Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR /'tlvLW' ' tilboðin T* : GARÐAKAUP GILDIR TIL 8. OKTÓBER Nautagúllas, kg 998 kr. Nautainnanlæri, kg 1.149 kr. Beikon frá Bautabúrinu, kg 899 kr. Maarud snakk m/s. rjóma & jurtak. 149 kr. Candelia Schack konfekt, 300 g 279 kr. Camiiia Superhin dömubindi, 18 stk.215 kr. Butoni staufur, 500 g 72 kr. 10-11 BÚÐIRNAR GILDIR FRÁ 5.-11. OKTÓBER Cocoa Puffs, stór 248 kr. Orville örbylgjupopp 78 kr. Pillsburys hveiti, 5 Ibs 99 kr. Ameríkubrauð, nýbakað Peter Pan hnetusmjör 97 kr. 198 kr. Donuts kleinuhr. m/súkkul. og karam.98 kr. Hunt’s tómatsósa, 907 g Kraftdressingar, allarteg. 98 kr. 88 kr. NÓATÚN GILDIR 5.-8. OKTÓBER Lambaskrokkar af nýslátruðu, kg WC pappír, 8 rúllur 439 kr. 159 kr. Ullarsokkar, þykkir, 2 pör 475 kr. Carena haframjöl, 1 kg 78 kr. Ariel Future, 1,5 kg 499 kr. Nupo létt, 2 fyrir 1 Honey Nut Cheerios, 565 g 899 kr. 299 kr. Green Giant heill aspas, dós 179 kr. KAUPGARÐUR í Mjódd GILDIR TIL 9. OKTÓBER Nauta framfillet, kg 1.098 kr. Grískt lambalæri, kg 799 kr. Ungkálfa innanlæri, kg 1.298 kr. Svínarifjasteik, kg 398 kr. Merrild kaffi nr. 103, pk. 349 kr. Knorr pasta lasagnette, 274 g 179 kr. Twist poki, 200 g 189 kr. Þykkar leggingsbuxur (stretch) 998 kr. FJARÐARKAUP GILDIR 5.-6. OKTÓBER Lambalæri, kg 496 kr. Lambanýru, kg 99 kr. Svínalæri í ’A, kg 495 kr. MIÐVANGUR Hafnarfirði Svínakótilettur, kg 798 kr. GILDIR TIL OG MEÐ 8. OKTÓBER Ýsuflök, kg 298 kr. Saltað hrossakjöt, kg 99 kr. MS bruður 98 kr. Öhreinsuð svið, kg 248 kr. Lambalifur, kg 149 kr. Áleggspylsubréf 99 kr. Kiwi, kg 199 kr. Humar, kg 999 kr. Derhúfa f. 2x500 g af Kelloggs kornfl. 358 kr. Dahli kökur 158 kr. Prins Polo, 24 stk. 679 kr. Jarðarber, 450 g 259 kr. BÓNUS Rauðepli, kg 99 kr. Fjölkornabrauð 118 kr. GILDIR 4.-10. OKTÓBER Hamborgarar, 4 stk. m/brauði 199 kr. SKAGAVER HF., Akranesi London lamb 597 kr. HELGARTILBOÐ Juvel rúgmjöl, 2 kg 49 kr. Möndlukaka 199 kr. Ommu flatkökur 29 kr. Áppeisínur 99 kr. Kindabjúgu, kg 269 kr. Vínber græn 136 kr. Jólakaka,400g 99 kr. Plómur 177 kr. Kjötfars, kg 249 kr. íslensk lambagryta 105 kr. Nóahjúpur 87 kr. Islensk kjötsúpa 75 kr. Sérvara í Holtagörðum Sveitabjúgu 299 kr. Skíðahanskar 397 kr. Sparbúðingur 299 kr. Fingravettlingar, fullorðins 397 kr. Herra nærbuxur, 3 stk. Hettuhandklæði m/mynd 99 kr. 369 kr. ÞÍN VERSLUN Team kaffivél 1.279 kr. Sunnukjör, Plusmarkaöir Prosonic video m/öllu, gildir aðeins fimmtud.-laugard. 19.970 kr. Grafarvogi, Straumnes, 10/10 Hraunbæ og Suðurveri, Plast ruslafáta 87 kr. Breiðholtskjör, Garðakaup, Mottur, verðfrá 99 kr. Melabúðin, Hornið Selfossi, Vöruval 11-11 BUÐIRNAR GILDIR FRÁ 5.-11. OKTÓBER Reyktur svínabógur, kg 629 kr Goða brauðskinka, kg _____________799 kr Goöa dönsk lifrarkæfa, kg 299 kr Goða vínarpylsur, kg 545 kr HyToptómatsósa, 800 g 98 kr Isafirði og Bolungarvík og Hnífsdal, Þín verslun Seljabraut, Grímsbæ og Norðurbrún, Verslunarfélagið Siglufirfti, Kassinn Ólafsvík og Kaupgarðurí Mjódd. GILDIR 5.-11. OKTÓBER Kaffi, Kaffihuset special, 400 g 269 kr. Hy Top kakómalt, 907 g 219 kr. Tommi og Jenni appelsínudrykkur, V» 131 kr. KASKO KEFLAVÍK GILDIR 5.-10. OKTÓBER Fjölskyldubrauð, ’/■ 129 kr. Kiwi 179 kr. Torrado kaffi, 500 g 269 kr. Maískorn, ’/zdós 39 kr. Everyday kattamatur, ’A dós 39 kr. Nopa þvottaefni, 2,1 kg 199 kr. HyToptómatsósa, 800g 79 kr. Leikföng 30% aísláttur Rauðvinsleginn lambahryggur, kg 669 kr. Bayonneskinka, kg 998 kr. Barilla spagh., 500g, Uncle B. Bologn .199 kr. Rauttgreip, kg 84 kr. Hvítt greip, kg 84 kr. Plómur, kg 169 kr. Lion Bar, 3 stk. 130 kr. 4 rúllurWC pappír 79 kr. KEA NETTÓ GILDIR 4.-9. OKTÓBER Lambasaltkjöt framp., kg 398 kr. Hversdagsís, 2 I, súkk. og van. 285 kr. KEAjógúrtm/jarðarberjum, 180g 30 kr. KEA bragðarefur m/karam. Ýsuflökroðflett og beinskorin, kg 30 kr. 375 kr. Hunt’stómatsósa, 1.137g 155 kr. Bugles, 170g 143 kr. Coca-Cola, 0,5 I dós 49 kr. Verslanir KÁ GILDIR FRÁ 3.-11. OKTÓBER Bugles 149 kr. Newman’s sósur, 5 teg. Orville örbylgjupopp 187 kr. 89 kr. Mueller’s spaghetti, 454 g Uncle Ben’s hrísg. fljótsoðin, 400 g 49 kr. 165 kr. Peter Pan hnetusmjör, 2 teg., 51 Og 198 kr. Ajax Express m/úðara, 500 ml 177 kr. Green Giant aspas, skorinn, 10 oz. 106 kr. Kaupf. BORGARNESI GILDIR TIL12. OKTÓBER. Grænmetis kjötbúðingur, kg 459 kr. Hrossagúllas, kg 399 kr. Ekta appelsínusafi, 1 I 75 kr. Hy Top tómatsósa, 794 g Pagens bruður,400g 79 kr. 129 kr. Kartöflubrauð, 600 g 135 kr. ARNARHRAUN GILDIR TIL 8. OKTÓBER. Léttreyktir lambahryggir, kg 669 kr. London lamb, kg 669 kr. Ekta kókó korn,475g 159 kr. Sunquick djús m/könnu Beauvais rauðkál, 580 g 343 kr. 97 kr. Clubsaltkex Kleenex eldhúsrúllur, 2 stk. í pk. 54 kr. 96 kr.' Eru fæðubótarefni lífsins elixír? Til eru þeir sem telja að fólk kaupi sér fyrst og síðast von þegar það flárfestir í fæðu- bótarefnum - von um bætta heilsu og betra líf - o g efast um að þau virki eins og af er látið. María Hrönn Gunnarsdóttir veltir fyrir sér hvað sé að marka það sem segir um efnin í auglýsingum. EF MARKA má auglýsingar um ýmis fæðubótarefni ætti heilsa fólks og lífsgæði að aukast til mik- illa muna ef það tekur þessi efni inn. Kaupi maður til dæmis kóen- sím QIO er manni lofað auknu út- haldi og orku. Ef maður velur gins- eng er von um skarpari athygli og aukið þol og er eitt þessara gins- enga sagt virka gegn einbeitingars- korti, streitu, þreytu og afkastar- ýrnun auk þess sem öldruðum á að verða gott af því. Ef maður aftur á móti kaupir sér gingko á blóðrás í útlimum og heila að verða betri auk þess sem það á að vera gott gegn ofnæmi, við ellihrörnun og þunglyndi samhliða öldrun. í einni gingko-auglýsingunni segir að oft lifni yfir starfsemi heilans. Þá eru heimildaskrár stundum birtar með auglýsingum svo þær verði trúverðugar. Eins og einn viðmælandi Morgunblaðsins bendir hins vegar á eru heimildir sem getið er í ákveðinni auglýsingu gamlar, sú elsta 35 ára gömul og sú yngsta 10 ára, en töluvert er til af nýjum upplýsingum um við- komandi efni. Notagildi ekki sannað í nýútkominni bók Bætiefnabók- inni er sagt frá 25 fæðubótárefnum sem flest eða öll eru fáanleg hér á landi. Þar segir um þessi efni að þau eigi sér það flest sammerkt að notagildi þeirra hefur ekki verið að fullu sannað en margvíslegar rannsóknir hafi farið fram eða standi yfir á verkun þeirra. Sumar þessara rannsókna hafa gefið vís- bendingar um að efnin geri gagn, séu bakteríudrepandi, verji líkam- ann gegn sindurefnum, lækki blóð- sykur o.s.frv., en margar ábending- ar um notkun fæðubótarefna byggjast frekar á gamalli trú og reynslu en vísindalegum rannsókn- um. Þá segir í sömu bók að sum fæðubótarefni komist í tísku í ein- hvern ákveðinn tíma en hverfi síðan aftur af markaði. Önnur séu hins vegar viðurkennd af vísindamönn- um og hafi verið notuð í fjölmörg ár og má þar til dæmis nefna lýsi. Samkvæmt upplýsingum í verslun- um sem Morgunblaðið leitaði til eru kóensím QIO og gingko hvað vin- sælust núna. Þá selst ginsengið alltaf jafnt og þétt. Búast má við að sala á bætiefnum aukist með haustinu þar sem hún er allajafna í lægð á sumrin en nær hámarki á veturna. Krafa um að fullyrðingar standist ' Samkvæmt 21. grein samkeppn- islaga er óheimilt að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýs- ingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum við- skiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vara. Sigurjón Heiðarsson, lögfræðingur hjá Samkeppnis- stofnun, segir að þetta ákvæði sé túlkað svo að þess sé krafist að fullyrðingar í auglýsingum eigi við rök að styðjast og að menn geti staðið við það sem þar er sagt. Hann segir að ábendingar um aug- lýsingar á bætiefnum þar sem full- djúpt þyki í árinni tekið berist aðal- lega frá Lyfjaeftirliti ríkisins eða Landlæknisembættinu. Ef vafi hef- ur þótt leika á um hvort fullyrðing- ar í auglýsingum standist hafa við- komandi auglýsendum verið send bréf þar sem þess er óskað að færðar séu sönnur á fullyrðingarn- ar. Viðbrögð auglýsenda hafa, að sögn Sigurjóns, ýmist verið þau að þeir hafa reynt að uppfylla þessi skilyrði eða þeir hafa hætt að aug- lýsa. A sínum tíma hafi Samkeppn- isstofnun til dæmis borist athuga- semdir við auglýsingar á kóensími QIO frá ákveðinni verslun. Stofn- unin hafí sent fyrirtækinu bréf þar sem röksemda var óskað og hafi þær nýlega borist stofnuninni. Fyr- ir liggur að athuga gögnin en aug- lýsingar á efninu frá versluninni hafa í millitíðinni tekið nokkrum breytingum og er nú farið varlegar í sakirnar en áður. Skráning náttúrulyfja I öllum Evrópusambandslöndun- um eru í gildi reglugerðir um skrán- ingu á náttúrulyfjum og er nú ver- ið að semja samsvarandi reglugerð hér á landi vegna ákvæða í samn- ingnum um evrópska efnahags- svæðið. Markmiðið með skráning- unni er fyrst og fremst að gæði náttúrulyija séu tryggð, til dæmis með tilliti til mengunar af völdum skordýraeiturs og þungmálma, og að lyf séu sambærileg frá einni framleiðslulotu til annarrar. Þar með getur fólk verið öruggt um að fylgst sé með framleiðslu vör- unnar. Hins vegar verða ekki gerð- ar sömu kröfur um rannsóknir á virkni lyfjanna eða eiturverkunum og til hefðbundinna lyfja. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru mörkin milli fæðubót- arefna og náttúrulyija ekki alltaf skýr. í sumum tilfellum eru það innihaldsefni vörunnar sem skera úr um í hvorn hóþinn hún fellur og á það einmitt við í Noregi en þar er svokallaður jurtalisti gefinn út einu sinni á ári. í öðrum tilfellum er það notagildi efnanna sem ræð- ur. Náttúrulyf falla þá undir sömu skilgreiningu og hefðbundin lyf, það er að segja þau eru efni ætluð til lækninga, fróunar eða til varnar gegn sjúkdómum eða sjúkdómsein- kennum en þau sem ekki hafa slíkt notagildi teljast til fæðubótarefna. Samkvæmt því sem segir í Bæti- efnabókinni eru alvarlegar auka- verkanir af inntöku fæðubótarefna óalgengar. Flestum ætti því að vera meinlaust að taka þau inn en gera verður þá kröfu að hægt sé að treysta þeim upplýsingum sem gefnar eru um efnin í auglýsingum sem annars staðar þannig að fólk kaupi ekki köttinn í sekknum. Hins vegar er sjálfsagt að minna á mál- tækin „trúin flytur fjöll“ og „til- gangurinn helgar meðalið" því margoft hefur komið í ljós að ef fólk trúir á það sem það tekur inn virkar það betur en ef það er í vafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.