Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 16
 16 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Atvinna Tillögur frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 28. maí 1994 um í Reykjavík þarf um 6 þúsund ný störf fram til ársins 2000 til að mæta árlegri fjölgun fólks á vinnumarkaði og koma í veg fyrir viðvarandi atvinnuleysi. Öryggi er það sem fjölskyldunni er mikilvægast. Grunnur fjárhagslegs öryggis hvílir á atvinnunni sem er stærsta hagsmunamál fjölskyidunnar þótt hið félagslega öryggi sé ekki síður mikilvægt. Sjálfstæðismenn kynna hér á eftir leiðir sem ætlað er að skapa íslandi sérstöðu með einstökum tækifærum til þróttmikils atvinnulífs og góðrar þjónustu í þágu allra borgarbúa. Skapa þarf traustara fyrirtækjaumhverfi, sem stuðlar að öflugu nýsköpunar- og þróunarstarfi og hefúr í för með sér fjölgun vel launaðra starfa fyrir borgarbúa. Það er helst gert með því að hlúa að vaxtarbroddum í atvinnulífinu eins og ýmsum smáiðnaði, þróunarfyrirtækjum, fyrirtækjum í ferðaþjónustu og nýjum framsæknum hugmyndum. Með átaksverkefnum verður áfram dregið úr afleiðingum atvinnuleysisins á sama tíma og lögð verður aukin áhersla á langtímaaðgerðir sem stuðla að þróttmeira atvinnulífi í framtíðinni. vlrnw á ffiHfii! vikum samgönguverkefnum á vegum ríkisins, svo sem framkvæmdum við mislæg gatnamót í Reykjavík. Unnið er að hugmyndum um fjármögnun verkefna af þessum toga. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að framlag Reykjavíkurborgar í Atvinnuleysistryggingasjóð verði nýtt að fullu til átaksverkefna í borginni. Þá verður sem fyrr kappkostað að veita reykvískum unglingum og öðru skóla- fólki, sem ekki fær vinnu á hinum al- menna vinnumarkaði, sumarstörf á vegum borgarinnar. Námsiramboó sniöió þörfum mMmwlmmm í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar frá 3. mars sl. um úrræði í atvinnumál- um fá 1.200 manns af atvinnuleysis- skrá tækifæri tii að halda tengslum við vinnumarkaðinn. Sjálfstæðismenn munu beita sér fyrir því í samvinnu við aðila á vinnumarkaðinum að nýta öll tiltæk úrræði til að skapa sem flestum störf við margvísleg átaksverkefni. Einnig verði reynt að flýta arðbærum Reykjavíkurborg hefur lagt aukna áherslu á viðhaldsverkefni á eignum borgarinnar. Sjálfstæðismenn vilja enn aukna áherslu á þessu sviði, t.d. varð- andi leikskóla og grunnskóla. Mikilvægt er að gera atvinnulausum kleift að stunda nám sem byggir upp sjálfstraust þeirra. Stuðla þarf að auk- inni uppbyggingu starfsmenntabrauta með því að samhæfa starfsemi fræðslu- aðila. Þannig yrði atvinnulausu fólki gefinn kostur á að skapa sér möguleika til að sækja inn á vinnumarkaðinn í góð og betur launuð störf. Að þessu er nú unnið á vegum Atvinnumála- nefndar Reykjavíkur en borgin hefur að eigin frumkvæði lagt fram mikla fjármuni til fræðsluverkefna í þágu at- vinnulausra. Yfirstandandi breytingar á Vinnumiðiun Reykjavíkurborgar munu ennfremur stuðla að stórbættri þjónustu í þágu atvinnulausra. Sjálfstæðismenn ætla ekki að einka- væða þjónustufyrirtæki í eigu Reykja- víkurborgar. Hins vegar ber áfram að leita allra leiða til að ná fram aukinni skilvirkni í rekstri fyrirtækja og stofn-. ana borgarinnar, m.a. með aukinni ábyrgð stjórnenda þeirra og áframhaldandi útboðum þar sem það á við. Forsenda öflugs atvinnulífs í borginni eru lágar álögur á fyrirtækin og skilvirkur borgarrekstur, sem gefur tiiefni til lækkunar á gjaldskrám. Umbætur í borgarrekstrinum eiga að hafa það meginmarkmið að bæta þjónustu við borgarbúa og að ná fram hagræðingu. Sjálfstæðismenn vilja greiða fyrir starfsemi smærri fyrirtækja með því að haga útboðum þannig að þau eigi í auknum mæli kost á verkefnum hjá Reykjavíkurborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.