Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 10

Morgunblaðið - 05.10.1995, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sýning á íslenskri framleiðslu og þjónustu á ræðismannaráðstefnu Ahugi og margar nýjar hugmyndir FJÖRUTÍU og fimm íslenskir framleiðendur og þjónustuaðilar kynna starfsemi sína á sýningu í tengslum við ráðstefnu ræðis- manna á Loftleiðum 2.-6. október. Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að ræð- ismennimir hafi sýnt mikinn áhuga á sýningunni og komið með margar athyglisverðar hugmyndir í tengsl- um við viðskipti milli landanna. Helgi sagði að fyrri ráðstefnur hefðu verið almennari eðlis. „Nú hefur verið bryddað upp á því að halda sýningar með kynningarbás- um frá íslenskum fyrirtækjum. Ræðismönnunum gefst því inn á milli fyrirlestranna tækifæri til að ræða við fulltrúa fyrirtækjanna eins og þeir hafa nýtt sér. Með því hafa myndast tengsl á milli ræðis- mannanna og fyrirtækjanna. Við hjá utanríkisráðuneytinu vinnum svo að því með fyrirtækjunum að nýta ræðismennina í viðskiptaleg- um tilgangi,“ sagði hann. Hann sagðist ekki hafa fundið fyrir öðru en afar jákvæðu viðhorfi hjá ræðismönnunum. „Sumir hafa meira að segja komið fram með athyglisverðar hugmyndir. Ég held að ekki sé rétt að greina frá þeim áður en farið hefur verið yfir þær,“ sagði hann. Af fyrirtækjum á sýn- ingunni má nefna Hugvit, Össur, Odda, Hafnarfjarðarhöfn, Foldu, Flugfélagið Atlanta, Lýsi, Marel, Eyjaferðir og Miðlun. Á ráðstefn- unni eru m.a. haldnir fyrirlestrar um íslenskan sjávarútveg, ferða- þjónustu og erlenda Qárfestingu. íslendingarnir áhugasamari Hjá Helga kom fram að margir ræðismannanna hefðu stundað við- skipti við íslandi. „Ég nefni Einar Akrann, aðalræðismanninn í Lúx- emborg, og aldursforseta ráðstefn- unnar. Hann kom upphaflega á tengslum Loftleiða í Lúxemborg og var umboðsmaður um áratuga- skeið. Svo hafa menn verið í saltfis- kviðskiptum, skipaiðnaði, fiskiút- flutningi. Þannig að í hópnum eru margir í einhvers konar viðskiptum við Island,“ sagði Helgi og hann tók fram að íslendingar væru farn- ir að sýna viðskiptunum enn meiri áhuga og honum hefði ekki heyrst annað en fulltrúar fyrirtækjanna væru afar ánægðir með framtakið. Átta sendiherrar á ráðstefnunni Hundrað og tíu ræðismenn sækja ráðstefnuna á Hótel Loftleið- um. Af þrettán sendiherrum Islend- inga á erlendri grundu sækja átta ráðstefnuna á eigin vegum og eiga fundi með ræðismönnum í sínum umdæmum. Fimm, sendiherrar, sem ekki koma til íslands í tengsl- um við ráðstefnuna, eru ýmist sendiherrar hjá Alþjóða stofnunum eða fastanefndum íslendinga er- lendis. Morgunblaðið/Kristinn FRÁ Umbúðamiðstöðinni eru sýndar margs konar umbúðir. BLÁA lónið kynnir starf- semi sína. EYJAFERÐIR eru einn ferðaþjónustuaðila sem sýna. Fréttabréf Samvinnu- bréfa Landsbankans Hættu- merkií verðlags- málum í NÝÚTKOMNU fréttabréfi Sam- vinnubréfa Landsbankans er fjallað um verðhækkunarskriðu að undan- fömu sem teflt gæti verðstöðugleik- anum í hættu. Höfundur greinarinn- ar sér ýmis hættumerki framundan og telur að launaþróunin á næstu mánuðum muni sennilega ráða úrslit- um um hvort æskileg markmið í verð- lagsmálum náist. Bent er á að gengi dollarans hafi verið að hækka að undanförnu eftir mikið fall á fyrri hluta ársins og að verðhækkunaráhrifin séu að byija að koma fram hér á landi, m.a. í hækkuðu bensínverði. Þá virðist hækkunartilefni af ýmsum toga vera að safnast upp hjá hinu opinbera. Loks er bent á að launaþróunin kunni að stefna verðstöðugleikanum í tví- sýnu og telur höfundur greinarinnar að hún geti ráðið úrslitum um hvort verðbólga fari úr böndunum. Fram kemur að þó ekki bætist meira við launin en umsamin 3% um næstu áramót sé hækkun þeirra þegar kom- in að efri mörkum þess sem sam- rýmst geti viðunandi verðstöðug- leika. „Annars vegar gæti komið til uppsagnar kjarasamninga fyrir lok ársins og hins vegar, þótt þeim verði ekki sagt upp, gæti launaskrið færst í aukana. Niðurstaðan yrði óhjá- kvæmilega sú sama; verðbólga magnaðist," segir m.a. í greininni. nylon gallar mjög slitsterkir, hrinda vel frá sér Tvískiptir Verð: 6.990.- Stærðir 4-8 Samfestingar Verð: 5.990.- Stærðir: 4-8 Litir: Rautt - Blátt - Gult 5% staðgreiðsluafsláttur Sendum í póstkröfu whummél^ SPORTBÚÐIN Ármuli 40 sími 581 3555 Morgunblaðið/Kristinn Hring slegið um FB NEMENDUR, kennarar og ann- að starfsfólk Fjölbrautaskóla Breiðholts slógu hring um skól- ann í gærmorgun undir stjórn íþróttakennara skólans, en FB fagnaði því í gær að 20 ár eru liðin frá því skólinn var settur í fyrsta sinn. Með því að slá hring um skólann var sýnt í verki að skólinn er stærsti fram- haldsskóli landsins. Þegar því verki var lokið var haldin grill- veisla á leiksvæði vestan við skólann og boðið upp á afmæl- istertu, en í gærkvöldi hélt svo afmælið áfram með dagskrá í hátíðarsal skólans og veislu- höldum. Stórglæsileg 4ra herb. íbúð í Jörfabakka 22. Ný eldhúsinnr. Parket. Verð 7,2 millj. Áhv. 4 millj., greiðslub. ca 25 þús. á mán., hagst. lán. Mögul. að taka bíl og/eða hesthús og/eða minni íbúð uppí og/eða hagstæða greiðsluskilmála. Jón Egilsson, hdl., Knarrarvogi 4, sími 568 3737. Sameining sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum Sveitarstjórn- ir taka afstöðu í vikunni Isafirði. Morgunblaðið. UNDIRBÚNINGSVINNA að sam- einingu sex sveitafélaga á norðan- verðum Vestfiörðum er nú á loka- stigi. Sveitarstjórnir taka afstöðu til sameiningarinnar fyrir 7. október og ef tillaga um sameiningu verður sam- þykkt er stefnt að því að kosið verð- ur um hana meðal íbúa 11. nóvem- ber. Sveitarféiögin sem hér um ræð- ir eru Þingeyrarhreppur, Flateyrar- hreppur, Mosvallahreppur, Mýrar- hreppur, Suðureyrarhreppur og ísa- ij arðarkaupstaður. Samstarfsnefnd um sameinginu sveitarfélaga á þessu svæði hélt fund með sveitarstjórnarmönnum viðkomandi sveitarfélaga að Holti í Önundarfirði á þriðjudag þar sem tillögur nefndarinnar um samein- ingu voru kynntar. Fundinn sóttu 36 sveitarstjórnarmenn og fengu tillögur nefndarinnar mjög góðar undirtektir. Megintilgangur með hugsanlegri sameiningu er að styrkja byggð á norðanverðum Vestfjörðum, snúa vörn í sókn, renna traustari stoðum undir félagslega þjónustu og efla samstöðu byggðarlaganna. Mark- miðið er að ná fram hagræðingu með því að samnýta þá þjónustu sem fyr- ir er á svæðinu. Ljóst er að fjárhags- leg staða margra sveitarfélaga á þessu svæði er það slæm að ekki er unnt að mæta kröfum um aukna þjónustu fyrir íbúa og er hætt við að sum sveitarfélög þurfi jafnvel að skerða núverandi þjónustu verði ekk- ert að gert. Beinn fjárhagslegur ávinningur af sameiningunni gæti til dæmis orðið 18-20 milijónir króna á ári, eða um 70-80 milljónir króna á einu kjörtímabili, vegna minni yfir- byggingar, segir í frétt frá nefndinni. Með bættum samgöngum skapast nýjar forsendur fyrir samvinnu fyrir- tækja og einstaklinga á norðanverð- um Vestfjörðum en sameining sveit- arfélaga ýtir undir þá þróun. Ibúar hins nýja sveitarfélags yrðu 4.850 miðað við íbúafjölda þann 1. desem- ber 1994. íbúar á ísafirði voru þá 3.531, á Flateyri 379, á Þingeyri 480, í Mosvallahreppi 72, í Mýra- hreppi 68 og 320 á Suðureyri. Drög að bæjarmálasamþykkt hins nýja sveitarfélags liggja fyrir. Þar.. er gert ráð fyrir að bæjarfulltrúar verði 11, bæjarráðsmenn 5 og 7 menn sitji í hverri nefnd. Einnig er gert ráð fyrir verulegri uppstokkun á nefndaskipan, því einungis er gert ráð fyrir fjórum nefndum í hinu nýja sveitarfélagi. Með þessu móti er ætl- unin að auka skilvirkni í stjórn sveit- arfélagsins og flýta fyrir afgreiðslu mála. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga var skipuð í júní 1994 af sveitarstjómum á svæðinu til að gera tillögu um sameiningu sveitar- félaga. í nefndinni eiga sæti tveir fulltrúar frá hveiju sveitarfélagi. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Jóhannesson, formaður bæjarráðs á ísafirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.