Morgunblaðið - 08.10.1996, Síða 3

Morgunblaðið - 08.10.1996, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 3 Gættu líka að öryggi þeirra 1 íjármálum Við sendum börnin okkar ekki úlpulaus út í kuldann, hjálmlaus á hjólið og kútlaus í laugina. En hvað með fyrirhyggju í fjármálum? Sá þáttur er lítið kenndur í skólum og því er það á ábyrgð okkar foreldranna að leggja grunninn að fjárhagslegu öryggi barna okkar í framtíðinni. Veröldin tekur líka stöðugum breytingum og umhverfið gerir sífellt meiri kröfur til þess að við ábyrgjumst sjálf fjárhagslega framtíð okkar. Áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs er tilvalin leið fyrir okkur foreldra að leggja grunninn að fjárhagslegu öryggi barna okkar í framtíðinni og um leið, að gera þau meðvituð um mikilvægi sparnaðar og fjárhagslegrar ábyrgðar. Eitt símtal getur skipt sköpum og reglulegur sparnaður barna þinna er tryggður. Það er líka notalegt að hugsa til þess að einn góðan veðurdag muni börnin njóta sparnaðarins. Þau verða okkur þakklát um aldur og ævi fyrir að hafa pantað áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs þegar þau voru lítil. Áskriftarsíminn er 562 6040 og 800 6575 (sem er opinn allan sólarhringinn). Askrift er lífstíll

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.