Morgunblaðið - 05.10.1995, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.10.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Neytenda- skrifstofa opnuðá ísafirði NEYTENDAFÉLAG Vestfjarða og Neytendasamtökin hafa opnað neytendaskrifstofu á ísafirði. Skrifstofan mun starfa í þágu neytenda á öllum VestQörðum og var hún opnuð með stuðningi þriggja sveitarfélaga; Isafjarðar, Tálknafjarðar og Árneshrepps og verkalýðsfélaga á Vestfjörðum. Á skrifstofunni verður boðið upp á kvörtunar- og upplýsingaþjón- ustu auk þess sem gerðar verða markaðs- og verðkannanir hjá selj- endum vöru og þjónustu um alla Vestfirði. Starfsmaður neytendaskrifstof- unnar verður Aðalheiður Steins- dóttir, formaður Neytendafélags Vestfjarða. Skrifstofan er í húsa- kynnum verkalýðsfélaganna að Pólsgötu 2 og er opin alla virka daga frá kl. 13-16. .-.. ---------- Bandarísk- ar yörur kynntar um ailt land ÁRLEG kynning á bandarískum vörum stendur nú yfir í verslunum víðs vegar um landið undir yfir- skriftinni Amerícana. í fréttatil- kynningu frá Menningarstofnun Bandadríkjanna kemur fram að Parker W. Borg, sendiherra Bandaríkjanna muni taka þátt í kynningum á Selfossi á morgun, í Vestmannaeyjum 9. október næst- komandi og á Egilsstöðum 11. október. Einnig segir að sértilboð á bandarískum vörum sé í mörgum verslunum í tengslum við kynning- ardagana, sem standa til 15. októ- ber nænstkomandi. Sendiráð Bandaríkjanna, ís- lensk-ameríska félagið og íslensk- ameríska verslunarráðið standa fyrir hátíðarkvöldverði að Hótel Loftleiðum 7. október í tilefni Americana. Verða ferðamöguleik- ar kynntir og boðið upp á krabba- veislu að hætti Maryland-búa. Miðasala fyrir kvöldverð er á Hótel Loftleiðum og í bandaríska sendi- ráðinu. SKIPTING heimilisverka er algengt deiluefni Þvo veggi. Hreinsa gólfteppi, áklæði og gluggatjöld. Hreinsa skorsteina. Þurrka af eða ryksuga bækur og þurrka úr bókahillum. Yfírfara og gera við raftæki. Hreinsa eldhúsviftu. Brýna hnífa, skæri, klippur o.fl. Bera olíu á hjarir og hurðir. Hreinsa ljósastæði og útiluktir. Matvæli geymd við rétt hitastig MIKILVÆGT er að matvæli séu geymd við rétt hitastig til að þau haldi gæðum sínum og neytendur kaupi ekki köttinn í sekknum. í reglugerðum um eftirlit með mat- vælum, hollustuhætti við fram- leiðslu og dreifingu matvæla og um hraðfryst matvæli eru ákvæði um hitastig matvæla og eftirlit með því. Þá verður, frá 14. desember næstkomandi, gerð krafa um innra eftirlit í matvælafyrirtækjum og er eftirlit með hitastigi matvæla ein- mitt mikilvægur þáttur þar. Til að hægt sé að uppfylla þessar kröfur og tryggja gott eftirlit með matvælum er m.a. hægt að nota svokallaðan hitamælingabúnað. Slíkur búnaður mælir lofthitastig í kæli og frystiskápum og skráir hann með ákveðnu millibili. Auk þess gefur búnaðurinn frá sér við- vörun ef hitastigið (kæli- eða frysti- skáp fer út fyrir kjörhitastig þannig að starfsfólk verslana getur sam- stundis gert ráðstafanir til að mat- vælin skemmist ekki. Morffunblaðlð/myndasafn ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR ALMENNIR BÆNDAFUNDIR Bændasamtök íslands og landbúnaðarráðuneytið gangast fyrir almennum bændafundum til kynningar á endurskoðuðum búvörusamningi. Fundirnir verða sem hér segir: Staðurldagsetning/tími: Á fundina mæta: Fimmtudaginn 5. október Ýdalir, S-Þingeyjarsýslu, kl. 20:30 Ari Teitsson, Jón Erlingur Jónasson, aðst.m. landb.ráð. Hótel Selfoss, Selfossi, kl. 20:30 Arnór Karlsson, Hrafnkell Karlsson, Guðmundur Sigþórsson Föstudaginn 6. október Hótel KEA, Akureyri, kl. 20:30 Ari Teitsson, Guðmundur Sigþórsson, Jón Erlingur Jónasson, aðst.m. landb.ráð. Heimaland, V-Eyjafjallahr„ kl. 20:30 Halldór Ásgrímsson, starfandi landbúnaðarráðherra, Guðmundur Sigþórsson, Arnór Karlsson, Hrafnkell Karlsson, Þórólfur Sveinsson Laugardaginn 7. október Miðgarður, Skagafirði, kl. 13:30 Halldór Ásgrímsson, starfandi landbúnaðarráðherra, Guðmundur Sigþórsson, Ari Teitsson Hótel fsafjörður, (safirði, kl. 13:30 Þórólfur Sveinsson, Jón Erl. Jónasson, aðst.m. landb.ráð. Sunnudaginn 8. október Félagsh. Asbyrgi, Miðfirði, kl. 14:30 Ari Teitsson, Jón Erlingur Jónasson, aðst.m. landb.ráð. Dalabúð, Búðardal, kl. 20:30 Ari Teitsson, Jón Erlingur Jónasson, aðst.m. landb.ráð. Golfskálinn Ekkjufell, Fellahreppi, kl. 14:00 Halldór Ásgrímsson, starfandi landbúnaðarráðherra, Guðmundur Sigþórsson, Sigurgeir Þorgeirsson Mánagarður, Höfn Hornaf., kl. 20:30 Halldór Ásgrímsson, starfandi landbúnaðarráðherra, Guðmundur Sigþórsson, Sigurgeir Þorgeirsson Mánudaginn 9. október Hótel Borgarnes, Borgarn., kl. 20:30 Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra, Jón Erlingur Jónasson, Þórólfur Sveinsson FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 19 23. okt. 40 sœti London •gsa °s mnidas á kr. Flug og hótel kr. 19.930 1.549 manns bókaðir til London Við bætum við sætum Við hjá Heimsferðum þökkum traustið og bætum nú við sætum í nóvember í þær brottfarir sem uppselt var í. Við höfum nú fengið nýtt hótel í London á hreint frábæru verði, sem við bjóðum nú á kynningarverði 23. október. Great Eastem Hotel, einfalt en snyrtilegt hótel í hjarta London. Kynntu þér helgarrispu Heimsferða til London, mestu heimsborgar Evrópu á ótrúlega hagstæðu verði. Glæsileg hótel, spennandi kynnisferðir, besta verslunarborg Evrópu og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni. 16.930 Verð kr. Verð með flugvallarsköttum 23. október Verð kr. 19.930 M.v. 2 í herbergi, Great Eastem Hotel, 3 nætur. Verð með flugvallarsköttum, 23. október Viðbótar sæti til London í nóvemberl álága verðinu HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.