Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Stjörnubíó hefur tekið til sýninga kvikmyndina Maximum Risk, Hættuspil, með belgíska vöðvaQallinu Jean-Claude Van Damme í aðalhlutverki. Tvíburar úr tveimur heimsálfum ALAIN Moreau (Jean- Claude Van Damme) á að baki glæstan feril í franska hernum. Alain hélt að hann væri einbimi þar til hann kom að tvíburabróður sínum, Mikhail, látnum á götu. Til að kanna eigin uppruna og til að grafast fyrir um hvaða mann bróðir hans hafi haft að geyma verður Alain að þykjast vera Mikhail og fara vestur um haf. í Litlu Odessa í New York eru höfuðstöðvar rússnesku maf- íunnar en það var hún sem varð Mikhaíl að aldurtila og nú blasir við Alain að hljóta sömu orlög. Honum gengur illa að rekja slóð- ina eftir Mikhaíl og hann hefur jafnvel ástæðu til að ætla að sú manneskja sem þekkti Mikhaíl best, kærasta hans Alex (Nat- asha Henstridge), komi ekki til dyranna eins og hún sé klædd. „Fléttan sem Hættuspil byggir á er sterk og sagan er full af óvæntum atvikum," segir aðal- leikarinn, Jean-Claude Van Damme. „Myndin býður upp á hasar, rómantík, ráðgátu, hættu og hraða atburðarás en hún er samt mjög trúverðug. Eg hef leikið í mörgum hasarmyndum en þetta er í fyrsta skipti sem ég hef svona mikla trú á handrit- inu og á persónusköpuninni vegna þess að í þessari sögu er veruleikinn endurspeglaður af mikilli dýpt og mörgum víddum." Meðal þess sem sagan snertir á er sá ósýnilegi þráður sem teng- ir saman tvíbura jafnvel þótt þeir hafi ekki þekkst síðan í móðurkviði. „Ég trúi því að sér- hveijum manni finnist eitthvað vanta í líf sitt,“ segir leikstjóri myndarinnar, Ringo Lam. „Alain leggur í ferðalag til þess að kom- ast að því hvað það er sem hann saknar úr sínu lífi. Því lengra sem ferðin ber hann því betur kynnist hann sjálfum sér og þá ekki síst sínum dekkri hliðum. Hann tapar áttum í stjómleysi og ofbeldis- heimi stórborgarinnar, um- kringdur fólki sem hann þekkir ekki. Með því að ætla að setja sig í spor bróður síns varpar Al- ain frá sér öllu sem hann þekkir og býður hættunni birginn." Framleiðandi myndarinnar er hinn ísraelski Moshe Diamant, sem margsinnis hefur unnið með Van Damme, þar á meðal í Hard Target, Timecop, Double Impact, Sudden Death og síðast í The Quest, fyrstu myndinni sem „beigíska buffið“ eins og Van Damme er kallaður, leikstýrði sjálfur. „Jean-Claude er frábær hetja vegna þess að hann er sterkur og klár en jafnframt að- gengilegur og viðkvæmur,“ segir Diamant. „Áhorfendur eiga kost á að ferðast með honum í gegn- um ævintýri en telja samt mögu- legt að tengjast honum og líta á hann sem vin eða setja sig í hans spor.“ Þeir Van Damme og Diamant hafa lengi verið hrifnir af spennu- myndum frá Hong Kong og hafa viljað kynna Hong Kong-hefðina á Vesturlöndum. Þeir unnu með meistara þessa stíls John Woo, í Hard Target, fýrstu myndinni sem Woo gerði í Hollywood og enn sóttu þeir sér leikstjóra til Hong Kong þegar Ringo Lam var ráðinn til starfa. Þetta er fyrsta Hollywood-myndin hans. „Ringo er frábær í því að búa til mikla spennu í hverjum ein- asta ramma í spennumynd," seg- ir Van Damme. „Myndavélin er á stöðugri hreyfingu eins og bak- grunnurinn svo að allt virðist hlaðið og spennandi. Hann er líka fyrsti leikstjórinn sem ég hef unnið með sem kann að tala við mig. Hann tók tíma og tjáði sig ekki bara með orðum heldur aug- unum, teikningum og hveiju sem þurfti. Hann kenndi mér að slappa af, leita inn á við og ná dýpri tjáningu í hverri senu. Hann sagði: Ef þú fínnur fyrir einhveiju og dregur þá tilfinn- ingu fram í augun á þér, skynjar myndavélin tilfinninguna, jafnvel þótt ekki sé sagt eitt einasta orð. Áhorfendur skynja einlægni og Ringo hjálpaði mér við það að' skræla utan af mér eitt lag af hömlum og ryðja burt hindrun milli áhorfenda og persónunnar á tjaldinu." Leikstjórinn endurgeldur stjömunni lofíð. „Okkur Jean- Claude féll vel hvor við annan og við unnum vel saman,“ segir Lam. „Auðvitað er Jean-Claude góður bardagamaður en hann er ein- JEAN-Claude Van Damme í hlutverki Alain Moreau. Vöðvaflall o g ballettdansari JEAN-CLAUDE Van Damme er 35 ára gamall Belgi, fæddur í Brussel. Að frátaldri skáldsagnapersón- unni Hercule Poirot er ótrúlegt að nokkur annar Belgi hafi náð því að verða jafnnafntogaður á alþjóðavettvangi. Jean-Claude Van Varenberg, tók sér eftirnafn læriföður síns þegar hann ákvað að gerast kvikmyndastjarna og gefa feril sem ballettdansari og karate- kappi upp á bátinn en áður en hann fór vestur um haf hafði hann m.a. orðið þjóðþekktur í heimlandinu fyrir árangur í vaxtarrækt, karate, og ballett, auk þess að stunda nám í leik- list. Honum stóð til boða að gerast atvinnumaður I ballett en ákvað að fara heldur til Hollywood og freista gæfunnar. Leiðin á tindinn var ótrúlega greið fyrir þennan u.þ.b. 170 sm háa Belga sem talar ensku með þungum hreim. Eftir að hafa unnið um hríð sem þjónn og útkastari í Los Angeles lágu saman leiðir hans og kvik- myndaframleiðandans Menach- im Golan, sem sá hæfileikana geisla af Van Damme og útveg- aði honum hlutverk. Síðan hef- ur kappinn leikið í yfir 20 kvik- myndum, auk þess að leikstýra myndinni The Quest sem var sýnd hér á landi nýlega. Fyrsta myndin sem Van Damme lék í var Monaco For- ever, 1984, en hann sló hins veg- ar í gegn 1987 með Bloodsport. Auk þess að leika i 20 mynd- um og leikstýra einni hefur Jean-CIaude Van Damme feng- ist við skriftir og á heiðurinn að sögunum sem myndir hans, The Quest, Kickboxer (1989), Lionheart (1990) og Double Impact (1991) voru byggðar á. A næsta ári verður nýjasta mynd hans, Abominable, frum- sýnd en miðað við nafnið kæmi ekki á óvart að þar ætli belgíska buffið eins og hann er kallaður vestanhafs (The Muscles from Brussels), sér að takast á við snjómanninn ógurlega. Van Darame er nýskilinn eftir stormasamt hjónaband við fjórðu eiginkonu sína, fyrirsæt- una Darcy LaPier. Hann á tals- vert af börnum, þar á meðal árs gamlan son með Darcy. ÞAÐ HITNAR í kolunum þegar Alain Moreau (Jean-Claude Van Damme) fer í gufubað með rússnesku mafíunni. ALAIN (Jean-CIaude Van Damme) og Alex Minetti (Natasha Henstridgew) tengjast sterkum böndum við það að reyna að komast til botns í því hvað olli dauða tviburabróður Alains. stæður á öðrum sviðum og ólíkur öðrum hasarhetjum í Ameríku. Hann býr yfir tilfinningalegri dýpt sem veitir möguleika á dramatísk- um tilþrifum. Til að búa til drama verður þú að hafa lifandi karakt- era. Fólk er það sem mér finnst athyglisverðast í sköpuninni, það er mótsagnakennt og þekkir jafn- vel ekki sjálft sig.“ Auk Van Damme er Natasha Henstridge í stærsta hlutverki myndarinnar en hún leikur unn- ustuna Alex. Natasha vakti nokkra athygli í frumraun sinni á hvíta tjaldinu, myndinni Speci- es, og mest varð umstangið þeg- ar þessi kanadíska ofurfyrirsæta kom til Cannes að kynna mynd- ina á kvikmyndahátíðinni þar. Loks er að geta franska stór- leikarans Jean-Hugues Anglade sem leikur stórt hlutverk í mynd- inni Hættuspil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.