Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLEINIT Sáttagjörð ísraela o g PLO næstum farin út um þúfur Reuter Fagna fríðargjörð PALESTÍNSK ungmenni klifra girðingu umhverfis ísraelska lögreglustöð í Jeríkó í gærmorgun og skreyta hana pálmagrein- um og blómum í tilefni friðargjörðar ísraela og PLO. Níu þús- und manna palestínsk lögregla tekur við hlutverki ísraelskra hersveita í Jeríkó og Gazasvæðinu þegar ísraelar hverfa brott. ísraelar slepptu hundruð palestínskra fanga eftir undirritunina í gær Kairó. Reuter. MINNSTU munaði að hátíðleg athöfn þar sem leiðtogar ísraela og Palestínumanna (PLO) voru komnir saman til að undirrita sögulega friðarsamninga færu út um þúfur fyrir framan 2.500 tigna gesti. Jass- er Arafat leiðtogi PLO ritaði í fyrstu ekki undir kort sem fylgdi friðar- skjölunum og stóð upp eftir að hafa skrifað undir hluta þeirra. Yitz- hak Rabin forsætisráðherra ísraels gerði slíkt hið sama og kom til orðaskipta á milli Arafats og Shimons Peres utanríkisráðherra ísraels á sviði leikhússins. Warren Christopher utanríkisráðherra Bandaríkj- anna veitti Arafat orð í eyra og féllst hann um síðir að skrifa upp á landakortið en bætti við athugasemdum á arabísku á spássíu. Með samkomulaginu, sem er upp á 200 blaðsíður, fá Palestínumenn á Vesturbakkanum og Gaza í fyrsta sinn sjálfsforræði frá í sex daga stríðinu í Miðausturlöndum 1967. Eftir undirritunina sagðist Arafat vona að samkomulagið væri fyrsta skrefið að stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Rabin sagði ísra- ela vona að það yrði til þess að tryggja frið við Araba í fyrsta sinn frá stofnun Israelsríkis 1948. „Heimsbyggðin hefur orðið vitni að örlitlu broti þeirra vandamála sem við verðum að yfirstíga til þess að gera fyrsta áfanga samkomu- lagsins að veruleika," sagði Rabin við athöfnina. „Það er andstaða með þjóðum okkar beggja við það sem við erum að gera nú. Það út- heimtir kjark og áræðni af beggja hálfu að koma friðsamlegri sambúð í kring. í því felst mikil áskorun og við höfum heitið því að tryggja að árangur náist,“ bætti hann við. „Samningaumleitanir hafa sann- að ágæti sitt, friður er mögulegur,“ sagði Warren Christopher. Sam- komulag ísraela og PLO er árangu- ar friðarumleitana milli ísraela og Araba sem hófust í Madríd í októ- ber 1991 og voru haldnar undir verndarvæng Bandaríkjamanna og Rússa. „Enn sér ekki fyrir lyktir deilna í Miðausturlöndum . . .sú sáttfýsi sem erum vitni að hér má ekki dvína,“ sagði Christoþher. Samkvæmt samkomulaginu munu Israelar draga nær allar her- sveitir sínar frá Gaza og Jeríkó inn- an þriggja vikna. Palestínumenn fá sjálfstjóm eigin mála að mestu en þó ekki ytri öryggismála eða utan- ríkismála. Þegar blekið var að þorna á sáttagjörðinni í gær slepptu ísra- elar hundmð palestínskra fanga. Verður Barry borg- arstjóri að nýju? Washington. Reuter. MARION Barry, fyrrum borgarstjóri Washing- ton, sem varð að segja af sér fyrir ijórum árum vegna kókaínfíknar sinnar, hyggst endur- heimta embætti sitt. Barry nýtur enn mikilla vinsælda meðal efna- minni svertingja borgar- innar. Barry segist hafa tekið Hugsanlegt framboð hans hefur valdið nokkr- um skjálfta innan Demó- krataflokksins, en í september verður kosið um borgarstjóraframbjóð- anda flokksins. Núverandi borgarstjóri, Sharon Pratt Kelly, tók við af Barry og varð þar með fyrsta konan til að gegna slíku embætti. Vin- Marion Barry stakkaskiptum eftir að hann var sældir hennar hafa dvínað vegna handtekinn í janúar 1990 fyrir að slæms fjárhags borgarinnar og reykja krakk. sívaxandi glæpatíðni. Óþægilegar grunsemdir vakna hjá vísindamönnum eftir fund toppkvarksins Fyrirvaralaust hvarf heimsins? London. The Daily Telegraph. FYRIR aðeins tíu dögum unnu vísindamenn í Bandaríkjunum það afrek að fínna toppkvarkinn svo- kallaða en tilvera hans skiptir miklu máli fyrir hugmyndir manna um eðli alheimsins. Fund- urinn hefur hins vegar leitt af sér heldur óþægilegar grunsemdir: Að alheimurinn sé fremur óstöð- ugur og geti gufað upp á hverri stundu. Þessar áhyggjur eiga rót sína að rekja til tilrauna eðlisfræðinga til að skilja innsta eðli efnisins. Snemma á sjöunda áratugnum uppgötvaði bandaríski eðlisfræð- ingurinn Murray Gell-Mann, að hægt væri að skýra eðli ýmissa einda, sem efnið byggist á, með því að gera ráð fyrir, að þær sam- anstæðu af enn smærri eindum, sem hann kallaði kvarka. Með því að mynda fræðilegt samband tveggja eða þriggja kvarka gat Gell-Mann skilið allar þekktar eindir og spáð fyrir um tilveru annarra. Það kom líka í ljós, að þær höfðu þá eiginleika, sem sagt var fyrir um, og á öndverðum áttunda áratugnum voru vísinda- menn orðnir sannfærðir um, að kvarkarnir væru til, eilíflega lok- aðir inni í öðrum eindum. Mikilvægur massi Síðar kom í ljós, að skýra mátti öll fyrirbærin með aðeins sex kvörkum og toppkvarkurinn, sá sjötti og síðasti, er nú fundinn. Það kom hins vegar a óvart hvað hann hefur mikinn massa eða 190 sinnum meiri en róteindin. Það svarar til massa heillar gullfru- meindar. Áhyggjuefnið er svo aft- ur það, að þessi mikli massi skipt- ir máli fyrir örlög alheimsins: Sé hann „of“ mikill, er hætt við, að alheimurinn sé óstöðugur. Vísindamenn telja, að skömmu eftir fæðinguna eða hvellinn mikla fyrir 15 milljörðum ára hafi al- heimurinn lokast inni í óstöðugu ástandi. Þannig gat það þó ekki gengið til lengdar með hann, fremur en með þlýant, sem stend- ur á oddinum, og hann „féll“ nið- ur í stöðugra lágorkusvið, gaf frá sér gífurlegan hita og þandist út með gífurlegum hraða. Sumir ef- ast þó um, að alheimurinn hafi náð að komast alla leið þangað sem stöðugleikinn er mestur og þar kemur einmitt toppkvarkurinn inn í myndina. „Éta“ Higgs-eindina Árið 1990 sýndu tveir vísinda- menn, John EIlis og Andrei Linde, við Evrópsku kjarneðlisfræði- stofnunina, CERN, fram á, að stöðugleiki alheimsins færi bæði eftir massa toppkvarksins og massa annarrar eindar, sem enn er ófundin, Higgs-eindarinnar. Talið er, að hún gefí undireindum frumeindarinnar massa sinn eða með öðrum orðum, að eindirnar öðlist massa með því að „éta“ Higgs-eindir. Um allan heim eru vísindamenn að leita að vísbend- irigu um Higgs-eindina en hafí þeir Elli og Linde rétt fyrir sér, er kannski eins gott, að hún finn- ist aldrei. „Algjört umhverfisslys?" Samkvæmt kenningu þeirra félaga og með tilliti til massa toppkvarksins þá er alheimurinn óstöðugur vegi Higgs-eindin minna en svarar til massa 150 róteinda. Það þýðir, að hætta geti verið á hinu „algjöra umhverfis- slysi“, að alheimurinn komist í stöðugara ástand og kollvarpi þannig öllu og þar með lífinu sjálfu. Eftirlits- menn SÞ til Brcko SAMEINUÐU þjóðirnar (SÞ) bjuggu sig í gær undir að senda eftirlitsmenn sína til múslimsku borgarinnar Brcko í norðurhluta Bosníu til að reyna að koma í veg fyrir hörð átök um leiðina sem Serbum berast aðföng um. í gær var skotið á flugvél SÞ á flugvellin- um í Sarajevo en meðal far- þega var þýski sendiherrann í Bosníu. Enginn slasaðist í árá- sinni. Aftengja SS- 24-fIaugar ÚKRAÍNUMENN hafa af- tengt nærri allar SS-24 eld- flaugarnar, sem eru í landinu. Er þetta í samræmi við samn- inga um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna, að sögn varn- armálaráðuneytisins í Kiev. Létust við brot- lendinguna KOMIÐ hefur í ljós að að minnsta kosti % farþeganna í tævönsku þotunni sem brot- lenti í Japan í fyrri viku, létust við sjálfa brotlendinguna en ekki í eldhafinu sem kviknaði er sprengingar urðu í vélinni. Höggunum fækkað ÓLÍKLEGT er talið að ákvörðun yf- irvalda í Sin- gapore um að bandaríski unglingurinn Michael Fay verði hýddur færri höggum Michael Fay. en dómur kveður á um, verði til þess að binda endi á harðar deilur um hýðingar sem risið hafa upp í kjölfar máls hans. Eftir mót- mæli Bandaríkjaforseta og ýmissa mannréttindasamtaka, var höggunum fækkað úr sex í fjögur. Lausn á hár- vanda sauðfés HÁRLEYSI ástralsks sauðfés kostar Ástrali, stærsta ullarút- flytjanda heims, um 35 millj- ónir dala á ári vegna minni framleiðslu. Um 30 af 140 milljónum sauðkinda eiga við hárleysi að stríða, aðallega vegna streitu. Lausnin er hins vegar skammt undan; gras, sem inniheldur hærra hlutfall amínósýru er nefnist meþíónín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.