eftir útgáfu ákæru og þingfestingu máls sé ekki um neina rannsóknar- hagsmuni að ræða eins og á rannsókn- arstigi máls. Vísað er til að ýmis ákvæði opinberu réttarfarslaganna eigi að tryggja jafnræði aðila og sagt að jafnræði yrði skert ef ákærður aðili mætti ekki kynna sér dómskjöl og því jafnræði yrði ekki náð þótt skiþaður veijandi mætti kynna sér skjölin enda geri Iög ráð fyrir að sakbomingur geti flutt mál sjálfur og ótækt væri að hann fengi þá ekki að sjá skjöl fyrr en að lokinni dómsyfirheyrslu. Úrskurður Héraðsdóms um stóra fíkniefnamálið Sakborningar mega kynna sér skjölin GUÐJÓN St. Marteinsson héraðsdómari kvað í gær upp þann úrskurð að sakborningar í stóra fíkniefnamálinu, sem þingfest var fyrir helgi og verður tekið til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur 2. maí næstkom- andi, megi kynna sér framlögð dómskjöl í málinu. Dómarinn telur engin ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála fela í sér heimild til að koina í veg fyrir að ákærðir kynni sér framlögð dómskjöl. Ákæruvaldið hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.