Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 41 HANNES ÁGÚSTSSON + Hannes Ágústs- son fæddist að Gunnsteinsstöðum í Langadal í Húna- vatnssýslu 11. nóv- ember árið 1912. Foreldrar Hannes- ar voru hjónin Ág- úst Sigfússon og Sigurlaug Björns- dóttir og var Hann- es næstyngstur 7 barna þeirra, en af þeim eru enn á lifi systurnar Guð- munda og Sveinbjörg, en látin eru Hólmfríður, Stefán, Ingvar og Pétur. Hannes ólst upp hjá frænda sínum, Þorgrími Stef- ánssyni og Guðrúnu Björns- dóttur konu hans í Syðra- Tungukoti í Blöndudal, sem nú heitir Brúarhlíð, ásamt 5 börn- um þeirra og var þar kært á milli. Heimdraganum hleypti Hannes innan við tvítugt, hélt þá suður til höfuðborgarinnar og vann þar ýmis störf þar til hann stofnaði eigið fyrirtæki árið 1949, Fín- pússningargerðina, sem enn er í gangi og í eigu sonar hans. Hannes kvæntist 1941 Sigurlaugu Jónsdóttur frá Bollakoti í Fljóts- hlíð, og lifir hún mann sinn. Þeim varð tveggja barna auðið og eru þau Ásdís, fædd 1941, sem gift er Gunnari I. Waage, en þau eiga tvo syni, Benedikt, f. 1972, og Davíð, f. 1975, og Baldur, fæddur 1946, sem giftur var Sólrúnu Geirs- dóttur og eiga þau þijú börn, Hlyn, f. 1966, Lilju Björk, f. 1971, og Reyni, f. 1974. Þau skildu og var sambýliskona hans síðar Noodaeng Sawatdee frá Thailandi. Langafabörnin eru þijú. Útför Hannesar fór fram 22. nóvember í kyrrþey að ósk hins látna. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að minnast afa míns, Hannesar Ágústssonar, sem lést nú í síðustu viku. Þó svo að þú hafir nú farið þá leið sem við öll þurfum að fara þá er samt alltaf sárt að sjá á bak ástvini og líklega er maður aldrei tilbúinn því að manns nánustu séu burtkallaðir. En eins og þú sagðir stundum sjálf- ur: „Dauðinn missir aldrei sína fiska.“. Þetta fannst mér oft á tíð- um vera frekar kaldranalegt við- horf en núna vil ég skilja þessi orð þín þannig að þú hafir ekki kviðið endalokunum enda hafðir þú lengi verið áhugasamur um hvað biði þín fyrir handan. Vonandi muntu fá svar við öllu því sem leitaði á huga þinn nú þegar þú ert farinn. Við hin sem eftir lifum syrgjum góðan afa og vin en getum og munum ylja okkur um ókomna tíð við allar þær minningar sem við eigum um þig. Aldrei mun ég gleyma þeim fjölmörgu stundum sem við áttum saman þegar ég kom í heimsókn til þín og ömmu niður á Laugarnesveginn. Alltaf höfðum við eitthvað til að tala um og sner- ust þær umræður oftar en ekki um bækur og var ekki komið að tómum kofanum hjá þér í þeim efnum enda var safn þitt af bókum að stækka allt til síðasta dags. Eins held ég líka að þú hafir kunn- að vísu sem átti við hvert mögu- legt og ómögulegt tækifæri. Þó svo að þú hafir sett saman ófáar vís- urnar sjálfur varstu aldrei mikið fyrir að hampa þeim, frekar en sjálfum þér, og kallaðir þetta aldr- ei meira en tilraunir til að yrkja. í mínum eyrum voru þó vísurnar þínar ekkert síðri en aðrar vísur sem þú hafðir fyrir mér, en kannski er þetta svona með okkur öll, okk- ur vantar meiri trú á okkur sjálf. Eitt af því sem þú innprentaðir mér og ég vona að mér auðnist að tileinka mér, var virðing þín Í < I < < I < < I I I I ( < { I < HARALDUR MAGNÚSSON -4- Haraldur Magn- ■ ússon verka- maður fæddist í Reykjavík 20. sept- ember 1900. Hann lést á Dvalarheimil- inu Lundi á Hellu 17. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Geir Guðnason, f. á Bakkavelli í Hvol- hreppi í Rangár- vallasýslu 25.10. 1862, d. í Reykjavík 9. ágúst 1961, og kona hans Guðrún Þorvarðardóttir, f. í Reykjavík 13.5. 1859, d. í Reykjavík 17.1. 1912. Aibræður Haralds voru Þorvarður Stefán, f. 12.8. 1889, d. 9.1. 1890; Erlendur Þor- steinn, múrarameistari á Akra- nesi, f. 28.9. 1890, d. 12.6.1994, og Geir, steinsmiður í Reykja- vík, f. 21.7. 1894, d. 9.2. 1979. Magnús Geir og Guðrún skildu. Haraldur Magnússon er látinn 96 ára að aldri. Halli Magg, eins og allir kölluðu hann, var góður vinur fjölskyldu okkar frá því fyrst við systurnar munum eftir okkur. Hann dvaldi oft á heimili foreldra okkar, Tótu og Guðna á Hellu, um lengri eða skemmri tíma. Heim- sóknir hans voru ætíð kærkomnar enda litið á hann eins og einn úr fjölskyldunni. Allar minningar okk- ar um Halla eru ljúfar og góðar. Honum þótti gamán að taka í spil, vist, hornafjarðarmanni, marías, allt eftir því hve margir voru til í slaginn. Tímunum saman gat hann dundað við að leggja kapal ef eng- inn var spilafélaginn. Aðdáun okkar varð takmarkalaus þegar hann fékkst til að spila á munnhörpuna. Mamma hafði sagt okkur að í gamla daga hefði hann spilað fyrir dansi þar til blæddi úr munnvikum hans. Okkur fannst Halli aldrei gam- all. Mamma kynnti hann líka oft sem elsta son sinn, fæddan aðeins fyrir tímann, enda var hann rúm- lega 30 árum eldri en hún. Hann fékk vinnu í Þorlákshöfn og var þar til heimilis hjá sómahjónum, Rögnu °g Björgvin, sem honum þótti mjög Magnús Geir og önnur kona hans, Eggertína Guð- mundsdóttir, f. 19.4. 1872, d. 17.11. 1918, frá Kvíarholti í Holtahreppi í Rangárvallasýslu, tóku kjörson, Ársæl Magnússon, sem var steinsmiður í Reykjavík, f. 1.1. 1907, d. 26.1. 1969. Með þriðju eigin- konu sinni, Stein- unni Olafsdóttur, f. 6.9. 1893, d. 9.7. 1989, eignaðist Magnús Geir tvo syni, Kristin, f. 12.9. 1922, d. 26.11. 1937, og Knút Reyni, steinsmið, nú dagskrárgerðar- mann við RÚV, f. 11.4. 1928, og kjördótturina Svövu, f. 11.6. 1921, húsmóður í Reykjavík. Útíför Haralds fór fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum 23. nóvember. vænt um en kom þó alltaf til okkar í sumarleyfum sínum og á stórhá- tíðum. Jólin voru ekki fullkomin fyrr en Halli birtist. Árin liðu og við systurnar eignuð- umst okkar eigin ijölskyldur, Halli var þeim eins hlýr og góður og okkur. Síðustu árin átti hann heima á dvalarheimilinu Lundi þar sem vel fór um hann. Halli Magg var ærleg- ur og góður maður sem gott er að hafa kynnst. Við þökkum honum samfylgdina. Blessuð sé minning þessa sóma- manns. Hrafnhildur, Hjördís, Bára og fjölskyldur. Sé ég veg og vörður vísa upp á móti. Styrk þarf til að standa stikla á eggjagijóti. Upp í bláu bergi blikar óskalindin. Blessun bíður þeirra sem bijótast upp á tindinn. (Davíð Stef.) Góður vinur okkar Haraldur Magnússon er látinn 96 ára að aldri. Hann var Reykvíkingur. Ungur hleypti hann heimdraganum og leið hans lá um sveitir Rangárvalla- sýslu, þar sem hann vann við sveita- störf. Snyrtimennska og samvisku- semi voru dyggðir sem honum voru í bióð bornar og komu fram í öllu sem hann gerði. Hann var vinsæll og ljúfur gleðimaður og naut þess að vera með ungu fólki á gleði- stundum. Mesta lán sitt í lífinu taldi hann vera það að komast ungur að árum í vinnu að Odda á Rangárvöllum til þeirra heiðurshjóna séra Erlends Þórðarsonar og Onnu Bjarnadótt- ur. Hann virtist og dáði frú Önnu fyrir gæði hennar og umhyggju við sig ungan förusvein. Hann ræddi oft um veru sína í Odda og taldi sig hafa búið að góðvild þeirra hjóna og dætra þeirra í gegnum lífið og í Oddakirkjugarði vildi hann hvíla. Hann Halli Magg, en það var hann gjarnan nefndur í hópi vina og kunningja, var góðvinur okkar hjóna frá fyrstu kynnum eða um áratuga skeið. Hann réðst til okkar í vinnu sem vetrarmaður að Duf- þaksholti í Hvolhreppi og var hjá okkur í margar vertíðir. Á sumrin vann hann svo í vegavinnu. Árið 1959 lá leið okkar og hans til Þorlákshafnar. Hann fór að vinna hjá útgerðarfé'iaginu Meitlinum hf. Þar ávann hann sér vináttu allra sem kynntust prúðmennsku hans og samviskusemi í lífi og starfí. Halli vann hjá því fyrirtæki allt fram til starfsloka að hann aldurs vegna dró sig í hlé. Þá komu til hjálpar góðvinir til fjölda ára, Guðni Jónsson og kona hans Þórunn Jónasdóttur og greiddu götu hans. Þau fengu hon- um samastað á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu þar sem honum leið vel og naut frábærrar umönnunar starfsfólks jafnframt vináttu sinna góðu vina á Hellu. Lækkar lífdaga sól löng er orðin raín ferð. Fauk í faranda slq'ól feginn hvfldinni verð. Guð minn, gefðu þeim frið gleddu og blessaðu þá. Sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Ólína Andrésdóttir) Við þökkum vini okkar samfylgd- ina og biðjum Guð að blessa minn- ingu hans. Ragnheiður Ólafsdóttir, Björgvin Guðjónsson. fyrir öllu lífi og er mér minnis- stætt í því sambandi hversu mjög þú naust þess að vera innan um hin ýmsu dýr og voru ferðir þínar inn í Laugardal, þar sem þú gast setið góða stund innan um dýrin og alltaf notið þess jafn mikið að sjá þau vaxa og dafna, gott merki um það. Af sama meiði var eflaust sprottin ást þín á börnum og gaf það þér ævinlega mikið þegar þér auðnaðist að gleðja þau og það gerðirðu ósjaldan. Alltaf var það visst ævintýri að fá að gista hjá afa og ömmu og grunar mig að þú hafir haft síst minna gaman af þeim heimsóknum en við. Er sárt til þess að hugsa að þér auðn- aðist aldrei að sjá yngsta langafa- barnið sem fæddist aðeins tveimur dögum áður en þú lést. En nú ertu farinn og ég mun aldrei framar geta heimsótt þig á Laugarnesveginn. Öllum þeim stundum sem við áttum saman mun ég aldrei gleyma og víst er að þú munt lifa meðal okkar um ókomna tíð. Blessuð sé minning þín. Benedikt. „Ein guter Mensch, in seinem dunklen Drange/Ist sich des recht- en Weges bewu6t.“ Þessi tilvitnun úr formála stór- virkis Goethes, „Faust“, kemur mér í hug, þegar ég minnist móður- bróður míns, Hannesar Ágústsson- ar. Er ekki líf okkar stöðug og oft fálmkennd leit, sem jafnframt er drifkraftur nýrra hugmynda um betra og hamingjuríkara líf? Stundum er sagt: leitið og þér munuð finna. Hinn leitandi hugur Hannesar Ágústssonar fann samt ekki öll svörin við þeim spurning- um sem hann bar fram. Hannes gerði sér ljósar takmarkanir skyn- heims okkar og þekkingar. Efa- hyggja var gildur þáttur í lífi hans. Honum fannst hann vera á réttri leið, meðan hann gat aukið við þekkingu sína og spurt nýrra spuminga um margslunginn til- gang tilverunnar. Þessi heimspeki- legi inngangur minn hefur ekki síst að geyma þakklæti mitt til míns góða frænda fyrir margar ánægjulegar og krefjandi samræð- ur. Eins og flest systkina hans naut Hannes ekki uppeldis foreldra sinna sakir fátæktar þeirra. Hon- um var komið nýfæddum í fóstur til móðurbróður síns, Þorgríms Stefánssonar, og konu hans, Guð- rúnar Björnsdóttur, en þau bjuggu að Syðra-Tungukoti (sem nú heitir Brúarhlíð) í Blöndudal í Austur- Húnavatnssýslu. Þar ólst Hannes mmmmrnmm 1 «■> # ö I o ita ..ekfc Bara BíómaBúd, Fersk blóm og skreytingar við öll tœkijæn Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafem 11, sími 568 9120 6 i I o I i 1 s upp fram yfir fermingaraldur. Þar sem aðstæður leyfðu aðeins tak- markaða skólagöngu, tóku við mörg ár brauðstrits við ýmiss kon- ar störf, meðai annars starfaði Hannes í eitt ár við svínarækt á dönskum búgarði. Árið 1949 stofnaði Hannes fyrirtæki, sem hlaut nafnið Fín- pússningargerðin. Þrátt fyrir ýmsa tæknilega erfiðleika í byijun varð þetta örlagaspor upphaf að marg- víslegri tilrauna- og þróunarstarf- semi, sem varð að birtingarformi samspils hugar og handar. Hannes hannaði til dæmis fyrsta búnað hérlendis til að blása sandi upp á hæðir á byggingarstað og gerði síðar tilraunir með framleiðslu á tilbúnum múrblöndum fyrir múr- viðgerðir og múrverk. Enn fremur skal getið einkaleyfis, sem Hannes fékk fyrir vélar til spyrðubanda- framleiðslu í fiskiðnaði, en þær eru enn notaðar í Noregi. Þrátt fyrir einlægan áhuga á tæknilegum nýjungum vanrækti Hannes aldrei hina andlegu spekt. Heimspekilegar rökræður um upp- haf og endi alls sem er og ást hans á ljóðlist voru ávallt í fyrir- rúmi þegar mig bar að garði. Hag- mæltur var hann vel, eins og hann átti kyn til. í vísum hans er góðlát- leg stríðni aldrei langt undan, enda naut hann mikillar hylli á samkom- um og ferðalögum Húnvetningafé- lagsins í Reykjavík, þegar skáldf- áknum var hleypt. Fróðleiksfús sem hann var hafði hann mikið yndi af ferðalögum, þó að takmörkuð tungumálakunn- átta kæmi oftlega í veg fyrir nán- ari kynni við innfædda. Norður- landamálin' voru honum að vísu engin hindrun, en róðurinn reynd- ist þyngri, þegar kom að ensku og þýsku. Hann sagði mér oft, hve erfitt honum þætti að þurfa að sætta sig við þetta hlutskipti. Sigurlaug og hann fóru víða, m.a. til ísraels og Grikklands, vöggu vestrænnar heimspeki. Ég vil þakka frænda mínum gjöfular samverustundir og skemmtileg kynni allt frá því að ég var ungur drengur og naut hvatningar hans. Eitt er og víst, að móðir mín saknar sárlega kærs bróður og vinar enda voru þau afar samrýnd. Að lokum flyt ég fjölskyldu Hannesar einlægar samúðarkveðj- ur. Ásmundur Guðmundsson. Skipholti 50 b - Sími 561 0771
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.