Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 38
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR ELÍASSON OLAFURINGI SVEINSSON + Ólafur Elíasson var fæddur í Melkoti í Stafholtst- ungum, 31. júlí 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 27. september síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Halldóru Ólafsdótt- ur ljósmóður, f. 19.8. 1872, d. 16.8. w *I965, og Elíasar Jóhannessonar, f. 25.3. 1874, d. 4.1. 1969, bónda í Mel- koti í Stafholtst- ungum. Haiidóra og Elías eignuðust 7 börn auk Ól- afs og er ein systir, Jóhanna, á iífi, en hún dvelur nú á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi. Þau sem eru látin voru Ólöf, er bjó á Stóru-Fellsöxi, _ Skil- mannahr., Guðlaug og Ólafía tvíburar, er létust fárra vikna gamlar, Þóra Steinunn, er bjó í Hafnarfirði, drengur er fædd- ist andvana og Magnús Guð- munds bóndi í Melkoti. Ólafur ■'■tkvæntist 23. mars 1943 Ágústu Rósu Andrésdóttur, f. 15. nóv- ember 1915. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Hall- dóra, f. 6. maí 1943, d. 15. maí 1943, 2) Ólafur, f. 8. júní 1944, húsasmíðam. og kennari á Akranesi, kvæntur Ástu Rann- veigu Kristjánsdóttur, synir þeirra Elías Halldór og Krist- ján, 3) Andrés, f. 6. september 1951, skrifstofust. á Akranesi, ;^FI DÁINN, afí, sem var vakandi dag og nótt yfir velferð okkar, er farinn. Heimsóknirnar á Vesturgötuna til afa og ömmu voru hluti af til- veru okkar, eitthvað sem við minn- umst allt okkar líf. Afí kann að hafa virst hrjúfur í augum sumra. Þó var hann mjög ljúfur gagnvart sínum nánustu og lét sér annt um þeirra hag. Þótt hann hafi viljað vita hvað við aðhöfðumst, reyndi hann aldrei að hafa áhrif á hvaða leið við ætluðum heldur lét okkur sjálf um að taka okkar ákvarðanir kvæntur Guðlaugu Rósu Pétursdóttur, dóttir þeirra Ág- ústa Rósa, hennar börn Andrés og Að- alheiður Rósa, 4) Júlíus Magnús, f. 23. mars 1953, vöru- bílslj., kvæntur Sigrúnu Björnsdótt- ur, sonur þeirra Jó- hann Ragnar. Dótt- ir Ágústu af fyrra hjónabandi, Jenný Sólborg, ólst upp hjá þeim en hún er gift Dagbjarti Dag- bjartssyni. _ Börn Jennýjar eru: Ágústa Ólöf, en hún á 4 börn, Diðrik, Guðnýju, Dagnýju og Bjarka; Guðlaugur Kristinn, sonur hans Egill; Árni. Ólafur starfaði við bú for- eldra sinna en 1942 réðst hann sem vinnumaður á Svarfhóli í Stafholtstungum, árið 1947 tók hann að sér búsljórn í Lámb- haga í Skilmannahreppi og var þar til 1954 er þau fluttu út á Akranes. Á Akranesi bjuggu þau á Heiðarbraut 41 (Klöpp) til 1966 er þau fluttu á Vestur- götu 117 og hafa búið þar síð- an. Á Akranesi vann Ólafur alla almenna verkamannavinnu, m.a. í frystihúsi Har. Böðvars- sonar & Co., Mjólkurstöðinni á Akranesi, Þorgeiri & Ellert hf. og hjá Akraneskaupstað. Ólafur verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. og var uppbyggjandi og hvetjandi hvernig sem úr þeim rættist. Afi skilur eftir sig mikið tóma- rúm, og það verður erfitt að sætta sig við tilveruna án hans, svo ríkur partur var hann af lífi okkar. En þó afi sé horfinn eigum við ömmu okkar að og fáum að njóta hlýju hennar um ókomin ár. Með þessum fátæklegu orðum minnumst við afa okkar og þökkum fyrir þann tíma sem við áttum saman. Elías, Krislján, Ágústa og Jóhann. SIGURGEIR JÓNSSON + Sigurgeir Jónsson var fædd- ur á Naustum við Akureyri 8. september 1910. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 25. september siðastliðinn og fór útförin fram 3. október. „LÍFIÐ er kartöflur," sagði afi oft við mig enda maður ákveðinna skoð- ana. Það var hann sem kenndi mér að spila ólsen, ólsen, laumaði að mér appelsíni úr kjallaranum ef ég var góð steipa, leyfði mér að stoppa í •^Skkana sína, tók mig með í vinn- Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 flJgleiðir HÓTEL LÖFTLEIDIK una, trúði mér fyrir því hversu ynd- islegar honum þóttu yngismeyjarnar ilma þegar þeir gengu fram hjá hon- um í bænum og hann hafði fallegar hendur. Þessi minningabrot raða sér sam- an í mynd af róiegum manni á yfir- borðinu, sem talaði alltaf mjög hægt en í glettnum augum hans og ákveðnum skoðunums sást glitta í hitann sem bjó undir niðri. Það verður tómlegt um að litast í stofunni á Spítalaveginum þar sem sófínn þinn stendur auður. Hvíl í friði afi. Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig, fákur minn. Stig ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eid. (Ólafur Jóhann Sigurðsson) Ömmu minni sendi ég samúðar- kveðjur. Dagný Gísladóttir. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 fisdrvkkjur GAPI-mfl Sími 555-4477 -I- Ólafur Ingi ' Sveinsson fæddist í Keflavík 27. júlí 1943. Hann lést á Borgarspíta- lanum 27. septem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 4. október. Á SUMRIN var Oli í sveit. Lengst var hann á Jaðri í Hrútafirði hjá þeim systkinum Óla og Dóru. Óla leið ætíð vel á Jaðri og til marks um það, reyndi hann að heimsækja fólkið þar á hveiju ári. Hestamannskan var alla tíð aðal áhugamál eða tómstundagaman Óla og eignaðist hann sinn fyrsta hest í kringum 1963, er hann keypti hvítan gæðing, er hann nefndi Vin, af Jóni á Sæbergi. Marga hesta- ferðina fór Óli á Vin sínum og þó sérstaklega um Reykjanesskagann. Lengsta ferðin var þó sú er hann fór, ásamt hestamönnum úr Kefla- vík, norður að Hólum, á landsmót hestamanna 1966. Óli fór snemma að vinna og vann mikið með skólanum um helgar og í skólafríum. Voru þetta aðallega störf sem tengdust sjávarútvegin- um: skipavina, fískaðgerð, beitning og lausaróðrar. Eftir gagnfræða- skólann fór Óli á sjóinn. Var hann á ýmsum bátum frá Keflavík, á síld á sumrin og netum á veturna. Óli eignaðist eigin bát, Sæborgu KE 102, 22 tonna, ásamt föður sínum Sveini. Gerðu þeir hann út í mörg ár, með góðum árangri, á línu á haust- og vetrarvertíð_ en botnvörpu á vorin og sumrin. Árið 1975 seldi Óli hlut sinn í bátnum. Óli var mikill sundmaður og má til marks um það nefna að ein- hvetju sinni er þeir feðgar voru að veiðum við Eldey á bát sínum, fengu þeir net í skrúfuna. Óli ákvað þá að stinga sér útbyrðis og reyna að kafa niður og skera úr skrúf- unni. Það gerði hann og tókst ágætlega þótt erfitt væri._ Nýr kafli hófst í lífi Ólafs, er hann kynntist konu sinni. Lagði hann sjómennskuna á hilluna og fór að vinna í landi. Gerðist hann aðstoðarmaður á Kleppsspítala, og hófst þar það starf, sem hann átti eftir að helga sig til æviloka; svæðanuddið og hómópatían. Á spítalanum reyndi Óli að liðsinna vistmönnum, sem voru haldnir ýmsum líkamlegum kvillum, með svæðanuddi. Varð honum það vel ágengt, að hann tók til við að afla sér meiri þekkingar á fræðunum. Má segja að Óli hafi lesið allt það sem hann komst yfir um svæða- nudd og hómópatíu, ekki aðeins á íslensku heldur einnig á þýsku og sérstaklega á ensku. Alltaf kom hann með bækur og rit með sér heim, sem hann hafði grafið upp í bókabúðum Lundúna, en þangað fór hánn iðulega. Þekking hans á hómópatalyfjum og verkan þeirra var mikil. Óli gat oft hjálpað fólki við að sigrast á sjúkdómum sínum. Var það ekki síst fyrir það hvað svæða- punktarnir sýndu honum nákvæma sjúkdómsgreiningu og það að hann mat ástand líkamans I heild en ekki sjúkdóminn sem einangrað fyrirbæri. Ólafur kvæntist 6. desember 1979 eftirlifandi konu sinni Minní ísleifsdótturj f. 1942, og eignuðust þau son er Isleifur heitir, f. 1979. Áður hafði Ólafur eignast dóttur er Dagbjört heitir, f. 1963, og á hún tvær dætur, Söru Jóhönnu, f. 1989, og Selmu Dögg, f. 1991. Elsku bróðir minn, að lokum vil ég þakka þér fyrir þær ánægjulegu stundir sem við áttum saman. Góður Guð geymi þig og styrki ástvini þína í þeirra sorg, sérstak- lega Minní, ísjeif, Dagbjörtu og börnin. Erling Rafn. Að fá þá sorgarfrétt að vinur minn, Óli, væri allur kom eins og köld vatnsgusa fram- an í mig, váleg tíðindi verða ekki umflúin þó maður sé staddur í annarri heimsálfu. Upp vakna margar spurningar við fráfall svo góðs drengs, spurningar sem erfitt er að fá svör_ við. Gott væri að geta náð til Óla og spurt hann. Eitt er víst að ekki yrði honum svarafátt, því sú mikla bjartsýni og veraldlega lífsþekking sem hann bjó yfir var með eindæmum. Ég kynntist Óla fyrir liðlega 25 árum, þegar hann kom til mín að eigin frumkvæði og heilsaði upp á' mig. Hann tók í höndina á mér, hélt henni í smá stund og sagði: Þú ert með asma. Ég hváði við. Hvernig veist þú það? Þá hló hann létt og sagði: Ég var sendur til þess að tékka á heilsufari þínu. Hver sendi þig? Það eru æðri öfl, svaraði hann um hæl. Upp frá þessu fór Óli að meðhöndla mig með svæðameðferð og breyttu mataræði, og gerðist hann lífstíðar heilsugjafi minn. Það er í raun vonlaust að draga upp skýra mynd af Óla á prenti því hann var antik í orðsins fyllstu merkingu. Ljúfari og bónbetri mann var ekki hægt að fmna. Lífsgleðin og jákvæðnin geislaði af honum, að hjálpa þeim sem áttu við veikindi áð stríða varð hans aðal. Nafnið Óli dúfa var viðloðandi hann strax á unglingsárum en breyttist hægt og sígandi þegar fram liðu stundir og Óli fór að nýta lækningamátt sinn sem hann hafði í svo ríkum mæli. Þá fékk hann viðurnefnið Óli punktur vegna svæðanuddsins (punktanuddsins) sem hann notaði til lækninga. Þeir eru margir sem hafa fengið meina sinna bót með aðstoð Óla. Oftar en ekki var hann að glíma við verkefni sem læknavís- indin höfðu ekki náð tökum á og naut Óli sín þar best. Mér er minnisstætt eitt atvik er ég var á heimleið og kom við í sjoppu og að sjálfsögðu var keyptur súkkulaðiíshristingur og Lindu súkkulaðistykki. Glaður í bragði lagði ég af stað í áttina að Rauða- vatni og hugðist gæða mér á góð- gætinu. Rétt við Rauðavatn mætti ég Óla og heilsaði honum glaður. Einhverra hluta vegna sneri Óli við, elti mig uppi og stoppaði, kom inn í bílinn, heilsaði og spurði strax: Hvað ertu að fela innan undir jakk- anum? Ég varð hálfaumur en dró fram góðgætið. Þetta vissi ég, sagði Óli um hæl, tók sælgætið af mér, svolgraði íshristinginn í sig, át súkkulaðið og sagði föðurlegum orðum: Það var eitthvað utanað- komandi sem sagði mér að snúa við og ná til þín áður en þú færir að éta þennan bölvaða óþverra, kakkalakka-súkkulaði og penecilin- íshristing og svo hefðirðu fengið asmakast. Yið það sama kvaddi hann aftur. Eftir sat ég dálítið von- svikinn en örugglega heilsubetri. Hugur og kraftur hans var allur í því að hjálpa öðrum en sjálfur sat hann á hakanum. Óli var ánægður ef hann átti nóg til þess að fram- fleyta sér og sinni fjölskyldu og farartæki til þess að komast á milli staða til að sinna þeim sem áttu um sárt að binda. í augum hans voru allir jafnháir. Það var engin Jón eða séra Jón og þeir sem ekki gátu greitt fyrir vítamín og annan kostnað sem af hlaust þá bara var það þannig, sagði hann æðrulaus. Tilgangurinn var að lækna viðkom- andi og um leið og árangurinn skil- aði sér hafði Óli fengið sína umbun og víst er að oft fékk hann greitt á þann máta. Það var ekki hans lífsstíll að hugsa um peninga og að eiga sitt í banka. Lækningakraftur hans var óum- deilanlegur og fólk alls staðar að af landinu naut krafta hans, allt frá komabömum með eymabólgur til háaldraðra. Aldrei hef ég hitt fyrir mann sem var jafn umburðarlyndur og með svo mikið jafnaðargeð og jákvætt lífsviðhorf. Éf einhver hafði hom í síðu hans vegna vantrúar á lækningamátt eða öfundin varð ofan á þá mælti Óli aldrei styggðaryrði um viðkomandi heldur fannst miður að fá ekki að hjálpa honum. Hestamennska var honum í blóð borin og stundaði hann dálitla ræktun með. Eins og í hinum mannlega heimi fengu dýrin að njóta þekkingar hans á sviði lækn- inga og urðu málleysingjarnir ófáir sem gengu heilir eftir. ðli var sjálf- menntaður og náði tökum á því sem hann lagði fyrir sig. M.a. las hann vísindagreinar á mörgum tungu- málum. Þeir sem urðu þess aðnjót- andi að verða vinir hans áttu sann- arlega hauk í horni. Ef eitthvað bjátaði á hjá ættingjum eða vinum þeirra að nóttu sem degi þá var Óli til reiðu með lækningakraft sínn og hollar ráðleggingar. Þegar ég fyrst kynntist Óla starfaði hann sem aðstoðarmaður á Kleppsspítala. Hann var strax vel liðinn og þeir sem áttu þar í miklum bágindum nutu ríkulegrar umhyggju hans og víst er.að oft rann kaupið til baka í sjúklingana þegar hann keypti vítamín og ann- að heilsusamlegt sem hann trúði að gæti bætt heilsu þeirra, svona var Óli. Orðið aðstoðarmaður fylgdi Óla í símaskránni það sem eftir var. Mér fannst það eiga vel við því hann var miðill sem aðstoðaði menn og málleysingja. Miðill sem miðlaði krafti sem hann var svo ríkur af. Aðstoðarmaður hvers hann var fáum við örugglega að vita þegar fram líða stundir. En víst er að það vefst ekki fyrir mörg- um okkar að svara því. Að sjálfsögðu varð Óli ástarinnar aðnjótandi er hann kynntist Minnu og eignaðist með henni ísleif, sem Óla varð tíðrætt um af miklu stolti. Svo eignaðist fjölskyldan lítið inn- flutningsfyrirtæki og hver skyldi nú innflutningurinn vera? Að sjálf- sögðu náttúruleg vítamín og það sem snýr að bættri heilsu. Oli var hrókur alls fagnaðar og þótti gott að fá sér í glas og þegar undirritað- ur ætlaði að góma hann á áfengis- sullinu varð Óla ekki svarafátt frek- ar en fyrri daginn. Maður má ekki lifa of heilbrigðu lífi, smá dreitill lagar blóðrásina. Þetta kom glöggt fram ef hann var að meðhöndla einhvern sem átti við áfengisvanda að stríða og reyndi að fela smá dreitil sem hann var að drekka. Þá einfaldlega kláraði Óli það frá honum svo að viðkomandi ánetjað- ist ekki fíkninni um of. Hann var ráðinn heilsuráðgjafi landsliðs íslands í hestaíþróttum á heimsmeistaramótinu í Austurríki 1987. Hann hélt öllum knöpum og fararstjórum gangandi á vítamín- kúrum, nuddi og öðru þar tilheyr- andi, enda varð árangurinn sá besti sem náðst hefur hjá landsliði í hestaíþróttum frá upphafi. Það er mikið tómarúm eftir þeg- ar slíkur antik-karakter hverfur af sjónarsviðinu. Mörgum spurning- um um vandamál líkamans og ýmsá kvilla sem upp koma hjá þeim mörgu sem nutu handleiðslu hans verður ósvarað, og þó. Ég ræddi einmitt þessi mál oft við hann og hvað tæki við af þessari tilveru. Fyrir honum var lífið áfangi að æðra stigi og því er ég viss um að Óli kemur boðum sínum til skila til okkar með þeim eina hætti sem honum var lagið. Slíkur var kraftur hans til lækninga að hann mun halda áfram að handan eins og honum var sjálfum miðlað. Blessuð sé minning góðs drengs. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína. Sigurbjörn Bárðarson (Diddi).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.