Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 13 Rússlands. Forsetinn leggur til að ný þingdeild, efri deild, verði stofn- uð með 60 fulltrúum og hyggst hann sjálfur velja sex þeirra. A móti vill hann að fækkað verði þing- mönnum í neðri deild. Lúkasjenko vill að innleitt verði ákvæði sem banni ftjálsa sölu land- næðis, sem margir telja eina af forsendum fyrir efnahagsumbótum í landinu. Auk þessa munu kjósend- ur þurfa að gera upp hug sinn gagn- vart breytingum sem þingið vill að gerðar verði á stjómarskrá lands- ins. Þar er m.a. að finna tillögu þess efnis að forsetaembættið verði lagt niður en þess í stað verði völd- in færð í hendur forsætisráðherra. Aukinheldur er lagt til að ráðamenn í borgum og bæjum verði kjörnir beint í lýðræðislegum kosningum en þá skipar forsetinn nú. Lúkasjenko er vitan- lega andvígur þessari til- lögu svo og þeirri að dauðarefsingar verði af- lagðar í Hvíta-Rússlandi. Eins og ljóst má vera af þessari upptalningu er hér um mjög flóknar kosningar að ræða, ólíkir valdahóp- ar standa að baki mismunandi til- lögum og telja má víst að það vefj- ist fyrir kjósendum að ganga frá atkvæðinu í kjörklefanum. „Vitfirringslegir“ stjórnarhættir í fyrstu bar mest á undrun á Vesturlöndum og í röðum erlendra sendimanna í Minsk sökum fram- ferðis forsetans. Landið hafði enda gleymst í vestri og fáir sýnt því raunverulegan áhuga. Nú hefur orðið snögg breyting þar á. Vest- rænir þingmenn lýstu á mánudag yfir stuðningi við starfsbræður sína í glímu þeirra við forsetann og for- seti Norður-Atlantshafsþingsins, sem þingmenn í Norður-Ameríku og Evrópu skipa, lét svo ummælt að framferði forsetans væri í senn „ólöglegt, ólýðræðislegt og á köfl- um vitfirringslegt." Þessi yfirlýsing barst skömmu eftir að Lúkasjenko hafði hvatt andstæðinga sína til að hverfa úr landi sigraði hann í þjóð- aratkvæðagreiðslunni. Fleiri vísbendingar hafa komið fram sem gefa til kynna að forseti Hvíta-Rússlands sé ekki einungis maður sérlundaður. Nýverið greindi fyrrum háttsettur starfsmaður á skrifstofu Lúkasjenko frá því að vinnudagur hans hæfist jafnan á því að hann ætti fund með aðalrit- ara Öryggisráðs forsetans. Sá gæfi honum jafnan skýrslu þess efnis að hann væri umsetinn óvinum. Honum væri ávallt gerð grein fyrir nýjasta samsæri hatursmanna sinna í landinu og í Bandaríkjunum. Þegar þessum fundi lyki kæmi yfir- maður skrifstofu efnahagsrann- sókna forsetaembættisins á fund Lúkasjenko og íjallaði um spilling- una sem einkenndi nánustu sam- starfsmenn hans og undirsáta. Því næst kæmi aðstoðarskrifstofustjóri forsetaembættisins til fundar við forsetann og færi í gegnum óvin- samleg skrif um Lúkasjenko í dag- blöðum stjórnarandstöðunnar. „Þessu lýkur ekki fyrr en um hádeg- isbil og menn geta gert sér í hugar- lund í hvers konar ástandi forsetinn er þá,“ sagði þessi heimildarmaður. Þessar ofsóknarhugmyndir for- setans, sem einkenndu svo mjög marga af leiðtogum kommúnista í fyrrum leppríkjum Sovétmanna í Austur-Evrópu, hafa líkt og áður getið af sér öfluga leyniþjónustu- starfsemi. Nýverið rakti Lúkasj- enko ítarlega fyrir sendiherrum NATO-ríkja í Minsk samtal þeirra sem farið hafði fram í breska sendi- ráðinu í borginni tíu dögum áður. Öllu óhefðbundnari þótti orðræða forsetans í samtali við sendiherra Bandaríkjanna í borginni sem hefur aðsetur i næsta húsi við forseta- skrifstofuna. Lúkasjenko vændi sendimanninn um að hafa átt fundi með andstæðingum sínum. Er for- setinn var spurður hvaðan hann hefði þessa vitneskju kvaðst hann fylgjast grannt með hinum banda- rísku nágrönnum sínum og hefði í því skyni látið gera gat á vegg milli húsanna sem hann horfði iðu- lega í gegnum í nafni þjóðaröryggis. Óvissa um kjarnorkuvopn Áhyggjur í nágrannaríkjunum og á Vesturlöndum af þróun mála í Hvíta-Rússlandi og þeim óstöðug- leika sem einkennir stjórnarfarið hafa ekki síst verið tilkomnar sök- um þeirra kjarnorkuvopna sem þar hefur verið að finna. Samkvæmt START-sáttmálanum um fækkun langdrægra gereyðingarvopna bar Hvít-Rússum að afhenda rússnesk- um stjórnvöldum vopn þessi til eyði- leggingar. Fullkomin óvissa hefur ríkt um framkvæmd þessa. í land- inu hafa fram til þessa verið geymd- ar langdrægar kjarnorkueldflaugar, sagt var að þær væru ýmist tíu eða átján að tölu. Flutningunum til Rússlands bar, samkvæmt sáttmál- anum, að Ijúka á þessu ári. Óvissa í þesu efni hefur víða valdið áhyggjum. Menn á Vesturlöndum voru jafnvel teknir að óttast að hvít-rússnesk stjórn- völd hygðust nota vígtól- in til að treysta samningsstöðu sína i viðræðum við Vesturlönd, ekki síst þar sem ráðamenn í Eystra- saltsríkjunum og Póllandi hafa lýst yfir sífellt meiri áhyggjum af vopn- unum í höndum Lúkasjenkos og manna hans. Á föstudag bárust hins vegar þær fréttir að Hvít-Rúss- ar hefðu uppfyllt ákvæði START- sáttmálans, vopnin hefðu öll verið flutt til Rússlands. Ástandið og óstöðugleikinn í Hvíta-Rússlandi kann einnig að hafa áhrif á umræður um fram- kvæmd þeirrar ákvörðunar að stækka Atlantshafsbandalagið (NATO) til austurs, en nú liggur fyrir að sú stækkun verður að veru- leika, trúlega árið 1999. Hvíta- Rússland á landamæri m.a. að Pól- landi (sjá kort) sem er eitt þeirra rikja sem þrýstir hvað ákafast á að fá aðild og verður í fyrsta hópi nýrra NATO-ríkja. Stækkun NATO við þær aðstæður sem ríkja í Hvíta- Rússlandi mun ekki verða til þess að draga úr þeirri óvissu sem nú ríkir á þessari nýju brotalínu aust- urs og vesturs í Evrópu. Því er ljóst að áhrifa upplausnarinnar og valda- baráttunnar í Hvíta-Rússlandi kann að gæta langt utan landamæra rík- isins. Sjálf niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Hvíta-Rússlandi mun tæpast skipta sköpum fyrir fram- vindu mála í þessu sérkennilega ríki, sem samkvæmt landfræðilegri skilgreiningu heyrir Evrópu til en virðist fljóta um í tómarúmi eigin tilvistarkreppu. Fullyrða má að landsins bíður aðeins enn meiri ein- angrun takist Lúkasjenko forseta að auka enn völd sín. Frekari óstöð- ugleiki á stjórnmálasviðinu virðist óhjákvæmilegur því telja má ólík- legt að forsetinn láti staðar numið þótt hann verði undir í kosningun- um. Fullvíst má og heita að þing- heimur neiti að viðurkenna niður- stöðu þeirra. Ef'nahagsaðstoð útilokuð Á vettvangi efnahagsmála. bíða aðeins áframhaldandi fátækt og dapurleg lífskjör landsmanna. Langt er um liðið frá því að vest- rænar hjálparstofnanir á þessu sviði, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn, lýstu yfir því að Hvít-Rússar gætu ekki vænst frekari að- stoðar;efnahagur lands- ins ætti sér ekki viðreisn- ar von á meðan stjórn- völd þráuðust við að hefja nauðsynlegar umbætur. Hvít-Rússum hefur ef til vill tek- ist að öðlast sérstöðu í Evrópu sam- tímans þótt tæpast verði það til þess að þjappa landsmönnum sam- an undir fána þjóðernisvitundar. Hvíta-Rússland er við að verða eins konar „útlagaríki" í Austur-Evrópu; skólabókardæmi um hvernig unnt er að kalla pólitíska einangrun og einsemd yfir bláfátæka og illa upp- lýsta þjóð, sem á sér enga von um framfarir og bætt lífskjör. Þetta er að sönnu dapurlegt hlutskipti, sem engin breyting verður á um fyrirsjá- anlega framtíð nema nýir stjórnar- hættir verði innleiddir með nýjum valdhöfum. í því efni er hyggilegast að stilla bjartsýni í hóf. Hann harmar endalok Sov- étríkjanna „Ólöglegt, á köflum vitfirr- ingslegt" Hættulaust fitulyf í sjónmáli? Washington. Reuter. BANDARÍSKIR vísindamenn hafa skýrt frá því að nýjar upp- götvanir geti orðið til þess að brátt verði hægt að þróa hættu- laust lyf sem dragi úr fitunni í líkamanum án þess að fólk þurfi að fara í megrun. Rannsóknir vísindamann- anna miða að því að finna leið- ir til að stjórna prótíninu OB eða leptín, sem fitufrumur geta af sér, en það sendir boð til heilans og hefur áhrif á matar- lyst manna og efnaskipti líkamans. Þeir segja að nýjar uppgötvanir um virkni leptíns geti greitt fyrir árangursríkum og hættulausum lyfjum sem gætu dregið úr ofáti og minnk- að fituna í líkamanum til lang- frama. Vísindamennirnir segjast hafa einangrað viðtaka leptíns, eða frumur sem nema prótín- ið og gegna veigamiklu hlut- verki í því að koma boðum til heilans. ♦ ♦ ♦---- Boðið upp á „sýndar- ódauðleika“ London. The Daily Telegraph. FOLK sem vill senda „ástar- og saknaðarkveðjur“ til ástvina sinna getur nú sent þær í geim- inn til varðveislu í þúsundir ára. Eilífðarfyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í London, býður upp á þá þjónustu að geyma skilaboð og myndir á tölvudiskum, sem verður komið fyrir í rússneskum gervihnetti. Honum verður skotið á loft í október á næsta ári og gert er ráð fyrir að hann verði á braut um jörðu í þúsundir ára. Þessi „sýndaródauðleiki", eins og fyrirtækið kallar þjón- ustuna, kostar sem svarar tæp- um 2.000 krónum fyrir 80 orða skilaboð. Greiða þarf jafnvirði 3.200 króna fyrir hundrað orð og ljósmynd. Fyrirtækið hyggst safna slíku efni á allt að tíu tölvu- diska, sem verða geymdir í litlu hylki í gervihnettinum. Dagur harmonikunnar Fjölskylduskemmtun í Danshúsinu Glæsibæ við Álfheima kl. 15.00 sunnudaginn 24. nóv. Tónleikar, kaffiveitingar og dans í lokin. Fram koma einleikarar, duettar og hljómsveitir. Harmonilmfélag Reuhjavíhur. Flugffy/tfpGisting :ana RÍ Á EINSTÖKIIM KJÖRIIM 1 “ ~ ~ . i M Cm m ■ m Fiugoggisting /■ ■ ■ ■ ■ m I pr. mann. / ■ w ■ ■■ 1^^ Flugv.skattar innif, Verðið miðast við gistingu í 11 daga á Aguacates 4. jan. 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára. Flug og gisting pr. mann. lug ww Flugv.skattar innif. Verðið tniðast við gistingu í 11 daga á Aguacates 4. jan. 2 fullorðnir saman í íbúð. Verd pr. mann frá kr.: 59M- BROTTFARARDAGAR TIL KANARIEYJA: 21. des., 4.jan., 8.jati., 29.jan., 5feb., 12.feb., 19feb., 26.feb., 5.mar., 12.mar. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM kl.: 10-14 FERÐIR Faxafeni 5 108 Reykjavík. Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12 - Sími 568-9066 20°/« kynningarafsláttur af þtssum (fassíslqi (qistaCsgtösum, allar tegundir til vikuna 25. nóvember- 2. desember Ávaíít fyrirdggjandi &. zawiei "Vetrarbrautin" handskorinn krista.ll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.