Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 56
m HEWLETT PACKARO HPÁ [5LANDI HF Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til vendeika MORGUNBLAÐID, KRINGIAN 1 103 REYKJAVÍK SlMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tillaga um rammasamkomulag við Bandarikin um viðskipti Gæti orðið fyrsta skref að fríverslunar samningi RÍKISSTJÓRNIN telur að efla megi viðskipti íslands og Bandaríkjanna frekar ef gerður verði rammasamningur um reglulegt samráð um efna- hags- og viðskiptatengsl landanna, og hefur sent bandarískum stjórnvöldum orðsendingu þar að lútandi sem Einar Benediktsson, sendiherra, hefur þegar kynnt þeim. Fékk hann þau svör að málið yrði tekið til alvarlegrar og gaumgæfi- legrar athugunar. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði við Morgunblaðið í gær, að tillaga um rammasamn- ing gæti verið fyrsta skrefið að fríverslunar- samningi við Bandaríkin eða aðild í einhverri mynd að NAFTA. „Við erum þarna að lýsa áhuga okkar á nánum samskiptum við Banda- ríkjamenn á viðskiptasviðinu og teljum það af- skaplega mikilvægt að áhugi okkar sé banda- rískum stjórnvöldum og bandarísku þingi kunn- ur. Málið hefur verið rætt efnislega í utanríkis- málanefnd, og ég held að vilji standi til þess á Alþingi að skoða þessa kosti rækilega og gera Bandaríkjamönnum ljóst að við höfum áhuga á að skoða þessa þætti og loka ekki fyrir þá möguleika sem kunna að vera á fríverslunar- samningum við Bandaríkjamenn. Auk þess að laga þá annmarka sem hafa verið á annars af- skaplega góðum samskiptum okkar við þá á viðskiptasviðinu," segir Davíð. Margt flókið í NAFTA Aðspurður um hvers vegna íslensk stjórnvöld stígi því ekki skrefið til fulls og óski eftir frí- verslunarsamningum við Bandaríkin, segir Dav- íð ekki vera efnisástæður til slíks á þessu stigi málsins. „Margir þættir í NAFTA-samkomulag- inu, m.a. á landbúnaðarsviðinu, gætu orðið okk- ur flóknir og erfiðir og menn þurfa að fara mjög nákvæmlega yfir þá. Við erum að leita eftir bættri stöðu í viðskiptasamvinnu við Banda- ríkjamenn og þessi ályktun lýsir því ágætlega að mínu mati,“ segir Davíð. í orðsendingunni er lagt til að samráð taki m.a. til fjárfestinga og tekið verði á nauðsyn þess að tryggja íslenskum starfsmönnum fyrir- tækja í Bandaríkjunum vegabréfsáritun á sama hátt og gildir um mörg önnur ríki. Einnig er getið um atriði svo sem íslenskar heilbrigðiskröf- ur í matvælaframleiðslu og útgáfu heilbrigðis- vottorða vegna útflutnings, flugsamgöngur, upplýsingatækni og rétt íslenskra námsmanna til að stunda háskólanám í Bandaríkjunum. Islenskir verktakar Kaupa lóðir undir íbúðir í Stuttgart VERKTAKAFYRIRTÆKIN Ár- mannsfell og Islenskir aðalverktak- ar hafa stofnað í sameiningu sér- stakt hlutafélag, Ger hf., sem er ætlað að reisa íbúðir í Þýskalandi með Permaform-aðferðinni svo- nefndu. Félagið hefur þegar fest kaup á lóðum í nágrenni Stuttgart í þessu skyni. Ármann Örn Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Ármannsfells, sagð- ist ekkert geta tjáð sig um það hversu margar íbúðir yrðu byggðar í Þýskalandi á vegum fyrirtækisins. „Það eina sem við vitum er að markaðurinn er gífurlega stór. Á því svæði sem við áætlum að byggja á verða byggðar um 30 þúsund íbúðir á þessu ári.“ Ármann kveðst gera ráð fyrir að íslenskir starfsmenn verði í Þýska- landi fyrst í stað til að stjóma fram- kvæmdunum. Mál myndu hins veg- ar öll skýrast á næstunni en teikn- ingar eru nú til samþykktar hjá yfirvöldum í Þýskalandi. ■ Permaform-hús/Bl ÁRBÆJARSAFNIð er vinsæll staður fullorðinna og barna sem sækja þangað angan af liðnum tima í gömlum húsum og mun- um. Montinn hani hefur helgað sér land í safninu og var ekki Monthani seinn að vinna hugi og hjörtu barnanna með fettum sínum og brettum og sérkennilegu göngu- Morgunblaðið/Rax lagi á hlaðinu, eins og sjá má á fasi hans á þessari mynd. Ljóst er að honum hugnast hlutskipti sitt ekki illa — og stendur undir því nafni sem forfeður hans hafa gegnt um aldaraðir. Þyrla valin á morgun? STEFNT er að því að taka ákvörðun um kaup á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna á ríkis- stjórnarfundi á morgun. Að sögn Þorsteins Pálssonar dóms- málaráðherra rennur frestur sá sem veittur var til þess að ná niðurstöðu í viðræðum við Bandaríkjamenn út á miðnætti í kvöld. Beint liggi við, í fram- haldi þess, að taka ákvörðun. Litlu nær Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði við Morgunblaðið í gær ljóst að þó nokkur tækniatriði hafí skýrst séu stjórnvöld litlu nær eftir viðræðurnar sem átt hafa sér stað við Bandaríkjamenn. Telji Bandaríkjamenn sig þurfa mán- uði eða ár til að koma þeim hugmyndum í framkvæmd sem Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi orðað við bæði sig og utanríkisráðherra, geti íslendingar ekki beðið þess. „Menn hafa viljað kanna þessa kosti eins náið og hægt er, en þó við kaupum eina þyrlu þá er hún seljanleg aftur og vilji menn laga þyrlukost að samn- ingum við Bandaríkjamenn þá er hægt að selja þyrlu sem menn hafa keypt. Ef menn kjósa er meira að segja hægt að kaupa þyrlu með fyrirvörum og endur- sölumöguleikum. Allt þetta þurfa menn að skoða,“ sagði Davíð. Hann kvaðst algjörlega sammála utanríkisráðherra um það að íslendingar eigi alls ekki að kasta frá sér þeim kosti að taka yfir rekstur þyrlusveitar varnarliðsins, „og ég tel að við séum ekki að því“, sagði hann. Reyna á til þrautar Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra kvaðst vilja láta reyna til þrautar á það, hvort innistæða væri fyrir tilboði bandarískra stjórnvalda, sem dr. Perry gerði íslenskum stjórn- völdum í ársbyijun. Hann telur koma til greina að óska eftir fundi með dr. Perry, þannig að viðræðurnar flytjist á æðra stjórnstig. ■ Fundur með Perry?/6 Stofna hlutafélag um loðnubræðslu í Keflavík AÐILAR á Suðurnesjum munu í næstu viku stofna hlutafélag um stofn- un og rekstur loðnubræðslu sem komið verður upp í Helguvík og hefji bræðslu í febrúar nk. Undirbúningsfélag hefur undanfarið þreifað fyrir sér með kaup á loðnubræðslu í Noregi, sem rifin yrði niður, flutt til landsins og sett upp í Helguvík. Niðurstöður í þeim tilraunum liggja ekki fyrir. Ein forsenda þess að loðnuverksmiðjan taki til starfa er að áður verði gerður 150 metra viðlegukantur við höfnina í Helguvík. Minkur leikur á bónda Hvolsvelli, Morgunbladið. BÓNDI í Landeyjum varð ný- verið fyrir því að minkur braust inní hænsnahúsið á bænum. Drap minkurinn allar heimilis- hænurnar, 15 að tölu. Bóndinn fékk sér nýjar hænur og hugð- ist leika á minkinn, útvegaði sér minkabúr og setti hænurnar í það. Dugði þetta nokkurn tima eða þar til kvöld eitt að einhver gleymdi að setja hespuna fyrir minkabúrið. Þá gerði minkur- inn sér lítið fyrir og hafði það af að opna búrið og heimsótti hænur bóndans aftur. Að þessu sinni skildi minkurinn eftir fimm hænur og hefur sennilega hugsað sér að spara þær þar til síðar. Að sögn bóndans voru hænurnar lélegar til varps eftir heimsókn minksins en eru þó farnar að ná sér eftir áfallið. Að sögn Péturs Jóhannssonar, hafnarstjóra í Keflavík, sem á sæti í undirbúningsnefndinni, hef- ur undirbúningsnefndin undanfar- ið átt í viðræðum um kaup á loðnu- verksmiðju sem afkastað gæti um 1.000 tn á sólarhring, við aðila á ónefndum stað í Noregi. Uppkomin verksmiðja í nýjum húsum gæti kostað um 500 milljónir króna, að sögn Péturs Jóhannssonar, og skapað 20 ársverk. Dregist hefur að fá niðurstöðu í málið, að sögn Péturs, og segir hann að undirbún- ingsstjórnin sé nú farin að huga að því að leita fyrir sér annars staðar. Stofnun hlutafélags verður ekki látin bíða þess að samþykkt kaup- tilboð liggi fyrir heldur verður hlutafélag um verksmiðjuna stofn- að í næstu viku. Helstu eigendur verða væntanlega útgerðarfyrir- tæki og frystihús á Suðurnesjum. Hlutafé verður yfir 100 milljónir króna að sögn Péturs. Forsenda þess að verksmiðjan verði rekstrarhæf í febrúar á næsta ári er að áður verði gengið frá 150 metra viðlegukanti við höfnina í Helguvík. Það mál verður m.a. rætt á fundi hafnarstjórnar Kefla- víkur í dag en áætlað er að til þeirrar framkvæmdar þurfi 6 mán- uði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.