Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994 Rafmagnslaust í útihúsum að Mýrarlóni sem leigð eru út af Akureyrarbæ Eins og menn megi ekki bjarga sér BRAGI Steinsson og félagar hans í fyrirtækinu Kreppu hafa fest kaup á ljósavél sem þeir ætla að setja upp í útihúsum að Mýrar- lóni skammt norðan Akureyrar en þangað ætla þeir að flylja starfsemi fyrirtækisins. Bragi hefur haft húsnæðið að leigu hjá Akureyrarbæ síðustu ár og fengið rafmagn frá Rafveitu Akur- eyrar en eftir að rafmagnslínur voru rifnar niður hefur Mýrarlón verið rafmagnslaust og tilraunir reynst árangurslausar. Bragi er bílstjóri hjá vörubíla- stöðinni Stefni en þar sem verk- efni eru ekki næg hefur hann verið atvinnulaus í átta mánuði á ári og ætlaði hann að reyna að skapa sér atvinnu yfir vetrartím- ann með framleiðslu sumarhúsa úr trefjaplasti á pallbíla. Leigði hann í því skyni útihúsin að Mýr- arlóni en þau voru í niðurníðslu síðla árs 1988 er hann fékk þau til afnota. Um eitt ár tók að koma því í viðunandi horf og nam út- lagður kostnaður um 800 þúsund krónum. Rafmagn var á húsinu í upp- hafi leigutímans og sótti Bragi um leyfi til að færa töflu sem þar var og fékk þá þær upplýsingar hjá Rafveitu Akureyrar að hann fengi ekki að hafa rafmagn nema sett yrði nýtt inntak í húsið sem hann gerði og einnig lét hann útbúa nýja töflu. „Ég er búinn Braga til að fá því breytt hafa að leggja í mikinn kostnað við þetta húsnæði sem ég hefði aldrei gert ef ég hefði vitað að taka ætti rafmagnið af mér. Ég gekk á milli manna hjá Akureyrarbæ og þeir sögðu flestir að ekki kæmi til greina að taka rafmagnið af mér, en það var nú samt gert. Þetta er undarlegt í því ljósi að ég leigi húsnæðið af Akureyrarbæ en ein af stofnunum þess, Rafveit- an, kemur í veg fyrir að ég geti nýtt þau,“ sagði Bragi. „Það er eins og menn megi ekki bjarga sér, ef menn ætla að gera eitt- hvað upp á eigin spýtur eru alls staðar ljón á veginum." Bragi sagði að starfsemi Kreppu yrði flutt að Mýrarlóni í lok júní en fram að þeim tíma verður unnið að endurbótum á húsnæði auk uppsetningar á ljósa- vélinni sem framleiða mun það rafmagn sem til starfseminnar þarf. Morgunblaðið/Rúnar Þór Keypti ljósavél í rafmagnsleysinu BRAGI Steinsson hefur leigt útihúsin að Mýrarlóni af Akur- eyrarbæ og ætlaði að reyna að skapa sér þar atvinnu yfir vetrar- mánuðina en rafmagnslaust hefur verið þar siðustu misseri og festi hann því kaup á ljósavél til að framleiða rafmagn. Handverk til sölu að Hrafnagili SÝNING og sala á íslensku hand- verki verður haldin að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit dagana 10. til 12. júní næstkomandi. Þetta er sýningin Handverk ’94 og er um að ræða sölusýningu handverks- fólks alls staðar að af landinu. Handverk ’94 verður með svipuðu sniði og var á síðasta ári þó nokkrar breytingar hafi verið gerðar á í ljósi reynslunnar, m.a verður opið lengur. Á sýningunni gefst endursöluaðilum og endanlegum kaupendum kostur á að hitta Ijölmarga framleiðendur á einum stað en einnig kynna heildsal- ar vörur og þjónustu sem tengjast handverki. í tengslum við sýninguna verða sýnd gömul vinnubrögð, ullarvinnsla, skógerð og fleira og þá verður í boði ýmiss konar afþreying, s.s. hesta- leiga, útsýnisflug í svifflugum, ævin- týraferðir um svæðið og kvöldgleði með varðeldi og grilli á meðan á sýningunni stendur. Nægilegt gistirými er á svæðinu á hótelum, sumarhúsum, í bænda- gistingu og á tjaldstæðum eftir ósk- um hvers og eins. Þátttakendur í handverkshátíðinni á síðasta ári voru á annað hundrað og aðsókn var mjög mikil. Nánari upplýsingar um hátíð- ina veitir Elín Antonsdóttir hjá Byggðastofnun á Akureyri en það er átaksverkefnið Vaki í Éyjafjarðar- sveit, Grýtubakka-, Svalbarðsstrand- ar- og Hálshreppi sem efnir til sýn- ingarinnar. (Fréttatilkynninpr.) Bæjarstjórn Dalvíkur á 20 ára afmæli bæjarins Fólkvangur Dalvíkinga í Böggvisstaðafjalli DALVÍKINGAR héldu upp á 20 ára afmæli bæjarins sl. sunnudag með ýmsu móti. Hátíðarmessa var í Dalvíkurkirkju og sáu nemendur og kennarar Tónlistarskóla Dalvfkur um tónlistarflutning og kór Dalvíkur- kirkju söng undir stjórn Hlínar Torfadóttur. Prestur var séra Svavar A. Jónsson. Morgunblaðið/Hermína Gunnþórsdóttir Bæjarstjórn Dalvíkur HÁTÍÐARFUNDUR var í bæjarstjórn Dalvíkur í tilefni af 20 ára afmæli bæjarins. í efri röð frá vinstri eru Jón Gunnarsson, Guðlaug Björnsdóttir, Svanhildur Árnadóttir og Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri. í neðri röð frá vinstri eru Trausti Þorsteinsson forseti bæjar- stjórnar, Haukur Snorrason, Gunnar Aðalbjörnsson og Valdimar Bragason. Hátíðarfundur bæjarstjómar Dal- víkur var haldinn í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju kl. 13. Fyrir fundin- um lágu tvær tillögur og voru þær báðar samþykktar samhljóða. Ann- ars vegar tillaga að samþykkt um Fólkvang Dalvíkinga í Böggvisstaða- fjalli og munu framkvæmdir hefjast sumarið 1995 og stefnt er að því að helstu framkvæmdum við Fólkvang- inn verði lokið árið 2000. Hins vegar var samþykkt tillaga um merki Dal- víkur m.a. sérstök hátíðarútgáfa Prófkjör tveggja lista verða í Eyj afj arðar s veit um helgina PRÓFKJÖR tveggja framboðslista sem bjóða fram við sveitarstjórnar- kosningarnar í Eyjafjarðarsveit verður haldið næstkomandi laugardag, 16. april. Það fer fram í gamla barnaskólanum á Hrafnagili frá kl. 11 til 17 og í Sólgarði frá kl. 13 til 17. Eftirtaldir frambjóðendur N-list- ans gefa kost á sér í 1.-3. sæti: Guðmundur Jón Guðmundsson, Islenskir hvolpar Fallegir, íslenskir hvolpar til sölu. Ættbókarfæröir. Upplýsingar í síma 96-26996. bóndi í Holtseli, Hrefna Laufey Ing- ólfsdóttir kennari, Álfabrekku, Hreiðar Hreiðarsson byggingameist- ari, Skák, Ólafur Jensson rafvirki, Brekkurtöð 4, og Sigrún Ragna Úlfs- dóttir, bóndi í Hólakoti. Aðalheiður Harðardóttir bóndi, Aðalsteina Magnúsdóttir húsfreyja, Atli Guðlaugsson skólastjóri, Bjarki Ámason rafvirkjameistari, Björk Sigurðardóttir kennari, Jóhann Reynir Eysteinsson húsasmiður, Jón Eiríksson bóndi, Sigurgeir Pálsson bóndi og Þorsteinn Eiríksson húsa- smiður taka einnig þátt í prófkjörinu og gefa kost á sér í 4. til 14. sæti. skjaldarmerkis í tveimur litum sem ætluð er Bæjarstjórn Dalvíkur, bæj- arstjóra, embættismönnum bæjarins og stofnunum hans og er notkun þess óheimil án leyfis bæjarstjórnar Dalvíkur. Til almennra prentnota má nota einlita útgáfu merkisins. Fundarhamar Guðlaug Björnsdóttir bæjarfulltrúi Framsóknarflokks kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í tilefni þess að hún mun nú hætta afskiptum af bæjar- málum er þessu kjörtímabili lýkur en hún hefur starfað í bæjarstjóm frá árinu 1982. Hilmar Daníelsson eiginmaður Guðlaugar var sveitar- stjóri Dalvíkurhrepps árin 1966- 1974 og sat i bæjarstjórn 1974- 1978. Fyrir hönd þeirra hjóna af- henti Guðlaug bæjarstjórn Dalvíkur útskorinn fundarhamar eftir Jóhann- es Haraldsson, Friðrikshúsi á Hjalt- eyri, og þakkaði samstarf liðinna ára. Dalvíkurbær efndi til yfirlitssýn- ingar á verkum Jóns Stefáns Brim- ars Sigurjónssonar sem lést 23. des- ember 1980, 52 ára að aldri. Brimar hafði áður en hann lést ákveðið að gefa Dalvíkurbæ málverk sín. Auk verka í eigu Dalvíkurbæjar var fjöldi mynda sem er í einkaeign. Dalvískir safnarar héldu sýningu á því sem þeir hafa dregið að sér og kenndi þar ýmissa grasa, m.a. mátti sjá það bólusetningarvottorð, færeysk Maximkort, gömul skjöl, meðalaglös, tóbaksbauka og margt fleira. Að síðustu bauð bæjarstjórn Dal- víkur upp á kaffiveitingar í Víkur- röst. HG E-listinn Alls taka nítján manns þátt í próf- kjöri E-listans en þeir eru: Arnbjörg Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur, Ármann Skjaldarson bóndi, Benjam- ín Baldursson bóndi, Birgir Þórðar- son oddviti, Bryndís Símonardóttir þroskaþjálfi, Dýrleif Jónsdóttir bóndi, Einar G. Jóhannsson bóndi, Eiríkur Hreiðarsson garðyrkjubóndi, Gunnar Jónasson bóndi, Helgi Örl- ygsson skrifstofumaður, Hólmgeir Karlsson mjólkurverkfræðingur, Jón Jónsson bóndi, Kristjana Kristjáns- dóttir veitingamaður, Níels Helgason bóndi, Ólafur G. Vagnsson ráðunaut- ur, Pétur Helgason bóndi, Ragnheið- ur Gunnbjörnsdóttir atvinnurekandi, Sigrún Rósa Vilhjálmsdóttir bóndi og Þorvaldur Hallsson bóndi. Prófkjörsmál N-listans í Eyjafjarðarsveit Þremur meinuð þátttaka KRISTJÁN Theodórsson bóndi á Brúnum í Eyjafjarðarsveit og einn þeirra sem vann að því að koma á nýjum framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar seg- ist vera rasandi á vinnubrögðum forsvarsmanna N-listans - Lista nýrra tíma í Eyjafjarðarsveit eftir að þremur mönnum úr hópnum var meinað að taka þátt í próf- kjöri listans um helgina.. Nýlega boðaði N-listinn stuðnings- menn sína til fundar um stefnumörk- un og fyrirhugað prófkjör. Kristján ásamt hópi manna sem áður höfðu unnið að því að koma á þriðja fram- boðslistanum í Eyjaíjarðarsveit mætti á fundinn þar sem fram kom uppástunga um að hann ásamt tveimur öðrum sem unnu að þriðja framboðinu tækju þátt prófkjöri N- listans. „Við lýstum yfir því á fundinum að við myndum láta af sjálfstæðu framboði og ganga til liðs við N-list- ann af heilum hug,“ sagði Kristj- án.„Nokkru síðar var ég boðaður á fund þar sem mér var tilkynnt að þeir N-listamenn vildu ekkert með okkur hafa. Þetta er forkastanlegt og á ekkert skylt við lýðræðisleg vinnubrögð." Birgir Karlsson einn N-listamanna sagðist ekkert vilja segja um málið, þetta væri ekki fjölmiðlamál og til- gangslaust væri að ræða það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.