Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRUMSÝNING: HÆTTUSPIL Hörkutólið Van Damme (Hard Target", Timecop") og glæsipían Natasha Henstridge (Species") sameinast í baráttunni gegn rússnesku mafíunni. Rússneska mafían mun aldrei ná sér aftur eftir þessi hörkuátök. Hér er á ferðinni trylltur hasar með hreint ógleymanlegum og ogsafengnum áhættuatriðum. Sýnd í A-sai kl. 5, 9 og 11. Sýnd í B-sal kl. 3 og 7. B.i. 16 ára. BALTASAR KORMAKUR • GISLI HALLDORSSON • SIGURVEIG JONSDOTTIR ★★★ M.R. Dagsljós ★★★★ A.E. HP ★ ★★ U.M. Dagur-Tíminn ★ ★★1/2S.V.Mbl ★ ★★1/2 H.K. DV ★ ★★ Ó.H.T. Rás 2 Vinsælustu sögur síðani tíma á íslandi birtast í nýrri stórmynd eftir Friðrik Þór Friðriksson Far- eða Gullkortshafar VISA c bonka (á 25% AFÍ \TT. Giliíír fynr tvo. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Sýnd í A-sal kl. 3 og 7. Á báðum áttum TÓNLIST Gcisladiskur ALLAR ÁTTIR Allar áttir, geisladiskur Bubba Morthens. Öll lög og textar á diskn- um eftir Bubba Morthens. Á disknum koma fram, Bubbi, Eyþór Gunnars- son, Guðmundur Pétursson, Eðvarð Lárusson, Samuli Kosminen, Celio de Carvalho, Ólafur Hólm, Birgir Baldursson, Þórður Högnason, Þórir Baldursson, Veigar Margeirs- son, Einar Jónsson, Ellen Kristjáns- dóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Einar Valur Scheving. Spor gefur út og dreifir. Lengd. 47,36 mín. Verð 1.999 kr. ÞAÐ ER erfitt að hugsa til þess að ekki hafí alltaf verið til Bubbi. Sextán ára unglingar muna varla jól án nýrrar plötu frá Bubba Morthens og undrar það varla nokkum að hann skuli senda plötu frá sér fyrir þessi jól. Bubbi hefur fiktað við flestar gerðir dægurtón- iistar, allt frá pönki niður í djass og þessi víðförli í tónlist einkennir mjög plötuna Allar áttir eins og nafnið ber kannski með sér, hún inniheldur tíu lög og fæst þeirra í sama stílnum, hún hefst á hryn- rokki um bókelsku og endar á charleston. Hún er að mörgu leyti lík fyrstu plötu hans ísbjarnarblús því hún var einnig mjög fjölbreytt og samanburðurinn endar ekki þar því söngstíllinn á plötunni minnir um margt á fyrstu plötur Bubba og jafnvel lagasmíðarnar, t.d. hefði lagið Hveijum geturðu treyst vel getað verið á plötunni Das Capital fyrir tólf árum. Einnig kemur Bubbi við nær í fortíðinni í lögunum Þú ert ekki lengur og Hann elskar mig ekki, en fyrra lagið er litlaust og hefði mátt missa sín á plötunni. En þar með er ekki sagt að Bubbi hafi ekkert nýtt fram að færa, greinileg þróun er í lagasmíðum hans, hann hefur auðvitað elst og þroskast, lögin sjálf eru heilsteyptari og þéttari en síðustu ár. Það merkilega við Allar áttir er að sá kraftur sem einkenndi Bubba í upphafi og vakti athygli á honum hefur fengið endurnýjun lífdaga. Að mati undirritaðs hefur ríkt lognmolla yfir tónlist Bubba undanfarin ár, jafnvel metnaðar- leysi. Lögin Hvetjum geturðu treyst og Hvað er töff við það í snöru að hanga? eru fersk og kraftmikil, sérstaklega það seinna þar sem ber við nýjan tón, einnig ber að nefna Jarðarför Bjössa og Sá sem gaf þér ljósið, besta lag plötunnar og besta reggaelag sem hljóðritað hefur verið hér á landi að mati undirritaðs, einvalalið hljóðfæraleikara gerir og plötuna mun áheyrilegri, sérstaklega trommuleikur Samuli Kosminen og bassaleikur Jakobs Magnússonar. Bubbi Morthens hefur alltaf verið stórorður og sennilega er það stærsti gallinn við hann sem tón- listarmann, það hlýtur að borga sig að vera hæfilega hógvær og alhæfa ekki eða taka of djúpt í árinni, það er og fráleitt að fyrsta lag plötunnar heiti Ég elska bæk- ur, það getur varla talist góð ís- lenska að tala um að elska dauða hluti, textar Bubba eru misjafnir, flestir ágætir og einn mjög góður, Jarðarför Bjössa, þá er einnig skemmtileg tilvísun í sögu um Sæmund fróða í laginu Röng borg. Umslag Allra átta er illa hann- að, myndirnar eru ágætar en það er afleitt að textarnir, sem Bubbi leggur áherslu á séu án allra grein- armerkja og með mismunandi let- urgerð, það slítur textana úr sam- hengi og gerir leiðinlega lesningu. Flest lögin á Öllum áttum standa fyrir sínu hvert fyrir sig, en það er erfitt að hlusta á plöt- una sem heild. Lögin eru mörg mjög ólík hvert öðru og platan því fremur ósamstæð og hlustandinn fær það á tilfinninguna að Bubbi standi á krossgötum og viti ekki hvert hann eigi að fara. Bubbi sýnir að hann er ekki á þeim bux- unum að gefast upp og er fjöl- breyttari en flestir, en hann getur ekki, og veit það vonandi sjálfur, farið í allar áttir. Gísli Árnason tilboð kr. 400 Á4MBÍO |THE |THE |THE |THE SNORRABRAUT 37, SIMI 552 5211 OG 551 1384 NETFANG: http://www.islandia. is/sambioin AÐDAANDINN Splunkuný stórmynd frá leikstjóranum Tony Scott (Crimson Tide, True Romance, Top Gun). Róbert DeNiro fer hreinlega á kostum í magnaðri túlkun sinni á geðveikum aðdáanda sem tekur ástfóstri við skaerustu stjörnuna í boltanum. Spennan er nánast óbærileg og hárin rísa á áhorfendum á þessari sannkölluðu þrumu!!! Aðalhlutverk: Róbert DeNiro, Wesley Snipes, Ellen Barkin, Benecio Del Toro og John Leguizamo. Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.20 í THX digital B.i. 12 ára. ★ ★ Taka 2 ★ ★ Taka 2 f r Sýnd kl. 1 og 2.45. ÍSLTAL Sýnd kl. 5,7,9og 11.05. B.i. 16 Sýnd og Sýnd kl. 9 og 11. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 1 og 3. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.