Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRL Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKYNSAMLEG SKATTHEIMTA BEITING umhverfisskatta, eins og þeirra, sem Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra boð- aði á Fiskiþingi að yrðu notaðir í auknum mæli hér á landi, er skyn- samleg. Umhverfisskattar eru að því leyti betri en aðrir skattar að um leið og þeir skila ríkissjóði tekj- um, geta þeir beint neyzlu, athöfn- um eða framleiðsluaðferðum til umhverfisvænni vegar. Umhverfisráðherra segir að ís- lenzk stjórnvöld hyggist fara eftir þeirri reglu, sem Ríó-ráðstefnan samþykkti, að tillit sé tekið til um- hverfiskostnaðar og hagrænum stjórntækjum beitt með hliðsjón af því að sá, sem mengar, skuli bera kostnaðinn af menguninni. Það er réttlátara gagnvart almennum skattgreiðendum að leggja skatt á þann, sem mengar mikið, en að samfélagið beri kostnaðinn sem af hlýst. Umhverfisskattar gera fólki og fyrirtækjum yfirleitt kleift að velja Hver er mestur? VIÐ BÚUM í POPP- menningarsamfélagi og guðið er eingetið alnet og hálfur veruleikinn flótti inní sýndarveröld sjónvarps og fíknar; þ.e. blekkingar. Semsagt, blekkingin er einn helzti söluvarningur þessa has- ars. En í hverskonar þjóðfélagi búum við? Er það gott þjóðfélag, meðalgott? Eða slæmt? Við búum aðvísu í lýðræð- isþjóðfélagi sem býður uppá þónokkra samhjálp. Semsagt, lýðræðislegu vel- ferðarríki. En er það ekki fyrirheitna landið? Má vera. Þó mætti þetta vera öðruvísi þjóðfélag fyrir minn smekk. Afhveiju? Jú, vegna þess að helzta einkenni þessa samfélags er hávaði og taugatitringur. Þetta er því háv- aðasamfélag. Og hvar er hávaðinn mestur? Að sjálfsögðu í fjölmiðlunum. Það er oftaren ekki sem þeir gera mikið úr litlu og lítið úr engu. En sjaldnast að þeir leggi sérstaka áherzlu á raunveruleg verðmæti. Það þurfa allir að vera í einhveijum stell- ingum svoað þeir sjáist í þessu glam- ursama þjóðfélagi pótemkintjaldanna. Og hvernig eru þessar stellingar? Jú, þær eru auðvitað stellingar markaðs- þjóðfélagsins. Og þá er ekki að sökum að spyija. Það er ekki einungis verið að selja einhvem vaming, heldur er oftaren ekki verið að selja fólk; oft kjaftaska sem eru vitlausir í að selja sig athyglisdjöflinum, en hafa svosem ekkert að segja. Þeir sem mest ber á í svona samfélagi er allskonar fólk sem er á uppboði. Ef rithöfundar, popparar eða stjómmálamenn þurfa að minna á sig eru hverskonar uppá- komur eða sjónarspil hin ákjósanleg- ustu tækifæri, en hvorki verk þeirra né verðmæti. En dugar þetta eitthvað til lang- frama? Það held ég ekki. Nú er jafn- vel hið daglega auglýsingabrauð am- eríkana um margra mánaða skeið, Bob Dole, horfínn af sjónarsviðinu inní þessa hávaðasömu þögn sem hef- ur ævinlega síðasta orðið. Og það verður ekki langt þangaðtil hann verður með öllu gleymdur, jafnvel þótt það hafí birzt af honum tvær til þijár myndir daglega í sama blaðinu og sjónvarpsrispur sem voru orðnar einsog hver annar fjölmiðlakækur þar vestra. En hvað þá um minni spá- mennina hér heima? Hvað um öll séní- in sem nú er verið að auglýsa einsog kaffibakkelsi á bolludaginn? Öruggasta ráðið til að ná athygli um fleiri en eina leið. Þannig er t.d. hægt að nota mengandi eldsneyti og borga háan skatt, eða nota um- hverfisvænna eldsneyti og borga lægri skatt. Umhverfisskattar eru sveigjanlegri og hagkvæmari kostur en boð og bönn í umhverfismálum. Áherzlu ber þó að leggja á að umhverfisskattar komi í stað ann- arra skatta og verði ekki til þess að heildarskattbyrðin hækki. Þeir mega heldur ekki verða hrein tekju- lind opinberra aðila, í stað þess að standa undir kostnaði við umhverf- isvernd. EVRÓPU- MYNTIN VRÓPUSAMBANDSRÍKIN stefna markvisst að því að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil eftir tvö ár. Hvert ríkið á fætur eru gífuryrði. Allskyns gífuryrði. Og því bólgn- ari og innantómari, því betra. Semsagt, við lif- um í samfélagi innan- tómra upphrópana; sbr. bylur hæst í tómri tunnu! Þeir sem tala af einhveiju raunverulegu viti, þeir sem reyna að halda í einhvem smekk eða miða ræðu sína við raunveruleg verðmæti hverfa inní þennan taugatitring eins- og mý í vindgusti. Svona samfélag er aðvísu ekki nýtt af nálinni. Það hefur örlað á því áð- ur. En nú er þessi hávaðatitringur ekki lengur eitthvert tíst í einni og einni hagamús einsog áður var. Nú er þetta tíst einkennandi hávaði í sam- félagi okkar. Og þeir eru margir músíkantamir í þessari samfélagssin- fóníu hávaðans. Aðvísu ekki eins margir og ætla mætti miðað við háv- aðann, því það er tiltölulega fámennur hópur sem tekur þátt í þessum þjóð- söng og heimtar sína athygli. Aðvísu fólk úr flestum stéttum - og þá ekki- sízt þeir sem eru í einhveiju listrænu basli eða pólitískri andlitslyftingu. Þetta fjallar semsagt um athygli. Jú, en einnig völd. Og peninga. En fyrst- ogsíðast um athygli, eða frægð sem er engin frægð hér á hjara veraldar. íslenzk frægð er einsog flugnasuð við amarhreiður. En það er til fólk sem fyllir tómið með þessu suði. Alls- kyns fólk. Og það er bókstaflega að æra samfélagið þótt það sé andsætt öllum náttúrulögmálum að suð geti orðið að einhverskonar þjóðfélagsböli. Já, athyglissýki er þetta víst kall- að. Mannjafnaðarpot. Og svo auðvitað peningastreð - og mætti vel finna afsökun fyrir því eins og ástandið er. En það er bara ekki láglaunafólkið sem stendur í þessu stríði. Það vinnur sín störf í kyrrþey - einsog sá þögli meirihluti - og horfír agndofa á at- ganginn. Á sér önnur trúarbrögð en spegilinn f baðherberginu sínu. Dreg- ur sig í hlé - einsog flestir aðrir - og undrast alla þessa tilvistarkreppu; allt þetta framapot. Ætli það sé orðið að einhverskonar smitsjúkdómi? Hver veit? Einu sinni dansaði öll Evrópa milli borga í einhverskonar miðaldaæði. Og afhveiju? Jú, vegna þess að einn byijaði að dansa. Og þá þurftu auðvit- að ýmsir aðrir að viðra sig. Þetta var á þeim tímum að það var ekki hægt að kenna fjölmiðlunum um dansæðið. Það kom innanfrá, það kom úr mið- aldatóminu sjálfu. Og það var einsog þorstinn í Hel- víti. HELGI spjall öðru gerir nú ráðstafanir til þess að uppfylla þau skilyrði, sem sett eru fyrir þátttöku frá upphafi. Umræður um áhrif sameiginlegs gjaldmiðils á hagsmuni okkar Is- lendinga hafa verið mjög takmark- aðar. Þess vegna er það fagnaðar- efni, að Íslandsbanki hf. og Lands- nefnd Alþjóða verzlunarráðsins hafa haft frumkvæði um það síð- ustu daga að efna til kynningar- funda um hinn sameiginlega gjaldmiðil og áhrif hans. Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka hf., flutti afar athygl- isverða ræðu um þetta mál á aðal- fundi Landsnefndar Alþjóða verzl- unarráðsins í fyrradag. Hann sagði m.a.: „Þegar við bætist að hagkerf- ið sjálft er það minnsta í veröldinni með sjálfstætt peningakerfi svo og að útflutningstekjur eru í eðli sínu nokkuð sveiflukenndar, er að mínu áliti erfitt að finna nokkur haldbær rök af hálfu jafn lítillar þjóðar og Íslendinga fyrir því að reka alveg sjálfstætt myntkerfi." Þá benti Sigurður B. Stefánsson á, að vextir af ríkisskuldabréfum til langs tíma væru um þremur pró- sentustigum hærri hér á landi en í Þýzkalandi og bætti síðan við: „Þriggja prósenta vaxtamunur gæti hugsanlega lækkað í um eitt pró- sent með þátttöku í myntkerfinu. Innlendar skuldir hér nema nú um 650 milljörðum króna og tveggja prósenta vaxtamunur svarar því til um þrettán milljarða króna árlega.“ Þessar tölur svo og það augljósa óhagræði og kostnaður, sem af því er fyrir íslenzkt atvinnulíf að standa fyrir utan sameiginlegan gjaldmiðil ýtir á frekari umræður um þessa hröðu þróun og viðbrögð okkar við henni. En nú er komið að Kompaníinu sem ég skrifaði á sínum tíma uppúr sam- tölum okkar Þórbergs. Þar er drepið á þetta athyglisæði. Þórbergur sagð- ist geta orðið landshöfðingi í gegnum- klofsskautahlaupum. Semsagt, fræg- ur í Suðursveit. Það hefði þó verið betra en vera frægur að endemum. Sumir vilja það heldur en vera ófræg- ir með öllu. Laugardaginn 6. des. 1958 segir svo í Kompaníinu: „Ég hef aldrei skilið, hvað menn geta lagt á sig mikið af heimskulegu erfiði til þess að ávinna sér veraldar- upphefðir, sem þeim virðist ekki vera nein lífsnauðsyn að ná. Venjulega byija þeir með að komast yfír kven- mann og þykjast hafa vaxið að mann- dómi. Það er frumstæðasta ástriða mannsins. Þetta eitt endist þeim þó ekki til lengdar og þá fer þá að langa eftir að safna auðæfum. Og þeir halda áfram að safna og safna og aldrei hafa þeir safnað svo miklu, að þeim fmnist þeir hafí efni á að segja: Nú er ég búinn að fá nóg. Þetta er eins og helgar bækur lýsa þorstanum [ Helvíti. Og þeir geta lagt svo mikið að sér til að reyna að fullnægja þess- ari blekkingu í sjálfum sér, að þeir eru orðnir úttauguð hrör langt fyrir aldur fram. Peningagræðgi er mjög slæm fyrir taugamar og hjartað og æðakerfið, að ég tali nú ekki um fyr- ir sálina. Aðrir leggja mikið kapp á að geta sallað náungann í fótbolta, sigrað hann í stangarstökki, kringlu- kasti og glennt sig betur en hann í þrístökki, sem ég held að sé auðvirði- legasta stökk ( heimi. En samt verða menn heimsfrægir fyrir það. Enn aðr- ir sækjast eftir því að komast til valda, verða dýrkaðir af fólkinu sem alþingismenn, ráðherrar og annað þvíumlíkt. Svo eru þeir sem keppa eftir að verða frægir fyrir að skrifa bækur, yrkja kvæði, herma eftir uppi á leikpalli, möndla óperur. Allt stafar þetta frá einu og því sama: einhverri vöntun í manninum, einhveiju and- legu tómi, sem er verið að strefa við að fylla. En það skrítna við þetta er það, að tómið fyllist aldrei. Og maður- inn er í raun og veru jafntómur og jafnvesæll að leiðarlokum sem í upp- hafl leiðarinnar. Þetta er eitt af því skrítna við lífið. Tómið verður aðeins fyllt með því að losa sig við strefið við að fylla tómið. Losa sig við per- sónuleikann, sem ég er frægur fyrir að hafa kallað svo, því að strefið á rætur sínar í persónuleikanum. Hann er hnútarnir í sálarlífinu. Þegar menn hafa leyst hnútana, Ijóma þeir eins og fagurt ljós.“ Sagði Þórbergur. M UM ÞESSAR MUNDIR stendur yfír í Lista- safni íslands merkileg sýning á vatnslita- myndum eftir Ásgrím Jónsson, einn af helztu brautryðjend- um íslenzkrar mynd- listar. Ásgrímur Jónsson var einn af vin- sælustu listmálurum síns tíma og er enn. Nú þykja vatnslitamyndir hans ekki sízt merkilegar enda meðferð vatnslita ein erf- iðasta grein myndlistar. I tengslum við sýninguna á vatnslita- myndum Ásgríms hefur verið gefin út myndarleg bók, sem gefur tilefni til að rifja upp og minna á aðra bók, sem út hefur komið um ævi Ásgríms. Hún var skrifuð af Tómasi Guðmundssyni, skáldi, og byggðist á samtölum þeirra tveggja. Bók Tómasar er því merkilegt heimildarrit um líf og starf Ásgríms, auk þess að vera óvenjulega vel skrifuð, eins og vænta mátti. í lokakafla bókar Tómasar segir m.a. svo: „Þó að ég hafi í barnæsku lifað mikið í þjóðsögum og hulduheimum og sennilega fest þá trúnað á margt það, er nú mundi verða talið til hindurvitna, ætla ég það fjarri sanni, að ég hafi verið að upplagi hneigðari til hjátrúar en almennt gerist. A hinn bóginn hefur mér alltaf þótt það frem- ur bera vott um þröngsýni en víðtækan skilning að hafna öllum fyrirbrigðum, sem ekki verða auðveldlega mæld á kvarða mannlegra vitsmuna og þekkingar. Það skortir víst enn ekki svo lítið á, að heim- spekin láti sig dreyma alla þá hluti, sem rúmast í tilverunni. Ég hef sjálfur aldrei orðið var við neitt það, sem venjulega telst til reimleika, en sitthvað, sem mér hefur þótt harla kynlegt og athyglisvert, hefur allt að einu borið fyrir mig. Þannig sá ég áður fyrr ýmsa þá hluti í myrkri, sem ég kann engar skýr- ingar á, og get ég látið nægja að tilfæra um það tvö dæmi. Eitt sinn er ég var háttaður og bjóst til að fara að sofa sá ég krossmark eða „krúsifiks“ eins og hang- andi í keðju. Horfði ég á þetta góða stund og hefði varla getað séð það greinilegar um hábjartan dag. Ekki lýsti verulega af krossmarkinu, en samt var eins og einhver kynjabirta léki um það í myrkrinu. Ég var fulltíða maður, þegar þetta bar mér fyrir sjónir, og ekki hafði ég af því neinn beyg, enda laus við alla myrkfælni á þeim árum. Seinna sá ég við sömu aðstæður all- mörg hvalrif með fjarska einkennilegum myndskurði, og þótti mér þau standa upp við vegg í herberginu. Ég var glaðvak- andi, þegar þetta kom fyrir, og gafst mér nægur tími til að virða hvalrifin fyrir mér. Ekki var neitt þarna inni, sem líklegt var til að koma slíkum „sjónhverfingum“ af stað. Þá kom það líka oft fyrir mig, eftir að ég var búinn að slökkva í herbergi mínu, að ég sá undarlega fleti í margskonar lit- um, og lýsti af þeim. Þetta var ákaflega fallegt og hafði fjarska þægileg áhrif. Stundum stóðu þessar unaðslegu sýnir í alllangan tíma, en aldrei hef ég orðið þeirra var síðan ég veiktist. Enn hefur það borið fyrir mig, að ég sæi ljóslifandi landslag komið inn í stofuna til mín, eftir að dimmt var orðið. Er mér það minnistætt, að eitt sinn horfði ég glað- vakandi á fallandi foss, eins raunverulegan og væri hann úti í sjálfri náttúrunni. í annað skipti sá ég inn í dalverpi með grænu grasi, sem stóð mér svo lifandi fyrir sjón- um, að ég gat virt mjög gaumgæfilega fyrir mér hvert einstakt strá. Slíkum sýn- um fylgdi mikill unaður og oft var ég að hugleiða meðan á þeim stóð, hvað allt væri þetta dásamlega raunverulegt. En aldrei birtist mér slíkt landslag í stærra fleti en svo, að ég sæi yfir það í einu án þess að hreyfa mig. Þetta var m.ö.o. sú sjónvídd, sem hentar málverki. Það fer aldrei vel á því að taka þar til meðferðar stærra svið en hægt er að sjá yfir í einu lagi. Ég var ekki ýkja berdreyminn fram eft- ir aldri, en á síðari hluta ævinnar hefur mig oft dreymt drauma, sem hafa veitt mér vitneskju um óorðna hluti. En það eru samt umfram allt aðrir draumar, sem mér hafa fundizt merkilegir og sérstæðir, þó að ég hafi látið ógert að ráða þá. Oft hefur mig dreymt stórkostlegt og skemmtilegt landslag, og þá einatt mjög „yfirnáttúrulegt“. Slíkum draumum er þó ógerningur að lýsa þar sem ekkert er til samanburðar við þá í raunveruleikanum. En sérstaklega er tindrandi litskrúð þess- ara drauma alveg óviðjafnanlegt og á ég um það margar minningar. En það hefur líka borið við, að mig hafi dreymt landslag, sem haft hefur á mig næsta óhugnanleg áhrif. Þegar ég lá í spönsku veikinni haustið 1918 sá ég í ákafiega skýrri sýn kringlótt stöðuvatn, þungt og kolsvart, sem mér fannst vera niðri í einhveijum ferlegum risakatli eða eldgíg og sá ekkert nema dimma bakk- ana. Vatnið var alveg hreyfmgarlaust, nema hvað einni og einni loftbólu skaut á stangli upp á yfirborðið. Þessi sýn fékk mér djúpstæðs hryllings og lá hún lengi á mér eins og mara. Landslag, sem ég hef þekkt áður, hefur iðulega birzt mér í draumi, en venjulega er það þá orðið mjög „stíliserað“. Það er þá oft engu líkara en að draumarnir hafi máð úr landslaginu allt það, sem ekki var þar nauðsynlegt frá myndrænu sjónar- miði. Þessir draumar eru mjög skemmti- legir og hafá oft orðið mér góð uppbót á tilveruna, en ekki get ég neitt sagt um það, hvort þeir hafa verkað með beinum hætti á skynjun mína gagnvart raunveru- legu landslagi, því sjálfur er maður aldrei dómbær á það. Loks hefur mig öðru hveiju um langt skeið dreymt draum, sem raunverulega er ávallt einn og samur. Mér hefur þá þótt sem ég kæmi gestur eftir langa útivist á æskuheimili mitt og er þá allt, sem ég sé, með sömu ummerkjum og í gamla daga. En það, sem hefur gert mér þennan draum sérstæðastan og haft hefur á mig dýpst áhrif, er hin undursamlega ró og kyrrð, sem hvílt hefur yfir öllu, svo að ég hef aldrei skynjað jafn-djúpan og hugljúfan frið, hvorki í vöku né svefni. Það gerist ekki neitt, en allt í þessum draumi er ei- líft og heillandi. Og nú er víst senn komið á leiðarenda. Það er líka orðið æði-langt síðan ég hélt að heiman, en ferðin hefur verið fróðleg og skemmtileg, og ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Samferðamennimir hafa sýnt mér mikla vináttu og góðvild, og þeir hafa ekki látið mig gjalda þess, að ég læt eftir mig færra og smærra en ég hefði kosið. Ég mundi vitanlega taka því með þökkum að mega enn auka þar einhveiju við, og það er ekki sársaukalaust að skilja við sumar myndimar sínar ófullgerðar. En annars er mér ekkert að vanbúnaði. Ég hef þá trú, að draumurinn minn rætist, og þá verður vissulega gott að koma heim NIÐURSTAÐA rannsóknar á kunn- áttu íslenzkra grunnskólanem- enda í raungreinum í samanburði við jafnaldra þeirra víða um heim veld- ur vemlegum áhyggjum. Gera má ráð fyr- ir, að miklar umræður eigi eftir að verða um þær og kröfur um stórfelldar umbætur í skólakerfinu. Hingað til hefur fólk al- mennt verið þeirrar skoðunar, að skóla- kerfið hér væri býsna gott. Því fer fjarri, ef marka má þessar niðurstöður. Með rannsóknum, sem þessum fáum við tæki- færi til að meta stöðu okkar á grundvelli alþjóðlegra mælikvarða og þá kemur í ljós, að ekki er allt, sem sýnist í Morgunblaðinu í dag, laugardag, birt- ist athyglisvert viðtal við stærðfræðikenn- ara í Flensborgarskóla. Raunar má hann ekki kalla sig kennara heldur telst hann I til sín aftur.“ Að halda aftur af þeim dug- legu REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 23. nóvember vera leiðbeinandi, þar sem hann hefur ekki próf í uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla íslands. Hér er um að ræða Áskel Harðarson, doktor í stærðfræði frá CalTech háskólanum í Kaliforníu. Við hann var rætt vegna þess, að Morgunblaðið hafði spurnir af því, að Áskell Harðarson hefði nánast staðið fyrir byltingu í stærð- fræðikennslu í Flensborgarskóla. í hópi fimm ungmenna, sem send voru í Eystra- saltskeppni framhaldsskólanemenda í stærðfræði, voru þrír nemendur Áskels. Að auki hafa nemendur hans notið vel- gengni í háskólanámi í stærðfræði og verk- fræði og öðrum raunvísindum. _ í samtali þessu segir Áskell Harðarson: „í CalTech var hugsunarhátturinn sá að hvetja nemendur til dáða, það mátti aldrei gera neitt annað en það, sem hvetti nem- endur og nemendur lærðu af. Jú, það tel ég að ætti að vera almennt viðhorf kenn- ara til starfsins, en hér ríkir yfirleitt miklu frekar sá hugsunarháttur, sem ég kalla „bremsukerfíð“, að bremsa nemendur af. Það byijar í grunnskóla. Þar fá nemendur stoppmerki í bækurnar sínar og síðan er haldið aftur af þeim og ef þeir eru með vesen þá fá þeir meira af sams konar dæmum eða þá að það eru teknar af þeim bækurnar og áhuginn drepinn. Geta nem- endanna er auðvitað mismunandi og hér- lendis eru hinir duglegu látnir sitja á hak- anum. Þetta er ekki eins og í íþróttum, þar sem er hugsað um að ná árangri og þeim er hampað, sem standa sig vel, held- ur er reynt að halda aftur af þeim duglegu af vinnusparnaðarástæðum. Það getur verið mikil vinna að hafa áhugasama nem- endur. Öll þessi svokallaða sérkennsla er svo miðuð við slökustu nemendurna. Þeir krakkar, sem ekki gera þá vinnu, sem ætlast er til eins og hinir fá sérstaka meðferð en hinir duglegu og áhugasömu eru á bannlista. Svona mundi engum detta í hug að ná árangri í íþróttum." Umsögn Áskels Harðarsonar um starfs- val kennara er líka umhugsunarefni. Hann segir: „Fólk velur sig fram hjá öguðum vinnubrögðum og námskröfum með því að fara auðveldar leiðir í gegnum fram- haldsskólann og síðan heldur það gjaman áfram í Kennaraháskólann eða þá það fer í gegnum félagsvísindadeild til þess að verða kennari í hvaða grein, sem er í fram- haldsskólunum. Það er staðreynd að þessi krafa um uppeldis- og kennslufræði fýrir kennara í framhaldsskólum hrekur marga frá kennslu og af landi brott. Þeir sem standa sig vel í stærðfræði og eðlisfræði - ég þekki ekki til í öðrum greinum - þeir fara gjarnan til Bandaríkjanna og læra en svo eiga þeir ekki afturkvæmt hingað heim nema þeir komist að við há- skólann. Annars eiga þeir um tvennt að velja: að fara í félagsvísindadeild Háskól- ans og taka uppeldis- og kennslufræði eða þá að starfa sem leiðbeinendur. Ég held, að það hafí örfáir stærðfræðikennarar tek- ið uppeldis- og kennslufræði í háskólan- um.“ Um eigin kennsluaðferðir segir Áskell Harðarson: „Ég vil taka það fram, að ég hef ekki sagt, að ég hafí afrekað neitt sérstakt. Ég svara bara eins og þú spyrð, en ég kenni, set fyrir, hef skiladæmi og próf reglulega og reyni að fá fólk til að vinna. Það er yfirleitt þannig, að ef fólk kynnist smá vinnuaga þá fer því að líka hann vel. Þetta byggist á því að halda stöðugt áfram og nota hveija kennslustund vel. Það eru engar ódýrar leiðir, það eru ekki til nein „trikk“. Eg held, að það sé ekki neitt meira í þessu hjá mér en þetta sem ég kalla heiðarleg, gamaldags vinnu- brögð.“ Það er áreiðanlega mikið til í því, sem sumir halda fram, að það sé búið að drepa niður jákvæðan starfsanda hjá kennurum almennt með lágum launum og lélegum aðbúnaði, ekki í skólabyggingum, heldur í kennslugögnum og annarri aðstöðu til kennslu. Þannig segir Halldór Þórðarson, kennari í stærðfræði og eðlisfræði í sam- tali við Morgunblaðið í dag, laugardag: „Ég er búinn að kenna eðlisfræði í tuttugu Morgunblaðið/Golli VIÐ REYKJAVIKURTJORN ár og á þeim tíma hafa mjög litlar breyting- ar orðið á námsbókum. Námsgagnastofn- un er í ijársvelti og getur ekki endurnýjað þær. Fátækt skólanna veldur því, að fram- boð á tækjum til kennslunnar er líka sára- lítið. Ég fékk nýjan bækling frá Náms- gagnastofnun í vor með lista yfir kennslu- tæki frá bandarísku fyrirtæki en þau eru öll svo dýr, að ég sé ekki fram á, að skól- inn hafí möguleika á að kaupa nema eitt- hvað brot af þeim. Tækin, sem við notum voru til í skólanum, þegar ég hóf kennslu. Eðlisfræðin er kennd í almennri kennslu- stofu og það þarf að taka tækin fram úr geymslu fyrir hvem tíma. Við eigum sex- tán tölvur, sem er of lítið en komum ekki nema ellefu fyrir í einu vegna plássleysis. Það dugar ekki til þess að örva nemendur að tala við þá og sýna þeim bækur. Þeir þurfa að geta komizt í snertingu við efnið og fá að spreyta sig sjálfir. Við þurfum peninga til þess.“ Þetta er hörmuleg lýsing, svo að ekki SOVÉTMENN urðu á undan Bandaríkjamönn- um til þess að senda gervihnött á loft. Það afrek Sovét- manna kom eins og reiðarslag yfír Banda- ríkjamenn. í kjölfar þess hófust gífurlegar umræður þar í landi um ástand kennslu í raungreinum og samanburður var gerður á kennslu vestan hafs og í einræðisríkjum kommúnismans. Niðurstaðan var sú, að Bandaríkjamenn hefðu dregizt langt aftur úr kommúnistaríkjunum í þessum efnum. Þá gerðist tvennt: annars vegar setti John F. Kennedy, þáverandi forseti Banda- ríkjanna, þjóðinni það markmið, að hún skyldi verða fyrst til þess að komast til tunglsins. Hins vegar hófst víðtæk vakning I bandaríska skólakerfinu til að rétta við og endurreisa kennslu í raungreinum. Samanburðarskýrslan, sem kynnt var fyrir nokkrum dögum um stöðu raun- greinakennslunnar hér þarf að verða okk- sé meira sagt. Þegar Spútnik fór áloft ur íslendingum sams konar hvatning til dáða og Spútnik varð Bandaríkjamönnum á sínum tíma. Hér þurfa að hefjast víðtæk- ar og almennar umræður um, hvernig við skuli bregðast. Þær þurfa að fara fram í skólunum sjálfum og á meðal kennara. Þær þurfa að fara fram á Alþingi og í sveitarstjómum. Þær þurfa að fara fram í ijölmiðlum og á meðal almennings. Yfirvöld skólamála þurfa að kalla menn á borð við Áskel Harðarson og Jón Haf- stein Jónsson, fyrrverandi menntaskóla- kennara sem skrifað hefur greinar hér í Morgunblaðið um þessi mál, til ráðuneytis um hvemig við skuli bregðast. í grein sem Jón Hafsteinn skrifaði hér í blaðið 25. júlí á síðasta ári sagði hann m.a.:„Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, að þrátt fyrir ágalla kennara sé eðli greinarinnar með þeim hætti, að árangurinn hljóti að vera lélegur hjá mörgum. Vegna mikilvægi samhengisins í stærðfræðinámi hlýtur ár- angurinn að vera ömurlegur, ef ástundun er stopul og það er hún hjá mörgum m.a. vegna nútímaviðhorfa til aga og uppeldis- mála. Þá má einnig nefna, að stærðfræðin gerir meiri kröfur en aðrar greinar um abstrakt hugsun og táknmálsnotkun, eink- um, þegar ofar kemur í skólakerfið. Þá fer að reyna á eiginleika, sem niarga, annars vel gefna nemendur virðist skorta.“ Hér eiga engar „heilagar kýr“ að standa í vegi. Ummæli Askels Harðarsonar um réttindanám í uppeldis- og kennslufræðum vekja athygli. Hvers vegna þarf kennari, sem náð hefur frábærum árangri í kennslu og hefur þar að auki doktorspróf í stærð- fræði, að sækja árlega um leyfi til þess að halda áfram kennslu vegna þess að hann hefur ekki próf í uppeldis- og kennslufræði?! Það er rétt, sem Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag: „í ljósi mikilvægis undirstöðuþekkingar í þessum námsgreinum fyrir framtíðarnám nem- enda, hlut þeirra í vísindum og tækni og mikilvægi þekkingar í raungreinum fyrir samkeppnisstöðu þjóðanna eru niðurstöð- urnar alvarleg tíðindi fyrir íslendinga.“ „Hvers vegria þarf kennari, sem náð hefur frábær- um árangri í kennslu og hefur þar að auki dokt- orspróf í stærð- fræði að sækja árlega um leyfi til þess að halda áfram kennslu vegna þess að hann hefur ekki próf í uppeldis- og kennslufræði?!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.